Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 58
MINNINGAR
58 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ágúst Sigurjóns-son fæddist að
Svínhóli, Miðdölum,
15. ágúst 1902. Hann
andaðist á sjúkra-
húsi Akraness 13.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurjón Jónsson, f.
16.5. 1875, d. 20.4.
1956, og kona hans
Kristín Ásgeirsdótt-
ir, f. 1.11. 1878, d.
6.9. 1971. Systkini
Ágústar eru: Guð-
rún, f. 28.7. 1901, d.
2.2. 1962; Ásgeir, f.
19.11. 1904, d. 15.6. 1996; Jó-
hanna, f. 29.7. 1911; Þuríður f.
3.11. 1912, d. 25.10. 1993; Margrét,
f. 27.3. 1916, d.29.11. 1995; Stef-
anía, f. 11.5. 1918, og Víglundur, f.
23.12. 1920. Ágúst kvæntist 5. maí
1938 Rannveigu Guðmundsdóttur
frá Neðri-Hundadal, f. 17.9. 1909,
d. 12.2. 1973, foreldrar hennar
voru: Guðmundur Klemensson frá
Gröf og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir. Börn Ágústar og Rannveig-
ar eru: 1) Guðrún, f. 10.7. 1939,
maður hennar er Árni Benedikts-
son, f 25.9. 1933, þau búa á Stóra-
Vatnshorni í Haukadal. Börn
þeirra eru: Ágúst, f. 15.6. 1958,
starfsmaður í Húsasmiðjunni og
búsettur í Kópavogi; Rannveig, f.
14.5. 1960, maki Magnús Ágúst
Ágústsson ylræktarráðanautur,
þau eiga einn son og búa í Hvera-
isdóttir, þau eiga einn son og búa í
Reykjavík. 3) Gunnhildur, f. 4.10.
1943, starfsmaður á leikskóla,
maður hennar er Hólmar Pálsson,
f. 18.12. 1947, starfsmaður á Víf-
ilsstöðum, þau búa í Kópavogi.
Börn þeirra eru: Bryndís Björk, f.
20.5. 1968, maki Unnsteinn Þrá-
insson útgerðarmaður, þau eiga
tvö börn og búa á Hornafirði; Ása,
f. 6.9. 1969, líffræðingur, maki
Sigurður Sigurjónsson leikskóla-
kennari, þau eiga þrjá syni og búa
í Kópavogi, og Arnar, f. 3.5. 1973,
rafvirki, maki Áslaug Gísladóttir
leikskólakennari, þau eiga einn
son og búa í Kópavogi. 4) Guð-
mundur, f. 27.3. 1948, d. 28.7.
1974. Ágúst ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Svínhóli til 1911 en þá
fluttu þau að Þorgeirsstaðarhlíð
og bjuggu þar til ársins 1922 er
þau fluttu búferlum að Glæsivöll-
um og bjuggu þar í fjögur ár. Árið
1926 flutti Ágúst með foreldrum
sínum að Kirkjuskógi í Miðdölum.
Á þessum árum vann hann við ým-
is landbúnaðarstörf á heimili for-
eldra sinna og sem vinnumaður
annars staðar, einn vetur var hann
við sjóróðra suður í Höfnum. Árið
1936 gerðist hann bóndi í Kirkju-
skógi og bjó þar til 1966 er hann
keypti Erpsstaði í sömu sveit.
Hann bjó þar til ársins 1975 er
dóttir hans Gunnhildur og maður
hennar Hólmar Pálsson tókur þar
við búskap. Dvaldi hann hjá þeim
til ársins 1997 þá flutti hann að
Sauðafelli til Kristínar dóttur
sinnar og manns hennar Harðar
Haraldssonar og var hann þar til
heimilis til æviloka.
Útför hans fer fram frá Kvenna-
brekkukirkju í dag kl. 14.
gerði; Benedikt Rún-
ar, f. 23.10. 1963, tré-
smiður, maki Sigríður
Kristín Kristjónsdótt-
ir, þau eiga fjögur
börn og búa í Kópa-
vogi; Unnsteinn, f.
10.3. 1968, sölumaður
hjá Sindra, hann á
eina dóttur og er bú-
settur í Reykjavík;
Jónas Kristinn, f. 8.2.
1972, trésmiður, maki
Elfa Katrín Ársæls-
dóttir snyrtifræðing-
ur, þau eiga tvo syni
og búa í Reykjavík, og
Jóhanna Sigrún, f. 4.2. 1974, kenn-
ari, maki Valberg Sigfússon
búfræðikandidat, þau eiga einn
son og búa á Hólum í Hjaltadal. 2)
Kristín, f. 13.8.1940, maður henn-
ar er Hörður Haraldsson, f.
