Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 54

Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur H.H.Isebarn fæddist í Bergen í Noregi 14. október 1915. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hans Isebarn kaupsýslumaður, f. 12.5. 1894, og Sigur- veig Sveinsdóttir matreiðslukona, f. 10.1. 1887, d. 21.3. 1972. Systkini Ing- ólfs eru: Baldur Jo- hnsen læknir, f. 22.10. 1910, sem er hálfbróðir hans; Clara Isebarn afgr.st., f. 26.2. 1914, d. 29.10. 1987; Júlíana Isebarn húsmóðir, f. 20.1. 1917. Önnur hálfsystkini hans eru: Bryn- dís Björnsdóttir sjúkraliði, f. 10.3. 1924; Sveinn Björnsson listm. og lögregluþjónn, f. 19.2. 1925, d. 28.4. 1997, Sæmundur Björnsson þeirra eru: Sigfús Reynir, Sigrún Ósk, Hermann, Jón Björgvin og Dagbjört Heiða. 3) Ingvar Isebarn múrarameistari, f. 1.10. 1946. Eig- inkona hans er Sigurlaug Árna- dóttir bréfberi. Börn þeirra eru Guðrún Ósk, Ingvar Árni og Sunna Karen. 4) Sveinn B. Isebarn bifreiðastjóri, f. 12.8. 1949. Eigin- kona hans er Ingibjörg Lovísa Magnúsdóttir fulltrúi. Dætur þeirra heita Jórunn Lovísa, Bergl- ind Lovísa og Sólrún Lovísa. 5) Hans Óskar Isebarn múrarameist- ari, f. 12.5. 1951. Eiginkona hans er Katrín Guðmundsdóttir. Þau eiga börnin Kjartan og Klöru. Fyr- ir á Katrín dótturina Dagmar. 6) Sigurveig Erna Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10.1. 1954. Fyrri eiginmaður hennar er Bjarni Kristinsson jarðfr. Börn þeirra eru Áslaug Sóley, Kristinn og Bergdís. Sambýlismaður Ernu er Bolli Kjartansson viðsk.fr., fyrir á Bolli synina Ásgeir og Kjartan. Barna- börn Ingólfs og Guðrúnar Óskar eru orðin 17. Ingólfur rak bygg- ingarfyrirtæki í Reykjavík. Útför Ingólfs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. flugumsjónarmaður, f. 31.10. 1926; Elín Björnsdóttir vefari, f. 24.7. 1928, og Knútur Björnsson læknir, f. 1.5. 1930. Eftirlifandi eigin- kona Ingólfs er Guð- rún Ósk Sigurjóns- dóttir, húsmóðir, f. 23.11. 1920. Þau gengu í hjónaband 17.10. 1942. Börn þeirra eru: 1) Örn Ise- barn húsasmiður, f. 24.6. 1940. Fyrri eig- inkona hans er Margr- ét Eiríksdóttir húsmóðir. Börn þeirra eru: Eiríkur, Ingólfur, Örn, Sveinn, Hekla og Kristín. Sam- býliskona Arnar er Hrönn Hauks- dóttir sölumaður. Þau eiga soninn Hauk. Fyrir á Hrönn soninn Hlyn. 2) Hermann Isebarn tæknifræð- ingur, f. 5.2. 1944. Eiginkona hans er Ólafía K. Jónsdóttir ritari. Börn Hinn 25. janúar síðastliðinn lést faðir minn, Ingólfur H.H. Isebarn, 85 ára gamall. Hjá honum vann ég sem ungur maður. Ég man eftir því þegar pabbi var að byggja Háaleitisbraut 38, 40 og 42 að við bræðurnir (Her- mann, Ingvar og ég sem var aðeins 11 ára) fórum í verkfall. Hermann og Ingvar sáu um að handlanga fyrir fjóra múrara en ég sá um að hreinsa til á byggingarstað. Öll vinna lagðist niður múrararnir biðu á vinnupöllunum eftir að samningar næðust. Pabbi samdi við Hermann og Ingvar um 30% launahækkun. Þá ætluðu allir að fara að vinna þó að eftir væri að semja við mig. Ég kallaði því upp með grátstafinn í kverkunum: „Það má enginn byrja að vinna fyrr en búið er að semja við mig.“ Hvaða kröfur gerir þú, Hans?“ spurði pabbi. „Ég vil fá helmingi hærra kaup en ég hef haft.