Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu VW Golf GTi Turbo 5 dyra, nýskráður 09,09,1999, svartur, ekinn 19,000 km, 17 tommu, felgur, spoiler, topplúga. Ásett verð 1.790.000 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetri fagnað í Bláfjöllum ÁÆTLAÐ er að um 2000 manns hafi komið í Bláfjöll síðastliðna helgi eftir langvarandi lokun í vet- ur vegna snjóleysis. Þetta var fyrsta helgin sem hægt var að hafa opið í Bláfjöllum síðan í janúar og var fögnuður skíðafólks mikill, sér- staklega á sunnudag. Sjö lyftur voru í gangi og var veður og færi gott. Útlit er fyrir að bæti í snjóinn í vikunni svo segja má að veturinn sé loks kominn í Bláfjöll. Að sögn Grétars Þórissonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, hafa snjóflutningar í byrjendabrekkuna fyrir ofan skíðaskálann haft góð áhrif á að- sókn. ÍBÚÐ í Jörfabakka 6 í Reykjavík er mikið skemmd eftir eldsvoða á sunnudag. Maður og ungur drengur voru í íbúðinni þegar eldurinn braust út en þeir komust báðir ómeiddir út. Átta voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss vegna gruns um reykeitrun en fengu flestir að fara heim að rannsókn lok- inni. Þrír voru þó látnir gista á spít- alanum en fengu að fara heim um há- degið í gær. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn kl. 16.37. Þegar slökkviliðið kom að húsinu logaði eldur út um glugga á 2. hæð. Áður hafði lögreglunni tekist að bjarga fimm manns, þar af einu ung- barni af svölum á 3. hæð með því að brjóta niður skilrúm á milli svala. Reykkafarar slökkviliðsins björguðu síðan tveimur til viðbótar úr húsinu og einum af svölum. Bergur Guðbjörnsson var að líta eftir ungum dreng í íbúð á 2. hæð, við hliðina á þeirri sem kviknaði í þegar bankað var harkalega á dyrnar. „Ég lít fram á stigagang og sé þar mann- inn sem býr í íbúðinni [sem kviknaði í] vera að berja á dyr og það var kominn talsverður reykur í stiga- ganginn,“ sagði Bergur í samtali við Morgunblaðið. Kolsvartur reykur og mikill hiti „Ég gríp strax guttann og hleyp með hann út á stétt. Ég gleymdi nú alveg að setja hann í skó og úlpu,“ sagði Bergur. Hann fór aftur inn í húsið og hringdi á slökkviliðið. Eig- andi íbúaðarinnar var þá kominn með slökkvitæki í hendurnar en átti í nokkrum erfiðleikum með að fá það til að virka. „Ég tók það af honum og ætlaði að hlaupa inn í íbúðina til hans. Þá kemur kolsvartur reykur á móti mér og þvílíkur hiti þannig að hárið á mér sviðnaði um leið,“ segir Bergur. „Ég gusaði smávegis úr tækinu en henti því síðan inn í íbúð- ina og lokaði þar sem ljóst var að vonlaust yrði að ráða við eldinn.“ Bjarni Ólafur Marínósson býr ásamt Tinnu Tómasdóttur, unnustu sinni, í íbúð sem er beint fyrir ofan þá sem kviknaði í. Þau urðu vör við eldinn þar sem þau sátu í stofunni. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Bjarni Ólafur að þykkur, svartur reykur hefði mætt þeim þegar þau opnuðu dyr fram á stigagang og því augljóst að þau kæmust ekki þar út. Þau hringdu því næst á slökkvilið sem ráðlagði þeim að fara út á svalir. Það reyndist ómögulegt þar sem svalirnar voru einnig á kafi í reyk. Þau fóru þá inn í eldhús og settu blautar tuskur fyrir vit sín en tals- verður reykur barst inn í íbúðina. Þar biðu þau þar til reykkafari náði í þau þegar tekist hafði að slökkva eldinn. Bjarni Ólafur og Tinna voru flutt á slysadeild en fengu að fara heim að rannsókn lok- inni. Jóhann Hjalti Þorsteinsson hafði lagt sig í íbúð sinni á 3. hæð en vakn- aði við ónot af völdum reyks, að hann telur um stundarfjórðungi eftir að eldsins varð vart. Þá var stigagang- urinn orðinn mettaður af reyk. Hann fór því út á svalir og beið þess að slökkviliðsmenn kæmu með stiga. Rafhlöður í reykskynjara í íbúð hans höfðu klárast á laugardag og átti hann eftir að kaupa nýjar. „Þetta er eitthvað sem maður passar sig á í framtíðinni,“ sagði Jóhann Hjalti. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni sem kviknaði í bæði af völdum elds og reyks. Þá urðu miklar reyk- skemmdir á stigagangi. Reyk- skemmdir urðu einnig í öðrum íbúð- um hússins. Lögreglan í Reykjavík kannar eldsupptök. Miklar skemmdir í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Jörfabakka í Reykjavík Kolsvartur reykur í stiga- gangi varnaði fólki útgöngu Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson Reykkafarar frá slökkviliðinu sjást hér fara inn í íbúðina. Hröfnum fer fækk- andi RANNSÓKNIR á hröfnum í Þing- eyjarsýslum hafa sýnt fram á stöðuga fækkun hrafna frá því að farið var að fylgjast með stofninum árið 1981. Þar hefur varpfuglum fækkað um 31% frá árinu 1981. Einnig eru sterkar vís- bendingar um fækkun hrafna annars staðar á landinu, svo sem við Breiða- fjörð og í grennd við Reykjavík. Þetta kemur fram í svari umhverfisráð- herra við fyrirspurn Árna Gunnars- sonar, varaþingmanns Framsóknar- flokksins, um íslenska hrafninn. Í svarinu kemur fram að líklegt megi telja að hröfnum hafi fækkað víðar á landinu, þótt ekki séu til óyggjandi gögn um það. „Hrafninn getur verið skæður eggja- og ungaræningi og veldur stundum miklum usla og jafnvel fjár- hagslegu tjóni í þéttum fuglabyggð- um eins og æðarvörpum. Því er stundum haldið fram að fækkun hrafna mundi leiða til fjölgunar þeirra tegunda sem hann sækir mest í,“ seg- ir enn fremur í svari ráðherra.Þar kemur einnig fram að hér á landi hafi ekki verið sýnt fram á að fækkun hrafna geti haft áhrif á aðra stofna í lífríkinu. Víðtækasta tilraun sem gerð hefur verið hér á landi til þess að hafa áhrif á viðkomu tiltekins dýrastofns með því að fækka óvinum hans var gerð við Breiðafjörð um 1890. Þar var stofnað Æðarræktarfélag (svokallað Vargafélag) sem varði miklu fé og fyrirhöfn til þess að fækka örnum, hröfnum, fálkum og ýmsum öðrum fuglategundum sem æðarbændum var illa við. Nákvæm skráning var gerð á þessu fugladrápi, svo og af- komu æðarvarps á svæðinu. Að sögn forsvarsmanna þessara aðgerða var hrafni nær gjöreytt á stórum svæðum með eitri eða skot- veiðum. Þrátt fyrir það fjölgaði æð- arfugli ekki og sums staðar fækkaði honum jafnvel. Það er því ekki einfalt samband milli afráns hrafna og stofn- stærðar viðkomandi tegundar, sam- kvæmt svari umhverfisráðherra. RAFMAGNSLAUST varð í fyrrinótt skömmu fyrir ellefu að kvöldi í vest- urbæ Reykjavíkur, norðan Hring- brautar, eftir bilun í rafstreng. Sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð bilunin um klukkan 22:45 en rafmagn var komið á aftur tæpri klukkustund síðar eða klukkan 23:32. Bilunin orsakaðist af skamm- hlaupi í jarðstreng sem varð til þess að rofar í spennustöðvum leiddu út. Starfsmenn Orkuveitunnar fóru þegar af stað til að finna bilunina, ein- öngruðu hana og komu rafmagni á til bráðabirgða eftir öðrum leiðum. Raf- magnsleysið var á mjög afmörkuðu svæði og ekki mörg heimili sem fundu fyrir orkuleysinu. Sams konar bilun orsakaði einnig rafmagnsleysi í hluta Garðabæjar á laugardagskvöld frá klukkan 22:53 til 23:53. Skýring á biluninni er ekki kunn en niðurgrafnir rafstrengir verða oft fyrir hnjaski þegar rask verður á jarðvegi, t.d. þegar verið er að endurnýja götur og lagnir. Eins má eiga von á bilunum þegar strengir eru orðnir gamlir. Rafmagnslaust í vesturbæ og Garðabæ HEIMASÍÐA Hæstaréttar var heimsótt um 370.000 sinnum á síðasta ári. Í ársskýrslu réttarins segir að síð- unni hafi verið vel tekið bæði af lög- fræðingum og öðrum. Síðan hafi bætt aðgengi almennings að dómum og stuðlað að aukinni umræðu um dóms- mál í þjóðfélaginu. Stefnt að því að hefja birtingu á völdum ákvörðunum réttarins, t.d. hvað varðar endurupp- töku mála. Í skýrslunni kemur fram að heild- arfjöldi áfrýjaðra einkamála var 200. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu hér- aðsdóms í 102 málum. Í 30 málum var niðurstöðu héraðsdóms breytt að ein- hverju leyti og í 53 málum var nið- urstöðu héraðsdóms breytt að veru- legu leyti eða snúið við. Í 15 tilvikum var málum vísað frá, þau felld niður eða héraðsdómur ómerktur. Dómum í 54 opinberum málum var áfrýjað á árinu 2000. Niðurstaða hér- aðsdóms var staðfest í 27 tilvikum. Henni var breytt að einhverju leyti í 13 málum en þar eru taldar með breytingar á refsingum. Í 12 málum var niðurstöðu héraðsdóms breytt að verulegu leyti eða snúið við. Þann 31. desember átti Hæstirétt- ur eftir að dæma í 103 málum sem áfrýjað hafði verið til réttarins fyrir árslok 2000 sem er svipað og á síðustu tveimur árum. Hæstiréttur lauk með- ferð 419 mála á árinu sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Í ársskýrslunni kemur fram að heildarfjöldi mála sem bárust Hæsta- rétti árið 2000 er nokkuð lægri en árið á undan. „Skýrist þettaað hluta til af fækkun kæra í tengslum við rekstur opinberra mála en slíkum kærum fjölgaði mjög á árinu 1999 í tengslum við viðamiklar rannsóknir lögreglu á því ári, auk þess sem nokkur óvissa var þá uppi um rétt verjanda sak- bornings til aðgangs að sakargögn- um,“ segir enn fremur í skýrslunni. Ársskýrsla Hæstaréttar fyrir árið 2000 Heimasíða Hæstaréttar fékk 370 þúsund heimsóknir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.