Morgunblaðið - 20.03.2001, Qupperneq 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 53
NÝTT
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
A
U
K
IN
V
EL
LÍÐAN
HVÍTAR
I
TE
N
N
U
R
Hreinni
og hvítari
tennur
W H I T E N I N G
Fyrir
gervitennur
K
O
R
T
E
R
ÞVÍ er auðsvarað.
Það virðist nefnilega
einvörðungu fara eftir
þeirri stétt sem við-
komandi tilheyrir. Í
þessum efnum gilda
greinilega ekki sömu
reglur fyrir venjulega
launamenn og æðstu
valdamenn þjóðarinn-
ar eins og reyndar
ýmis dæmi sýna bæði
og sanna. Fjármála-
stjóri Þjóðminjasafns-
ins var á sínum tíma
rekinn fyrir þær sakir
að fara um það bil
fimmtíu milljónum
fram úr fjárlagaheim-
ild, en forsætisráðherra vor situr
enn sem fastast enda þótt hann
hafi í fyrsta lagi orðið uppvís að því
að láta endurbætur á Stjórnarráðs-
húsinu hefjast án þess að hafa
fyrst aflað sér heimildar til þess og
í öðru lagi að hafa farið litlum
hundrað milljónum fram úr kostn-
aðaráætlun í sambandi við lagfær-
ingar á Safnahúsinu gamla sem
menn leyfa sér nú að kalla „Þjóð-
menningarhús“. Já, hver lítur sín-
um augum á lögin. Það er engu lík-
ara en sumir telji sig yfir þau
hafna. Í beinu framhaldi af þessu
langar mig, ólögfróðan manninn, til
að spyrja hæstaréttarlögmanninn
Jón Steinar Gunnlaugsson að því
hver hefði í rauninni vald til þess
að láta Davíð Oddsson fá reisu-
passann? Þar skyldi þó aldrei vera
forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson? Fjandakornið. Myndi
nokkur heilvita maður voga sér að
blaka við þessum stórlundaða og
„upplýsta“ einvaldi okkar sem alla-
jafna sættir sig ekki við dóma
Hæstaréttar, enda eru þeir honum
ýmist ekki að skapi eða þá van-
hugsaðir og ófullkomnir að hans
viti.
Nú kynni einhver að spyrja
hvort nokkuð réttlæti sé fólgið í
því að fjármálastjóri Þjóðminja-
safnsins missi starfið fyrir langtum
minni sakagiftir en forsætisráð-
herra vor. Hann blaktir bara og
blífur og fær að leika lausum hala
með fé skattþegnanna í landinu
eins og hann lystir. Hann fær að
valsa frítt meðan öðrum er refsað
fyrir minni víxlspor. Æðsti valda-
maður þjóðarinnar vílar það ekki
fyrir sér að ausa fé í alls konar
óþarfa eins og til að mynda fjár-
frekar endurbætur á Þingvalla-
bænum, sem í fljótu bragði virðast
eingöngu vera forsætisráðherran-
um sjálfum til þæg-
indaauka. Hann var
enn fremur eindregið
fylgjandi því að sett
yrði á laggirnar rán-
dýrt sendiráð í höfuð-
borg Japans. Ráðstöf-
un sem sætt hefur
harðri gagnrýni, enda
hafa ýmsir málsmet-
andi menn bent á að
unnt sé að eiga við-
skipti við Japani á
langtum kostnaðar-
minni og hagkvæmari
hátt nú á tímum
háþróaðra og fullkom-
inna fjarskipta. Og
hver skyldi nú hafa
verið skipaður fyrsti sendiherra Ís-
lands í Japan? Jú, enginn annar en
Ingimundur Sigfússon, góður og
trölltryggur stuðningsmaður Sjálf-
stæðisflokksins um áraraðir. Það
virðist því ekki bara vera Fram-
sókn sem sér um sína menn. Í
þessu sambandi er rétt að geta
þess hér að mönnum er það í sann-
leika sagt enn þrotlaust undrunar-
efni hversu íslenskum stjórnmála-
flokkum og ekki síst
Sjálfstæðisflokknum er það mikið
kappsmál að halda öllum fjárfram-
lögum í kosningasjóði sína, jafnt
frá einstaklingum sem fyrirtækj-
um, leyndum. Það er farið með það
eins og mannsmorð. Er ekki fyrir
löngu orðið tímabært fyrir Íslend-
inga að reyna að semja sig að hátt-
um siðmenntaðra þjóða sem sett
hafa lög um skyldu stjórnmála-
flokka til að greina opinberlega frá
slíkum styrkveitingum? Heldur
kannski Davíð konungur, að hann
myndi lenda á köldum klaka líkt og
kallinn Kohl ef slík lög gengu í
gildi hér á landi? En þótt okkar
maður sé óneitanlega karl í krap-
inu, sem hefur hingað til staðið af
sér flesta ef ekki alla storma, er
engu að síður óvíst hversu lengi
hann getur haldið það út. Enginn
má við margnum og óánægjuraddir
verða ekki kveðnar niður, hvorki
með fyrirskipunum né valdboði.
