Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLS fást 62 gerðir af DVD-spilur- um hér á landi og þeir ódýrustu kosta um 25 þúsund krónur. Þetta kemur fram í markaðskönnun Neyt- endasamtakanna sem birtist í nýj- asta hefti Neytendablaðsins. Svipuð markaðskönnun var gerð fyrir réttu ári en þá voru 37 gerðir á markaðn- um og verðið frá 35 þúsund krónum. Í markaðskönnuninni var tekið fyrir 21 atriði, m.a. allir seljendur hér á landi, öll vörumerki, stað- greiðslu-, raðgreiðslu- og kredit- kortaverð, ábyrgðartími, framleið- andi og hve mörg SCART-tengi væri að finna. „Yfirleitt er óhætt að kaupa DVD-spilara í lægri verðflokkum ef notandinn ætlar aðeins að fá mikil mynd- og hljómgæði,“ segir Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Dýrari spilarar hafa að jafnaði fjölþættari búnað og möguleika. DVD-spilurum í lægri verðflokkum fylgja til dæmis yfirleitt ekki heyrn- artól eða myndjuðari fyrir mismun- andi hraðvirka hrað- og hægspilum myndefnis. Þá vantar stundum full- komnustu stafrænu hljóðkerfin.“ Samhliða markaðskönnun Neyt- endasamtakanna er höfð til hliðsjón- ar gæðakönnun International Cons- umer Research and Testing (ICRT). Af þeim níu DVD-spilurum sem teknir eru fyrir þar fást fimm hér á landi. Í gæðakönnuninni er m.a. tek- ið fyrir spilun diska, mynd og hljóð, þægindi í notkun, svæðaskipting og umhverfisþættir. „Niðurstöður þess- ara tveggja kannana leiða í ljós að bestu kaupin eru á Sony DVP-S335,“ upplýsir Jóhannes. „Það er í raun allt sem mælir með spilaranum en hann fær hæstu gæðaeinkunnina. Spilarinn er tiltölu- lega vel búinn og á hagstæðu verði eða í kringum 40.000 krónur. Þá er Samsung DVD-511 einnig úrvalsspilari, bæði mikil myndgæði og afburða hljómgæði fyrir þá sem vilja ódýrara tæki en hann kostar í kringum 25 til 29 þúsund.“ Varað er við að kaupa ódýra DVD- spilara í stórverslun erlendis eða á Netinu án vörumerkis en í könnun ICRT kemur fram að myndgæði slíkra tækja eru mun lakari en tíðk- ast í góðum tækjum. Ennfremur er öruggast varðandi ráðgjöf og þjón- ustu að kaupa merkjavöru. Verð fer stöð- ugt lækkandi Morgunblaðið/Golli Markaðskönnun Neytendasamtak- anna á DVD-spilurum Á HVERJU ári verða slys á börnum í barnavögnum m.a. vegna þess að þau eru ekki í beisli í barnavögnum og detta úr þeim þegar þau eru að reyna að standa upp eða vegna þess að vagnarnir velta í hvassviðri. Nýlega var tilkynnt um slys til Herdísar Storgaard, framkvæmda- stjóra Árvekni, átaksverkefnis um slysavarnir barna og unglinga, sem átti sér stað þegar vindhviða feykti barnavagni. Í vagninum var sex vikna gamalt barn og við fallið höfuðkúpu- brotnaði það og þá blæddi inn á heila. Ekki er enn vitað hverjar afleiðingar fallsins verða. „Það er ekki hægt að segja að við fáum margar tilkynningar vegna þessa, í fyrra skráðum við tvö slys og eitt það sem af er árinu 2001,“ segir Herdís. „Í fyrra slasaðist annað barn- ið mikið en hitt slapp ómeitt vegna þess að það var í beisli. Ég vil hvetja foreldra og forráðamenn til að setja börn sín í beisli strax í fyrsta skipti þegar þau eru sett í vagn og hafa það síðan fyrir reglu. Hér er fyrst og fremst um nauðsynlegan öryggisbún- að að ræða.“ Herdís veit dæmi þess að bæði hafi verið ekið á konu og barn í vagni og einnig að fólk hafi verið að ganga í brekku og misst vagna á undan sér. Réttur öryggisbúnaður getur því skipt sköpum. Mikilvægt að göt séu fyrir festingar á kerrupokum Aðspurð segist Herdís ekki mæla með ákveðnu beisli eða kerrupoka heldur hvetur fólk þegar það er að velja sér vagna til að athuga hvort í þeim séu ekki góðar festingar fyrir beisli. „Þá verður fólk líka að athuga sérstaklega þegar það velur kerru- poka að göt séu á þeim fyrir festingar. Fyrir stuttu átti ég samtal við starfs- mann verslunar sem selur kerrupoka. Hann tjáði mér að þeir seldu mest af dúnkerrupokum með engum götum.“ Herdís hvetur fólk einnig til að byrgja vagnana vegna katta og ann- arra dýra og eins að ganga úr skugga um að bremsubúnaður og annað á vagninum sé í góðu ástandi. „Þegar ég vann sem hjúkrunar- fræðingur á Borgarspítalanum tók ég einu sinni á móti átta mánaða gömlu barni sem hafði fallið niður af þriðju hæð. Vagninum hafði þá verið stillt upp við svalahandriðið. Þegar barnið vaknaði stóð það upp og var þá komið hærra en handriðið og féll niður. Það skilur enginn enn í dag að barnið skuli hafa komist ómeitt frá þessu.“ Morgunblaðið/RAX Börn eiga að vera með beisli í vagni B. MAGNÚSSON hf. hefur hafið innflutning á Rabid White-tannhvít- unarefni. Í fréttatilkynningu segir að efnið geri tennur hvítari og minnki tannkul. Þá megi með reglulegri notkun minnka bletti í tönnum vegna kaffis, reykinga eða öldrunar. Rabid White-tannhvítunarefnið fæst í apótekum og í Hagkaupi. Nýtt Morgunblaðið/Golli Tannhvítunar- efni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.