20.2.1938, þau búa á Sauðafelli
Miðdölum. Börn þeirra eru: Finn-
dís, f. 16.9 1960, garðyrkjubóndi,
maki Bjarni Hákonarson bóndi,
þau eiga þrjá syni og búa á Horna-
firði; Haraldur, f. 11.10. 1962, vél-
smiður búsettur í Reykjavík, hann
á tvær dætur; Finnbogi, f. 17.2.
1965, trésmiður og bóndi, Sauða-
felli, maki Berglind Vésteinsdóttir
leikskólakennari, þau eiga þrjú
börn og eru búsett í Búðardal, og
Ágúst Sigurjón, f. 15.9. 1969,
garðyrkjumaður, búsettur á Akra-
nesi, og Guðmundur, f. 20.3.1976,
vélsmiður, maki Íris Hrund Grett-
Afi minn.
Það verður skrýtið að koma að
Sauðafelli og heyra ekki lengur;
jamm og jæja, ert þú komin elskan
mín. Um leið strýkur þú aftanverðan
hálsinn á þér. Ég mun sakna þess að
heyra ekki lengur frásagnir þínar af
hestum og mönnum frá því þú varst
ungur. Þetta voru ýmist sögur af
kappreiðum, hestakaupum og öðrum
skemmtilegum atvikum sem höfðu
hent þig eða aðra. Ég viðurkenni að
ég man ekki allar þessar sögur en
gaman var að hlusta á þær.
Elsku afi, ég mun ætíð muna
hversu vel þú fylgdist með okkur af-
komendum þínum og gladdist með
okkur þegar vel gekk. Sama hvort
það var í skóla, íþróttum, vinnu eða
hverju sem er. Það hefur verið mér
mikils virði að finna að þú fylgdist
með mér og hafðir áhuga á því sem
ég var að gera hverju sinni.
Jóhanna Sigrún
Árnadóttir (Hanna Sigga).
Hann afi er dáinn. Við slík tíma-
mót rifjast upp minningar. Við erum
svo heppin að eiga fullt af góðum
minningum um þig. Fyrir það viljum
við þakka.
Í morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan hún opnast sem óskrifað blað,
þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð.
– Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
–
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
Í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Og knapinn á hestbaki er kóngur um
stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
(Einar Ben.)
Ágúst, Rannveig,
Benedikt, Unnsteinn,
Jónas, Jóhanna Sigrún
og fjölskyldur.
Minning um afa.
Það heyrist hóað í haustsólinni.
Uppi á klettinum birtist maður á
hvítum hesti með gulflekkóttan hund
sér við hlið. Hann lítur yfir safnið,
hóar aftur. Ofan hallann gengur
hesturinn fumlaus og tignarlega,
hundurinn fylgir í humátt með. Að
kvöldi er komið inn í bæ, eftir kinda-
vafstur. Kaffisopinn kærkominn, og
kleina með. Jamm og jæja, gengið til
hvílu. Að andartaki liðnu er systk-
inahópurinn kominn með kunn orð á
vör: „Afi, viltu lesa?“ Þá er tekin bók,
þjóðsögur, um álfa og tröll, Jóu
Gunnu og ævintýrin öll. Og það er
lesið þar til sagan er öll.
Að morgni er farið af stað út á
grundu að gera við girðingar. Er líð-
ur á daginn bíður verkefni – að
hlaupa með nesti til afa, með mjólk-
urflösku í ullarsokk. Rætt um heima
og geima, og honum rétt hjálpar-
hönd. Að dagsverki loknu er svo
fenginn lánaður hjá honum hestur-
inn.
Við systkinin vorum sérstaklega
heppin að mega upplifa það að hafa
afa á heimilinu okkar uppvaxtarár.
Það er nokkuð sem fáir hafa tæki-
færi til á okkar dögum. En dýrmæt-
ur fjársjóður slíkra samskipta og
samverustunda er nokkuð sem mað-
ur geymir í hjarta sér og býr að alla
ævi. Það er fjársjóður sem aldrei
verður frá okkur tekinn. Hann var
alltaf til staðar og ævinlega tilbúinn
að rétta manni hjálparhönd og ræða
við okkur. Sögurnar sem hann las
fyrir okkur fylla sjálfsagt heilt bóka-
safn. Og þegar spurt var hvort við
ætluðum nú ekki að fara að læra að
lesa sjálf, var það nú óþarfi því afi
myndi bara gera það fyrir okkur!
Hann var alla tíð mjög bókhneigður
maður og alltaf með bók á náttborð-
inu. Afi hefur lifað ótrúlega tíma. At-
burði sem maður les um í sögubók-
um í dag. Frostaveturinn 1918,
kreppu, heimsstyrjaldirnar tvær,
vélvæðingu til sveita og umskipti í
húsakosti okkar Íslendinga. En
þrátt fyrir misjafnt atlæti í uppvexti
náði hann nú næstum 100 árum. Svo
ótrúlega heilsuhraustur maður,
minnugur á menn og hross, og var
það fram undir það síðasta. Hann
hefur svo sannarlega lifað tímana
tvenna.
