Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 34

Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGSVEITIN Fílharmónía var upphaflega stofnuð af Róbert A. Ottóssyni og áhugafólki um flutning stórra kórverka og áttu bæði Ríkisútvarpið og Sinfóníu- hljómsveit Íslands einnig aðild að stofnun kórsins. Á meðan Róbert lifði og í nokkur ár eftir lát hans blómstraði þetta samstarf. Lík- lega hefur vöntun á hæfum stjórnanda til að leiða bæði kór og hljómsveit valdið því að sam- starfi þessu var slitið og hefur kórinn síðan starfað fyrir eigin reikning. Nú hefur Bernharður Wilkinson stjórnað kórnum í nokkur ár og sótt í sig veðrið með flutningi kórverka af stærri gerðinni og nú var það stóra c- moll-messan eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Sú saga er um þetta verk, að þegar Constanze og Mozart voru í tilhugalífinu hafi Constanze veikst og Mozart heitið því, að ef henni batnaði, svo þau gætu gengið upp að alt- arinu, skyldi hann semja stóra messu sem þakklætisvott. Þetta loforð efndi hann að nokkru en þegar kom að flutningi verksins átti hann eftir að fullgera ým- islegt, t.d. heilan þátt, Agnus Dei, og einnig að fullgera Credo-kafl- ann, auk ýmissa smærri atriða. Lítið er vitað um flutning verks- ins og er talið að Mozart hafi gripið til þess ráðs, að nota þætti úr eldri messum, sem margar hverjar eru í C-dúr, og þannig staðið við heit sitt varðandi flutn- ing verksins. Þá er því haldið fram, að áhugi Mozarts á að ljúka verkinu, að halda sitt heit, hafi fljótlega dofnað vegna vandræða í samskiptum hjónanna, sem mjög snemma tók að brydda á. Þrátt fyrir að Mozart hafi ekki lokið við verkið er það sem til er frábær tónsmíð. Fyrsti kaflinn er fyrir kór en miðhluti hans (Christe eleison) er fyrir sópran og kór og man undirritaður ekki betur en Sólrún Bragadóttir hafi sungið Christe-kaflann og með miklum glæsibrag. Annar þátt- urinn, Gloria, er í sjö þáttum og eru eftirtektarverðustu þættirnir hægur kórþáttur, Gratias agimus tibi, og dúettinn Dominus Deus, einstaklega falleg tónlist, er var sérlega vel sunginn af Þóru og Sólrúnu. Þá má telja með tríó, Quoniam tu solus, fyrir sópran, alt og tenór, er Þóra, Sólrún og Björn Jónsson fluttu af öryggi, og endar Gloria-þátturinn á glæsilegri kórfúgu, Cum sancto spiritu, og þar naut sín mikill hljómur kórsins. Fyrri hluti trúarjátningarinnar (Credo), sem nær fram að „Crucifixus“, er glæsilegur kór- kafli en Et incarnatus est, sem Mozart lætur vera niðurlag Credo-kaflans, er einstaklega fal- leg aríetta fyrir sópran, við und- irleik á flautu, óbó og fagott, og var þessi kafli, fallega aríettan, sérlega vel sunginn af Þóru Ein- arsdóttur, en Mozart mun hafa verið að túlka ást sína á unnustu sinni. Sanctus-kaflinn er aðeins 17 taktar að lengd en áhrifamikill kórkafli og á eftir honum er tvö- föld kórfúga, sem kórinn skilaði í heild mjög vel. Verkinu lýkur á Benedictus fyrir fjórar einsöngs- raddir, sem var sérlega vel mót- aður og fallega sunginn af Þóru Einarsdóttur, Sólrúnu Bragadótt- ur, Birni Jónssyni og Ólafi Kjart- ani Sigurðarsyni. Verkið er samið samkvæmt þeirri hefð er var ráðandi í messugerð Salzborgarbúa á tím- um Mozarts, þ.e. að einsöngs- þættirnir voru fáir og stuttir en nokkuð lagt upp úr kvartettum fyrir einsöngvara, sem í raun eru hvað rithátt snertir eins og samd- ir fyrir kór. Auk þess er klarin- ettið ekki notað og „continuo“- rödd skrifuð fyrir orgel, þannig að barokkið gægist í gegn og mátti heyra „Halelúja“-hljóm- skipan (plagal) frá Händel, eins og t.d. í Gloríunni, og kontra- punktísk tilþrif í fúguþáttunum er minntu á J.S. Bach. Söng- sveitin Fílharmónía söng vel, þótt merkja mætti hér og þar óvissar innkomur, sérstaklega hjá sópr- aninum, og hljómsveitin, sem á köflum var nokkuð sterk, átti nokkra góða spretti, t.d. „tréblás- ararnir“, sérstaklega í Et inc- arnatus est. Þessu öllu stýrði Bernharður Wilkinson af öryggi, svo að í heild var flutningurinn á þessu sérstæða listaverki mjög góður. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bernharður Wilkinson stjórnaði af öryggi svo að í heild var flutningurinn mjög góður, segir í dómnum. Að halda sitt heit TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Flutt var stóra c-moll-messan KV 427 eftir W.A. Mozart. Flytjendur voru Söngsveitin Fílharmónía og kammersveit, konsertmeistari Rut Ingólfs- dóttir. Einsöngvarar: Þóra Ein- arsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Björn Jónsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Laugardaginn 17. mars. KIRKJUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson HALLVEIG Thorlacius gerði víð- reist á síðasta ári og ferðaðist um Bandaríkin og Kanada með brúður sínar í farteskinu til að minnast landa- fundaafmælisins. Auk þessa samdi hún brúðuleikrit þar sem hvert níu at- riða vísaði í sína borgina í tilefni af því að Reykjavík var valin ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Nú er Hallveig aftur á heimaslóð- um og leitar fanga í gamalli íslenskri þjóðsögu í því augnamiði að semja nýjan brúðuleikþátt fyrir íslensk nú- tímabörn. Sagan sem verður fyrir val- inu er skemmtilegt sambland af hefð- bundnu ævintýri og hræðilegri tröllasögu og réttlætið sigrar að sjálf- sögðu að lokum. Sögumaður hefur leikinn og grípur inn í söguna þegar færi gefst. Í upp- hafi er hann sýnilegur og kynnir aðal- persónurnar: Ásu, Signýju, Helgu, föður þeirra systra og tröllið Loðin- barða fyrir áhorfendum. Þegar líður á söguna breytist frásagnarmátinn í hefðbundnara handbrúðuleikhús uns komið er að glímu tröllkarlanna í lok- in þegar Hallveig hefur á loft gríð- arlega tröllshausa sem takast á fyrir ofan öftustu tjöldin. Leikbrúðurnar eru af ýmsu tagi og í ólíkum hlutföllum eftir aðstæðum. Þannig eru stærstu brúðurnar notað- ar í kynningunni og heima í kotinu og smærri brúðurnar á ferðalaginu og á fjöllum uppi. Persóna Loðinbarða er t.d. leikin með þremur mismunandi brúðum. Leikmyndin hentar vel til að gefa til kynna aukna fjarlægð milli kotsins og hellis tröllkarlsins. Þetta er mikilvægt þar sem ungir áhorfend- ur þurfa að hafa tilfinningu fyrir því að hinir hryllilegu atburðir sem sagan greinir frá gerist sem fjærst frá þeim. Þetta hafði sín áhrif á frumsýning- unni og hughraust börnin héldu skelf- ingu sinni í skefjum og nutu þess ynd- islega fiðrings sem hæfilegur hryllingur veldur áhorfendum á öllum aldri. Það er margsannað að blanda af hræðslu og hlátri í réttum hlutföllum heldur áhorfendum við efnið og sú varð raunin hér. Skuggamyndin af vondu systrun- um hangandi á hárinu greyptist í huga tveggja ungra leikhúsgesta sem ég náði tali af og þær voru sammála um að Ása og Signý verðskulduðu ekki þessi hræðilegu örlög þrátt fyrir framkomu sína við Helgu – enda bentu þær á að Loðinbarði hefði ekk- ert vitað um heimilisaðstæður í kotinu og hefði því ekkert umboð til að hefna harma Helgu á hennar eigin systrum, enda Helga ein af þeim hetjum sem una glaðar við sitt og bera ekki kala í brjósti til nokkurs manns. Boðskapurinn komst þannig óbrenglaður til skila og hinir ungu leikhúsgestir höfðu uppi stór orð um ágæti leikhússins og sýningarinnar. Þarf betri meðmæli? Hæfilegur hryllingur LEIKLIST S ö g u s v u n t a n Höfundur, sögumaður og brúðu- stjórnandi: Hallveig Thorlacius sem byggir verkið á íslenskri þjóðsögu. Leikstjórn og leikmynd: Helga Arnalds. Lýsing: Sigurður Kaiser. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson og Sergej Prokofjeff. Laugardagur 17. mars. LOÐINBARÐI Sveinn Haraldsson NÚ standa yfir æfingar á franska gamanleiknum Fífl í hófi eftir Francis Veber, í þýðingu Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar. Leik- ritið verður frumsýnt í Íslensku óperunni 30. mars nk. Leikritið heitir á frummálinu „Le Diner de Cons“. Leikstjóri er María Sig- urðardóttir. Í fréttatilkynningu segir að Fífl í hófi sé kaldhæðinn, fyndinn en jafnframt dálítið grimmur gam- anleikur. Vinahópur Pierre held- ur kvöldverðarboð reglulega, þar sem hver meðlimur hópsins býður með sér aðila sem hann telur vera sem „fíflalegastan“. Það eru gjarnan menn með misjafnlega undarleg áhugamál. Hver og einn leggur sig í líma við að koma með „mesta fíflið“ og í lok kvöldsins er valinn „sigurvegari“. Francis Veber tekur hér upp hanskann fyrir „fíflin“ í samfélaginu, í fléttu gamans og alvöru. Með helstu hlutverk fara Bald- ur Trausti Hreinsson, Þórhallur Sigurðsson Laddi, Laufey Brá Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ari Matthíasson og Björn Ingi Hilmarsson. Leikmynd og bún- inga annast Helga I. Stef- ánsdóttir. Hönnun ljósa er í hönd- um Halldórs Arnar Óskarssonar. Það er fyrirtækið Sögn ehf. í eigu Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, sem setur leikritið upp. Leikarar gamanleiksins Fífl í hófi: Efri röð f.v.: Baldur Trausti Hreins- son og Björn Ingi Hilmarsson. Neðri röð f.v.: Þórhallur Sigurðsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir og Ari Matthíasson. Gamanleikurinn Fífl í hófi æfður ÞAÐ er ekki algengt að lesa inn- taksríka fylgitexta eftir íslenska myndlistarmenn sem fylgiplagg með sýningum. Ragnari Stefánssyni – sem búsettur er í Danmörku – veitist einkar létt að koma orðum að ákveðnum heimspekilegum vanga- veltum sem gaman væri að heyra reifaðar í fyrirlestri. Það er spurningin um efnið og andann með viðkomu í leyndardóm- um efnafræðinnar. Ragnar spyr þeirrar algildu spurningar hvernig efnafræði heil- ans getur framkallað svo næmar til- finningar sem hughrif frammi fyrir mikilfengleik náttúrunnar og síðan raðað þeim sem myndum í þar til gert minni. Hann bendir réttilega á hve lítið við vitum enn um tengsl og boð efnafræðinnar við hugann. Með því að taka mið af heilanum sem ákveðnum efnislegum hlut bendir Ragnar á það að listaverkið sé einnig mælanlegur hlutur. En líkt og starfandi heili býr listaverkið yfir ómældri virkni sem gengur langt út yfir megindir þær – summu efnis – sem kallast áþreifanlegur efniviður. Ragnar er hér að andmæla þeim pósitísku fullyrðingum margra ma- teríalista – til að mynda bandaríska málaranum Frank Stella – að ekkert sé í verkinu annað en það sem sést og hægt er að vega og mæla. Hug- myndalega er hann miklu nær öðr- um amerískum málara – Philip Gust- on – sem taldi allt megindarlegt tal um málaralistina tómt þvaður vegna þess að það væri aldrei hægt að skil- greina listaverkið út frá áþreifanleg- um atriðum þess. Það merkilega er þó það að verk Ragnars eru snöggtum nær mini- malismanum – naumhyggjunni – en sjálfsprottinni list Guston. Verk hans eru staðlaðar málmplötur, mót- aðar með þríhyrndum halla og mál- aðar með fjörlegum, spegilfægðum litum. Slík mótsetning milli ákalls um andagift og staðlaðra efnistaka getur ekki verið sett fram öðruvísi en af ráðnum hug. Ragnar ætlar sér að sýna fram á það að þó svo að verk hans séu verk- smiðjugerð og lituð samkvæmt hag- kvæmum framleiðslueiningum séu þau ekki minni listaverk fyrir vikið. Það má raunar velta því fyrir sér hvort Ragnar sé ekki hreinlega að afhjúpa listaverkið og segja okkur að allt sem hittir augað og veldur með því efnahvörfum í heilabúinu sé með ákveðnum hætti jafngilt. Getur verið að listaverk séu ekki annað en gælur við hugann, til þess gerð að örva skynjun okkar og koma róti á sell- urnar? Ragnar mætti að ósekju viðra athyglisverðar hugmyndir sínar í fyrirlestri næst þegar hann heim- sækir Ísland og heldur hér sýningu. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af stærri verkum Ragnars á sýningunni á Mokka. Andinn bak- við efnið MYNDLIST M o k k a , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 8. apríl. Opið daglega frá kl. 10– 23.30. Sunnudaga frá kl. 14–23.30. LÁGMYNDIR – RAGNAR STEFÁNSSON Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.