Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMSÓKN fyrir starfsleyfi svínabús Stjörnugríss á Melum í Borgarfirði var lögð fyrir fund heilbrigðiseftir- lits Vesturlands á miðvikudag, í kjöl- far dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur fellt úr gildi úrskurð um- hverfisráðherra um að stækkun bús- ins þurfi að sæta mati á umhverf- isáhrifum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar heilbrigðiseftirlitsins í lok þessa mánaðar þar sem ekki gafst nægilegur tími til að gaumgæfa þau gögn sem fylgdu umsókninni. Umsókn Stjörnugríss frestað KARLMAÐUR, sem ríkissaksókn- ari ákærði fyrir vörslu barnakláms, samþykkti sátt um að greiðia 200.000 króna sekt til ríkissjóðs. Maðurinn játaði að hafa haft ljós- myndir, sem sýna börn á kynferð- islegan og klámfenginn hátt, á tölvu- diskum og tölvu og var hvorttveggja gert upptækt. Sekt fyrir vörslu barnakláms HÓPFERÐABÍLL brann til kaldra kola skammt austan við Selfoss snemma á sunnudagsmorgun. Bíl- stjórinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki að sögn lögreglunnar á Selfossi. Rútan var smíðuð árið 1998 og gat tekið 57 farþega. Ekki er vitað hvað olli eldinum en eldsupptök voru í vél- arrúmi í aftanverðri rútunni. Bílstjórinn varð var við eldinn þar sem hann ók um Suðurlandsveg, skammt austur af Þingborg, og kall- aði eftir aðstoð. Hann freistaði þess að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu voru slökkviliðsmenn komnir á staðinn um 8-10 mínútum eftir að útkall barst frá Neyðarlínu en þá var rútan alelda. Rúta eyði- lagðist í eldsvoða BORGARSTJÓRN kaus nýverið fulltrúa sína í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Spari- sjóðs vélstjóra. Í stjórn SPRON voru endurkjörnir þeir Árni Þór Sig- urðsson, tilnefndur af R-lista, og Árni Sigfússon, tilnefndir af D-lista. Í stjórn Sparisjóðs vélstjóra voru endurkjörnir þeir Alfreð Þorsteins- son og Guðmundur Jónsson. Kosið í stjórn sparisjóða VERÐLAGNING rækjuverksmiðju Nasco í Bolungarvík var að mati Ein- ars K. Guðfinnssonar, alþingismanns og formanns sjávarútvegsnefndar þingsins, frekar of há en of lág í ljósi þeirra markaðslegu aðstæðna sem nú eru í rækjuiðnaði. Einar, sem situr í stjórn Byggða- stofnunar, segir að miðað við þær verðhugmyndir sem komið hafi fram í tilboðum frá þeim aðilum sem sýndu verksmiðjunni áhuga sé ljóst að verð- ið sem um samdist að lokum hafi ver- ið viðunandi. „Mér sýnist Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma, hafa algjör endaskipti á máli Nasco í Bolungarvík. Afstaða veðkröfuhaf- anna um að dekka a.m.k. 236 milljónir króna varð til þess að hækka verðið talsvert frá því sem tilboð eða hug- myndir höfðu gengið út frá. Rækju- verksmiðjan varð gjaldþrota með til- heyrandi kostnaði, ekki síst fyrir það samfélag sem hún starfaði í, og við gjaldþrot rýrna verðmæti eignar. Í söluferlinu var einfaldlega farið eftir þeim leikreglum sem gilda í okkar samfélagi þannig að ég tel það algjör- lega óskiljanlegt af hálfu Róberts að tala með þeim hætti sem hann hefur gert í fjölmiðlum,“ sagði Einar og benti á að rækjuiðnaðurinn á Íslandi væri alþjóðlegur og meirihluti þess hráefnis sem tekið var til vinnslu í rækjuverksmiðjum á Íslandi í fyrra hefði komið