Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 35

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 35 EF MAÐUR reynir að spá í það hvers vegna Guðjón Pedersen, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, hefur valið að setja þetta sextíu ára gamla leikrit á sýningarskrá LR í vetur kemur fátt annað til greina en að því hafi verið ætlað það sígilda hlut- verk gamanleikja – að höfða til sem flestra og hala inn áhorfendur og fé. Alltént hefur listrænn metnaður ekki verið hér í fyrirrúmi.Verkið er helst merkilegt fyrir þá sök að Frank Capra gerði eftir því vel lukkaða kvikmynd með Gary Grant í einu aðalhlutverkinu árið 1944. Myndin þykir klassísk í röðum gam- anmynda og því kvikmyndasögu- lega áhugaverð. Það sama verður vart sagt um leikritið því þótt það hafi notið mikillar hylli þegar það var frumsýnt í New York árið 1941 er vandséð að það eigi mikið erindi í dag eða að ,,húmor“ þess höfði til ís- lenskra áhorfenda. Enda var sú raunin að áhorfendum á frumsýn- ingu á laugardagskvöldið stökk varla bros (og maðurinn við hliðina á mér sofnaði fyrir hlé). Höfundur verksins, Joseph Kess- elring, ku hafa furðað sig á því að verkið væri fært í búning gaman- leiks, sérstaklega þar sem hann taldi sig hafa skrifað alvarlegt ádeiluverk gegn nasisma og hugs- anlegri þátttöku Sameinuðu þjóð- anna í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi táknlega vídd verksins er enda mikil ráðgáta, ekki síður í dag en fyrir sextíu árum. Auðveldara er að sjá sálarflækjur og komplexa höfundarins í verkinu, en hann átti í útistöðum við föður sinn og bróður sem báðir fengust við lýtalækningar á hefðarfólki á fyrri hluta tuttug- ustu aldarinnar og efnuðust vel. Lýtalækningar, tilraunir á fólki og morð virðast hafi verið höfundi hug- leikin, eins og sjá má af lista yfir verk hans í leikskrá, en fæst verka hans höfðu erindi sem erfiði í leik- húsheiminum. Uppfærslan í Borgarleikhúsinu er frumraun Ásdísar Þórhallsdóttur í húsinu og heldur hefur tekist óheppilega til með því að leiða sam- an þennan annars ágæta leikstjóra og þetta verk, því leikritið hentar alls ekki þeim leikstjórnarstíl sem hún hefur tamið sér og er vafalaust undir áhrifum frá litháíska lista- manninum Rimasi Tuminas sem komið hefur með ferskan andblæ inn í íslenskt leikhús á undanförn- um árum. Ásdís velur að stefna saman tveimur ,,stíltegundum“ í uppfærslu sinni: farsanum og stíl hryllings- mynda sem undirstrikað er í um- gjörð sýningarinnar, sérstaklega í leikmynd og tónlist. Því miður gengur þetta ekki upp, sýningin framkallar hvorki hlátur né óhugn- að og þótt margir leikaranna standi sig ágætlega er tempó sýningarinn- ar of hægt; fæstar persónanna vekja áhuga manns – hvorki samúð né andúð – og sýningin gengur því hvorki upp sem farsi né sem hryll- ingsverk. Það er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðum þess að sýningin er eins misheppnuð og raun ber vitni, nema þá helst að leikritið sjálft sé svo lélegt. Það er þó kannski ekki alveg sanngjarnt því áðurnefnd kvikmynd er sannarlega hlægileg. Myndin er gott dæmi um vel heppn- aðan ,,slapstick“-farsa og ef til vill er sú stíltegund sú eina sem getur lyft leikritinu og gert það fyndið. Í uppfærslu Borgarleikhússins er vissulega margt vel gert; leikmynd Þórunnar Maríu Jónsdóttur er snið- ug og vísar skemmtilega í hryllings- hefðina og það sama má segja um tónlistina og hljóðvinnsluna. Leik- arar stóðu sig ágætlega en varla er hægt að tala um að nokkur þeirra færi á kostum (nema þá helst Gunn- ar Hansson). En þetta dugar bara einfaldlega ekki, það verður að gera þá kröfu til gamanleikja að hægt sé að hlæja að þeim. Grátt gaman – og dauft LEIKLIST L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: Joseph Kesselring. Ís- lensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikarar: Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnar Hansson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Jón Hjartarson, Katla María Þorgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Pétur Einarsson, Sig- urður Karlsson og Theodór Júlí- usson. Leikmynd og búningar: Þór- unn María Jónsdóttir. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Lýs- ing: Kári Gíslason. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Borgarleik- húsið, Stóra sviðið 17. mars. BLÚNDUR OG BLÁSÝRA Ásdís Ásgeirsdóttir „Það verður að gera þá kröfu til gamanleikja að hægt sé að hlæja að þeim,“ segir í umfjölluninni. Á myndinni eru Guðrún Ásmundsdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Soff ía Auður Birgisdótt ir UNGUR höfundur, ungir flytj- endur, kröftug sýning, áleitið efni, framúrskarandi skemmtun. Þetta er einfaldasta og sannasta lýsingin á þeirri upplifun sem sýningin í Stúd- entaleikhúsinu veitti undirrituðum í fyrrakvöld. Nú er þess að gæta að leikendur eru allir áhugamenn og ekki má hefja þá á stall atvinnu- mennsku og segja þá frábærari en efni standa til. En hvað er satt í leik- húsi? Er það ekki einfaldlega þegar leikið er af einlægni og innlifun þannig að áhorfandinn gleymir stað og stund og fellur í þá gryfju blekk- ingar að trúa á það sem er að gerast fyrir framan hann? Það hefði ég haldið. Ungir menn á uppleið er lýsing á veislu sem nokkrir félagar, sem lagst hafa í verðbréfabrask og haldið hafa saman síðan í menntaskóla, efna til og upphefja hver annan á kostnað kvenfólksins aðallega sem þeir hafa dregið með sér. Styrkur þessarar sýningar er ótvírætt sá að hver ein- asta persóna, hvort sem eru félag- arnir fimm, konurnar sem fylgja þeim og ekki síst þjónarnir og kokk- urinn á veitingastaðnum eru svo skýrt mótuð að með nokkrum ólík- indum má teljast; leikendur gjör- þekkja greinilega hver sína persónu og leika af slíku hispursleysi og af- slöppun að undrun sætir. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir er efnilegur höfundur, ekki furða að leikrit hennar hafi valist til fyrstu verðlauna í samkeppni Stúdentaleik- hússins fyrr í vetur og gaman að sjá hversu sterka tilfinningu Sigríður Lára hefur fyrir persónum og um- hverfi, hún skrifar „sitúasjón“ eins og sú sem valdið hefur ekki síður en bráðsmellinn og hraðan texta upp í persónurnar. Þrátt fyrir að afstaða höfundar til aðalpersónanna, upp- anna fimm, sé mjög skýr og ákveðin, hún leynir því ekki að henni finnst þetta ógeðfelldir náungar, þröng- sýnir og fordómafullir með afbrigð- um, þá er engu að síður lagður inn þráður skilnings á þeim; þeir eru all- ir dauðskelfdir, litlir strákar inn við beinið, sem eru að reyna að bera sig mannalega en ráða ekki neitt við neitt og hafa algjörlega spilað botn- inn úr buxunum. Þessi undirtónn var skemmtilega og greinilega mjög meðvitað unninn inn af leikstjóra og leikendum. Ekki verður gert upp á milli leikenda í þessari sýningu, þau standa sig öll með mikilli prýði og sérstaklega verður að geta þess hversu kraftmikil sýningin er, orka leikhópsins er gríðarleg og á leik- stjórinn hrós skilið fyrir að stýra hópnum í rétta átt án þess að beisla kraftinn um of. Þetta er skýr sýning, með vel afmarkaða áherslupunkta og hvergi dauðan punkt. Það er meira en að segja það. Ég hvet sem flesta til þess að leggja leið sína í Stúdentakjallarann og kynnast Ung- um mönnum á uppleið. Ungt fólk á uppleið LEIKLIST S t ú d e n t a l e i k h ú s i ð Eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Leikarar: Ólafur Steinn Ingunn- arson, Hlynur Páll Pálsson, Tinna Guðmundsdóttir, Ragnar Hansson, Karl Óttar Geirson, Elín Smára- dóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Anna Svava Knútsdóttir, Þór Jóhannesson, Kristrún Heiða Hauksdóttir, Halldór Vésteinn Sveinsson, Þóra Karítas Árnadótt- ir, Sveinn Ólafur Gunnarsson. Stúdentakjallarinn, sunnudaginn 18. mars. UNGIR MENN Á UPPLEIÐ Hávar Sigurjónsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Kröftug sýning og framúrskarandi skemmtun,“ segir um sýningu Stúdentaleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.