Það var mjög fróðlegt og
skemmtilegt að hlusta á hann segja
sögur frá fyrri tímum, t.d. þegar
hann gekk suður á Reykjanes á ver-
tíð vestan úr Dölum, og þótti ekki til-
tökumál. Ekki má gleyma ógleyman-
legum sögum hans af kappreiðum og
hestum, sögur sem munu lifa með
okkur alla ævi, svo og orðatiltæki
hans, því afi var einnig orðheppinn
maður. Afi var nokkuð vanafastur,
og hafði sína reglu á hlutunum. Hann
hlustaði t.d. alltaf á sína ákveðnu
þætti í útvarpinu og stillti þá hátt,
þannig að engum duldist að hann var
að hlusta. Hann kenndi og sýndi okk-
ur krökkunum ýmis verk sem til-
heyra gömlum tímum, t.d. að slá með
orfi og ljá, binda bagga og raka sam-
an taðhrúgur af túnum, sem var góð-
ur lærdómur. Hestar voru honum af-
ar hugleiknir alla tíð, og í hugskoti
okkar sjáum við hann fara fallega á
Funa sínum, sem var gæðingur í
hans höndum, en líka sérstaklega
góður hestur fyrir börn. Hann leið-
beindi okkur einnig og gaf okkur góð
ráð með hestamennskuna.
Vissulega er sár söknuður eftir
afa, nærveru hans og gömlum sam-
verustundum, en stundin er runnin
upp og hans langa og merkilega ævi-
skeið er á enda.
Hvíldu í friði, elsku afi, og Guð
geymi þig.
Hér hefur hann búið ævina alla,
og þekkir hverja þúfu, hvern stein,
sem á leið hans verður er fer hann til fjalla
sitt fé að sækja heim.
Hann hefur svo margar sögur að segja,
sögur um vonir og þrár.
Hér er hann fæddur, hér mun hann deyja,
hér mun hans nafn lifa um ókomin ár.
(Haraldur Reynisson.)
Bryndís, Ása og Arnar
Hólmarsbörn.
Vorið 1957, þá sjö vetra, stóð ég
aleinn með tösku á þjóðveginum við
afleggjarann upp að Kirkjuskógi. Á
móti mér gengu maður á miðjum
aldri og sonur hans, litlu eldri en ég.
Maðurinn var dálítið lotinn í herðum
og lyfti fótunum stutt frá jörðu er
hann gekk. Þarna voru komnir að
taka á móti mér feðgarnir Ágúst Sig-
urjónsson, móðurbróðir minn, eða
Gústi í Kirkjuskógi eins og hann var
alltaf fyrir mér, og Gummi heitinn
sonur hans. Við höfðum aldrei sést
er þetta var. Við heilsuðumst og
gengum síðan í rólegheitum upp að
Kirkjuskógarbænum þar sem Veiga
heitin, sú frábæra manneskja, tók á
móti okkur ásamt Kristínu ömmu.
Vorgangan með töskuna frá brúsa-
pallinum átti eftir að endurtaka sig
þrjú vor í viðbót.
Það voru í raun sérstök forréttindi
fyrir ódælan götustrák úr Reykjavík
að fá að kynnast og læra af þessu frá-
bæra fólki í sveitinni í svona mikilli
nálægð við náttúruna. Trúlega er
slík sveitadvöl borgarbarna besta
uppeldi sem völ er á. Sauðburðurinn
stóð sem hæst og það var margt sem
ÁGÚST
SIGURJÓNSSON
!"
#$
%&
'&
%
(
!"#
!$
% !$
&'
!$
( ) !*
#
* # *
+# #' !$
, - !
. # . /
)
" 01&2 1200
*' 3
& ' 4
5'6!#.7
) ) '
#
*
8'/ # !$
2 /8$'
&'
*/ # !$
"
8$ #
#92/ . !$
)5 #
#9 !$
2.)&' ! !$
$ * ! $
85&' !
! !$
#). !/
+
12200 1200 :01;1 <
; #=>
#,
-
.
*
&' !.#
$ &' ! !$
$ &' ! !$
)5 ?
&' !&' !
; #! &' ! !$
2 )
# . /
+
2*&?@?1 +
9 '
$=A
& ' 4
# &
,
-
*
& .8 !$
$ /$
#
$ !$
&'$ * !
8 5 $
2 ) !$
* ! $ !$
&' !*/$
# . /
/
$
2&B +
. #% 7C
& ' 4
#,
-
' $
+
*0
# . &
+
!1
*223
D #
' '8 ) !$
#
4.
# #
!$
#
/ #
!$
4. #
E -9 !$ /