Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 67 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, föstudagskvöldið 2. febrúar Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! VOR ‘01 Nýja vorlínan komin.... Kringlunni Ps. Útsölulok á Laugaveginum. t l l i NÝLEGA gerði breska fyrirtækið Orange Film könnun á því hverjir væru vinsælustu leikarar þjóðar sinnar frá upphafi. Það verður kannki enginn hissa á því að upp- áhalds James Bond flestra, sjálfur Sean Connery, var vinsælastur karlleikaranna, en Julie Walters, sem leikur í hinni vinsælu mynd Billy Elliot, var kosin vinsælust allra leikkvenna. Og úrslitin fóru ekkert á milli mála því þau fengu bæði tíu þúsund atkvæðum meira en áhrifamiklir leikarar í gegnum tíðina eins og Laurence Olivier, John Gielgud og Maggie Smith. Nýjar stjörnur vinsælar Í kvennakosningunni þótti koma á óvart að Elizabeth Hurley var vinsælli en Emma Thompson og Barbara Windsor, sem lék í Carry On myndunum, var vinsælli en Helen Mirren. Af karlalist- anum þykir það markvert að Hugh Grant er sá eini af fimm vinsælustu sem ekki hefur verið aðlaður. Hinn heillandi Sir Sean Conn- ery varð þekktur um allan heim fyrir hlutverk sitt sem 007. Hann lék í sex opinberum Bond myndum og birtist aftur í Never Say Never Again, frá 1983. Á list- anum fylgja honum Sir Anthony Hopkins og Sir Alec Guinness sem lést á seinasta ári. Margir álíta þó Sir John Gielgud einn af bestu leikrunum Breta og sökn- uðu þess að sjá ekki nafn hans á topp tíu listanum. Í stað þess sjást nöfn nýrri leikara eins og Ewan McGregor, Robert Carlyle og nú- verandi James Bond-stjörnunni, Pierce Brosnan. Sofandi áhorfendur JulieWalters, sem var tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í Educating Rita, er sérlega vinsæl í Bretlandi þar sem hún er mjög þekkt fyrir gamanþætti í sjón- varpi, bæði sem höfundur og leik- kona. Á eftir henni er Dame Judi Dench sem hlaut Óskarinn árið 1999 sem besta leikkona í auka- hlutverki fyrir Ástfanginn Shake- speare. Og í þriðja sæti er stjarn- an Catherine Zeta Jones sem mörgum þykir líklegt að verði til- nefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Traffic. Könnun þessi náði til fleiri hluta kvikmyndamenningarinnar og segir einnig frá að flestum breskum kvikmyndaáhorfendum þykir mjög afslappandi að horfa á kvikmyndir. Helmingur þátttak- endanna höfðu sofnað í bíó og einn fjórði hafði dottað þar á seinustu þremur mánuðum. Connery og Walters langefst Bretar hreinlega dá Julie Walters, og ekki minnkaði dálætið eftir leik hennar í myndinni um Billy Elliot. Reuters Ekki er lakara að vera mynda- legur ef sóst er eftir vinsældum. Vinsælustu bresku leikararnir frá upphafi Fullkominn eiginmaður (An Ideal Husband) G a m a n m y n d  ½ Leikstjórn og handrit: William P. Cartlidge. Byggt á leikriti Oscars Wilde. Aðalhlutverk: James Wilby, Trevyn McDowell, Jonathan Firth og Sadie Frost. (92 mín.) Bretland, 1998. Skífan. Öllum leyfð. Ekki er langt síðan út kom á myndbandi kvikmynd byggð á vin- sælu leikriti Oscars Wilde, Fullkom- inn eiginmaður (An Ideal Husband). Var þar um að ræða bresk/banda- ríska framleiðslu sem skartaði þekktum leikurum sem hver um sig var vel valinn í sitt hlutverk. Hér er hins vegar á ferð- inni öllu slappari kvikmynd byggð á leikritinu, þar sem sagan er m.a. færð í nútímabún- ing. Sú breyting gerir nákvæmlega ekkert fyrir leikritið og hefði eins mátt sleppa henni. Kunnir breskir leikarar eru í aðalhlutverkum en það er eins og enginn þeirra nái að gæða persónur sínar lífi. James Wilby og Trevyn McDowell eru bæði fremur dauf í hlutverkum Chiltern- hjónanna, hinna heiðvirðu aðalper- sóna leikritsins. Sadie Frost nær sömuleiðis engu flugi í hlutverki hinnar undirförlu fröken Chevely en verstur er þó Jonathan Firth sem tekst að gera hina skemmtilegu per- sónu glaumgosans Arthurs Goring að engu. Auk þess er myndin einfald- lega klaufalega gerð og almennt lítið í hana varið miðað við hvað leikritið sjálft er skemmtilegt. MYNDBÖND Slappur eiginmaður Heiða Jóhannsdótt ir Sonur Jesú (Jesus’ Son) V í s i n d a s k á l d s a g a Leikstjóri: Alison Maclean. Hand- rit: Elisabeth Cuthrell. Aðal- hlutverk: Billy Crudup, Samantha Morton. (117 mín) Bandaríkin, Den- is Leary, Jack Black, Will Patton, Holly Hunter. Myndform, 2000. Myndin er bönnuð innan 16 ára. FH (Billy Crudup) er ekki merki- legasta mannvera sem uppi hefur verið. Enginn virðir hann eða nennir að vera lengi í sam- skiptum við hann og hann er óttaleg- ur aumingi. FH er samt með skemmtilegustu og frumlegustu per- sónum sem komið hafa fram um langt skeið. Ferðin sem hann tekur á sig til endurlausnar byrj- ar með vímuefnum og þjófnaði en brátt, í gegnum kynni sín af ólíkum persónum, finnur hann sinn sess í líf- inu og byrjar að geta hjálpað öðrum sem hann var algjörlega ófær um að gera áður. Leikurinn í þessari mynd er hreint út sagt frábær, Crudup er óborganlegur sem FH og hvernig hann segir sögu sína er mjög vel unn- ið. Samantha Morton leikur kærustu hans og er hún ekki síðri en Crudup. Aðrir leikarar standa sig mjög vel og er Jack Black sérstaklega eftir- minnilegur sem vægast sagt undar- legur sjúkraliði. þetta er góð mynd og frábær skemmtun sem allir ættu að sjá sem eru orðnir eldri en 16. Ottó Geir Borg Leiðin til endurlausnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.