Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 11
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 11
FLOKKSÞING Framsóknarflokks-
ins tekur undir þá niðurstöðu auð-
lindanefndar að greiða beri gjald fyrir
afnot af þeirri auðlind sem fiskistofn-
arnir umhverfis landið eru. Þá lagði
flokksþingið til að gerð verði ítarleg
úttekt á kostum og göllum þeirra
tveggja mismunandi leiða sem auð-
lindanefnd benti á: veiðigjaldsleið og
fyrningarleið.
Í ályktun um atvinnumál, sem sam-
þykkt var á þinginu á sunnudag, er
lagt til að framkvæmdastjórn Fram-
sóknarflokksins skipi opinn starfshóp
framsóknarmanna sem hafi umsjón
með úttektinni og standi fyrir um-
ræðum og málefnavinnu um málefni
sjávarútvegsins í heild. Gert er ráð
fyrir að starfshópurinn skili fullmót-
aðri álitsgerð til haustfundar mið-
stjórnar á þessu ári. Í ályktuninni
segir jafnframt að markmið nýrrar
löggjafar um stjórn fiskveiða sé með-
al annars að tryggja atvinnugrundvöll
sjávarbyggða, uppbyggingu fiski-
stofna og sjálfbæra nýtingu þeirra og
jafnræði aðila í greininni og koma
þannig í veg fyrir að stétt leiguliða
myndist í henni.
Litlar umræður við afgreiðslu
Nokkra athygli vakti hversu litlar
umræður urðu um sjávarútvegsmálin
þegar ályktunin var afgreidd á
þinginu. Aðeins Þráinn Valdimars-
son, fv. framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins, lýsti yfir andstöðu
við að þingið taki undir auðlindagjald
og sagði sjávarútveginn ekki í stakk
búinn til að standa undir því.
Á bak við tjöldin var hins vegar tek-
ist harkalega á um sjávarútvegsmálin
og ekki síst tillögu Kristins H. Gunn-
arssonar, formanns þingflokks Fram-
sóknarflokksins og varaformanns
sjávarútvegsnefndar Alþingis, um að
farin verði svokölluð fyrningarleið,
þ.e. að 3–5% veiðiheimilda verði inn-
kölluð á nokkrum árum og endurút-
hlutað til nokkurra ára. Í henni felst
einnig að sveitarfélögin fengju yfir-
ráðarétt yfir 25–33% af veiðiheimild-
unum.
Magnús Stefánsson, varaþingmað-
ur sem stýrði sjávarútvegshópnum,
segir að samkomulag hafi verið um
þessa niðurstöðu, enda hafi verið
mjög góð reynsla af störfum Evrópu-
nefndar flokksins.
„Menn telja þörf á að fara í mál-
efnalega umræðu um sjávarútveginn
í heild sinni og því eru tillögur um
veiðigjaldsleið og fyrningarleið lagðar
til hliðar til frekari umræðu á öðrum
vettvangi,“ sagði Magnús og benti á
að tillaga Kristins hafi verið óútfærð
og því hafi ekki verið hægt að ræða
hana með fullnægjandi hætti.
Magnús segir að talsverður skjálfti
hafi verið um málið í nefndinni til að
byrja með, enda hafi margir verið
ósáttir við tillögu Kristins. Stuðnings-
mann hans hafi hins vegar einnig
fylgt málinu fast eftir og því hafi
reynst nauðsynlegt að sættast á þá
málamiðlun sem starfshópurinn sé.
Fjölmargir viðmælendur Morgun-
blaðsins lýstu óánægju sinni með
framgöngu Kristins H. Gunnarssonar
í þessu máli og bentu á að kynning
Byggðastofnunar á skýrslu um afleið-
ingar kvótakerfisins rétt fyrir flokks-
þingið hafi verið í þeim tilgangi að
koma höggi á núgildandi stjórn fisk-
veiða og um leið auka hugmyndum
Kristins fylgi.
Magnús kveðst hafa heyrt þessar
óánægjuraddir. „Við getum orðað það
þannig að mönnum hafi þótt þetta í
hæsta máta merkileg tilviljun,“ sagði
hann en vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um málið.
Sjálfur sagði Kristinn aðeins hafa
verið um tilviljun að ræða að skýrsla
Byggðastofnunar var kynnt daginn
fyrir flokksþingið. Hún hafi verið
lengi í vinnslu og niðurstöður hennar
hafi alls ekki verið kynntar í þeim til-
gangi að koma höggi á einn eða neinn.
Kristinn sagðist sáttur við þá nið-
urstöðu að skipa starfshóp og vakti
athygli á því að tekin hafi verið aftur
tillaga sem fyrir lá og fól í sér stuðn-
ing við kvótakerfið í óbreyttri mynd.