frá erlendum hafsvæðum og barist hefði verið um hráefnið á al- þjóðlegum markaði. „Það er því alveg ljóst að þótt einhverjar verksmiðjur fari úr rekstri hér á Íslandi skapast ekkert endilega endilega svigrúm fyrir aðrar verksmiðjur hér á landi heldur getur það ekkert síður orðið til þess að auka svigrúm verksmiðja annars staðar í heiminum, t.d. í Nor- egi eða Danmörku. Þannig að ég tel að hafi það vakað fyrir stjórnarfor- manni Þormóðs ramma að skapa auk- ið svigrúm fyrir aðrar verksmiðjur hér á landi sé það mikil skammsýni.“ Verðlagning á verksmiðju Nasco í Bolungarvík Þarf ekki að hafa áhrif á stöðu annarra verksmiðja VIÐBRÖGÐ þeirra sem hafa viljað vernda laxastofna í íslenskum ám eru misjöfn vegna þeirrar ákvörð- unar landbúnaðarráðherra að friða ákveðin svæði við landið fyrir lax- eldi í sjókvíum. Formaður Lands- sambands veiðifélaga, Óðinn Sig- þórsson, fagnar ákvörðun ráðherrans en Orri Vigfússon, for- maður Verndarsjóðs villtra laxa- stofna, NASF, telur ekki nóg gert og lítur ekki svo á að um áfanga- sigur verndunarsinna sé að ræða. Um leið gagnrýnir hann þau leyfi sem stjórnvöld hafa veitt að und- anförnu fyrir sjókvíaeldi í Mjóafirði, Berufirði og Eyjafirði. Orri sagði við Morgunblaðið að friðunin hefði takmarkað gildi þar sem laxinn færi hratt og kæmi víða við. „Ég vil ekki fá erlenda laxastofna inn í íslenska náttúru og með þessu laxeldi er verið að taka óþarfa áhættu, þótt hún sé örlítið minnkuð með þessari friðun. Það er verið að skerða ímynd íslensks hreinleika á laxveiðistofninum á Íslandi. Við þetta mun eftirspurn minnka eftir veiðileyfum og tekjur bænda minnka. Ég tel að ráðherrann hafi átt að ganga lengra,“ sagði Orri. Umhverfisvöktun dýr Hann benti á að umhverfisvöktun með því sjókvíaeldi sem búið væri að heimila kostaði miklar fjárhæðir. Engir hefðu reynslu í slíkri vöktun hér á landi og íslenskir embættis- menn hefðu ekki kunnáttu í að setja reglugerðir um þetta eldi. Orri sagði verndarsjóðinn ekki hafa gefist upp í sinni baráttu og ætti eftir að fylgja málinu eftir á ýmsum sviðum innan stjórnkerfisins. Óðinn Sigþórsson sagði ákvörðun landbúnaðarráðherra um friðun til- tekinna svæða vera hárrétta miðað við núverandi aðstæður þegar verið væri að heimila stórfellt eldi í nokkrum fjörðum. Með friðuninni væri verið að gæta ákveðinna var- úðarsjónarmiða sem veiðifélögin hefðu haldið fram. „Við erum mjög ánægðir með þetta framtak ráðherrans. Að vísu má segja að við hefðum viljað sjá stærra svæði friðað úti fyrir Austur- landi, til að mynda að Dalatanga, en sjálfsagt hefur ráðherrann haft sín- ar málefnalegu ástæður til að byggja á. Miðað við stöðu mála get- um við verið sæmilega sáttir,“ sagði Óðinn. Hann sagði veiðifélögin treysta á stjórnvöld að í framtíðinni verði sjókvíaeldið stöðvað komi veruleg skaðleg áhrif þess í ljós á lífríki laxa- stofnanna. Seyðisfjörður og Loðmund- arfjörður ekki friðaðir Landbúnaðarráðherra breytti í gær reglugerð um friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldinu eftir að upp komu mistök í upphaflegu útgáf- unni, sem gefin var út í fyrradag. Þá náði svæðið frá Glettinganesi á Austurlandi að Dalatanga en átti að- eins að ná að Glettinganesi. Seyð- isfjörður og Loðmundarfjörður