Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 56

Morgunblaðið - 01.02.2001, Page 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Bjarna-son fæddist á Hellissandi 25. sept- ember 1912. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarna- son frá Glaumbæ í Staðarsveit, f. 12.9. 1866, d. 1.8. 1915, og Valgerður Benónýs- dóttir frá Akri í Staðarsveit, f. 9.11. 1867, d. 30.4. 1929. Sigurður var yngstur 12 systkina, sem nú eru öll látin. Þau voru: Jón, f. 29.9. 1888, d. 9.9. 1946; Valdi- mar, f. 1.4. 1889, d. 9.4. 1975; Signý, f. 8.3. 1893, d. 23.3. 1975; Gíslína, f. 4.3. 1894, d. 30.5. 1905; Narfi, f. 10.2. 1895, d. 26.6. 1917; Þorgils, f. 22.2. 1896, d. 8.2. 1982; Benónía, f. 20.3. 1899, d. 28.5. 1984; Guðfinna, f. 31.5. 1900, d. 24.10. 1984; Bjarni, f. 5.7. 1901, d. 23.7. 1972; Guðmundur, f. 11.3. 1902, d. 14.1. 1923; Valgerður, f. 25.7. 1906, d. 14.1. 1915. Synir Sigurðar af fyrra hjóna- bandi eru 1) Hafsteinn, f. 1929, d. 1935; Hafsteinn Guðmundur, bif- reiðastjóri, f. 8.7. 1935. Börn Haf- steins Guðmundar af fyrra hjóna- Gunnar Ísdal, f. 26.8. 1976, nemi, unnusta hans er Ásdís Sigurjóns- dóttir, og Sigrún, f. 5.8. 1981, nemi; Haukur Sigurður, f. 28.9. 1961, matreiðslumaður. Börn Hauks eru Karen, f. 6.1. 1992, og Bergur Snær, f. 17.9. 1996; Hall- dóra Nanna, f. 31.12. 1963, starfs- maður hjá Ísal. Eiginmaður henn- ar var Karl Þorsteinsson. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Heiðdís, f. 13.6. 1986, nemi, og Kristófer, f. 11.9. 1990, nemi; Kári, f. 1.4. 1972, nemi. Unnusta hans er María Dav- íðsdóttir, nemi. Dóttir Gunndórs er einnig Marta Þyrí, f. 26.12. 1967, húsmóðir. Sambýlismaður hennar er Þórarinn Finnbogason, framreiðslumaður. Börn þeirra eru Victor, f. 24.9. 1997, og Vilma, f. 13.4. 2000. Eiginkona Gunndórs er Guðrún Skúladóttir, f. 14.6. 1943, deildarstjóri. Foreldrar hennar voru Skúli Guðmundsson, alþm., f. 10.10. 1900, d. 5.10. 1969, og Jósefína Helgadóttir, húsmóðir, f. 30.7. 1893, d. 17.9. 1974. 3) Val- þór Bjarni, f. 27.9. 1948, húsa- smíðameistari. Eiginkona hans er Guðrún Magnúsdóttir, f. 11.1. 1950, húsmóðir. Foreldrar hennar eru Magnús og Lovísa. Börn Val- þórs og Guðrúnar eru Magnús, f. 30.6. 1971, rafvirki. Sambýliskona hans er Jóna Guðrún Guðmunds- dóttir, hjúkrunarnemi. Dóttir þeirra er Margrét, f. 7.5. 1992; Sig- rún, f. 1.8. 1972, hárgreiðslukona; Eyrún, f. 3.4. 1984, nemi. Útför Sigurðar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. bandi eru Guðrún Ólöf, f. 1956; Jón Júlí- us, f. 1958; Gunnar Rúnar, f. 1959; Ásdís Þórkatla, f. 1962; Haf- steinn Viðar, f. 1966, og Guðlaug Auður, f. 1969. Eiginkona Haf- steins er Guðmunda Þorláksdóttir, f. 15. ágúst 1939. Þeirra börn eru Sigurður Júlíus, f. 1964, og Ragna, f. 1976. 2) Hörður Rafn, bifreiða- stjóri f. 4.9. 1933, ókvæntur og barn- laus. Sigurður kvæntist 1939 Hall- dóru Nönnu Guðjónsdóttur frá Flatey, f. 14.6. 1917, d. 28.12. 2001. Foreldrar hennar voru Guðjón Gíslason, búfræðingur, f. 3.7. 1885, d. 3.3. 1937, bóndi á Viðborði á Mýrum, A-Skaftafellssýslu og kona hans Pálína Jónsdóttir frá Flatey, f. 22.10. 1885, d. í des. 1941. Halldóra og Sigurður eignuðust þrjá syni. Elsta soninn misstu þau stuttu eftir fæðingu. Synir þeirra eru: 2) Gunndór Ísdal, f. 22.2. 1940, frv. flugstjóri. Börn Gunndórs af fyrra hjónabandi eru: Inga Sigríð- ur, f. 4.2. 