„Undiraldan gegn óbreyttu kerfi er
ákaflega þung og krafa um breyting-
ar er mjög sterk. Við höfum nú lagt af
stað í þá átt með skipan starfshópsins
en einnig með því að samþykkja að
gjald verði tekið af auðlindinni, að
jafna beri aðstöðu manna inni í grein-
inni og afnema leiguliðafyrirkomulag-
ið og síðast en ekki síst að auka
byggðakvótann,“ sagði Kristinn og
kvaðst telja að sín sjónarmið liggi nú
fyrir í samþykktum flokksins og
kvaðst handviss um að fylgi við hug-
myndir sínar muni aukast innan
flokksins á næstu vikum og mánuð-
um.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, fagnaði sömu-
leiðis stofnun starfshópsins og sagði
það raunar nauðsynlegt að málin
væru rædd í stórum og opnum hópi.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
verði vandalaust að leysa þessi mál
innan flokksins, en það er auðvitað
ekki nóg, heldur verður að skapa sátt
milli flokkanna í landinu,“ sagði hann.
Halldór vildi hins vegar sem
minnst gera úr ágreiningi sínum við
Kristin H. Gunnarsson eða óánægju
sinni með tímasetningu á kynningu
skýrslu Byggðastofnunar. Hann
benti á að þetta væri ekki fyrsta
skýrslan um þessi efni og kynning
hennar hefði ekki komið að sök nú.
Deilur um sjávarútvegsmál
settar niður með málamiðlun
Vísað til opins
starfshóps
Sömuleiðis er áhersla lögð á að
grunnframfærsla verði hækkuð og
tryggt að hún dugi fyrir framfærslu.
Jafnframt verði frítekjumark hækk-
að og fylgi framvegis launaþróun í
landinu.
Hörð átök um útvarpsráð
Framtíð Ríkisútvarpsins var einn-
ig til umræðu undir liðnum menntun
og menning. Hörð átök urðu um til-
lögu sem gerði ráð fyrir að útvarps-
ráð yrði lagt niður í núverandi mynd
og í stað mynduð stjórn Ríkisút-
varpsins, sem sæti breiður hópur að-
ila úr þjóðlífinu.
Tillaga þess efnis hafði verið sam-
þykkt einróma í menntamálanefnd í
morgun en Gissur Pétursson, fulltrúi
framsóknarmanna í útvarpsráði,
gagnrýndi þá tillögu harðlega þegar
hún kom til afgreiðslu á þinginu
sjálfu. Bar hann upp breytingartil-
lögu þess efnis að umrædd tillaga
félli brott en í staðinn yrði samþykkt
að stofnað verði til vinnu um stjórn-
skipun og stefnu Ríkisútvarpsins
sem lokið verði fyrir næsta mið-
stjórnarfund flokksins. Tillaga Giss-
urar var samþykkt með meirihluta
atkvæða þingfulltrúa, en undir hana
höfðu þá m.a. tekið Vilhjálmur
Hjálmarsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra.
Árni Magnússon, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, bar upphaflegu
tillöguna fram á flokksþinginu í gær
og var ósáttur við að hún skyldi ekki
borin undir atkvæði allra þingfull-
trúa líkt og gert var við tillögu Giss-
urar.
Þeir miðstjórnarmenn sem Morg-
unblaðið ræddi við á flokksþinginu
töldu einsýnt að tillaga í átt við hug-
myndir Árna Magnússonar og félaga
verði lögð fram og samþykkt á næsta
fundi miðstjórnar. Þeir sögðu ein-
faldlega vera mikinn vilja meðal
framsóknarmanna að taka forystu í
málefnum Ríkisútvarpsins.
Í ályktun um utanríkismál er lýst
ánægju með þá stefnu sem ríkis-
stjórnin hefur fylgt í utanríkismál-
um. Ábyrg, traust og markviss for-
ysta Framsóknarflokksins í þessum
málaflokki hafi reynst þjóðinni far-
sæl og minnt á að frá stofnun lýð-
veldsins hafi það verið hlutverk
Framsóknarflokksins að hafa afger-
andi áhrif á mótun utanríkisstefn-
unnar.
Þá kemur fram í ályktun um utan-
ríkismál að hagsmunagæsla Íslands í
auðlindamálum sé eitt mikilvægasta
verkefnið sem þjóðin standi frammi
fyrir og einnig að tímabært sé að Ís-
land gerist á ný aðili að Alþjóða hval-
veiðiráðinu svo að hvalveiðar hefjist
sem fyrst.
