Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 65

Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 65 DAGBÓK Við myndum líka Nörda Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni, stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020 Við erum F.Í.F.L. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert útsjónarsamur og lætur einskis ófreistað til þess að ná þínu fram en gæt- ir þess þó alltaf að vera inn- an settra marka. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þig langi mest til þess að herða á hlutunum skaltu láta það ógert og gefa þeim þess í stað tíma til þess að ganga yfir með eðlilegum hætti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að leggja sérstaklega hart að þér til þess að hreyfa við þeim málum sem þú berð fyrir brjósti. Sparaðu þig hvergi því aðeins þannig nærðu árangri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Árangur er það sem allir horfa til en sumir leggja minna upp úr því hvernig hann næst. Þú skalt samt ekki falla í slíka gryfju því óvönduð meðul munu koma þér í koll. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú kannt svo sannarlega að eiga góða stund og mátt ekki láta nokkurn hlut koma í veg fyrir að þú getir fagnað þeim árangri sem þú hefur náð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stundum erum við ósköp varn- arlaus gagnvart umheiminum en þá er björgin fólgin í því að finna sér haldreipi í sínum innri manni. Þessvegna er mik- ilvægt að rækta hug sinn og hjarta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hafðu augun hjá þér því það er aldrei að vita hvenær hentugt tækifæri kemur upp í hendurn- ar á þér en bráðnauðsynlegt að þú sért þá viðbúinn til athafna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar verk- efnið er margþætt og flókið. Vertu því ekkert að baksa einn í þessu heldur hafðu strax samband við sérfræðinga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fátt er eins gefandi og að sjá athafnir sínar leiða til já- kvæðra breytinga. Nýttu hæfi- leika þína til slíkra verka og þá mun þér vel farnast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Miklu skiptir að þú sért sáttur við framgang þinn og þurfir ekki að burðast með einhverja sektartilfinningu gagnvart mönnum og málefnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu það eftir þér að taka ást- fóstri við einhvern eða eitthvað því sá sem aldrei upplifir þá til- finningu fer mikils á mis í þess- um heimi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það hefnir sín oft illa að reyna að komast hjá því að vinna nauðsynlega undirbúnings- vinnu áður en farið er út í viða- mikil verkefni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Láttu bara ekki andvaraleysið ná tökum á þér því skjótt geta veður skipast í lofti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MATTHEW Granovetter er atorkusamur bridshöfund- ur. Hann hefur skrifað margar bækur, gefur út tímaritið Bridge Today og skrifar auks þess greinar í ýmis tímarit. Á Netinu er hann með þátt á vegum OK- bridge og þar gerir hann að umtalsefni spil úr úrslitaleik Ítala og Pólverja á ÓL í Ma- astricht í haust. Granovetter kallar það „vellíðunarspil“ fyrir hinn „almenna spil- ara“, því það sýnir og sannar að jafnvel þeir bestu gera sig seka um klaufaleg mis- tök: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á ♥ ÁKDG6 ♦ Á1054 ♣ G74 Vestur Austur ♠ 8543 ♠ K92 ♥ 1084 ♥ 9753 ♦ D73 ♦ G8 ♣Á96 ♣KD83 Suður ♠ DG1076 ♥ 2 ♦ K962 ♣1052 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þetta eru sagnir Pólverja í NS: fyrst sterkt lauf, svo af- melding, síðan tvær bið- sagnir og loks taka við eðli- legar sagnir sem enda í þremur gröndum. Ítalinn í austur kom út með hátt lauf og spilaði aftur laufi á ás makkers. Þriðja laufið kom til austurs og „nú fóru merkilegir hlutir að gerast“, segir Granovetter. „Þú, ég og amma hefðum tekið fjórða laufið, en Ítalinn í austur var hræddur um að þrengja um of að makker og þar sem hann bjóst við að fá slag á spaðakóng ákvað hann að bíða með laufið og spila hlutlaust hjarta. Sagn- hafi átti þann slag og dúkk- aði síðan tígul yfir til vest- urs. Og fékk níu slagi!“ Spilið var ekki síður klúð- urslegt á hinu borðinu. Þar var suður sagnhafi í þremur gröndum eftir að NS höfðu sagt alla liti nema lauf. Vest- ur ákvað að koma út með laufníuna, en þeirra stíll er að spila öðru, fjórða og sjötta hæsta frá lengd. Aust- ur mislas útspilið hins vegar og lét lítið lauf í fyrsta slag- inn!? Og þá var vandalaust fyrir sagnhafa að taka níu slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. febrúar, verður sextugur Finnbogi S. Jakobssson, Holtastíg 20, Bolungarvík. Eiginkona hans er Erna Hávarðardóttir. Þau verða með opið hús og taka á móti gestum í Víkurbæ, Bolung- arvík föstudaginn 2. febrúar kl. 19–22. 50 ÁRA AFMÆLI.Fimmtugur er í dag, fimmtudaginn 1. febrúar, Halldór Ólafsson verk- stjóri, Laufskógum 8, Hveragerði. Halldór tekur á móti ættingjum og vinum í veitingahúsinu Básnum í Efstalandi, Ölfusi, sunnu- daginn 4. febrúar nk. kl. 17. torskildar en hann hafði svart gegn Loek Van Wely (2700). 15...Re5! 16. Rxf5 Hugmynd svarts eftir 16. Rxg2 var að máta hvítan með 16...Rf3+ 17. Ke2 Bd3+! 18. Kxf3 Dh3+ og ekkert get- ur forðað hvíta kóngnum frá því að vera feigur eftir tvo leiki. 16...Rd3+! 17. Kf1 Hxf2+ 18. Kg1 Kb8! 19. De6 19. Be6 gekk ekki upp sökum 19...Dc6 og svartur vinnur. 19...Hxf5 20. h4 Bd6 21. Hf1 Hg8+! Og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 22. Bxg8 Dg7#. Þessi fjöruga skák tefldist svona í heild sinni: 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 c5 6. d5 Bf5 7. e3 e6 8. Bxc4 exd5 9. Rxd5 Rc6 10. Db3 Dd7 11. Rxf6+ gxf6 12. Bd2 Hg8 13. Bc3 O- O-O 14. Bxf7 Hxg2 15. Rh4 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp á Corus- ofurskákmótinu í Wijk aan Zee sem lauk nýlega. Rúss- inn Alexander Morozevich (2745) þykir með frumlegri skákmönnum í bransanum og eru skákir hans einatt DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag fimmtudaginn 1. febrúar eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Svanfríður Þorkels- dóttir og Eyjólfur Gumundsson, Hvassaleiti 58, Reykja- vík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15. Kaffispjall. Biblíulestur kl. 20:00. Fjallað verður um bréf Páls postula. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12:00. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja: Foreldramorgunn – opið hús kl. 10:00. Stúlknakór kl. 16:00. Jesúbæn kl. 20:00. Taizé- messa kl. 21:00. Þangað sækir mað- ur frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:00. Tónlist, bæn og léttur máls- verður. Samvera eldri borgara kl. 14:00. Kósý í kirkju kl. 20:30. Opinn saumaklúbbur. Langholtskirkja: Foreldramorgunn – opið hús kl. 10–12. Fræðsla: Af- brýði eldri barna, Sigríður Jóhann- esdóttir hjúkrunarfræðingur. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni organista. Lang- holtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Neskirkja: Unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 20:00 í safnaðar- heimili Neskirkju. Opið hús kl. 16:00 Myndasýning: Fossaföll. Seltjarnarneskirkja: Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 17:00. Árbæjarkirkja: TTT-starf f. 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18. Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11:00. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Alfa-námskeið kl. 19. Fella- og Hólakirkja: Starf fyrir 11– 12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja: Foreldramorgn- ar kl. 10:00–12:00. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum Guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16:30. Kópavogskirkja: Samvera eldri borgara í dag kl. 14:30–17:00 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17:00. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17.00 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10– 12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30– 20.30. Unglingar hvattir til þátt- töku. Umræðu- og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænar- efnum til presta og starfsfólks safn- aðarins. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. kl. 10.00 Foreldramorgun, árrisular mömmur með ungabörn sín eiga gott spjall yfir molasopa. Kl. 14:30 Helgi- stund á Heilbrigðisstofnun, setu- stofu 3. Hæð. Allir velkomnir. kl. 17:30 TTT, tíu til tólf ára. Skemmti- legasti TTT-fundur frá upphafi. Óvissuferð með öllu tilheyrandi. Keflavíkurkirkja. Fermingarundir- búningur kl. 14:50–16:15 í Kirkju- lundi. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbæna- samvera. Fimmtudaginn 1.febrúar kl.18.30. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegið virka daga milli kl.10-12. í síma 421-5013. Biblíulestrar.Fimmtudaginn 1.febrúar kl.20. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Farið verður í Lúkasarguðspjall. Spilakvöld aldrðra. Fimmtudaginn 1.febrúar kl.20. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Útskálakirkja. Fundur með foreldr- um fermingarbarna í Garði kl. 20:30. Morgunblaðið/SverrirHallgrímskirkja Safnaðarstarf LJÓÐABROT Kötludraumur Már hefir búið, manna göfgastur, nýtur höfðingi á nesi Reykja. Hans frá eg kona Katla héti. Sú var menjaskorð manna stórra. Þau frá eg unnust allt hið bezta. Hugði hjóna hvort öðru vel. Þókti Katla kvenna allra (vífið vitra) vera skrautlegust. Már bjóst heiman við mæta drengi ör að ríða alþingis til. En vandlega vildi á meðan skorða gulls honum skikkju sauma. ---

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.