lenda því utan friðunarsvæðisins eftir þessa breytingu en í Seyðisfirði hafa verið áform uppi hjá heima- mönnum um sjókvíaeldi í samvinnu við Færeyinga. Friðunarsvæði fyrir laxeldi í sjó Misjöfn viðbrögð eru við ákvörðun ráðherrans GRILLSKÁLINN í Ólafsvík gjör- eyðilagðist í eldi sem upp kom í skál- anum um klukkan 12:30 á sunnudag. Þar kviknaði í steikingarfeiti og barst eldurinn fljótt í húsið. Um 10 manns voru þá inni í húsinu en þeim tókst að forða sér út á hlaupum. Talið er að tjónið nemi um tveimur tugum milljóna króna. „Það varð eldsprenging í steiking- arpotti. Ég var með slökkviteppi en það vann ekkert á eldinum og síðan sprautaði ég með slökkvitæki en það gerðist ekki neitt. Við hringdum í Neyðarlínuna og hröðuðum okkur svo út en þá voru eldtungurnar komn- ar fram í salinn,“ sagði Sigurður Sig- urðarson, annar eigandi skálans sem nýlega hafði fengið nafnið Prinsinn. Allt brann sem brunnið gat í skál- anum og öll tæki ónýt. Talið er að tjón á sjálfu húsinu, sem er í eigu spari- sjóðsins, sé um 8-10 milljónir en tjón á tækjum og innréttingum er metið á annan tug milljóna. Mikill reykur var af eldinum og barst hann inn í bakarí við hliðina og fataverslunina Vík. Talsverðar skemmdir urðu í báðum fyrirtækjunum. Sömuleiðis smaug reykurinn inn í gistiheimili á efri hæð grillskálans og þar varð einnig nokk- urt tjón. Slökkvilið Ólafsvíkur réð niðurlög- um eldsins en naut við það dyggrar aðstoðar slökkviliðsmanna úr Grund- arfirði. Morgunblaðið/Erna A. Aðalsteins Þegar Slökkvilið Ólafsvíkur kom á staðinn lagði þykkan reyk frá húsinu. Verulegt tjón varð vegna elds í Grillskálanum í Ólafsvík Breiddist hratt út eftir eldsprengingu í potti GUÐMUNDUR Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, lýsir yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna endurskoðunar á for- sendum kjarasamninga. „Mér finnst aðgerðirnar jákvæðar og við getum ekki annað en verið ánægðir með þær. Við höfum barist fyrir fjölþrepaskattkerfi í verkalýðshreyfingunni mörg undanfarin ár. Þess vegna hljót- um við að líta þetta jákvæðum augum,“ segir Guðmundur. Hann segir talsverð tímamót fólgin í því að nú skuli vera léð máls á því að tekið verði upp fjölþrepaskattkerfi því stjórn- völd hafi verið því algerlega mótfallin fram að þessu. Hann kveðst líta svo á að að- gerðir ríkisstjórnarinnar séu já- kvætt skref í þá átt að tryggja að forsendur kjarasamning- anna standist. Hann ítrekar þó þá skoðun Rafiðnaðarsam- bandsins að niðurstöður launa- nefndar Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hvað varðaði desember- og orlofsuppbót hefðu aðeins farið til þeirra sem voru með lægstar tekjur. „Það er ekki nema tæplega helmingur félagsmanna í Rafiðnaðarsam- bandinu sem fær þær bætur sem voru ákvarðaðar,“ segir Guðmundur. Rafiðnaðarsamband Íslands Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar jákvæðar ÞESSAR stelpur voru sumarlegar að sjá þar sem þær spókuðu sig á sunnanverðu Seltjarnarnesinu. Eitthvað virðast þær vera óákveðn- ar með hvert förinni er heitið en hitt er ljóst að þær leggja höf- uðáherslu á öryggið – allar með hjálmana á réttum stað. Morgunblaðið/Ómar Öryggið á oddinn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.