Morgunblaðið - 01.02.2001, Side 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í kvöld
VINIR DÓRA
Vesturgötu 2, sími 551 8900
SÍÐUSTU mánuði hef-ur lítið borið á sýn-
ingum í Gula húsinu svo-
kallaða sem stendur á
horni Lindargötu og
Frakkastígs, eftir stíft
sýningarhald þar nánast
allt síðasta ár. Nokkrir
listamenn tóku húsið
traustataki í febrúar á
síðasta ári en þá hafði
það staðið autt um nokk-
urt skeið.
Framtakið vakti mikla
athygli enda er það ekki
á hverjum degi sem hús-
næði er yfirtekið án þess
að spyrja nokkurn mann
hér á Íslandi, þótt það
þyki ekkert tiltökumál
annar staðar í heiminum.
Húsið sem er í eigu Eim-
skipafélags Íslands hefur
verið miðstöð óteljandi
menningarviðburða á
þessu tæpa ári sem liðið
er frá yfirtökunni. Þar
hafa verið haldnar mynd-
listarsýningar með bæði
þekktum og óþekktum
myndlistarmönnum, ótal
tónleikar verið haldnir,
einnig leiksýningar,
danssýningar, kvik-
myndasýningar, bóka-
kynningar og svo mætti
lengi telja, allt ókeypis
fyrir gesti og gangandi.
Síðustu þrjá mánuði
hefur húsið verið notað
undir vinnustofur fyrir
bæði myndlistarmenn,
tónlistarmenn og hönn-
uði en nú er stefnt að
áframhaldandi sýning-
arhaldi og útgáfu sýning-
arskrár yfir atburði síð-
asta árs allt þangað til
húsið verður að víkja fyr-
ir nýrri íbúðarbyggð á
svæðinu. Þá er bara að
fylgjast með og mæta á
svæðið áður en húsið og
andinn sem því fylgir eru
horfin.
Á laugardaginn verður
opnuð í Gula húsinu sýn-
ing fjögurra ungra ljós-
myndara, þeirra Halldóru
Ólafsdóttur, Guðrúnar
Valdimarsdóttur, Brynjars
Ágústssonar og Ólafs R.
Ólafssonar. Þau hafa öll
verið að taka ljósmyndir í
þó nokkurn tíma en þetta
er í fyrsta skipti sem þau
sýna saman.
„Ég fékk þessa hug-
mynd að halda sýningu
með þemanu „Fjöl-
skylda“ og setti saman
hópinn til að vinna út frá
þeirri hugmynd,“ segir
Halldóra. Myndirnar á
sýningunni eru bæði
svarthvítar, í lit, slides-
myndir, polaroid og staf-
rænarmyndir, nánast öll
form ljósmyndunnar.
Fjölskylda er tengingin á
milli þeirra allra. Hall-
dóra skýrir það nánar:
„Við nálgumst þetta
útfrá ólíkum forsendum,
allt frá því að gramsa í
fjölskyldualbúminu, til
þess að stilla upp fyr-
irmyndarfjölskyldunni
eða lýsa daglegu lífi inni
á heimilinu. Fjölskylda
er eitthvað sem allir geta
unnið út frá og nálgast
pesónulega þannig að
það verður gaman að
blanda öllum þessum
fjölskyldum saman á sýn-
ingunni.“ Ljósmynd-
ararnir sem taka þátt í
sýningunni hafa allir
haldið nokkrar sýningar
og verið meðlimir í ljós-
myndaklúbbum en eru
allir sjálflærðir ljós-
myndarar og komast
langt á því.
Sýningin verður opnuð
á laugardaginn klukkan
fimm og eru allir vel-
komnir á opnunina en svo
er sýningin framvegis
opin milli fjögur og sjö
fimmtudaga og föstudaga
en eitt og fimm laug-
ardaga og sunnudaga.
Sýningin stendur fram til
11. febrúar.
Halldóra, Guðrún og Brynjar opna sýningu um helgina
ásamt Ólafi sem er staddur í Kaupmannahöfn.
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósmyndasýning verður opnuð í Gula húsinu á laugardaginn
Fjölskyldu-
myndir í
Gula húsinu
Hopp heitir þessi fjöl-
skyldumynd eftir
Halldóru Ólafsdóttur.
NÚ ERU fimm ársíðan nemenda-
gallerí Listaháskóla Ís-
lands, Gallerí Nema
hvað?!, var stofnað en
þar hafa verið haldnar
ótal sýningar á verkum
nemenda úr skólanum.
Galleríið var fyrst í
Þingholtsstræti en
flutti fyrir um þremur
árum að Skólavörðu-
stíg 22c þar sem það
hefur verið síðan.
Margir myndlist-
armenn hafa haldið þar
sínar fyrstu sýningar
og er óhætt að segja að
þetta gallerí sé eitt það
áhugaverðasta í
Reykjavík. Það er rek-
ið af nemendum skól-
ans og algjörlega
stjórnað frá þeirra
hendi með stuðningi
skólayfirvalda.