Í ályktun um stjórnsýslu er sett í
forgang að stjórnsýslan sé gegnsæ
og skilvirk. Handhafar stjórnsýslu-
valds, sem uppvísir verði að því að
misbeita valdi sínu, fari t.a.m. ekki
að þeim tímamörkum sem sett eru,
skuli sæta ábyrgð. Einnig að ríkis-
valdinu verði heimilt að beita viður-
lögum gagnvart stjórnsýslubrotum
og að komið verði á fót stjórnlaga-
dómstól sem starfi líkt og gerist í
flestum nágrannalöndum okkar.
Um ríkisfjármál segir að rekstur
samkeppnisfyrirtækja sé best kom-
inn í höndum einstaklinga og sam-
taka þeirra nema þar sem aðstæður
kalla á ríkisafskipti eða ríkisrekstur.
Aukin áhersla verði lögð á ráðdeild í
opinberum rekstri, t.d. með aukinni
ábyrgð stjórna og stjórnenda.
Lögð er áhersla á að skattalög-
gjöfin verði tekin til endurskoðunar
með það markmið í huga að einfalda
skattkerfið, styrkja fjölskylduna og
draga úr áhrifum jaðarskatta. Stuðl-
að verði að samkeppnishæfu skatta-
umhverfi til að efla íslenskt atvinnu-
líf og laða að erlenda fjárfesta.
Athygli vekur sá áherslupunktur
flokksþingsins að stefnt skuli að
auknum jöfnuði í skattlagningu allra
tekna, hvort heldur þær eru af vinnu
eða fjármagni. Jafnframt verði
ákveðinn lágmarkshluti vaxtatekna
skattfrjáls.
Í ályktun flokksþingsins um
byggðamál segir að forsendur þess
að hægt sé að efla og treysta byggð í
landinu séu þær að með markvissum
og skipulögðum hætti verði unnið að
uppbyggingu verulega öflugra
byggðakjarna. Þannig verði til stór
atvinnusvæði með miklum vaxtar-
möguleikum, fjölbreyttu atvinnulífi,
möguleikum til mennta á háskóla-
stigi og alhliða þjónustustofnunum.
Auknu fjármagni verði varið til
starfsemi Byggðastofnunar þannig
að stofnunin hafi burði til að taka
virkan þátt í uppbyggingu nýrra at-
vinnutækifæra á landsbyggðinni,
með stofnstyrkjum, hlutafé og víkj-
andi lánum. Meðal annars verði
hluta af hagnaði af sölu ríkisbank-
anna og annarra ríkisfyrirtækja var-
ið til að styrkja starfsemi stofnunar-
innar.
Ekki er tekin afstaða til þess hvort
Framsóknarflokkurinn eigi að bera
fram lista einn sér eða í kosninga-
bandalagi með öðrum í ályktun
flokksþingsins um sveitarstjórnar-
mál, en um samgöngumál segir að
leggja verði áherslu á að samræmd
samgönguáætlun verði kynnt á
grundvelli byggðaþróunar, atvinnu-
mála og hinnar miklu fjölgun ferða-
manna sem fyrirsjáanleg er á næstu
árum. Þá er skýrt kveðið á um að all-
ir landsmenn sitji við sama borð
hvað varðar gæði og verð dreifikerfis
í fjarskiptum og umtalsverðu fjár-
magni verði varið til uppbyggingar á
því. Ekki komi til sölu Landssímans
fyrr en tryggt hefur verið að þessi
markmið nái fram.
Í kafla um umhverfismál er í sér-
stökum lið kveðið á um að Íslend-
ingar stefni að staðfestingu Kyoto-
bókunarinnar, jafnframt því sem
unnið verði að samningsmarkmiðum
Íslands. Nokkur styr stóð um þessa
málsgrein og var m.a. gerð um það
tillaga í nefnd að hún félli út úr álykt-
un flokksþingsins. Það var hins veg-
ar fellt og málsgreinin síðan sam-
þykkt af þingfulltrúum þegar
ályktun byggða- og umhverfisnefnd-
ar var afgreidd á þinginu.
Um heilbrigðismál segir að standa
beri fast gegn óheftri einkavæðingu
á sviði heilbrigðisþjónustu, enda
megi arðsemissjónarmið ein og sér
aldrei ráða ferðinni. Um húsnæðis-
mál segir að áfram eigi að vera til
staðar öflug sjálfstæð lánastofnun í
eigu ríkisins, Íbúðalánasjóður, sem
hafi það hlutverk að tryggja lands-
mönnum hagkvæm lán til kaupa og
bygginga íbúðarhúsnæðis.
Í jafnréttisáætlun Framsóknar-
flokksins til næstu fjögurra ára er
sett það markmið að árið 2005 verði
hvorki hlutur karla né kvenna í starfi
á vegum flokksins lakari en 40%.
