Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ skrifstofanna. Aðrir hafa ekki að- gang að þeim upplýsingum. Ef skráður er t.d. eftirlýstur einstak- lingur sem óskast handtekinn og framseldur fer af stað starf hjá SIRENE-skrifstofunni í framhaldi af því. Hún sendir viðbótarupplýs- ingar, t.d. um fyrir hvaða brot maðurinn er grunaður eða dæmd- ur, hvenær handtökuúrskurður hefur verið gefinn út, dóm sem kveðinn hefur verið upp yfir manninum o.s.frv. Sendar eru upp- lýsingar um einstaklinginn og af- brot hans í smáatriðum á sérstök- um formum, sem eru svo varðveitt hér undir sérstöku Schengen-núm- eri. Þetta hefur þá þýðingu að þegar „smellur“ hjá lögreglu við uppflettingu í kerfinu sjá þeir í rauninni eingöngu nafn viðkom- andi manns, tilteknar persónuupp- lýsingarnar og t.d. hvort á að handtaka manninn. Við höfum hins vegar allar viðbótarupplýsingarn- ar,“ segir Smári. Skrá öll glötuð vegabréf Frá áramótum hafa fjórir eft- irlýstir Íslendingar verið skráðir inn í upplýsingakerfið, en þeir höfðu áður verið eftirlýstir á Int- erpol-netinu. „Það er í ákvörðun- arvaldi hvers ríkis hvað skráð er í kerfið. En það hvíla á okkur skyld- ur um að ef við t.d. lýsum eftir manni til handtöku og framsals, þá ber okkur að skrá það fyrst inn í Schengen-kerfið,“ segir Smári. Aðspurður segir Smári ef menn týna vegabréfi sínu og tilkynna það verði það skráð í upplýsinga- kerfið. „Lengst af hefur ekki verið til nein miðlæg skrá á Íslandi um glötuð skilríki. Það ætti því að skrá glötuð vegabréf inn í Scheng- en-upplýsingakerfið. Það er nú þegar töluvert af skráningum á stolnum íslenskum vegabréfum og öðrum skilríkjum í kerfinu, sem stolið hefur verið af Íslendingum í öðrum löndum og skráð þar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa þrír óæskileg- ir útlendingar komið fram í kerf- inu þegar flett hefur verið í því við landamæraeftirlit á Keflavíkur- flugvelli og við skoðun á útlend- ingum hér á landi. Einn Íslend- ingur hefur einnig fundist við uppflettingu í SIS, sem á að mæta fyrir dómi erlendis. Hefur viðkom- andi ríki verið gert viðvart að maðurinn sé hér á landi en lög- reglan hefur engin afskipti af manninum nema fram komi sér- stök beiðni um það, að sögn Smára. Einnig hefur komið í ljós að átta Íslendingar hafa verið skráðir óæskilegir einstaklingar af öðrum ríkjum. Verða þeir vænt- anlega teknir af listanum þegar Ís- land gengur í Schengen, þar sem borgarar Schengenlanda eru ekki skráðir óæskilegir útlendingar í SIS. Að sögn Smára þarf alls ekki að vera að þessir menn hafi framið nein afbrot. Hins vegar birtast ekki upplýsingar í kerfinu um ástæður þess að mennirnir voru lýstir óæskilegir. „Það fylgja ekki form með við- bótarupplýsingum sjálfkrafa nema mönnum sem eru eftirlýstir og óskast handteknir. Menn sem lýst- ir eru óæskilegir eru ekki hand- teknir en ef þeir koma fram á landamærum er þeim vísað frá,“ segir hann. Ekki liggur ljóst fyrir hvað gert verður í málum þeirra útlendinga sem hafa fundist hér á landi frá áramótum skráðir sem„óæskilegir útlendingar“ í SIS. Smári telur ólíklegt að ástæða þess að menn- irnir voru skráðir sé sú að þeir hafi framið alvarleg afbrot. „Það er hins vegar svo að ef viðkomandi ríki kjósa að halda ríkisborgurum landa utan Schengen sem skráðir eru óæskilegir, áfram inni í kerf- inu, þá eiga þeir engra kosta völ. Fari þeir út af Schengen-svæðinu geta þeir ekki komið inn á það aft- ur. Það þarf alls ekki að vera að þeir hafi framið alvarleg afbrot til að verða skráðir óæskilegir út- lendingar. Menn geta t.d. hafa ver- ið í heimildarleysi í viðkomandi landi og verið vísað brott. Þeir þurfa ekki að hafa gert neitt annað af sér,“ segir hann. Hvattir til að nota kerfið sem mest við dagleg lögreglustörf Að sögn Smára lagði eftirlits- nefnd Schengen-landanna, sem gerði úttekt á SIRENE-skrifstof- unni og upplýsingakerfinu hér á landi, mikla áherslu á að lögreglan notaði kerfið sem allra mest og það verði hluti af daglegum störf- um lögreglumanna að fletta upp í því eins og í öðrum upplýsinga- kerfum sem lögreglan hefur að- gang að. „Það er auðvitað markmiðið með þessu kerfi að það verði notað af lögreglunni. Lögregan verður að