Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 28

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VINSTRIMENN í Frakklandi fögnuðu því í gær, að þeim skyldi hafa auðnast að ná völdum í ráðhús- inu í París í fyrsta sinn í 130 ár, en ósigrar frambjóðenda vinstriflokk- anna í flestum öðrum bæjarfélögum landsins í síðari umferð sveitar- stjórnarkosninganna sem fram fóru á sunnudag spilltu sigurgleðinni. Sigur frambjóðenda sósíalista í París og í Lyon, annarri stærstu borg Frakklands þar sem hægri- menn hafa einnig jafnan átt öruggan meirihluta, var persónulegt pólitískt áfall fyrir Jacques Chirac forseta og leiðtoga Gaullistaflokksins RPR, ári fyrir þing- og forsetakosningar, en fastlega er gert ráð fyrir að í for- setakosningunum muni etja kappi þeir Chirac og Lionel Jospin, núver- andi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista. Í forystugreinum franskra dag- blaða voru í gær sósíalistar og sam- starfsflokkar þeirra í vinstristjórn Jospins varaðir við því að þeir stefndu í að tapa völdum ef kjós- endur verða svipað stemmdir í þing- kosningunum að ári eins og þeir voru í sveitarstjórnakosningunum. Spáðu blöðin því að nú myndi Chirac berjast af alefli fyrir því að tryggja að þingkosningarnar verði haldnar á undan forsetakosningunum, en Jospin hefur beitt sér fyrir því á þingi að kosningadagskrá ársins 2002 verði breytt þannig, að forseta- kosningarnar fari fram á undan þingkosningunum, þar sem hann reiknar sér og sínum pólitískan ávinning af þeirri tilhögun. Vinstrimenn töpuðu völdum í fleiri en 30 bæjum og borgum um helgina, þar á meðal í Strassborg og Avignon, sem var þeim mikið áfall. Samstaða hægri- manna styrkist Talsmenn flokkanna lásu mis- munandi skilaboð út úr niðurstöð- unum. „Þessar kosningar lofa góðu fyrir hægrimenn með tilliti til þingkosn- inganna að ári,“ sagði Patrick De- vedjian, talsmaður RPR. „Við unn- um í 41 bæ með yfir 30.000 íbúa og það hefur mikið að segja. Kosninga- baráttan fyrir þingkosningarnar er hafin.“ En Francois Fillon, stjórnmála- ráðgjafi RPR, sagði hægrimenn verða að læra sína lexíu af sveit- arstjórnakosningunum ef þeir sjá vonir um gott gengi í þing- og for- setakosningunum ganga eftir. „Kosningarnar á sunnudaginn báru með sér þrenn skilaboð; ríkisstjórn- in veiktist, vinstrimenn eru sundr- aðri en nokkru sinni áður og hægri- menn hafa endurheimt vonina, en það er þó aðeins von en ekki nein bein braut til valda,“ hefur AFP eft- ir honum. Francois Hollande, formaður Sósíalistaflokksins, sagði niðurstöð- ur sveitarstjórnakosninganna „skilja dyrnar eftir galopnar fyrir kosningarnar 2002“. Hann viður- kenndi að vinstrimenn yrðu að draga lærdóma af úrslitum sunnu- dagsins. „Við þurfum ekki að breyta stjórnarstefnunni, en við verðum að aðlaga okkur nýjum stjórnarhátt- um,“ sagði Hollande er talsmenn RPR lýstu því yfir að hægrimenn hefðu nú meirihluta á landsvísu. Staðreyndin er sú, að samtals fengu hægrimenn 51,85% atkvæða á sunnudaginn og vinstrimenn 48,15%. Franskir hægrimenn hafa verið sundraðir frá því árið 1997, þegar Chirac gerði þá skyssu að boða til þingkosninga sem varð til þess að hægristjórnin sem þá var við völd tapaði og vinstistjórn Jospins tók við. Að hægriflokkunum – Gaullista- flokknum RPR, miðju-hægri-flokkn- um UDF og frjálslynda flokknum DL – skyldi takast að standa saman að baki sameiginlegra frambjóðenda í síðari umferð sveitarstjórnakosn- inganna og sú staðreynd að innri klofningur hefur svipt þjóðernis- sinna, sem áður fylktu sér um Jean- Marie Le Pen, áhrifum, hefur hleypt nýjum krafti í hófsama hægrimenn og styrkt vonir þeirra um að komast aftur að stjórnartaumunum. Niðurstöður kosninganna á sunnudaginn voru mikill skellur fyr- ir kommúnista. Frambjóðendur þeirra urðu undir alls staðar þar sem þeir voru áður sterkir. Svo virð- ist sem fylgi kommúnista hafi færzt að miklu leyti yfir á græningja, sem fengu gegnumsneitt um 12% at- kvæða í sveitarstjórnakosningunum og munu á þeim grundvelli geta krafizt meiri áhrifa innan sam- steypustjórnar Jospins. Víða sneru kjósendur sér að frjálsum kosninga- bandalögum vinstrimanna sem ekki vildu láta kenna sig við neinn þeirra flokka sem eru við völd í París. Tímamót í París Parísarbúar sýndu hins vegar óánægju sína með spillingu þá sem viðgengizt hefur í ráðhúsi borgar- innar á síðustu árum með því að kjósa Bertrand Delanoë, frambjóð- anda sósíalista og græningja, til borgarstjóra, en hann er einn fárra stjórnmálamanna „í fremstu víg- línu“ í Frakklandi sem er yfirlýstur hommi. Hann fékk í síðari umferð- inni 49,6% atkvæða. 92 af 163 fulltrúum í borgarstjórninni verða vinstrimenn, sem tryggir Delanoë formlegt kjör til borgarstjóra nk. sunnudag. „Úrslitin voru góð í París og Lyon, en við urðum líka fyrir hnekki annars staðar, sem er alvar- legt íhugunarefni fyrir okkur,“ sagði Lionel Jospin er hann mætti til að óska vini sínum Delanoë til ham- ingju með sigurinn. Vinstrimenn hafa ekki stjórnað París frá því í Parísarkommúnunni árið 1871. Jacques Chirac var borg- arstjóri Parísar í 18 ár áður en hann varð forseti 1995, en eftirmaður hans, Jean Tiberi, missti allar vin- sældir vegna spillingarmála. Hann var útilokaður frá RPR er hann ákvað að bjóða fram í eigin nafni, sem klauf fylgi hægrimanna í borg- inni og auðveldaði eftirleikinn fyrir Delanoë. Síðari umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi Bæði vinstri- og hægri- mönnum veitt lexía AP Verðandi borgarstjóri Parísar gengur hjá ráðhúsi borgarinnar í gær. París. AFP, Reuters. Borpallur- inn hélt áfram að sökkva Macae, Rio de Janeiro. Reuters, AFP. BRASILÍSKUR olíuborpallur, sá stærsti í heimi, tók að sökkva aftur í gær en þá hamlaði vont veður til- raunum til að bjarga honum. Mikil sprenging varð í pallinum síðastlið- inn fimmtudag og varð hún 10 mönnum að bana. Í pallinum eru 1,5 milljónir lítra af olíu. Um helgina tókst brasilískum og erlendum sérfræðingum að koma í veg fyrir, að pallurinn, sem er 40 hæða hár, hallaðist meira en í fyrri- nótt jókst hallinn aftur og pallurinn sökk meira í sjó. Var það kennt vondu veðri á þessum slóðum. Bandarískir og hollenskir sér- fræðingar með mikinn tækjabúnað komu Brasilíumönnunum til hjálpar og dældu þeir köfnunarefni og lofti inn í hólf, sem fyllst höfðu af vatni við sprenginguna. Við það minnkaði hallinn á pallinum úr 30 gráðum í 24. Hann jókst síðan aftur er veðrið versnaði með 1,5 metra ölduhæð. Smíði pallsins kostaði um 30 millj- arða ísl. kr. en hann er 125 km und- an brasilísku hafnarborginni Macae. Ekki er vitað hvað olli sprenging- unum og ekki hefur tekist að finna nema eitt lík. Hinna mannanna níu er saknað og eru þeir taldir af. Sökkvi pallurinn alveg munu um 1,5 milljónir lítra af olíu í tönkum um borð og í leiðslum undir honum berast út í sjóinn. Pallurinn er í eigu brasilíska rík- isolíufélagsins Petrobras en það er að reyna að hasla sér völl sem eitt af mestu olíufélögum í heimi. Af því fer þó misjafnt orð hvað öryggis- málin varðar, bæði hvað viðkemur mengunarslysum og slysum á fólki. Á síðustu þremur árum hefur 81 starfsmaður þess látið lífið við vinnu sína. STJÓRNVÖLD í Makedóníu sendu í gær fjóra skriðdreka inn í næst- stærstu borg landsins, Tetovo og virðast staðráðin í kveða niður upp- reisn skæruliða úr röðum fólks af albönskum uppruna. Drekarnir komu á vettvang skömmu fyrir há- degi en þá hafði dregið nokkuð úr átökunum við borgina sem voru hörð um nóttina. Með þeim voru brynvarinn liðsflutningavagn og tveir vörubílar, annar hlaðinn her- mönnum. Varalið hersins var kallað inn á sunnudag. Stjórnin hefur að sögn útvarps- stöðvarinnar B-92 í Júgóslavíu sent fótgöngulið á staðinn og er það búið brynvögnum, fallbyssum og sprengjuvörpum. Stöðin sagði að skæruliðar hefðu reynt að taka borgina um morguninn en orðið frá að hverfa og hörfað til virkja sinna í fjöllunum í grennd við Tetovo. Hörðust voru átökin í þorpinu Drenoec í útjaðri Tetovo, skæru- liðar gerðu árásir á íþróttaleikvang borgarinnar. Einnig var mikil skot- hríð í hverfunum Teke, Mala Recica og Gajire. Útgöngubann var í Tet- ovo um nóttina og umferð var lítil þegar dagaði í gær, flestar verslanir voru lokaðar. Óljóst er hve fjölmennir skæru- liðar eru, sennilega skipta þeir hundruðum og heimildarmenn segja að nýir liðsmenn bætist við á hverj- um degi. Carl Bildt, fyrrverandi for- sætsiráðherra Svíþjóðar og nú fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Balk- anskaga, sakaði í gær Atlantshafs- bandalagið (NATO) um að gera af ásettu ráði of lítið úr umsvifum skæruliðanna; hann sagðist álíta að takmarkað borgarastríð geisaði nú þegar í Makedóníu. Enn væri hægt að grípa í taumana en tíminn væri naumur. Bildt sagði að Vesturveld- unum bæri „siðferðisleg skylda“ til að aðstoða Makedóníustjórn og minnti á mikilvægt hlutverk lands- ins er albanskt flóttafólk frá Kosovo hraktist þangað undan herjum Slo- bodans Milosevic Júgóslavíuforseta 1999. Hann sagði það hneisu fyrir NATO og SÞ að skæruliðar skyldu geta notað Kosovo sem miðstöð fyr- ir hryðjuverkaárásir á Makedóníu. Rudolf Scharping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, sagði í út- varpsviðtali í gær að átökin gætu breiðst út á Balkanskaga en vildi ekki taka undir orð Bildts. „Ég held að ekki sé réttlætanlegt að nota orð- ið stríð,“ sagði ráðherrann. Hann sagðist vera viss um að skæruliðar myndu senn binda enda á árásirnar en Þjóðverjar hafa styrkt friðar- gæsluliða sína í landamærahéraðinu milli Kosovo og Makedóníu með skriðdrekum. Skæruliðar eru margir sagðir vera reyndir bardagamenn eftir að hafa tekist á við herlið Júgóslavíu á sínum tíma í Kosovo og hafa á að skipa mjög snjöllum foringjum. Landslagið er afar vel fallið til skæruhernaðar, mikið er um skógi vaxin fjöll á landamærunum og helstu vegir eru malarvegir er liggja oft um þröng skörð og henta því ekki vel stórum farartækjum. Víða eru auk þess snjóalög í fjall- lendinu. Undanfarna daga hafa það einkum verið vopnaðar lögreglu- sveitir sem hafa tekist á við skæru- liðana. Í fastaher Makedóníu eru um 20.000 manns og á sunnudag voru kallaðir inn varaliðsmenn að auki. Talið er að þeir séu allt að hundrað þúsund. Herinn er hins vegar illa búinn vopnum, aðallega er um að ræða búnað sem keyptur var fyrir um tíu árum frá Albaníu. Þriðjung- ur flughersins varð óvígur á laug- ardag er þyrla hrapaði. Um tíu þúsund manns komu sam- an á mótmælafundi í höfuðborg Makedóníu, Skopje, á sunnudag og kröfðust þess að ráðið yrði niðurlög- um uppreisnarmanna. Embættis- maður í lögreglunni í Tetovo fullyrti að stjórnvöld dreifðu nú með leynd vopnum til karla úr röðum þeirra er tala makedónísku sem er slavnesk tunga, náskyld búlgörsku og serbó- króatísku. Albanar eru að líkindum um þriðjungur íbúa Makedóníu og viðkoma þeirra á Balkanskaga er meiri en annarra þjóðarbrota. Carl Bildt segir NATO gera of lítið úr átökunum við albanska skæruliða Makedóníumenn kalla út varalið hersins                       Tetovo, Baden-Baden. The Daily Telegraph, AP, AFP, Reuters. Efnahags- samdráttur efst á baugi Washington, Tókýó. AFP, AP. YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, átti viðræður í gær við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington. Snerust þær aðallega um efnahagsmál og um leiðir til að bæta það erfiða ástand, sem verið hefur undanfarið varðandi samstarf ríkjanna í öryggismálum Gengi japanska jensins hækkaði allnokkuð í gær þegar japanski seðlabankinn tók upp aftur núll- stefnu í vaxtamálum en frá henni var horfið í ágúst á síðasta sumri. Hefur þessum ráðstöfunum verið vel tekið en margir efast þó um, að þær hrökkvi til að losa japanskt efna- hagslíf við doða síðustu tíu ára. Sumir fjármálasérfræðingar tóku raunar svo djúpt í árinni að segja, að ákvarðanir seðlabankans myndu engin áhrif hafa, hann væri bara til- neyddur til að gera eitthvað. Líktu þeir japönsku efnahagslífi við vagn- skrifli, dregið af örmagna húðarjálk- um, sem fyndu ekki lengur fyrir svipuhöggum eða annarri slíkri örv- un. Það væri því tilgangslaust að lækka vexti, sem væru næstum engir fyrir. Það segir sína sögu um ástand- ið, að ríkisstjórnin tilkynnti síðastlið- inn föstudag, að verðhjöðnunarskeið væri hafið í Japan í fyrsta sinn frá stríðslokum. Vaxtalækkun í Bandaríkjunum? Gengi evrunnar hækkaði einnig í gær en margir búast við, að banda- ríski seðlabankinn muni á næstunni lækka vexti um allt að 0,75 prósentu- stig til að vega upp á móti samdrætt- inum vestra. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.