Í grundvelli Framsóknarflokksins
sem samþykktur var á flokksþinginu
eru gerðar talsverðar breytingar frá
því sem áður var. Eins og greint var
frá í Morgunblaðinu á laugardag
sýndist sitt hverjum um þær breyt-
ingar að skilgreina Framsóknar-
flokkinn sem miðjuflokk í nýjum
grundvelli eins og gerð hafði verið
tillaga um og hvergi minnst á hug-
takið félagshyggju. Eftir nokkra um-
ræðu var á flokksþinginu sjálfu fallið
frá þessum áfomum og félagshyggj-
an fékk því að halda sér á kostnað
miðjunnar.
„Framsóknarflokkurinn er frjáls-
lyndur félagshyggjuflokkur sem
vinnur að stöðugum umbótum á
samfélaginu og lausn sameiginlegra
viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni
samvinnu og jafnaðar,“ segir í end-
anlegum grundvelli Framsóknar-
flokksins.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurjóna Sigurðardóttir fagnar eiginmanni sínum, Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráðherra, eftir að hann var endurkjörinn formaður Fram-
sóknarflokksins á þingi flokksins á sunnudag.
EINAR Skúlason, formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
gagnrýndi harðlega uppbyggingu
flokksstarfs Framsóknarflokksins
við almennar umræður á laug-
ardag. Sagði hann að því færri
fjarri að ungu fólki væri nægilega
skipað í ábyrgðarstöður á vegum
flokksins úti í þjóðfélaginu, en slíkt
væri nauðsynlegt til að styrkja starf
flokksins og ásýnd.
Einar sagði að ungt fólk yrði að fá
tækifæri til að axla ábyrgð og allt of
mikið væri af fýlupokum í flokknum
sem legðu áherslu á að passa upp á
sitt og beittu hótunum um brott-
hvarf og fleira til að verja ímyndaða
stöðu sína. „Við eigum ekki að hafa
áhyggjur af slíkum fýlupokum. Það
á enginn að vera áskrifandi að
trúnaðastörfum á vegum flokksins –
slíkt á ekki að vera til,“ sagði Einar.
Formaður SUF benti á að fram-
sóknarmenn gætu lært margt af
sjálfstæðismönnum í þessu samb-
andi. „Sjálfstæðisflokkurinn stend-
ur fyrir skipulegu pólitísku uppeldi
á ungu fólki og það mættum við
framsóknarmenn taka okkur til fyr-
irmyndar. Það sjá til dæmis allir
hvernig staðið hefur verið að
mannaráðningum á ríkisfjölmiðl-
unum að undanförnu. Þar hafa upp-
áhaldsnemendur Hannesar Hólm-
steins úr háskólanum verið teknir
markvisst inn og falin ábyrgð,“
sagði Einar og hvatti til þess að
framsóknarmenn yrðu beittari að
þessu leyti. Hlaut hann kröftugt
lófaklapp þinggesta að launum.
Ungt fólk verður
að fá tækifæri
EINKAVÆÐING sem felst í tvenns
konar rekstri heilbrigðiskerfisins er
ekki í anda stefnu Framsóknar-
flokksins og kemur ekki til greina að
innleiða hér á landi. Þetta kom fram í
máli Ingibjargar Pálmadóttur, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
á flokksþinginu á laugardag þegar
ráðherrar flokksins sátu fyrir svör-
um um störf sín.
Ingibjörg sagði að í hugtakinu
einkarekstur felist að sett yrðu upp
tvö kerfi, annað fyrir þá sem gætu
greitt og vildu fá þjónustu strax og
hitt fyrir hina sem yrðu að bíða. Hún
sagði að Framsóknarflokkurinn væri
ekki tilbúinn til að samþykkja slíkt,
og fékk langt lófaklapp þingfulltrúa
að launum.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra var m.a. spurður hvort hann
ætlaði að leggja íslenskar laxveiðiár í
rúst með því að leyfa sjókvíaeldi.
Hann sagðist standa með eigendum
laxveiðiáa. Hins vegar segði hann
eins og Guðmundur góði, að einhvers
staðar verði vondir að vera. Hann
sagðist ekki hafa getað hafnað því að
Íslendingar taki þátt í matvælafram-
leiðslu og hann hefði því stutt lífsbar-
áttu Austfirðinga með því að leyfa
kvíaeldi í Mjóafirði og víðar og enn
væru nokkrir firðir opnir ef hann
fengi pantanir.
Guðni sagðist líka vera alls
óhræddur við að takast á við vin sinn
Steingrím J. [Sigfússon] „með tung-
una miklu“ og kvaðst beinlínis
hlakka til að takast á við stjórnar-
andstöðuna. Þegar hann var síðan
spurður hvort hann væri líka
óhræddur við að takast á við Sjálf-
stæðisflokkinn, svaraði hann að
bragði: „Ég er sérfræðingur í því.“
Hló þá þingheimur vel og lengi.
Einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu hafnað