Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 55 Reyndur trésmiður Traust verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða reyndan trésmið eða byggingariðnfræðing til útsetninga og innra eftirlits. Upplýsingar leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. mars nk., merktar: „E — 22“. Þjónanemar — aðstoðarfólk í sal Viltu læra til þjóns í einu bjartasta og glæsilegasta veitingahúsi landsins? Einnig getum við bætt við okkur vönu aðstoðarfólki í veitingasal um helgar. Hafðu þá samband við okkur milli kl. 13 og 17 í dag og næstu daga á staðnum eða í síma 562 0200.        Ert þú heimavinnandi, hress og til- búinn að vinna 2—3 kvöld í viku (stuttar vaktir) og aðra hverja helgi (langar vaktir)? Unnið er á líflegum veitingastöðum, American Style í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Ef þú vilt hressilegt og skemmtilegt starf á stað, þar sem alltaf er mikið að gera, þá er þetta rétta starfið fyrir þig! Hæfniskröfur: Þarft að geta unnið vel undir álagi. Hafa hæfni í mannlegum samskiptum. Hafa ábyrgð og stjórn á þinni vakt. 75% vinna og framúrskarandi laun hjá öflugu fyrirtæki. Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri. Uppl. í síma 568 6836 frá kl. 9.00—18.00. Staða forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla Laus er staða forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla er í eigu og umsjón Héraðsnefndar Snæfellinga, aðalaðsetur Byggðasafnsins er Norska húsið í Stykkishólmi. Menntunarkröfur: Háskólapróf á sviði minjafræða eða sagnfræði, menningarsögu, þjóðháttafræði, mannfræði, fornleifafræði eða öðru sambærilegu. Hæfniskröfur: Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af safna- störfum, hæfni í mannlegum samskiptum, sé framsækinn og hafi gott vald á íslensku og ensku. Tölvukunnátta nauðsynleg. Laun: Samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna og launanefnd sveitarfélaga. Helstu verkefni: Hefur umsjón minjavörslu, sér um daglegan rekstur Byggðasafns Snæfellinga og Hnapp- dæla og ber ábyrgð á rekstri þess. Ber ábyrgð á innra starfi Byggðasafnsins, s.s. söfnun muna, skráningu, forvörslu, sýningar- haldi o.s.frv. Nánari upplýsingar veita Guðrún A. Gunnars- dóttir, formaður Héraðsráðs Snæfellinga, í síma 438 1241 og formaður Safna- og menn- ingamálanefndar, Gunnar Kristjánsson, hs. 438 6802, vs. 438 6556. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 26. mars 2001 og skulu umsóknir sendast til Héraðs- nefndar Snæfellinga, co/ Guðrún A. Gunnars- dóttir, Sundabakka 10a, 340 Stykkishólmur. Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í kerfisdeild Starfssvið: ● Rekstur við húsnet Flugmálastjórnar og inter- netið. ● Þjónusta við starfsmenn. Hæfniskröfur: ● Kunnátta í eftirtöldum forritum nauðsynleg: Ms Office 97 2000. Póstkerfi: Linux Redhat (sendmail), Lotus Notes (hópvinnslukerfið, Gropo). Bókhaldskerfi: Navision Financials. Stýrikerfi: Windows 95, 98, ME Wind- ows Nt Workstation/Server, Windows prof Server. Gagnagrunnar: Sql server 7.0, Acc- ess. Netkerfi: TCP/IP net, Switchar, Beinar, Eldveggir (Cisco búnaður). Prentarar: Uppsetning á prenturum á neti. Forritun: Vefforritun/vefsíðugerð, (html, Dhtml), sql + asp. Við leitum að starfsmanni með lipra og þægilega framkomu, mikla þjónustulund og sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Laun samkvæmt kjarasamingum starfs- manna ríkisins. Umsóknir: Upplýsingar um starfið gefur Stefanía Harðar- dóttir, starfsmannahaldi, í síma 569 4100. Umsóknir skulu berast fyrir 3. apríl. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flug- málastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja ör- yggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiða- söguþjónustu fyrir rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafið. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem samstals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu mjög gott 530 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Ármúla í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Halldór Þorkelsson á skrifstofu PricewaterhouseCoopers ehf., Höfðabakka 9, Reykjavík, í síma 550 5300. FÉLAGSSTARF Spilakvöld Varðar sunnudaginn 25. mars Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 25. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda, meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna. Aðgangseyrir kr. 700. Allir velkomnir. Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna verður haldinn í félagsheimilinu að Félagslundi, Gaul- verjabæjarhreppi, þriðjudaginn 27. mars 2001. Fundurinn hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna. Hluthafafundur Thermo Plus Europe á Íslandi hf. heldur hlut- hafafund þriðjudaginn 27. mars 2001 kl. 14:00 í félagsheimilinu Stapa, Hjallavegi 2, Reykja- nesbæ. Dagskrá: 1. Tillaga til breytingar á grein 2.1 samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega uppborin. Endanlegar tillögur og önnur gögn skv. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins við Hafnargötu 90, Reykjanesbæ, viku fyrir fundinn. Efling — stéttarfélag auglýsir framboðsfrest Kjörstjórn Eflingar — stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar hluta stjórnar félagsins. Tillögur skulu vera um 11 stjórnarmenn. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félagsins liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum 20. mars. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 29. mars 2001. Meðmæli 120 félagsmanna skulu fylgja. Kjörstjórn Eflingar — stéttarfélags. HÚSNÆÐI Í BOÐI Barcelóna Íbúð til leigu miðsvæðis í borginni. Uppl. gefur Helen f.h. í síma 899 5863. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.