Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 9

Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 9 SENDINEFND frá Þróunarsam- vinnustofnun Íslands er nú stödd í Namibíu í sinni árlegu kynnisferð um samstarfslönd stofnunarinnar. ÞSSÍ hefur starfrækt verkefni í landinu síðan 1990, einkum í sjáv- arútvegsgeiranum en einnig verk- efni í félagsmálum, á sviði fullorð- insfræðslu sem og fræðsluverkefni fyrir börn og unglinga. Þessum verkefnum er ætlað að styðja við fátækustu hópa samfélagsins. Þann 19. febrúar skrifaði ný- skipaður framkvæmdastjóri ÞSSÍ, Sighvatur Björgvinsson, undir samning við bæjarstjórann í þorp- inu Usakos um byggingu félags- og barnaheimilis í útjaðri þorpsins. Frumkvæðið kom frá þremur kon- um sem starfrækt hafa barnaheim- ili undir tré í þorpinu síðastliðin tvö ár við afar frumstæðar að- stæður. Markmiðið er að bæta að- stöðu og fræðslu fyrir börn undir skólaaldri í hverfinu Hakhaseb þar sem fátækt er mikil. Félagsheim- ilið er einnig ætlað fyrir fullorð- insfræðslu og aðra starfsemi. ÞSSÍ mun fjármagna bygg- inguna og leggja til húsgögn og kennsluefni fyrir barnaheimilið. Bæjaryfirvöld í Usakos leggja til lóð og munu síðan sjá um allan rekstur á starfseminni. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið á 4-5 mánuðum og að starfsemin verði komin í hús seinna á árinu. Í bænum Lüderitz í Suður- Namibíu var þann 20. febrúar tek- in skóflustunga að félagsheimili sem á að hýsa fullorðinsfræðslu fyrir íbúa í Benguela-hverfi, þar sem fátækustu íbúar bæjarins búa. Þessi starfsemi fer nú fram í félagsheimili sem löngu er orðið of lítið vegna mikillar fólksfjölgunar í hverfinu. Starfsemin er fólgin í forskóla fyrir yngstu börnin þar sem þau læra að lesa, skrifa og reikna og kennslu fyrir börn og unglinga sem einhverra hluta vegna hafa fallið út úr hinu hefð- bundna skólakerfi. Auk þess er boðið upp á fullorðinsfræðslu, handavinnu og fleira sem nýtist í atvinnuskyni. Íslenskar konur bú- settar í Lüderitz hafa unnið afar óeigingjarnt starf við félagsheim- ilið og hafa m.a. staðið fyrir söfn- unum á efni sem notað er í handa- vinnu. Í dag eru um 90 konur og börn sem taka þátt í verkefninu. Þróunarsamvinnustofnun mun, ásamt Rotary-klúbb bæjarins, fjármagna bygginguna og hafa umsjón með framkvæmdunum og í samráði við yfirvöld á staðnum móta og þróa starfsemina en þau munu taka við eignarhaldi hennar eftir 5 ár. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í ágúst á þessu ári. Fræðslumiðstöð afhent 22. febrúar fór svo fram formleg afhending á húsnæði fyrir fræðslu- miðstöð sem ÞSSÍ lét reisa í Walv- is Bay fyrir 4 árum. Miðstöðin hýsir „Help Yourself“-verkefnið sem ætlað er að veita atvinnulaus- um konum með litla menntun tækifæri til að auka þekkingu sína og færni. Í miðstöðinni fer fram lestrarkennsla, enskukennsla, handavinnukennsla og námskeið í eldamennsku, barnaumönnun og fleira. Í húsinu er einnig rekið barnaheimili fyrir mæðurnar sem stunda námskeiðin. Samtök í bæn- um sem starfa að félagsmálum hafa tekið þátt í starfseminni. Namibíska mennta- og menningar- málaráðuneytið leggur fram kennsluefni ífullorðinsfræðsluna og þeir sem standa að skipulagn- ingunni hafa staðið fyrir söfnun á öðru efni sem notað er við kennsl- una. Nærri 60 konur taka þátt í verkefninu og eru þær flestar ein- stæðar mæður, atvinnulausar og margar koma frá afskekktari svæðum í nágrenninu. Sex starfs- menn starfa við fræðslumiðstöðina og er stefnt að því að hún hýsi í framtíðinni einnig annars konar starfsemi. ÞSSÍ semur um verkefni í Namibíu Ljósmynd/Elín Sigurðardóttir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Michael Goreseb, bæjarstjóri Usakos, innsigla samninginn. Til vinstri situr Björn Dag- bjartsson, fráfarandi framkvæmdastjóri ÞSSÍ. annan hvern miðvikudag TÖLVUR OG TÆKNI mbl.is                        ! "!#$  % !$#$        Full búð af glæsilegum, spennandi vorfatnaði við öll tækifæri Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Smáskór sérverslun með barnaskó Suðurlandsbraut 52 – í bláu húsi við Fákafen – Sími 568 3919 Skriðskór Teg. 400 Stærðir 18-20 Bláir – rauðir – hvítir Verð kr. 3.590 Ný antikverslun í Bæjarlind 1-3 opnuð laugardaginn 24. febrúar Í tilefni opnunarinnar um helgina verður antikklukku- og húsgagnasýning í versluninni Antik & úr og hjá Guðmundi Hermannssyni úrsmið. Opnunartímar eru eftirfarandi: Laugardaga 11-16, sunnudaga 13-16, virka daga 11-18. Sími 544 2090. Ath. verslunin Antik & úr og Guðmundur Hermannsson úrsmiður eru hlið við hlið í Bæjarlind 1-3 og gengt á milli þeirra.Antik&úr B I K A R I N N Náttúruleg lausn fyrir konur www.eddaborg.is - Sími 896 4662 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Vorsendingin komin Opið laugardag frá kl. 12-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.