Morgunblaðið - 20.03.2001, Side 38
MENNTUN
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Lærðu Bandaríkjalög í
WASHINGTON, D.C.
Skírteini í bandarískri lögfræði.
Kynning á bandarískum lögum
5. júlí — 4. ágúst 2001.
Nánari upplýsingar á:
WWW.IUSLAW.ORG
ENGUM líður vel þegarhann er svangur,“ segirBrynhildur Briem, lektor ímatvæla- og næringar-
fræði við Kennaraháskóla Íslands.
Hún segir börn þurfa að borða oftar
en fullorðið fólk. Börn eru nú allt upp í
níu klukkustundir á dag í skóla eða á
vegum skóla og þurfa á þeim tíma að
innbyrða stóran hluta af næringu
dagsins. „Það er því mikilvægt að þau
fái gott og fjölbreytt fæði á skóla-
tíma.“ Brynhildur segir æskilegt að
börn borði góðan morgunmat áður en
þau leggja af stað í skólann, fái ávöxt
eða grænmeti um tíuleytið og svo
heita máltíð í hádegi. Þau börn sem
hafa langa viðveru ættu svo að fá
brauðmeti og ávexti í kaffitíma eftir
hádegi. Þrátt fyrir að á lofti séu ýms-
ar kenningar um að þau börn sem
borða hollan mat standi sig betur í
skóla, segist Brynhildur ekki geta
bent á neinar haldgóðar rannsóknir
sem sanni það, enda komi þar til mun
fleiri þættir en næringin ein og sér.
„Hins vegar er hollur matur eitt af
mörgum atriðum sem stuðlar að vel-
líðan barna og allra manna og slag-
orðið „svöngu barni verður ekki
kennt“ er í fullu gildi,“ segir Bryn-
hildur Briem.
Það er hins vegar misjafnt milli
skóla á höfuðborgarsvæðinu hvernig
aðbúnaði barna er háttað þegar þau
taka sér hlé í hádegi til þess að nærast
og búa sig undir að takast á við síðari
lotu vinnudags. Þrátt fyrir að víða séu
komin mötuneyti í skólana eru að-
stæður þannig á mörgum stöðum að
næring barnanna er smurt nesti að
heiman alla daga vikunnar og stað-
urinn sem þau matast við er vinnu-
borðið þeirra inni í skólastofunni.
Einsetning skólanna hefur í för
með sér breyttar þarfir. Viðvera í
skólanum er lengri og foreldrar
grunnskólabarna krefjast þess að
skólarnir komi til móts við næring-
arþarfir barnanna og bjóði upp á
heita máltíð í hádeginu, a.m.k. 2–3 í
viku.
Reykjavík
Hjá Reykjavíkurborg er búið að
taka ákvörðun um að matur verði eld-
aður innan skólanna og verið er að
hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd.
Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri
rekstrardeildar Reykjavíkurborgar,
segir að þegar allir skólar borgarinn-
ar verði einsetnir sé stefnan að nem-
endur þeirra eigi kost á að kaupa
heita máltíð í hádeginu, en einsetn-
ingarátaki verði ekki lokið fyrr en ár-
ið 2003.
Í öllum nýjum skólum borgarinnar
er gert ráð fyrir framleiðslueldhúsi
þar sem matur er eldaður á staðnum.
Þegar hefur verið hafist handa við
breytingar á eldri skólum sem miða
að þessu sama markmiði, þ.e. að allir
skólar borgarinnar verði búnir eld-
húsi. Júlíus segir að þessi leið hafi
verið valin eftir að hafa skoðað fleiri
valkosti. Að vera með eldhús þar sem
matur er eldaður á staðnum hafi þótt
ódýrari lausn, sérstaklega með tilliti
til hráefnisnýtingar. „Matur sem
keyptur er tilbúinn af þriðja aðila er
oftast seldur í stöðluðum einingum,
þannig að kaupa verður 20, 40 eða 60
einingar, og gefur það augaleið að
töluvert verður um rýrnun á hráefni
en ekki er mögulegt að nýta þá mat-
arafganga sem annars nýtast í eld-
húsi þar sem matur er eldaður á
staðnum,“ segir Júlíus. Hann bendir
þó á að tækjabúnaður fyrir fram-
leiðslueldhús sé aðeins dýrari en fyrir
móttökueldhús en segir að þjónusta
við nemendur verði persónulegri og
heimilislegri og mun auðveldara sé
t.d. að bregðast við þörfum vegna
mataróþols en ella. Júlíus segir það
vera rétt að sums staðar sé aðstaðan
þannig að kennarar hafi sérstakt
kennaraeldhús og fái heitan mat í há-
degi ef þeir óska þess á meðan nem-
endur sitji í skólastofum sínum og
kroppi í kalt nestið.