Núna hefur nýrri
sýningaraðstöðu verið
bætt við í galleríinu
sem kallast INNSÝNI
og er í einum af glugg-
um þess sem að snýr út
að Skólavörðustígnum.
Markmiðið er að í
glugganum verði unnið
með texta og verður
sýningarfólki falið að
vinna með orð og setn-
ingar.
„Fjölmargir mynd-
listarmenn vinna mikið
með texta og er þetta
framtak hugsað til að
bjóða þeim vettvang
fyrir verk sín ásamt því
að gefa þeim sem lítið
hafa unnið með þennan
miðil tækifæri á að til-
einka sér orð og texta,“
segir Tómas Lem-
arquis, einn af aðstand-
endum gallerísins.
Fjölmargir ganga
um Skólavörðustíginn
dag hvern og verkin í
glugganum fá því
mikla athygli.
Það eru ekki ein-
göngu nemendur LHÍ
sem fá að sýna í þessu
nýja galleríi því fyrstur
til að ríða á vaðið með
sýningu er hollenski
myndlistarmaðurinn
Aernout Mik. Hann
hefur aðallega unnið að
hugmynda- og mynd-
bandaverkum og var
nýlega gestakennari
við LHÍ. Aernout Mik
er einn af virtustu
myndlistarmönnum
Hollendinga og hefur
meðal annars sýnt fyr-
ir Hollands hönd á
Feneyjartvíæringnum
sem er ein af stærstu
myndlistarmessum í
heiminum, haldin á
tveggja ára fresti.
Sýningar í INN-
SÝNI standa yfir í einn
mánuð í senn og koma
sýnendur úr öllum átt-
um. Glugginn er auð-
vitað opinn sýning-
argestum allan
sólarhringinn.
Sýning allan
sólarhringinn
Morgunblaðið/Jim
Tómas kynnir stoltur INNSÝNI.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ný hlið á Nema hvað?!
Nokkrir af aðstand-
endum Nema hvað?!;
Gunnhildur, Tómas,
Gísli og Geirþrúður
FILMUNDUR ætlar að skemmta
sér og öðrum með Coen-bræðrum
næstu vikuna. Nýjasta mynd þeirra,
O Brother, Where Art Thou, var
forsýnd fyrir fullu húsi síðastliðinn
fimmtudag við góðar undirtektir en
hún verður frumsýnd föstudaginn 7.
febrúar.
Enginn skal þó örvænta því þang-
að til verður ekkert Coen-bræðra-
leysi í sýningarsölum Háskólabíós.
Því að á einni viku, frá og með deg-
inum í dag, verða sýndar fimm
myndir af þeim átta sem bræðurnir
hafa gert hingað til.
Blood Simple verður sýnd á
hverjum degi út næstu viku en það
var fyrsta kvikmynd bræðranna,
gerð árið 1984. Myndin var tilnefnd
til fjölda verðlauna og var m.a. valin
sú besta í flokki leikinna kvikmynda
á Sundance-kvikmyndahátíðinni ár-
ið 1985. Hún segir frá forríkum mið-
aldra bareiganda í Texas sem upp-
götvar að eiginkona hans, sem er
töluvert yngri, heldur framhjá hon-
um með einum starfsmanna hans.
Heltekinn af afbrýðisemi ræður
hann leigumorðingja til þess að ráða
elskendurna af dögum.
The Hudsucker Proxy verður
sýnd í kvöld og á sunnudagskvöldið.
Myndin er gamanmynd með alvar-
legum undirtóni og var m.a. tilnefnd
til verðlauna á Cannes-kvik-
myndahátíðinni.
Óskarsverðlaunamyndin Fargo
verður svo sýnd á föstudags- og
mánudagskvöldið.
Hinni frábæru Big Lebowski
verður varpað upp á hvíta tjaldið á
laugardags- og þriðjudagskvöldið.
Hún segir frá því á gamansaman
hátt hvernig slæpinginn „the Dude“
flækist inn í mannránsmál.
Coen-veislan endar svo á frum-
sýningu O Brother, Where Art
Thou á miðvikudagskvöldið. Í henni
strjúka þrír samhlekkjaðir fangar
úr fangavist með það fyrir augum að
nálgast þýfi sem einn þeirra, Ulys-
ses Everett Mcgill (George Cloo-
ney), hefur falið heima hjá sér. Þeir
verða að hafa hraðann á því að
stífluframkvæmdir munu eyða hús-
inu hans innan nokkurra daga.
Handritið er lauslega byggt á
Ódysseifskviðu Hómers og þurfa
fangarnir líkt og Ódysseifur að
kljást við hinar ýmsu hindranir til
þess að ná markmiði sínu. Þeir
lenda í hverju ævintýrinu á fætur
öðru og þurfa m.a. að eiga við
þokkafullar sírenur, eineygðan bibl-
íusala, ofurviðkvæman bankaræn-
ingja og hjörð Ku Klux Klan-manna.
Frances MacDormand í hlutverki
óléttu lögreglukonunnar í Fargo.
Filmundur sýnir myndir Coen-bræðra í heila viku
Fimmfaldur
Coen-bræðingur