“ Um það var samið og allir byrjuðu að vinna. Oft var ég kylfusveinn fyrir pabba og hann kenndi mér golf. Oft var það skemmtilegt, sérstak- lega ef honum gekk vel. Hann varð meistari GR þrisvar sinnum og fleiri sigra vann hann, einnig í öðr- um íþróttagreinum. Hann var lið- tækur í fótbolta, lék með Víkingi, einnig varð hann Íslandsmeistari í bridge 1949 og lék með landsliðinu í bridge á Norðurlandamóti 1951. Mér er minnisstætt þegar Golf- klúbbur Reykjavíkur flutti úr Öskjuhlíðinni upp í Grafarholt. Það var mikið stökk fyrir GR að byggja 18 holu golfvöll og nýjan golfskála. Landið var mjög erfitt til rækt- unar og peningarnir sem fengust fyrir gamla völlinn og golfskálann hurfu fljótt í verðbólgu og fram- kvæmdir. Frá 1958 til 1978 (en þá held ég að hafi verið haldið Evr- ópumót unglinga á vellinum) unnu margir mjög mikið starf í sjálf- boðavinnu, bæði við fjáröflun og framkvæmdir, m.a. vann pabbi töluvert. Hann var í stjórn u.þ.b. frá 1960 til 1966, og var m.a. for- maður húsbyggingarnefndar og kappleikjanefndar. Hann átti smá- hlut í ásamt fjölda annarra að þetta 20 ára stríð vannst svona glæsilega. Landsmótin í golfi voru töluvert öðruvísi áður fyrr en nú. Lands- mótið 1964 var haldið í Vestmanna- eyjum. Á þeim tíma þekktust svo til allir kylfingar landsins, golf- klúbbar voru á Akureyri, í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík. Menn komu á landsmót, reyndu með sér og héldu hátíð í eina viku einu sinni á ári. Margir skemmtilegir karakterar voru þar mættir, menn voru nátengdari í Vestmannaeyj- um en annars staðar. Við pabbi spiluðum báðir illa, en það var gaman að fylgjast með Magnúsi Guðmundssyni spila 10 höggum undir pari að því er mig minnir, 72 holur. 270 högg sem er líklega met. Kveð ég nú föður minn með ást og virðingu. Hans Óskar. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Við munum alltaf minnast stærðfræðiþrautanna sem þú lagðir fyrir okkur og golf- kennslunnar á teppinu heima í Bú- landi. Send mér eld í anda eilífðar úr heimi, Drottinn. Lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir. Gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða. Kom þú, Kristur hæða, kom í dýrð og veldi. Hjarta heimsins skírðu himnakrafti og eldi. Boðskapur þinn breiðir blessun löndin yfir. Þúsundfaldar þakkir þér, sem í oss lifir. (E.M. Jónsson.) Elsku amma, guð verndi þig, blessi og styrki. Áslaug Sóley, Kristinn og Bergdís. Okkur systrunum er ljúft að minnast afa okkar. Margar góðar stundir höfum við átt í Búlandinu heima hjá þér og ömmu. Sérstak- lega er okkur minnistætt þegar við púttuðum á stofugólfinu og þú leið- beindir okkur. Með þessari bæn kveðjum við þig hinstu kveðju. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pét.) Elsku amma, pabbi og ástvinir, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Jórunn, Berglind og Sólrún Sveinsdætur. INGÓLFUR ISEBARN                                          !   "           #     $    $%%&    !" # "$"%# &    '" !" # "  !" # "(&(    ) *  !" # "(+!(          '#!' '    #  ,  -.//  ( )  )          "      )  *      %    $+&& ,-  !     ! +)  $ #       * 0 -1 20 -0  % " 3  &4& ( ! . /#   "       0     &   '     !""0    4    ,         )0      5      )4 " 67 &"   "       1-   !      $%%& 0      !4$" !" # !!  .  "0! # #!' '                 0  & 5 $4$   0 5 !  3  &4& "       ,"  !      $&& 2*      3    3   "         "      4    (    !4"       !" " #  !4"     "(   !  +!8       # ! "!   !$+ #"    9 !4$"  # '    #  *        *   * + :/ ;0<-.//) 0 =(&" #     '"$3>  &4& ( . /#         5    !      "         $%%& 2*     "   3    3   "         4    (     $$  . /#      ?' #  !4    1 '%  #  !")  $     !* @    A8"%9 #  !* 0 4&     + 4 !4    14'   1# $ #  "1 '    @ 1 '     ?'A8" #           B /0@9   ?"= 46C  &4&     "4"/ $      =' # %  ' # "' #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.