1959. Sambýlismaður hennar er Ólafur Arnberg Þórð- arson, skipstjóri. Börn Ingu eru Það er ekki öllum gefið að kunna að njóta dagsins í dag. Mun algeng- ara er að við séum með hugann við gærdaginn eða að bíða morgun- dagsins. Tengdafaðir minn kunni þessa list. Oft dáðist ég að því hvað hann tók vel eftir öllum smáatriðum í um- hverfinu, hvort sem það var lands- lagið, náttúran, dýralífið eða mann- lífið. En hann kunni líka að meta minningarnar um liðna tíð. Í fjölda- mörg ár hélt hann dagbók þar sem hann skráði hjá sér ýmislegt, ferða- lög þeirra hjóna, veðurfar og ým- islegt annað, sem hann vildi festa sér í minni. Þær voru líka margar segulbandsspólurnar sem hann tók upp með spjalli við gesti sína eða söng á gleðistundum. Við þessar minningar undu þau hjónin ótal sinnum, bæði heima og í sumarbú- staðnum sínum í sveitinni. Tengdafaðir minn var yngstur 12 barna hjónanna Bjarna Bjarnason- ar og Valgerðar Benónýsdóttur. Hann missti föður sinn aðeins tæpra þriggja ára gamall. Lífsstarfið var erfiðisvinna, bæði til lands og sjávar. Hann var lengi vörubifreiðarstjóri hjá Þrótti og keyrði þá jarðveg í margan hús- grunninn og mold og túnþökur í marga húsgarðana. Öll var þessi vinna unnin á höndum sem þykir ótrúlegt í dag. En þau hjón voru líka listræn og hugmyndarík. Á kreppu- árunum var heimilinu breytt í jóla- skrautsverksmiðju á haustin og framleitt mikið magn af alls kyns jólaskrauti sem rann út eins og heit- ar lummur og prýddi síðan heimili margra landsmanna yfir jólahátíð- ina. Tengdafaðir minn var félagslynd- ur maður og góður söngmaður. Hann starfaði mikið að félagsmálum hjá Þrótti og á sínum efri árum gekk hann í kór aldraðra í Kópavogi og átti þar margar ánægjustundir. Ekki veit ég hvernig honum leist á þessa tilvonandi tengdadóttur, sem mætti til fyrsta fundar við hann með rauðlakkaðar neglur. Svo mikið er víst að hann skráði þetta í dag- bókina sína og tók síðan son sinn tali og minnti hann á alvarlegur í bragði að sígandi lukka væri best. En okk- ur varð vel til vina og heldur þótti honum sonurinn ábyrgðarlítill þeg- ar hann sá mig uppi á þaki að negla niður járn á sumarbústaðnum okkar sem síðan var settur niður skammt frá þeirra bústað. Það sannast nú eins og oft áður að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þau hjónin höfðu verið í hjónabandi í rúm 60 ár þegar tengdamóðir mín, Halldóra Nanna Guðjónsdóttir, lést hinn 28. desember sl. Allan þann tíma höfðu þau aldrei verið lengur en nokkra daga í einu fjarri hvort öðru og nú kveður hann þennan heim aðeins tæpum mánuði á eftir henni. Þannig hefðu þau helst viljað hafa það og þeim varð að þeirri ósk sinni. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði og hjartans þökk fyrir liðnar samverustundir. Guðrún Skúladóttir. Nú þegar ég kveð minn elskulega tengdaföður Sigurð Bjarnason sem andaðist 25. janúar er mér ljóst hvað hann og eiginkona hans Hall- dóra N. Guðjónsdóttir sem lést 28. desember síðastliðinn voru tengd sterkum böndum og að ósýnilegt var hvar kraftar annars tóku við af hinu. Haustið 1969 fór ég með Valþóri syni þeirra austur í Hveragerði að sækja Halldóru og Sigurð þar sem þau höfðu dvalið sér til heilsubótar, síðan hafa okkar vináttu- og síðar fjölskyldubönd þést með hverju árinu sem hefur liðið. Það er gott veganesti að kynnast fólki sem af alúð ræktaði garðinn sinn og kunni að meta og njóta þeirra dásemda sem lífið býr yfir: Að upplifa saman sólaruppkomu og sólarlag, að renna fyrir fisk, að sjá rósirnar springa út, að hlú að fugl- um og öðrum villtum dýrum. Þannig voru þau sem konungur og drottn- ing í sínu ríki og bættu sífellt í un- aðsstundasafnið sitt með mikilli al- úð og hlýju. Það er á þennan hátt sem ég upp- lifi minningu heiðurshjónanna sem ég á svo mikið að þakka. Drottinn blessi minningu þeirra og gefi okkur sem eftir erum þá gæfu að taka þessa eiginleika okkur til eftirbreytni. Guðrún Magnúsdóttir. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu aftur en það er ekki nema mánuður síðan hún dó og þú sagðir okkur hvað það væri tómlegt án hennar en þið höfðuð verið miklir vinir og mjög samhent hjón í 61 ár. Er við lítum yfir farinn veg er margs að minnast. Eins og þeirra fjölmörgu bíltúra sem við fórum með þér niður á höfn sem krakkar og þegar við vorum fjölskyldan að dytta að trillunni okkar og veiðiferð- anna á henni og harðfisksins sem þú verkaðir, sem okkur þótti sá besti í bænum. Söngur var þér mjög hug- leikinn og tókum við oft lagið saman heima í Hjallabrekku sem þú tókst svo upp á segulband og geymdir. Oft skemmtum við okkur saman, svona löngu seinna, yfir að hlusta á þessar upptökur og þá var mikið hlegið. Sjálfur söngst þú í kór og hafðir gaman af. Sumarbústaðurinn var ykkur ömmu sem paradís. Þar feng- um við krakkarnir líka oft að keyra hjá þér niður túnið að bátaskýlinu þótt við værum ekki komin með bíl- próf. Þú vildir alltaf fylgjast með okkur krökkunum og ef við komum ekki nógu oft í heimsókn léstu okkur bara heyra það að við mættum koma oftar. Eins spurðir þú oft hvort við hefðum verið að skemmta okkur eitthvað nýlega og svo sátum við saman og diskúteruðum það. Það er erfitt að kveðja þig, afi. Ég trúi því varla að þú sért farinn en hugga mig við það að amma tekur örugglega á móti þér opnum örm- um. Þín sonardóttir, Sigrún Valþórs. Fyrir um það bil tuttugu árum, byggðum við hjónin lítið sumarhús á grýttum mel, við fagurt fjallavatn í Kjósinni. Handan vegarins, beint á móti okkur voru önnur hjón í litlum bústað, Sunnuhlíð. Með okkur tók- ust fljótt góð kynni og vinskapur. Þá voru þau þegar orðin heilsutæp og hætt að vinna en ófá voru handtökin og kraftaverkin þeirra stór og smá við að hlúa að gróðri, byggja og bæta. Það var mikið unnið á þessum árum í sumarhúsalandinu okkar, tína grjót, gróðursetja blóm og tré. Það er ógleymalegt hversu notalegt það var oft á kvöldin eftir erfiðan dag að heyra hljómmiklu röddina hans Sigga kalla á okkur: „Hættið þessu nú og komið í kaffi, hún Lóa SIGURÐUR BJARNASON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningar- greina                 ;+  . "  #!#   / "$   "       :-*      %    $+&& ;   "  #  /     " "!"$"     4$ #  ) = $    84$ # 9     != "4$    "$""1  # '"4$ # @    &    '&"4$ # "(1 !"!     '#!' <*       *   B . -.// /#  '"$4@   = 4 0&&6F  &4& "       2 *       %    $+&& ,     1#    "$"" "$" # 1# # 0! 1#    ' *      *          ;+ -.//  !  ! C     "       =#      !      $%%& "D =       ' # ! '! =    ) #! =    G " # "'! =    .  " #     '#!' >   3     " ! 3   ?      "  "     ! !   /,) 0  !'"E  &4& ,-  ! !-  '=                     10+  G  0   E6 1 4& "       4  "#     %    $+&& %#! "%#'    "4""&      " ! # +! "&    ) #!% ""&    #!*  !4$ # +!(   "& #  '     '#!' ,   9+  .  =( $    = 43F (         3   %&   ,-  !        #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.