Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 50
UMRÆÐAN
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í Morgunblaðinu 6.
mars sl. birtist grein
eftir oddvita sjálf-
stæðismanna í Mos-
fellsbæ, Hákon
Björnsson, undir yfir-
skriftinni „Breytt
bæjarmörk Mosfells-
bæjar“. Þar fjallar
Hákon um nýgerðan
samning Mosfellsbæj-
ar og Reykjavíkur um
færslu lögsögumarka í
suðurhlíðum Úlfars-
fells þar sem 447 ha
lands færast úr lög-
sögu Mosfellsbæjar
yfir til Reykjavíkur
við staðfestingu samn-
ingsins. Borgin hefur á undanförn-
um áratugum keypt um 80% þessa
lands af einkaaðilum en annað land
er í einkaeigu. Mosfellsbær á ekk-
ert land á þessu svæði og hefur
ekki átt. Fyrir hefur legið að þetta
svæði liggur illa við núverandi upp-
byggingu Mosfellsbæjar og erfitt
hefur verið fyrir bæinn að útvega
kalt vatn og enn í dag hafa íbúar
ekki fengið heitt vatn. Ekki er fyr-
irhuguð uppbygging á svæðinu
næstu 20 árin enda hefur bæjar-
félagið nægilegt land til framtíð-
aruppbyggingar þrátt fyrir það.
Ljóst er að svæðið er aftur á móti
hentugt fyrir Reykjavík þar sem
það fellur vel að fyrirhugaðri upp-
byggingu sem á sér stað við Reyn-
isvatn og í Hamrahlíðarlöndum.
Samkvæmt svæðisskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins er gert ráð fyrir
að á svæðinu rísi um 3.000–3.500
íbúðir eða rúmlega 7.000 íbúa
byggð. Samningurinn gerir einnig
ráð fyrir samráði sveitarfélaganna
í skipulagsmálum á svæði sem nær
frá Keldnaholti að Blikastaðalandi
með það fyrir augum að byggja þar
upp öflugan verslunar- og þjón-
ustukjarna íbúum svæðisins til
hagsbóta.
Samningar um breytingar á lög-
sögumörkum milli Reykjavíkur og
Mosfellsbæjar eru ekki nýir af nál-
inni. Má til dæmis nefna breytingu
á lögsögumörkum árið 1943 þegar
Korpúlfsstaðir urðu hluti af
Reykjavík og í staðinn fékk Mos-
fellshreppur nokkrar jarðir sem
vestasti hluti byggðarinnar stend-
ur á. Árið 1990 í stjórnartíð sjálf-
stæðismanna voru langt komnir
samningar milli sveitarfélaganna
um breytingar á lögsögumörkum í
suðurhlíðum Úlfarsfells og var þá
einnig rætt um að 2⁄3 hlutar Blika-
staðalands fylgdu með í kaupunum.
Fyrir breytingu lögsögumarkanna
átti Mosfellshreppur að fá 60 millj-
ónir í peningum ásamt því að fá að
kaupa þann hluta Blikastaðalands-
ins sem eftir var innan bæjar-
marka Mosfellsbæjar á þægilegum
greiðslukjörum af Reykjavíkur-
borg. Ekki varð af þessum samn-
ingum vegna sundur-
lyndis sjálfstæðis-
manna. Í dag er þessi
fjárhæð, sem Mos-
fellsbær hefði fengið í
sinn hlut, framreiknuð
um 90 milljónir króna
samanborið við áætlað
verðmæti núverandi
samnings um 700
milljónir króna.
Í grein sinni ýjar
Hákon að því að með
samningnum sé R-list-
inn að koma bæjar-
stjórnarmeirihlutan-
um í Mosfellsbæ til
hjálpar vegna bágrar
fjárhagsstöðu bæjar-
félagsins. Þetta er alrangt eins og
Hákon veit best sjálfur. Nýlega
kom niðurstaða eftirlitsnefndar
með fjármálum sveitarfélaga í þá
veru að ekki er gerð athugasemd
við fjármál sveitarfélagsins enda
rekstrarútgjöld á íbúa einhver þau
lægstu sem finnast og álögur í lág-
marki, eins og nýleg samantekt
Morgunblaðsins sýnir. Mosfells-
bær hefur verið frá því að núver-
andi meirihluti tók við 1994 eitt af
þeim sveitarfélögum þar sem hlut-
fallslega mest fjölgun íbúa hefur
verið. Hefur það kallað á hraða
uppbyggingu á sviði grunnskóla,
leikskóla og íþróttamannvirkja
enda staðan bágborin þegar núver-
andi meirihluti tók við eftir ára-
langa vanrækslu sjálfstæðismanna.