Hafnarfjörður
Í Hafnarfirði sagði Magnús Bald-
ursson stöðuna í matarmálum vera
misjafna milli skóla. Hann sagði að
verið væri að móta stefnu í þessum
málum og í athugun væri sá kostur að
bjóða út rekstur mötuneytanna í skól-
unum.
Magnús sagði að fyrirhugað væri
að bjóða nemendum í grunnskólum
Hafnarfjarðar upp á þann möguleika
að kaupa heita máltíð í hádegi, næsta
haust, en bæjarráð hefur þegar sam-
þykkt að það verði gert.
Könnun var gerð á óskum foreldra
grunnskólabarna í Hafnarfirði um
matarfyrirkomulag í hádegi og urðu
niðurstöður hennar á þá leið að for-
eldrar vilja heita máltíð í hádeginu
fyrir börn sín 2–3 í viku í bland við
brauðmeti, súpur, grauta, ávexti og
mjólkurmat.
Garðabær
Oddný Eyjólfsdóttir, forstöðumað-
ur fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar, sagði að í skýrslu starfs-
hóps um fyrirkomulag matarmála
nemenda í Flata- og Hofsstaðaskóla
vorið 1999 hefði verið stefnt að því að
haustið 2001 gæfist börnum í Flata-
og Hofsstaðaskóla kostur á að fá heit-
an mat í hádeginu.
„Endanleg ákvörðun liggur þó ekki
fyrir um tímasetningu þrátt fyrir að
fullur vilji sé til að koma málinu í
þetta form,“ segir Oddný. Hún segir
að verið sé að vinna að matarmálun-
um í samvinnu við foreldrafélög
beggja skólanna. „Flataskóli býr við
þær aðstæður að ekkert rými er fyrir
hendi eins og er, en viðbygging við
skólann er í hönnun og verður þar
gert ráð fyrir mötuneyti,“ segir
Oddný. Matarfyrirkomulagi í Flata-
og Hofsstaðaskóla er þannig háttað
nú að samkvæmt samningi við fyrir-
tækið Sóma ehf. er nemendum gefinn
kostur á að kaupa frá því samlokur og
brauðmeti daglega, auk þess sem
seldar eru mjólkurvörur og ávaxta-
drykkir í skólanum. Börnin velja af
matseðli Sóma hvaða daga þau vilja
kaupa brauð og greiða fyrirfram. Þau
greiða 170 kr. fyrir langloku eða sam-
loku og ávöxt og geta þau endurnýjað
val sitt á tveggja mánaða fresti.
Reykjanesbær
„Upphafið má rekja til haustsins
1993 en þá byrjuðum við á því að
bjóða upp á heitan mat í tilraunaskyni
í Holtaskóla. Það gaf góða raun og
urðu skólamötuneyti hluti af skóla-
stefnu bæjarins en þetta er fyrsti vet-
urinn sem boðið er upp á heita máltíð í
hádegi í öllum skólum í Reykjanesbæ,
og er matur eldaður í hverjum skóla
fyrir sig,“ segir Eiríkur Her-
mannsson, skólamálastjóri Reykja-
nesbæjar. Hann segir yngri bekkjar-
deildir geta keypt mat í áskrift en
eldri nemendur eru með svokölluð
klippikort og geta keypt sér máltíð
þegar þeim hentar. Greiðsla fyrir
hverja heita máltíð er 200 kr. Matseð-
illinn er ákveðinn með viku fyrirvara
þannig að nemendur geta séð fyrir-
fram hvort þeim líst á máltíð dagsins
eður ei. Eiríkur segir um 60% allra
nemenda nýta sér þessa þjónustu. Þó
sé það misjafnt milli mánaða; í janúar
hafi færri keypt sér mat í skólanum
en venjulega og veki það upp spurn-
ingar um hvort fjárráð heimilanna
hafi þar einhver áhrif. „Við myndum
gjarnan vilja sjá að allir nemendur
gætu fengið að borða í skólanum óháð
því hvernig heimilisaðstæður þeirra
eru,“ segir Eiríkur.
