Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 67
ALMENNUR
DANSLEIKUR
með Geirmundi Valtýssyni
í Ásgarði, Glæsibæ,
föstudagskvöldið
2. febrúar
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!
VOR ‘01
Nýja
vorlínan
komin....
Kringlunni
Ps. Útsölulok á Laugaveginum. t l l i
NÝLEGA gerði breska fyrirtækið
Orange Film könnun á því hverjir
væru vinsælustu leikarar þjóðar
sinnar frá upphafi. Það verður
kannki enginn hissa á því að upp-
áhalds James Bond flestra, sjálfur
Sean Connery, var vinsælastur
karlleikaranna, en Julie Walters,
sem leikur í hinni vinsælu mynd
Billy Elliot, var kosin vinsælust
allra leikkvenna. Og úrslitin fóru
ekkert á milli mála því þau fengu
bæði tíu þúsund atkvæðum meira
en áhrifamiklir leikarar í gegnum
tíðina eins og Laurence Olivier,
John Gielgud og Maggie Smith.
Nýjar stjörnur vinsælar
Í kvennakosningunni þótti
koma á óvart að Elizabeth Hurley
var vinsælli en Emma Thompson
og Barbara Windsor, sem lék í
Carry On myndunum, var vinsælli
en Helen Mirren. Af karlalist-
anum þykir það markvert að
Hugh Grant er sá eini af fimm
vinsælustu sem ekki hefur verið
aðlaður.
Hinn heillandi Sir Sean Conn-
ery varð þekktur um allan heim
fyrir hlutverk sitt sem 007.
Hann lék í sex opinberum Bond
myndum og birtist aftur í Never
Say Never Again, frá 1983. Á list-
anum fylgja honum Sir Anthony
Hopkins og Sir Alec Guinness
sem lést á seinasta ári. Margir
álíta þó Sir John Gielgud einn af
bestu leikrunum Breta og sökn-
uðu þess að sjá ekki nafn hans á
topp tíu listanum. Í stað þess sjást
nöfn nýrri leikara eins og Ewan
McGregor, Robert Carlyle og nú-
verandi James Bond-stjörnunni,
Pierce Brosnan.
Sofandi áhorfendur
JulieWalters, sem var tilnefnd
til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í
Educating Rita, er sérlega vinsæl
í Bretlandi þar sem hún er mjög
þekkt fyrir gamanþætti í sjón-
varpi, bæði sem höfundur og leik-
kona. Á eftir henni er Dame Judi
Dench sem hlaut Óskarinn árið
1999 sem besta leikkona í auka-
hlutverki fyrir Ástfanginn Shake-
speare. Og í þriðja sæti er stjarn-
an Catherine Zeta Jones sem
mörgum þykir líklegt að verði til-
nefnd til Óskarsins fyrir hlutverk
sitt í kvikmyndinni Traffic.
Könnun þessi náði til fleiri
hluta kvikmyndamenningarinnar
og segir einnig frá að flestum
breskum kvikmyndaáhorfendum
þykir mjög afslappandi að horfa á
kvikmyndir. Helmingur þátttak-
endanna höfðu sofnað í bíó og
einn fjórði hafði dottað þar á
seinustu þremur mánuðum.
Connery og
Walters
langefst
Bretar hreinlega dá Julie Walters, og ekki minnkaði dálætið eftir leik
hennar í myndinni um Billy Elliot.
Reuters
Ekki er lakara að vera mynda-
legur ef sóst er eftir vinsældum.
Vinsælustu bresku leikararnir frá upphafi
Fullkominn eiginmaður
(An Ideal Husband)
G a m a n m y n d
½
Leikstjórn og handrit: William P.
Cartlidge. Byggt á leikriti Oscars
Wilde. Aðalhlutverk: James Wilby,
Trevyn McDowell, Jonathan Firth
og Sadie Frost. (92 mín.) Bretland,
1998. Skífan. Öllum leyfð.
Ekki er langt síðan út kom á
myndbandi kvikmynd byggð á vin-
sælu leikriti Oscars Wilde, Fullkom-
inn eiginmaður (An
Ideal Husband).
Var þar um að
ræða bresk/banda-
ríska framleiðslu
sem skartaði
þekktum leikurum
sem hver um sig
var vel valinn í sitt
hlutverk. Hér er
hins vegar á ferð-
inni öllu slappari
kvikmynd byggð á leikritinu, þar
sem sagan er m.a. færð í nútímabún-
ing. Sú breyting gerir nákvæmlega
ekkert fyrir leikritið og hefði eins
mátt sleppa henni. Kunnir breskir
leikarar eru í aðalhlutverkum en það
er eins og enginn þeirra nái að gæða
persónur sínar lífi. James Wilby og
Trevyn McDowell eru bæði fremur
dauf í hlutverkum Chiltern-
hjónanna, hinna heiðvirðu aðalper-
sóna leikritsins. Sadie Frost nær
sömuleiðis engu flugi í hlutverki
hinnar undirförlu fröken Chevely en
verstur er þó Jonathan Firth sem
tekst að gera hina skemmtilegu per-
sónu glaumgosans Arthurs Goring
að engu. Auk þess er myndin einfald-
lega klaufalega gerð og almennt lítið
í hana varið miðað við hvað leikritið
sjálft er skemmtilegt.
MYNDBÖND
Slappur
eiginmaður
Heiða Jóhannsdótt ir
Sonur Jesú
(Jesus’ Son)
V í s i n d a s k á l d s a g a
Leikstjóri: Alison Maclean. Hand-
rit: Elisabeth Cuthrell. Aðal-
hlutverk: Billy Crudup, Samantha
Morton. (117 mín) Bandaríkin, Den-
is Leary, Jack Black, Will Patton,
Holly Hunter. Myndform, 2000.
Myndin er bönnuð innan 16 ára.
FH (Billy Crudup) er ekki merki-
legasta mannvera sem uppi hefur
verið. Enginn virðir hann eða nennir
að vera lengi í sam-
skiptum við hann
og hann er óttaleg-
ur aumingi. FH er
samt með
skemmtilegustu og
frumlegustu per-
sónum sem komið
hafa fram um langt
skeið. Ferðin sem
hann tekur á sig til
endurlausnar byrj-
ar með vímuefnum og þjófnaði en
brátt, í gegnum kynni sín af ólíkum
persónum, finnur hann sinn sess í líf-
inu og byrjar að geta hjálpað öðrum
sem hann var algjörlega ófær um að
gera áður. Leikurinn í þessari mynd
er hreint út sagt frábær, Crudup er
óborganlegur sem FH og hvernig
hann segir sögu sína er mjög vel unn-
ið. Samantha Morton leikur kærustu
hans og er hún ekki síðri en Crudup.
Aðrir leikarar standa sig mjög vel og
er Jack Black sérstaklega eftir-
minnilegur sem vægast sagt undar-
legur sjúkraliði. þetta er góð mynd
og frábær skemmtun sem allir ættu
að sjá sem eru orðnir eldri en 16.
Ottó Geir Borg
Leiðin til
endurlausnar