Hákon minnist einnig í grein
sinni á sölu hitaréttinda árið 1997
til Reykjavíkurborgar en þetta
voru réttindi sem urðu til við sölu
bænda á hitaréttindum jarða í
hreppnum til Reykjavíkurborgar á
árunum 1935– 1950. Var þetta liður
í frágangi á gömlum uppgjörsmál-
um sem truflað höfðu samskipti
sveitarfélaganna í gegnum árin,
ásamt því að innkaupsverð á heitu
vatni lækkaði og hafa bæjarbúar
notið þess í lægra verði á heitu
vatni en er annars staðar á höf-
uðborgarsvæðinu. Til marks um
hve söluverð hitaréttindanna þótti
gott er að í framhaldinu seldu
flestir hitaréttindaeigendur í bæj-
arfélaginu Orkuveitunni réttindi
sín. Sjálfstæðismenn reyndu aldrei
að ganga svo frá að hér væri hreint
borð öllum til hagsbóta.
Með samningi Mosfellsbæjar og
Reykjavíkur eignast Mosfellsbær
allt land borgarinnar innan bæj-
armarkanna eftir lögsögubreyt-
inguna, samtals 250 ha. Borgin á
því í dag ekkert land innan bæj-
armarka Mosfellsbæjar. Einnig
leysir þessi samningur fráveitumál
bæjarins til framtíðar á hagkvæm-
an hátt og tekur á hraðari upp-
byggingu á vegtengingu með til-
komu Korpúlfsstaðabrautar en
með samningnum mun Reykjavík
greiða brú yfir Korpu.
Það er ljóst að þessi samningur
er til þess að minnka líkurnar á
sameiningu sveitarfélaganna í
framtíðinni og hvað það varðar eru
því ályktanir (eða óskhyggja) odd-
vita minnihlutans rangar.
Hagstæður
samningur fyrir
Mosfellsbæ
Þröstur
Karlsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar í
Mosfellsbæ.
Lögsaga
Borgin, segir Þröstur
Karlsson, á í dag ekkert
land innan bæjarmarka
Mosfellsbæjar.
SNARPAR deilur
hafa spunnist um
áhrif skógræktar á líf-
ríki landsins. Tilefnið
voru orð umhverfis-
ráðherra sem féllu ný-
lega á Alþingi og
hljóðuðu efnislega á
þá leið að framtíð
rjúpnastofnsins væri
best tryggð með því
annars vegar að spilla
ekki búsvæðum rjúp-
unnar og hins vegar
með því að stjórna
skynsamlega nýtingu
stofnsins. Sem dæmi
um hvernig hægt væri
að spilla búsvæðum
var skógrækt nefnd. Þær upplýs-
ingar sem svar ráðherra byggðist
á komu frá undirrituðum. Tilefni
athugasemdar um skógrækt eru
áætlanir um að breyta víðáttu-
miklu grónu landi í barrskóg. Ég
gerði grein fyrir röksemdum mín-
um í Morgunblaðinu 8. mars sl.
Viðbrögð hafa ekki látið á sér
standa, í dagblöðum, á öldum ljós-
vakans og til mín persónulega.
Misskilnings og útúrsnúnings gæt-
ir í máli sumra andmælenda og að-
altilefni þessarar deilu, nytjaskóg-
ræktin, hefur legið í láginni. Ég vil
því í fáeinum orðum skýra nokkra
þætti betur, svo sem búsvæðaval
rjúpu, hver líkleg atburðarás sé
þar sem upp vex barrskógur í
varplöndum hennar, hvaða áhrif
skerðing búsvæða hefur á stofninn
og í lokin hnykkja á því sem ég tel
vera meginágreinings-
efnið, nefnilega spurn-
ingunni um ábyrg
vinnubrögð við fram-
kvæmdir af þeirri
stærðargráðu sem
nytjaskógræktin
stefnir í.
Talsmenn Skóg-
ræktar ríkisins virð-
ast trúa því að rjúpan
sé skógarfugl eða hún
geti að minnsta kosti
aðlagast lífi í barr-
skógi og allt verði við
það sama og áður, ef
ekki miklu betra, þeg-
ar barrtré loks þekja
landið. Ekkert af
þessu er rétt. Búsvæðaval rjúp-
unnar er vel þekkt og um varptím-
ann er hún bersvæðisfugl bæði hér
á landi og annars staðar. Á nokkr-
um svæðum, þar sem rjúpan býr
ekki við samkeppni frá systurteg-
und sinni dalrjúpunni, s.s. á Græn-
landi, Íslandi og í Ölpunum, verpir
hún í kjarrlendi. Alls staðar þar
sem rjúpur búa nærri birkiskógi
sækja þær inn á slík svæði í jarð-
bönnum á veturna. Hvergi nokkurs
staðar nýta rjúpur barrskóg,
hvorki til varps né vetursetu og
þær éta hvorki greni- né furunálar.
