Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 24.02.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 9 SENDINEFND frá Þróunarsam- vinnustofnun Íslands er nú stödd í Namibíu í sinni árlegu kynnisferð um samstarfslönd stofnunarinnar. ÞSSÍ hefur starfrækt verkefni í landinu síðan 1990, einkum í sjáv- arútvegsgeiranum en einnig verk- efni í félagsmálum, á sviði fullorð- insfræðslu sem og fræðsluverkefni fyrir börn og unglinga. Þessum verkefnum er ætlað að styðja við fátækustu hópa samfélagsins. Þann 19. febrúar skrifaði ný- skipaður framkvæmdastjóri ÞSSÍ, Sighvatur Björgvinsson, undir samning við bæjarstjórann í þorp- inu Usakos um byggingu félags- og barnaheimilis í útjaðri þorpsins. Frumkvæðið kom frá þremur kon- um sem starfrækt hafa barnaheim- ili undir tré í þorpinu síðastliðin tvö ár við afar frumstæðar að- stæður. Markmiðið er að bæta að- stöðu og fræðslu fyrir börn undir skólaaldri í hverfinu Hakhaseb þar sem fátækt er mikil. Félagsheim- ilið er einnig ætlað fyrir fullorð- insfræðslu og aðra starfsemi. ÞSSÍ mun fjármagna bygg- inguna og leggja til húsgögn og kennsluefni fyrir barnaheimilið. Bæjaryfirvöld í Usakos leggja til lóð og munu síðan sjá um allan rekstur á starfseminni. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið á 4-5 mánuðum og að starfsemin verði komin í hús seinna á árinu. Í bænum Lüderitz í Suður- Namibíu var þann 20. febrúar tek- in skóflustunga að félagsheimili sem á að hýsa fullorðinsfræðslu fyrir íbúa í Benguela-hverfi, þar sem fátækustu íbúar bæjarins búa. Þessi starfsemi fer nú fram í félagsheimili sem löngu er orðið of lítið vegna mikillar fólksfjölgunar í hverfinu. Starfsemin er fólgin í forskóla fyrir yngstu börnin þar sem þau læra að lesa, skrifa og reikna og kennslu fyrir börn og unglinga sem einhverra hluta vegna hafa fallið út úr hinu hefð- bundna skólakerfi. Auk þess er boðið upp á fullorðinsfræðslu, handavinnu og fleira sem nýtist í atvinnuskyni. Íslenskar konur bú- settar í Lüderitz hafa unnið afar óeigingjarnt starf við félagsheim- ilið og hafa m.a. staðið fyrir söfn- unum á efni sem notað er í handa- vinnu. Í dag eru um 90 konur og börn sem taka þátt í verkefninu. Þróunarsamvinnustofnun mun, ásamt Rotary-klúbb bæjarins, fjármagna bygginguna og hafa umsjón með framkvæmdunum og í samráði við yfirvöld á staðnum móta og þróa starfsemina en þau munu taka við eignarhaldi hennar eftir 5 ár. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í ágúst á þessu ári. Fræðslumiðstöð afhent 22. febrúar fór svo fram formleg afhending á húsnæði fyrir fræðslu- miðstöð sem ÞSSÍ lét reisa í Walv- is Bay fyrir 4 árum. Miðstöðin hýsir „Help Yourself“-verkefnið sem ætlað er að veita atvinnulaus- um konum með litla menntun tækifæri til að auka þekkingu sína og færni. Í miðstöðinni fer fram lestrarkennsla, enskukennsla, handavinnukennsla og námskeið í eldamennsku, barnaumönnun og fleira. Í húsinu er einnig rekið barnaheimili fyrir mæðurnar sem stunda námskeiðin. Samtök í bæn- um sem starfa að félagsmálum hafa tekið þátt í starfseminni. Namibíska mennta- og menningar- málaráðuneytið leggur fram kennsluefni ífullorðinsfræðsluna og þeir sem standa að skipulagn- ingunni hafa staðið fyrir söfnun á öðru efni sem notað er við kennsl- una. Nærri 60 konur taka þátt í verkefninu og eru þær flestar ein- stæðar mæður, atvinnulausar og margar koma frá afskekktari svæðum í nágrenninu. Sex starfs- menn starfa við fræðslumiðstöðina og er stefnt að því að hún hýsi í framtíðinni einnig annars konar starfsemi. ÞSSÍ semur um verkefni í Namibíu Ljósmynd/Elín Sigurðardóttir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Michael Goreseb, bæjarstjóri Usakos, innsigla samninginn. Til vinstri situr Björn Dag- bjartsson, fráfarandi framkvæmdastjóri ÞSSÍ. annan hvern miðvikudag TÖLVUR OG TÆKNI mbl.is                        ! "!#$  % !$#$        Full búð af glæsilegum, spennandi vorfatnaði við öll tækifæri Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Smáskór sérverslun með barnaskó Suðurlandsbraut 52 – í bláu húsi við Fákafen – Sími 568 3919 Skriðskór Teg. 400 Stærðir 18-20 Bláir – rauðir – hvítir Verð kr. 3.590 Ný antikverslun í Bæjarlind 1-3 opnuð laugardaginn 24. febrúar Í tilefni opnunarinnar um helgina verður antikklukku- og húsgagnasýning í versluninni Antik & úr og hjá Guðmundi Hermannssyni úrsmið. Opnunartímar eru eftirfarandi: Laugardaga 11-16, sunnudaga 13-16, virka daga 11-18. Sími 544 2090. Ath. verslunin Antik & úr og Guðmundur Hermannsson úrsmiður eru hlið við hlið í Bæjarlind 1-3 og gengt á milli þeirra.Antik&úr B I K A R I N N Náttúruleg lausn fyrir konur www.eddaborg.is - Sími 896 4662 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Vorsendingin komin Opið laugardag frá kl. 12-15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.