Njarðvíkurskóli
Lára Guðmundsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri í Njarðvíkurskóla, segir
flesta yngri nemendur nýta sér heitar
máltíðir í skólanum. Þó séu alltaf ein-
hverjir nemendur sem aldrei borði
heitan mat í skólanum og má velta
fyrir sér hvort fjárhagur heimilanna
ráði þar einhverju um, en það segir
hún vera mjög viðkvæmt mál. Hins
Mötuneyti/ Sætir snúðar eða heit máltíð? Flestir foreldrar vilja eiga kost á heitri máltíð í
hádeginu. En hvað með athafnasöm skólabörnin? Anna Ingólfsdóttir spurði forsvars-
menn á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ um stöðuna í mötuneytismálum.
Skólamáltíð getur
gert gæfumuninn
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Baldur og Viktor í 6-LA í Lindaskóla næra sig í skólastofunni. Viktor
borðar ostaslaufu en Baldri finnst nestið að heiman betra.
Líklega gengur börnum betur að
læra ef næringin er fullnægjandi.
Heit máltíð í hádegi er í öllum
skólum í Reykjanesbæ.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Í dægradvölinni í Lindaskóla voru nemendur í fyrsta bekk að fá sér að
borða. Það sem er í uppáhaldi á matseðlinum er grjónagrautur með rús-
ínum, stafasúpa og spagettí.
Þegar litið var í Linda-
skóla í hádegi voru nemend-
ur að tína í sig nestið. Eldri
nemendur voru flestir að
gæða sér á ostaslaufu og
ávaxtadrykk sem þeir keyptu
sér í skólanum. Innan um var
einn og einn að borða nesti
smurt að heiman. Fyrir-
komulagið er þannig að um-
sjónarnemendur fara niður í
eldhús og sækja brauðmeti
og kalda drykki og er þeim
svo dreift á milli nemenda í
skólastofunni þar sem þau
borða. Hjá yngri deildunum
er skipulagið eins nema fyrir
þau sem fá heita máltíð. Þá
koma starfskonur eldhússins
inn í skólastofur og dægra-
dvöl og skammta af matseðli
dagsins sem var þennan dag
heitur grjónagrautur með
rúsínum og slátur. Börnun-
um líkaði grauturinn vel,
fengu sér stóran skammt
enda grjónagrautur eitt af
því vinsælla á matseðlinum.
Ekki var hrópað húrra yfir
lifrarpylsu dagsins, því ein-
ungis örfáir tóku sér sneið í
lófann. Sumum finnst best að
fá nestið smurt að heiman og
það sáust nemendur í fyrsta
bekk í Lindaskóla rýna ofan í
nestisboxið sitt og næla sér í
samloku með uppáhalds-
áleggi sem hefur vafalaust
verið smurð af natni af ann-
aðhvort mömmu eða pabba.
Litið í Lindaskóla
Ungt fólk í Evrópu
Ungt fólk í Evrópu – æskulýðs-
áætlun Evrópusambandsins:
Næsti umsóknarfrestur er 1.
apríl. UFE styrkir fjölbreytt verk-
efni, má þar nefna ungmenna-
skipti hópa, sjálfboðaþjónustu ein-
staklinga og frumkvæðisverkefni.
Hægt er að
sækja umsókn-
ir á heimasíð-
unniwww.u-
fe.is eða á
landsskrifstofu
UFE í Hinu
húsinu við Ing-
ólfstorg.
Menning 2000 – áætlun
ESB, menningararfleifð, þýð-
ingar, leiklist, tónlist, myndlist,
dans, ljósmyndun, byggingalist ...
Skilafrestur umsókna fyrir eins
árs samstarfsverkefni þriggja
Evrópulanda á ofangreindum svið-
um er 4. apríl! Skilafrestur um-
sókna fyrir
2–3 ára sam-
starfsverkefni / samstarfssamn-
inga fimm Evrópuþjóða á ofan-
greindum sviðum er 15. maí.
Nánari upplýsingar hjá upplýs-
ingaþjónustu menningaráætlunar
ESB í síma. 562 6388 og á
www.centrum.is/ccp.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál