Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 10
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS 10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLS tóku 693 fulltrúar þátt í störf- um þingsins, að sögn Egils Heiðars Gíslasonar, framkvæmdastjóra flokksins. Þinginu var formlega slitið síðdegis á sunnudag en það hafði þá staðið yfir frá því á föstudagsmorg- un. Halldór Ásgrímsson var endur- kjörinn formaður Framsóknar- flokksins með 86% atkvæða á flokks- þingi á sunnudag. Alls greiddu 604 atkvæði, auðir seðlar voru 42 og 2 ógildir. Halldór fékk 517 atkvæði, eða 92,3% gildra atkvæða, en Guðni Ágústsson fékk 12 atkvæði. Sex aðrir fengu atkvæði í for- mannskjörinu. Karl Hreiðarsson fékk 5 atkvæði, Hjálmar Árnason og Páll Pétursson fengu 4 atkvæði, Ólafur Örn Haraldsson, Kristinn H. Gunnarsson fengu 3 atkvæði, Jónína Bjartmarz og Steingrímur Her- mannsson fengu 2 atkvæði hvort. Halldór Ásgrímsson sagði, eftir að kjörinu var lýst, að hann mæti það traust sem honum væri sýnt ákaf- lega mikils og myndi gera sitt ýtr- asta til að standa undir því. Hann var einnig afar ánægður með flokksþing- ið í heild sinni og sagði það án efa vera það glæsilegasta á sínum stjórnmálaferli. „Ég er afskaplega ánægður með þetta flokksþing,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. „Mikill kraftur hefur einkennt það og það er mikil og al- menn ánægja með framkvæmd þess. Þetta er sterkasta og glæsilegasta flokksþing Framsóknarflokksins eftir að ég fór að starfa fyrir flokk- inn. Ég tel að þetta flokksþing eigi eftir að skila okkur vel fram á veg.“ Halldór sagðist hafa fundið fyrir mikilli samkennd meðal flokks- manna og þingfulltrúar væru stoltari nú af því að vera framsóknarmenn en hann hefði áður fundið. Halldór taldi að enginn gengi sár af velli eftir kosningar, en nefndi sér- staklega að bæði Jónína Bjartmarz og Hjálmar Árnason hefðu fengið ágæta kosningu, enda þótt þau hefðu ekki borið sigur úr býtum og eins nefndi hann að Ólafur Örn Haralds- son hefði áunnið sér virðingu margra með öflugri framgöngu þrátt fyrir nokkurn mótbyr. „Hann hefur verið mjög duglegur en í kosningum sem þessum verður baráttan oft á milli tveggja einstaklinga og aðrir eiga því erfitt uppdráttar. Ég hef hins vegar fundið að Ólafur Örn hefur mjög aukið álit sitt og hróður innan flokksins,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að hann væri sérstaklega ánægður með afdráttar- lausan stuðning flokksmanna við hans störf. Um þá sem ekki kusu hann til formennsku áfram, sagði hann hins vegar að aldrei gætu allir verið sáttir og þannig yrði það ef- laust áfram. „Formaður þarf oft að taka á álitaefnum og það eru ekki all- ir alltaf sáttir við það.“ Fjölmargar málefnanefndir voru við störf á þinginu og skiluðu álitum sínum og ályktunum eftir umræðu. Spannst mismikil umræða um störf nefndanna, en í sumum tilvikum var hart tekist á um endanlegt orðalag og innihald, t.d. í málefnum mennta- málanefndar um Ríkisútvarpið og fjármögnun og ábyrgð ríkisvaldsins á grunnmenntun. Almenn má þó segja að samstaða hafi einkennt störf þingsins og talsvert jákvæði. Í ályktun þingsins um menntun og menningu segir að hlutverk skóla- kerfisins sé að bæta menntunarstig þjóðarinnar á öllum sviðum mann- lífs. Vel menntuð þjóð hafi alla burði til að auka velsæld sína með þeim mannauði sem vaxi upp í heilbrigðu skólastarfi og skili sér síðan til fram- fara fyrir þjóðina alla. Halda beri fast í þá meginhugsun að nám ungs fólks sé öllum opið, óháð efnahag og stöðu. Grunnmenntun fjármögnuð og á ábyrgð