Því hefur aldrei verið haldið
fram að rjúpur hverfi af vettvangi
um leið og barrtrjám er plantað.
Þvert á móti þrífast þær ágætlega
á slíkum svæðum meðan trén eru
lág. Gætir hér líklega helst áhrifa
beitarfriðunar. Við vitum ekki hvað
þetta fyrsta stig framvindunnar
tekur langan tíma, en það eru
örugglega áratugir. Lokaniður-
staðan er óhjákvæmilega sú að
rjúpnavarp leggst af og landið nýt-
ist rjúpum ekki til vetursetu. Að
ætla að sannreyna þetta með rann-
sóknum er langtímaverkefni. Ég
tel að við höfum þegar öruggt svar
með því að líta til þess hvað rjúpur
gera sem búa nærri barrskógum.
Framtíðarsýn Skógræktarinnar
er að 750-800 km² af grónu landi
verði vaxnir barrskógi innan nokk-
urra áratuga, líklega er allt þetta
land nú búsvæði rjúpna. Þegar
barrskógurinn hefur náð að loka
landinu verður það gagnslaust
rjúpum og þær þrífast þar ekki
lengur. Ég tel mig hafa fært gild
rök fyrir því hver líklegasta fram-
vindan sé og hef ekki séð neitt í
málflutningi skógræktarmanna
sem hrekur það. Þessi eyðing bú-
svæða mun örugglega hafa nei-
kvæðar afleiðingar á rjúpnastofn-
inn; svigrúm hans til vaxtar verður
minna. Til frekari skýringar vil ég
taka fram að óháð því hvaða þættir
ráða stofnbreytingum rjúpunnar
þá er heildarfjöldinn síðsumars fall
af stærð uppeldissvæðanna. Rétt
eins og fleiri krónur fást í rentur
af 1000 kr en 100 kr. Ég vísa til
föðurhúsanna fullyrðingum um að
fuglarnir fari bara eitthvert annað,
það er ekkert annað að fara! Drag-
ist útbreiðslusvæðið saman minnk-
ar heildarstofninn. Því fer fjarri að
ég sé að halda því fram að barr-
skógar muni útrýma rjúpu á Ís-
landi en þeir munu rýra kost henn-
ar.
Í þessum deilum hefur kastljós-
inu verið beint að rjúpu, ég hefði í
sjálfu sér geta tekið hverja þá teg-
und dýra eða plantna sem háð er
þeim vistkerfum sem hverfa undir
skóg. Í mínum huga snýst þó meg-
inágreiningurinn um ábyrg vinnu-
brögð. Ég hef hér lýst áætlunum
Skógræktarinnar um stórfellda
barrskógarækt á grónu landi.
Þessi áætlun hefur ekkert með
náttúruvernd að gera, þetta er
landbúnaður, ræktun trjáa í ábata-
skyni. Innflutningur framandi teg-
unda stríðir reyndar gegn öllu sem
heitir náttúruvernd. Þessi ræktun
mun örugglega hafa veruleg áhrif
á lífríkið á þeim svæðum sem lögð
verða undir skóg og áhrifin eru
óafturkræf. Nú á tímum tíðkast við
framkvæmdir af þessari stærðar-
gráðu að fram fari lögformlegt um-
hverfismat. Sérfræðingar eru kall-
aðir til að vega og meta þau
náttúrugæði sem fyrir hendi eru,
hvað mun tapast, hvort hægt sé að
beita mótvægisaðgerðum o.fl. Al-
menningur hefur líka lögvarið
tækifæri til að gera athugasemdir
og í lokin taka viðkomandi stjórn-
völd ákvörðun um hvort fram-
kvæmdin sé réttlætanleg. Hér aft-
ur á móti hefur aldrei mátt ræða
umhverfismat í sambandi við þessi
nytjaskógaverkefni. Þeir sem þar
ráða ferð vilja hafa sjálfdæmi um
hvar borið er niður og menn eiga
bara að taka því. Það er þetta sem
er illþolandi.
Úlfur í
sauðargæru
Ólafur K.
Nielsen
Rjúpur
Innflutningur framandi
tegunda, segir Ólafur
K. Nielsen, stríðir
reyndar gegn öllu sem
heitir náttúruvernd.
Höfundur er fuglafræðingur og
starfar hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands.
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
24 stunda dag- og næturkrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Þú ert örugg með BIODROGA
BIODROGA
Lífrænar jurtasnyrtivörur