bregðast við breyttum aðstæðum með því að auka eftirlitið. Ég hef stundum orðað það svo að með niðurfellingu landamæraeftirlits 25. mars þá erum við að færa út- lendingaeftirlitið út á götuna, til hinnar almennu lögreglu. Við vit- um ekki hverjir koma inn í landið og dveljast hér því menn geta komið og farið án eftirlits á landa- mærum. Það er í raun og veru hlutverk lögreglu að fylgjast með og ef hún af einhverjum ástæðum þarf að hafa afskipti af fólki sem hún hefur grunað um eitthvað, þá er ætlast til að lögreglan noti þetta kerfi,“ segir Smári. Hann telur það geta verið mjög gagnlegt við löggæslu að hafa að- gang að upplýsingakerfi Schengen. „Lögreglan hefur ekki haft svona beinan aðgang að upplýsingum af þessu tagi. Til þess að vega upp á móti afnámi landamæraeftirlits á innri landamærum Schengen-land- anna, sem hefur í för með sér að menn geta ferðast frjálsir á milli landa innan svæðisins án þess að sæta nokkru eftirliti, er Schengen- upplýsingakerfið tæki fyrir lög- regluna í landinu til þess að fylgj- ast betur með. Hún getur fengið upplýsingar um hvort t.d. maður sem hún þarf að fást við er ólög- legur í landinu eða skráður af ein- hverjum öðrum ástæðum inn í kerfið. Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi að þar sé ekki ein- 7 ; A             9  =B/? CDDD      +,-./      0( $ 0''' +,-. 1/      2&'  3%& . &444   E$FGH$DHI     HJJ$HFF   GCK EH$ +      ICK EF$  ; *         EE$ CDK *          LCK EJ$  ; *     EM$ <   N       *    O    4 $  !    CGK    LMK <      FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM M IKIL gagnrýni hefur komið fram á Schengen-upp- lýsingakerfið (SIS) í nokkrum Evrópulöndum á undanförnum árum. Bresku mann- réttindasamtökin Justice, sem vinna að umbótum í réttarfari, gáfu út skýrslu í desember sl. sem inniheld- ur ítarlega úttekt á Schengen-upp- lýsingakerfinu. Setja samtökin fram harða gagnrýni á stjórnun og notkun upplýsingakerfisins í aðildarlöndum Schengen í skýrslu sinni. Segja SIS notað sem tæki gegn innflytjendum Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að úttektin hafi leitt í ljós að veru- legir brestir séu á Schengen-upplýs- ingakerfinu, m.a. hvað varðar varð- veislu persónuupplýsinga og ábyrgð á skráningu og notkun upplýsinga í gagnagrunninum. Þetta veki alvar- legar spurningar um hvort grund- vallarmannréttindi séu brotin við notkun kerfisins í einstökum aðild- arlöndum. Justice telur m.a. að mikil hætta sé á misnotkun viðkvæmra persónu- upplýsinga og bent er á að mjög skorti á að óháð eftirlitsstofnun Schengen-ríkjanna (JSA) og per- sónuverndarstofnanir í aðildarlönd- unum geti sinnt því hlutverki sínu að fylgjast með kerfinu. Hlutverk þeirra sé eingöngu að gera tillögur um úrbætur en yfirvöldum sé ekki skylt að fara eftir þeim. Bent er á að þrátt fyrir að meg- intilgangur upplýsingakerfisins hafi verið sá að auðvelda lögreglu að hafa hendur í hári afbrotamanna komi í ljós, þegar persónuskráningar í kerf- ið eru skoðaðar, að langflestar skráningar séu á svonefndum óæski- legum útlendingum, sem synja á um komu til Schengen-landa, óháð því hvort þeir tengjast afbrotum á nokk- urn hátt. Upplýsingakerfi Schengen- ríkjanna hafi þannig þróast yfir í að vera fyrst og fremst tæki yfirvalda í einstökum löndum til að sporna gegn innflytjendum í Evrópu. Fram kemur í skýrslunni að óæskilegir útlendingar séu 89% allra skráninga yfir einstaklinga í gagna- banka upplýsingakerfisins. Aðeins 7% skráninga í kerfinu séu einstak- lingar sem lögregla vill hafa upp á í tengslum við afbrot og glæpi og þar af séu eingöngu 2%, sem grunuð eru um aðild að alvarlegum glæpum. ,,Það er því ljóst hvað upplýsingar um einstaklinga varðar og notkun þeirra, að SIS er ekki fyrst og síðast tæki í baráttunni við alvarlega glæpi, það er notað til að koma í veg fyrir mögulegan innflutning ólöglegra innflytjenda og hafa uppi á munum sem hafa týnst eða verið stolið,“ seg- ir í niðurstöðum skýrslunnar. Telja samtökin að mjög sé á reiki hvaða reglum sé fylgt við skráningu upplýsinga um einstakling í upplýs- ingakerfið og dæmi séu um að fólki sem hefur glatað skilríkjum sínum hafi verið synjað um komu inn á Schengen-svæðið af þeirri ástæðu að nöfn þeirra eru skráð í gagnagrunn- inn. Tekið er dæmi af einstaklingi frá Eþíópíu sem stöðvaður var á landa- mærum Frakklands þegar nafn hans kom fram í upplýsingakerfinu við vegabréfaskoðun. Athugun málsins leiddi í ljós að nafn hans hafði verið skráð í upplýsingakerfið í Þýska- landi eftir að hann hafði tilkynnt að vegabréf hans hefði glatast. Tók átta mánuði að fá skráninguna afmáða úr Upplýsingakerfinu, að því er segir í skýrslunni. Handtekinn með gögn úr SIRENE-skrifstofu í Belgíu Einnig er fjallað um atvik sem átti sér stað í Belgíu árið 1997 en þá kom í ljós að skjöl og upplýsingar höfðu lekið út af SIRENE-skrifstofu dómsmálaráðuneytisins í Belgíu. Fundust gögnin á lestarstöð og var starfsmaður ráðuneytisins handtek- inn í kjölfarið með fleiri gögn úr gagnabankanum undir höndum, sem talið var að hann hafi ætlað að selja glæpaflokki. Fram kemur í ársskýrslu Óháðrar eftirlitsstofnunar Schengen-land- anna (JSA) á seinasta ári að í fram- haldi af þessu atviki hafi verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að herða á ör- yggi SIRENE-skrifstofanna. Jafn- framt kemur fram í skýrslunni að út- tekt sem gerð var á miðlæga gagnagrunni upplýsingakerfisins í Strassborg (C.SIS) hafi leitt í ljós að það væri vel viðunandi í öllum aðal- atriðum. Stofnunin gerir hins vegar fjölmargar athugasemdir við öryggi kerfisins í einstökum löndum. Í skýrslu Justice-samtakanna er einnig vísað í mál nýsjálensku kon- unnar Stephanie Wills, sem vakti mikla athygli árið 1998. Var hún stöðvuð á landamærum Hollands þar sem í ljós kom að Frakkar höfðu skráð nafn hennar í upplýsingakerf- ið árið 1995 sem „óæskilegan útlend- ing“. Ákvarðanir um slíka skráningu byggjast m.a. á að viðkomandi sé tal- inn ógnun við almannaöryggi og alls- herjarrelgu eða þjóðaröryggi. Stephanie Mills var snúið við og fékk ekki að koma til Hollands en þar hafði hún ætlað á fund Greenpeace- samtakanna. Ýmis fleiri samtök hafa vakið at- hygli á þessu máli í tengslum við gagnrýni á Schengen-upplýsinga- kerfið, m.a. norsku lögmannasam- tökin (den Norske Advokatforen- ing). Í gagnrýnni álitsgerð samtak- anna um SIS er varað við að stjórnvöld noti heimild til þess að skrá óæskilega útlendinga á pólitísk- um forsendum en þar segir að ástæða þess að frönsk stjórnvöld skráðu Mills í kerfið hafi verið sú að hún tók þátt í mótmælaaðgerðurm gegn kjarnorkutilraunum Frakka á Mururoa. Miklar umræður hafa verið í Nor- egi um Schengen allt frá því málið komst fyrst á dagskrá þar í landi. Ráðherrar fengu á annað hundrað fyrirspurnir um einstaka þætti, m.a. persónuverndarmál og SIS þegar Schengen-samningurinn var til með- ferðar á norska Stórþinginu. Athygli vakti í fréttum sl. haust þegar Bart De Schuttet, þáverandi formaður óháðu eftirlitsstofnunar- innar JSA, gagnrýndi harðlega að persónuvernd væri ófullnægjandi í upplýsingakerfinu. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að mikil hætta væri á misnotkun skráðra upplýs- inga þar sem ekki lægju fyrir nægi- lega skýrar reglur um hverja mætti skrá og hvernig upplýsingarnar væru notaðar. Fleiri sérfræðingar hafa tekið í sama streng. Haft er eft- ir Thomas Mathiesen, prófessor í réttarfélagsfræði, í Aftenposten í Noregi í seinustu viku, að Schengen sé ógnun við einkalífsvernd og rétt- aröryggi borgaranna vegna hættu á misnotkun og leka viðkvæmra per- sónuupplýsinga úr gagnagrunni SIS. 55.000 uppflettingar skiluðu árangri á einu ári Upplýsingakerfi Schengen er í stöðugri notkun allan sólarhringinn og skilar árangri ef marka má yfirlit Eftirlitsstofnunarinnar JSA. Var einstaklingum eða týndum munum flett upp í kerfinu í samtals 55 þús- und skipti í aðildarlöndum Schengen á árinu 1999. Þar af komu óæskilegir útlendingar fram í tæplega 22 þús- und tilvikum en einstaklingar sem eftirlýstir hafa verið fyrir afbrot náð- ust í um 2.500 tilvikum. Alvarlegir brestir í upplýsingakerfinu Mannréttindasamtökin Justice gagnrýna SIS í nýútkominni skýrslu Ljósmynd/Vigfús Erlendsson Miðlægur gagnagrunnur Schengen-upplýsingakerfisins er til húsa og kyrfilega var- inn í þessari byggingu í Strassborg í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.