Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 25
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 25 SMÁBÁTAR af öllu landinu hafa fengið mjög góðan afla síðustu daga, enda hafa þeir setið einir að mið- unum vegna sjómannaverkfallsins, sem nær ekki til báta minni en 12 tonn. Mjög vel gaf til sjósóknar um allt land í gær og voru um 400 smábátar á sjó, samkvæmt upplýsingum Til- kynningaskyldunnar. Smábátar á Vestfjörðum hafa fengið mjög góðan steinbítsafla línu síðustu daga, sem og reyndar annars staðar á landinu. Algengt er að smá- bátar komi með 5–7 tonn að landi eftir daginn. Netabátar hafa fengið góðan afla fyrir Suðurlandi síðustu daga. Að sögn Viktors Jónssonar, skipstjóra á Maron GK frá Grinda- vík, hefur aflinn farið upp í 10 tonn í daginn, í aðeins 54 net. Maron GK er 9,9 tonna bátur og því nær verkfallið ekki til hans. „Netin eru bókstaflega bunkuð af fiski. Þetta er nokkuð blandaður fiskur, meðalvigtin um sex til tíu kíló, sem er ágætt en við höfum oft fengið betri fisk á þessum árstíma, allt upp í tólf kílóa með- alvigt. Tíðin hefur auk þess verið einstök síðustu daga og það er marg- ir bátar á þessum slóðum, þrátt fyrir verkfallið. Samt þykir okkur slæmt að stærri bátarnir geti ekki tekið þátt í mokinu. Það er mikið pláss á miðunum fyrir okkur hina núna og vantar allan hasar, maður getur lagt nánast hvar sem er án þess að hafa áhyggjur af því leggja yfir aðra,“ sagði Viktor í samtali við Morgun- blaðið í gær en hann var þá að draga netin í Litlu Sandvík við Reykjanes. Hann segir að þorskurinn sé út- belgdur af loðnu á þessum slóðum og því séu línubátar að veiðum nokkuð dýpra þar sem minna er af loðnu. „Algjör veisla“ „Við fengum 8,3 tonn á sunnudag í 50 net,“ sagði Jónas Árnason, skip- stjóri á Elsu SU, í samtali við Morg- unblaðið í gær en hann var þá að draga netin við Stafnes á Reykja- nesi. „Það hefur verið mjög gott fisk- irí frá því um helgi enda mátti búast við því á þessum árstíma. Við erum vanalega tveir um borð en fengum þriðja manninn á meðan aflabrögðin eru svona góð. Það er slæmt að það skuli vera verkfall einmitt á meðan mokveiðist alls staðar í öll veiðar- færi. Við löndum í föstum viðskipt- um og fáum mjög gott verð fyrir fiskinn, 208 krónur fyrir kílóið. Það er því ekki hægt að kvarta yfir af- komunni þessa dagana, þetta er al- gjör veisla,“ sagði Jónas. Upp í 500 kíló á balann Línutrillur frá Þórshöfn og Bakkafirði hafa fengið mjög góðan afla í Lónafirði síðustu daga, nánast í hafnarmynninu á Þórshöfn. Að sögn Jóns Hafliðasonar, á Digranesi NS frá Bakkafirði, hafa fengist allt upp í 500 kíló á balann, af ágætum þorski. Bátarnir hafi því verið að landi allt upp í 6,4 tonnum eftir dag- inn. Aflanum er landað á Þórshöfn en honum síðan ekið til vinnslu hjá Gunnólfi efh. á Bakkafirði. Ljósmynd/Þorgrímur Kjartansson Marínó Jónsson á Digranesi NS frá Bakkafirði landaði um 4,9 t á Þórshöfn en aflinn fékkst á aðeins 10 bala. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Verkfall sjómanna nær ekki til skipa undir 12 tonnum og hafa smábátar mokfiskað í netin undanfarna daga. Elsa SU landaði um 8,3 tonnum í Sandgerði á sunnudag. Mokveiði hjá smábátum um allt land Fá upp í 10 tonn á dag SMÁBÁTAR hafa fengið mjög góðan og mikinn afla undanfarna daga og hefur verið mikil sala á innlendum fiskmörkuðum en vegna mik- ils framboðs hefur orðið vart einhverrar verðlækkunar, að sögn Ragnars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Fisk- markaðar Suðurnesja. Í gærmorgun seldust sam- tals rúmlega 210 tonn á fisk- mörkuðum landsins og segir Ragnar að áhrifa sjómanna- verkfallsins hafi ekki farið að gæta. Menn hafi birgt sig upp af fiski fyrir helgi og það hafi áhrif á verðið í þessari viku. „Kælarnir eru víða mjög þétt setnir í augnablikinu og því eðlilegt að menn haldi aðeins að sér höndum, þó allt seljist,“ segir hann. Ragnar segir að smá verð- lækkun hafi orðið á þorski. Þá kom mikið inn af steinbít fyrir vestan í gærmorgun og fór verðið aðeins niður. Engin breyting á kaupendahópnum Að sögn Ragnars varð eng- in breyting á kaupendahópn- um á mörkuðunum þrátt fyrir verkfallið. Stór fyrirtæki kaupi mikið til að halda uppi vinnu, búðir kaupi gjarnan mikið af ýsu á mánudögum, saltfiskverkendur kaupi stóra þorskinn sem fyrr og svo framvegis. „Stóri þorskurinn hefur lækkað eitthvað smá- vegis en verðið hækkar örugglega fljótlega.“ Ragnar segir að sú stað- reynd að allir geti verið á sjó sem megi vera á sjó hafi mikið að segja, því fyrir bragðið sé nægt framboð. „En þó sumar tegundir hafi lækkað í verði hefur til dæmis langa hækkað aftur. Hins vegar hefur mikið magn af steinbít lækkað verð- ið.“ Mikið framboð lækkar fiskverð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.