Morgunblaðið - 01.02.2001, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
" # BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EINS OG aðrir í íslensku þjóðfélagi
hef ég undanfarnar vikur fylgst með
öryrkjamálinu svokallaða. Ekki síst
þar sem málið snertir mig alltof vel
persónulega. Ég ætla ekki að tjá
mig neitt frekar um mínar persónu-
legu aðstæður enda virðist kaldur
raunveruleiki alltof margra þegna
þessa þjóðfélags ekki ná að brjóta
sér leið gegnum hjörtu úr steini. Ég
vil aðeins koma á framfæri innilegu
þakklæti til allra þeirra fjölmörgu
manna og kvenna, sem staðið hafa í
eldlínunni og miðri orrahríðinni allri
undanfarið og hafa þurft að standa
undir hroka og fúkyrðum sem gjör-
samlega hafa gengið fram af mér.
Garðar Sverrisson, Helgi Seljan og
fleiri aðilar innan Öryrkjabanda-
lagsins eiga alla mína aðdáun og
virðingu. Ég hef af eigin reynslu
fengið að sjá að þar fara menn sem
hafa til að bera einstaka mann-
gæsku og samhygð með fólki sem
daglega þarf að takast á erfiðleika,
sem eru þeim sem ekki þekkja af
eigin raun með öllu óskiljanlegir. Ég
hef ekki aðeins fylgst með um-
ræðum síðustu vikur í gegnum frétt-
ir sjónvarps og útvarps eða með
lestri dagblaða, heldur einnig með
því að fylgjast beint með ræðuhöld-
um frá Alþingi. Þetta hefur gert
mér kleift að sjá óklipptar útgáfur af
því orðaskaki sem fram hefur farið
undanfarið á hinu „háæruverðuga“
Alþingi. Orðum stjórnarþingmanna
um ómálefnalega umræðu og gíf-
uryrði stjórnarandstöðunnar get ég
því með góðri samvisku vísað til föð-
urhúsanna. Framkoma þingmanna
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
hefur mér blöskrað fullkomlega, svo
ég stilli mig og noti „pen“ orð. Menn
eins og Steingrímur J. Sigfússon,
Össur Skarphéðinsson og Ögmund-
ur Jónasson sýndu mér aftur á móti
með málflutningi sínum að þar fara
menn sem hafa til að bera mikinn
skilning á kjörum þeirra sem minnst
mega sín í þessu þjóðfélagi okkar.
Forystumenn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks, sem fyrir síðustu
kosningar töldu landsmönnum trú
um að fjölskyldan yrði í fyrirrúmi,
að ógleymdum málefnum öryrkja,
og sem nú hrósa sigri hafa aftur á
móti heldur betur verið að sýna
kjósendum sitt rétta andlit undan-
farið. Við kjósendur getur ekki leng-
ur velkst í vafa um hvað þeir í raun
áttu við með innantómum kosninga-
loforðum sínum. Síðast en ekki síst
vil ég nefna Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur en þar eiga öryrkjar og
aðrir þeir, sem á einhvern hátt eiga
undir högg að sækja, sér dyggan
stuðningsmann. Ásta Ragnheiður
hefur mörgum öðrum þingmönnum
fremur þurft að þola algjörlega ólýð-
andi skítkast frá samstarfsmönnum
sínum. Fyrir Ástu Ragnheiði ber ég
ómælda virðingu. Ég dáist að þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar fyrir
störf sín undanfarið þó að ég sé ekki
alltaf sammála þeim í pólitík. Við
forsætisráðherra, aðra ráðherra ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og þá
þingmenn sem studdu nýsett lög, og
vil ég þá sérstaklega og ekki að til-
efnislausu nefna Pétur Blöndal, hef
ég aðeins þetta að segja: Mér flökr-
ar við ykkur.
GERÐUR HARÐARDÓTTIR,
Skarphéðinsgötu 12, Reykjavík.
Þakkir til fólksins
í eldlínunni
Frá Gerði Harðardóttur:
EINS og ykkur öllum er að sjálf-
sögðu kunnugt hafa möguleikar til
gistingar og veitingasölu á Blönduósi
farið mjög minnkandi á undanförnum
misserum, eftir að Hótel Blönduós
nánast hætti sinni starfsemi.
Nú er svo komið að vandamál skap-
ast þegar aðkomufólk þarf að dveljast
hér, t.d. vegna funda og námskeiða-
halda, hvað þá að hinn almenni ferða-
maður geti talið mögulegt að stoppa
hér þótt hann hefði löngun til.
Ég tel að staðan í þessum málum sé
orðin það alvarleg að bæjarstjórn
Blönduóss verði að bregðast við og
það strax. Til að opna umræðuna geri
ég eftirfarandi að tillögu minni.
Bæjarráð haldi fund með stjórn
Félagsheimilisins ehf. og kanni við-
horf hennar til að setja á fót starfshóp
sem fengi það verkefni að kanna alla
möguleika á að fá fjármuni og sam-
starfsaðila til að byggja ca. 50 her-
bergja hótel við Félagsheimilið á
Blönduósi, en nýta að sjálfsögðu
danssal, eldhús og skjól við hótel-
reksturinn, en skerða á engan hátt
núverandi leikhúsaðstöðu í bíósaln-
um. Vinnu þessari verði hraðað eftir
því sem nokkur kostur er.
Eins og málefni Hótels Blönduóss
hafa þróast er það skoðun mín að
stjórn Byggðastofnunar sé annað-
hvort markvisst eða með röð tilviljana
búin að koma málefnum hótelsins í þá
stöðu, að það sé að verða nánast úti-
lokað að það verði rekstrarhæft aftur,
í tví- eða þrígang hefur hótelið verið
afhent aðilum sem ekki virðast hafa
haft það sem hagsmunamál að halda
rekstri þess gangandi. Ég tel að
Byggðastofnun, sem langstærsti
kröfueigandinn, hefði getað stýrt
málinu heimamönnum í vil ef áhugi
hefði verið fyrir hendi. Þeim var ljós
áhugi heimamanna, t.d. eigenda Glað-
heima, á að semja um kaup á hótelinu.
Einnig finnst mér athugandi fyrir
Blönduóssbæ að kanna möguleika á
samstarfi við menntamálaráðuneytið
hvort menningarhús sé ekki betur
staðsett á Blönduósi heldur en í jað-
arbyggð í nýju kjördæmi.
Ágæti bæjarfulltrúi, látum ekki ut-
anaðkomandi aðila ræna frá okkur
tækifærunum, snúum vörn í sókn og
sýnum samstöðu.
VALDIMAR GUÐMANNSSON,
Hlíðarbraut 1, Blönduósi.
50 herbergja hótel
Frá Valdimar Guðmannssyni:
Opið bréf til bæj-
arráðs Blönduóss