hins opinbera Þá er kveðið á um að skólagjöld verði ekki tekin upp í skólum á veg- um ríkis og sveitarfélaga, mögu- leikar fatlaðra og öryrkja til fram- haldsnáms verði til jafns við aðra, fallskattur verði lagður af og staða nýbúabarna í leik- og grunnskólum verði styrkt. Nokkuð var tekist á um það atriði að öll grunnmenntun verði áfram fjármögnuð og á ábyrgð hins opin- bera. Bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Hafnarfirði stóð sem kunnugt er að útboði á rekstri og umsjón grunnskóla í Áslandshverfi í Hafnarfirði nýverið ásamt sjálfstæð- ismönnum í meirihluta bæjarráðs og kom sú ákvörðun nokkuð til umræðu á flokksþinginu, bæði innan nefnd- arinnar og við umræður um ályktun hennar. Ágreiningur var í nefndinni um hvort halda ætti umræddu ákvæði inni og fór svo að samþykkt var að fella það út í atkvæðagreiðslu nefndarmanna. Hins vegar sættu nokkrir nefndarmenn sig ekki við þá niðurstöðu og báru upp tillögu fyrir fundinum sjálfum um að halda ákvæðinu inni á ályktuninni. Það var síðan samþykkt með meginþorra at- kvæða og því ljóst að ekki er eining um áformin í Hafnarfirði meðal framsóknarmanna. Flokksmenn vilja menntamálaráðuneytið Allfjörugar umræður urðu um menntamál á þinginu og heyrðust m.a. raddir um að Framsóknarflokk- urinn eigi að leggja áherslu á að fá ráðuneyti menntamála við aðsteðj- andi uppstokkun í ríkisstjórninni, eins og það var orðað. Var þeim vel tekið af þingfulltrúum. Sömuleiðis kom fram hörð gagnrýni á það fyr- irkomulag að framsóknarmenn eigi engan fulltrúa í stjórn LÍN, Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður lagði m.a. áherslu á þetta og sömuleiðis Hjálmar Árnason alþingismaður. Dagný Jónsdóttir, formaður menntamálanefndar þingsins og ný- ráðinn framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs, sagði það „fáránlegt að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði hreinan meirihluta í stjórn lánasjóðsins“ og sagði mjög brýnt að Framsóknar- flokkurinn fengi meira um þennan málaflokk að segja. Þeir sem mæltu fyrir ályktun um rannsóknir og þróun á sviði mennta- mála létu þess getið að þar hefði menntamálaráðherra eins og í svo mörgu öðru dregið lappirnar og því þyrfti að efla og treysta rannsókna- umhverfið á Íslandi og tryggja sam- keppnishæfni þess. Einnig væri lögð áhersla á að rannsóknir í héraði yrðu auknar með því að styrkja stoðir rannsóknastofnana á landsbyggðinni og að gengið yrði frá rannsóknar- samningum við háskóla í landinu á kjörtímabilinu. Hvað málefni LÍN áhrærir er lögð á það áhersla í ályktun þingsins að styrkja- og lánakerfið verði eflt til þess að tryggja ungu fólki raunveru- legt jafnrétti til náms. Samhliða því verði möguleikar kannaðir á styrkja- kerfi samhliða námslánakerfinu, líkt og gert er á hinum Norðurlöndun- um. Nefndi framsögumaður að í þessum efnum væru Íslendingar mörgum áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. Halldór Ásgrímsson endurkjörinn formaður á 26. flokksþingi Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Kristinn Þrír forystumenn Framsóknarflokksins til næstu tveggja ára. Guðni Ágústsson varaformaður smellir kossi á kinn Sivjar Friðleifsdóttur ritara, en Halldór Ásgrímsson formaður brosir breitt. Glæsilegasta flokks- þingið á mínum ferli Flokksþing Fram- sóknarflokksins, sem lauk síðdegis á sunnudag á Hótel Sögu, var hið fjöl- mennasta frá stofn- un flokksins. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með þing- haldinu og kjöri í helstu embætti í for- ystu flokksins og greinir hér frá helstu ályktunum þingsins og ræðir við þá sem í sviðs- ljósinu stóðu. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins og Siv Frið- leifsdóttir ritari flokksins. Þau Guðni og Siv höfðu bæði nokkra yfirburði í kosningum til þessara tveggja embætta. Alls greiddu 603 atkvæði í vara- formannskjörinu og tvö atkvæði voru ógild. Guðni fékk 380 atkvæði eða eða 63,1% atkvæða. Jónína Bjartmarz alþingismaður fékk 184 atkvæði eða 30,5% atkvæða en Ólafur Örn Haraldsson fékk 30 at- kvæði eða 5%. Guðni sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir að niðurstaðan lá fyrir að hann væri mjög sáttur við niðurstöðuna, enda teldi hann mjög mikilvægt að varaformaður nyti afgerandi stuðnings flokks- manna. Bar hann um leið lof á keppinauta sína og sagði þau öll ákveðin í að slíðra nú sverðin og sigla skútunni saman til næstu hafnar. Jónína Bjartmarz sagðist líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfir- lýsingu við sig. Hún viðurkenndi að helst hefði hún viljað sigra í kjörinu, en benti á að hún væri rétt að byrja í flokksstarfinu. „Ég er tiltölulega ný í flokknum, en Guðni er gamalreyndur. Ég lái framsóknarmönnum ekki þótt þeir horfi til þess. En ég lít á þetta sem stuðningsyfirlýsingu og ég er ekki hætt, þótt svona hafi farið,“ sagði Jónína. Ólafur Örn Haraldsson sagði að Guðni hefði sem varaformaður hlotið góða kosningu og það væri mikilvægt vegarnesti fyrir svo veigamikið embætti. Ólafur Örn sagði einnig að sér væri vel ljóst að 30 atkvæði væru mjög fá atkvæði. Hann þyrfti þess vegna að setjast niður og skoða málin í rólegheitum. „Ég lenti á milli tveggja fylk- inga sem báðar héldu fast fram sínu fólki og mátu það svo að at- kvæði greidd mér væri áhætta fyr- ir þeirra fylkingu. Það er hluti af skýringunni, en nú liggur ekki annað fyrir en að halda áfram störfum í þinginu,“ sagði hann. Í kosningu um embætti ritara greiddu alls 548 manns atkvæði og voru 6 seðlar auðir. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra fékk 332 atkvæði eða 61,3% gildra atkvæða en Hjálmar Árnason alþingismað- ur fékk 205 atkvæði eða 37,8% at- kvæða. Einnig fengu Jónína Bjart- marz, Guðni Ágústsson og Sigurður Eyþórsson atkvæði í kjörinu. Siv ávarpaði flokksþingið eftir kosninguna og sagði að afar mik- ilvægt að Framsóknarflokkurinn efldi sitt innra starf vegna þeirrar stöðu sem uppi væri í stjórnmál- um. „Sjálfstæðisflokkurinn er allt of stór, raunar hættulega stór og hann má alls ekki verða öflugri; það er hættulegt lýðræðinu á Ís- landi. Vinstri-Grænir eru afl sem ég tel að hafi ekkert erindi núna í íslenskri pólitík og það er okkar hlutverk að halda þeim niðri. Þetta mun okkur takast ef við eflum okkar starf,“ sagði hún. Siv bætti því við í samtali við Morgunblaðið að með nýjum lög- um væri embætti ritara gert valdameira og til að mynda yrði hún nú formaður landsstjórnar. Sig fýsti að takast á við flokks- starfið og fyrir lægi að efla mjög ímynd flokksins og starfsemi. „Nú er Framsóknarflokkurinn komin í sókn og við ætlum að sýna hvað í okkur býr,“ sagði hún. Hjálmar Árnason sagði að fram- sóknarmenn hefðu valið forustu sem þeir tryðu að væri samhent og leiddi flokkinn til sóknar. Hann sagðist vera býsna ánægður með þann stuðning sem hann hlaut. Kosningar til embætta varaformanns og ritara Guðni og Siv sigruðu með yfirburðum Morgunblaðið/Kristinn Langar biðraðir mynduðust í hliðarsölum við Súlnasal Hótels Sögu þegar þinggestir kusu til embætta formanns, varafor- manns og ritara. Ekki voru allir í röðinni með atkvæðisrétt, eins og sést á myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.