Þótt gaman sé að drottna og deila
getur það líka verið býsna klókt af
þjóðarleiðtoga að hlusta endrum og
eins á það sem almenningur í land-
inu hefur til málanna að leggja eða
að minnsta kosti þykjast gera það.
Það sem höfðingjarnir hafast að,
hinir halda að þeim leyfist það.
Víkjum nú aftur sem snöggvast
að ólíku hlutskipti fjármálastjóra
þjóðminjasafnsins sem fékk pok-
ann sinn og forsætisráðherra vor
er situr enn sem fastast í ráðherra-
stól sínum, þrátt fyrir að hafa
gerst stórum brotlegri í þeim efn-
um en fyrrnefndur og fyrrverandi
starfsmaður Þjóðminjasafnsins.
Meðan slíkt viðgengst hér á landi
vakna óhjákvæmilega spurningar
um tvöfalt siðgæði. Sínum augum
lítur hver á silfrið og siðgæðið og
nú vendi ég mínu kvæði í kross,
svokallaðan tvíkross. Að allir séu
jafnir fyrir lögunum er gamaldags
fjarstæða og kjaftæði sem enginn
heilvita maður hlustar lengur á og
skal nú gerð tilraun til að færa
nokkur rök fyrir því. Allt sem er
tvöfalt hlýtur í eðli sínu að vera
betra en einfalt. Tvöfaldur gróði er
t.d. ákjósanlegri en einfaldur, tví-
lembd ær betri en einlembd,
tvíeggjað sverð betra en eineggjað,
tvöfaldur sjúss betri en einfaldur.
Að vísu höfum við gömlu bytturnar
sjaldan efni á meira en einum ein-
földum. Þetta hlýtur stærðfræðing-
urinn Pétur Blöndal að skilja
manna best. Að lokum er rétt að
benda á það að tvöfalt siðgæði er
einfaldlega langtum betra en allt
annað, en því fer hins vegar víðs
fjarri að öllum sé treystandi fyrir
því, reyndar aðeins fólki með nægi-
legan siðferðisþroska eins og til að
mynda yfirstéttinni og æðstu
valdamönnum þjóðarinnar, ekki
sauðsvörtum almúganum né ein-
feldingum á borð við undirritaðan.
Tvöfalt siðgæði verður í rauninni
seint ofmetið og sem betur fer
virðast okkar vösku frammámenn
hafa tvíeflst á þeim vettvangi á
þessum síðustu og tvísýnustu tím-
um.
Óskandi væri að öryrkjar og
aldraðir hefðu jafngreiðan aðgang
að fjárhirslum ríkisins eins og for-
sætisráðherra vor en í hvert skipti
sem minnst er á kjarabætur þeim
til handa er tómahljóð í kassanum.
Hvenær rekur maður
mann og hvenær rekur
maður ekki mann?
Halldór
Þorsteinsson
Brottrekstur
Já, hver lítur sínum
augum á lögin, segir
Halldór Þorsteinsson.
Það er engu líkara en
sumir telji sig yfir
þau hafna.
Höfundur er skólastjóri Málaskóla
Halldórs.