Morgunblaðið - 20.03.2001, Síða 60
MINNINGAR
60 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna Pálsdóttirfæddist á Skúm-
stöðum á Eyrar-
bakka 8. september
1907. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 12. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Páll Pálsson sjó-
maður og bóndi á
Skúmstöðum, f.
11.8. 1867 í Ferj-
unesi í Villinga-
holtshreppi, d. 23.8.
1932, og kona hans
Jónína Jónsdóttir, f.
21.9. 1897 á Skúmstöðum, d.
1.12. 1959. Systkini Önnu eru El-
ín, f. 1900; Jón Kristinn, f. 1903;
Sveinn, f. 1905; Guðbjörg, f.
1910; Jóna, f. 1913; Sigríður, f.
Ólafur bjuggu nokkur ár á Ísa-
firði, en lengst af á Öldugötu 47 í
Reykjavík. Dætur þeirra: 1). Sig-
ríður, f. 27.1. 1937, d. 5.12. 1972,
maki: Jóhannes Þór Jónsson, f.
10.12. 1938, d. 17.4. 1997. Börn
þeirra eru: a) Anna, f. 27.10.
1963, d. 3.1. 1989, unnusti: Haf-
steinn Karlsson; b) Jón Ólafur, f.
16.2. 1965, maki: Hulda Sjöfn
Kristinsdóttir; 2). Dagný, f. 17.7.
1950, d. 10.9. 1974, maki: Magnús
Stefánsson, f. 11.1. 1951. Dóttir
þeirra er Arndís Magnúsdóttir, f.
16.3. 1970, maki: Guðmundur Jó-
hannsson. Synir þeirra eru Jó-
hann Ingi, f. 27.3. 1995, og Magn-
ús Dagur, f. 27.8. 1999.
Anna ólst upp á Eyrarbakka.
Starfsvettvangur hennar var
lengst af heimilisstörf. Á yngri
árum var hún í vist hjá ýmsum
fjölskyldum, þar á meðal var hún
stofustúlka í Húsinu á Eyrar-
bakka.
Útför Önnu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
1916; og Ingibjörg, f.
1920, en hún lést
þriggja mánaða göm-
ul. Nú eru aðeins
tvær systur eftir á
lífi, Guðbjörg og Sig-
ríður.
Anna giftist 2.12.
1933 Ólafi Þorbergs-
syni vélstjóra frá
Bíldudal, f. 6.9. 1907,
d. 30.12. 1957. For-
eldrar hans voru
Þorbergur Guð-
mundsson sjómaður á
Bíldudal, f. 6.9. 1865
á Steinanesi í V-
Barðastrandarsýslu, d. 11.9.
1941, og kona hans Júlíana Jóns-
dóttir, f. 20.2. 1866 á Neðri-
Rauðsdal í V-Barðastrandar-
sýslu, d. 9.11. 1956. Anna og
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast vinkonu
minnar sem verður til moldar bor-
in í dag. Kynni okkar Önnu hófust
fyrir rúmlega 30 árum, þegar dótt-
ir hennar Dagný og sonur minn
Magnús felldu hugi saman og
gengu í hjónaband. Þeirra fyrstu
hjúskaparár bjuggu þau í hennar
skjóli. Þar eignuðust þau dótturina
Arndísi, en amma hennar gætti
hennar fyrstu árin. Ég tel að fátítt
sé hvílíka ástúð og virðingu Anna
sýndi þessum unga pilti, sem kom
sem gestur inn á heimilið. Einnig
kunni hann vel að meta tengda-
móður sína, og sú virðing hefur
alltaf haldist. En Drottinn gaf og
Drottinn tók, því Dagný lést aðeins
24 ára gömul, öllum sem til þekktu
mikill harmdauði.
Þegar ég kynntist Önnu var hún
búin að vera ekkja í um 12 ár, því
mann sinn Ólaf Þorbergsson missti
hún langt um aldur fram, eða þeg-
ar þau voru um fimmtugt, en þau
voru svo til alveg jafn gömul. Eldri
dóttir þeirra hjóna, Sigríður, var
enn í föðurgarði er faðir hennar
lést. Var því Anna orðin ekkja með
tvær dætur.
Eldri dóttirin giftist Jóhannesi
Jónssyni. Eignuðust þau elskulega
dóttur, sem hlaut nafnið Anna í
höfuð ömmu sinnar. Um sama leyti
fær Sigríður heilablóðfall og lam-
ast. Hún náði sér þó að nokkru aft-
ur, en litla telpan varð að mestu
leyti uppeldisdóttir ömmu sinnar
og nöfnu. Síðar eignuðust Sigríður
og maður hennar son, sem skírður
var Jón Ólafur, í höfuð afa sinna
beggja. En sorgin og erfiðleikarnir
höfðu ekki yfirgefið þetta heimili,
því Sigríður fékk annað áfall og
gekk aldrei heil til skógar eftir
það. Hún andaðist í desember
1972.
Anna umvafði barnabörnin sín af
mikilli ástúð og fannst þau vera
sólargeislar í sínu lífi. Hún lagði
sig alla fram til að hlúa að þessum
móðurlausu börnum, og öll elskuðu
þau ömmu sína eins og bestu móð-
ur.
Enn er höggvið. Anna yngri, þá
18 ára, fær heilablæðingu. Hún
nær sér þó að nokkru aftur, og all-
ir vonuðu að erfiðleikarnir væru nú
að baki. Bjó hún hjá ömmu sinni
ásamt unnusta sínum, Hafsteini
Karlssyni. Vonin brást þó því mið-
ur, því Anna fékk annað áfall og
lést 3. janúar 1989.
Öll þessi áföll bar Anna Páls-
dóttir með ótrúlegri reisn. Margur
hefði brotnað og gefist upp, en það
var ekki hennar háttur. Við hvert
höggið fannst mér samt að það
væri eins og eitthvað brysti innra
með henni, þótt hún bæri sig vel.
Anna átti sjö syskini og var allt-
af mikið og gott samband þeirra á
milli. Var því oft gestkvæmt hjá
henni, og hún var höfðingi heim að
sækja. Systkinabörnin hennar voru
henni sérlega kær, og bar hún vel-
ferð þeirra mjög fyrir brjósti. Hún
var mikil húsmóðir og heimilið
hennar alltaf gljáfægt, þótt oft
gæti hún naumast staðið í fæturna,
því fótasár háðu henni til margra
ára. Sérstakur barnavinur var hún,
og þótti henni til dæmis vænt um
að börn sonar míns Magnúsar og
seinni konu hans Elínar kölluðu
hana ömmu. Arndís dótturdóttir
hennar og Guðmundur Jóhannsson
eiga tvo unga syni og má segja að
Anna amma hafi varla séð sólina
fyrir þessum litlu gimsteinum.
Anna bjó á eigin heimili á Öldu-
götu 47 eins lengi og unnt var.
Nokkur síðustu árin bjó þá einnig
þar dóttursonur hennar, Jón Ólaf-
ur og unnusta hans Hulda Krist-
insdóttir. Var það Önnu mikill
styrkur, en heilsu hennar fór nú
ört hrakandi og í febrúar 1998
flutti hún á Hrafnistu í Hafnafirði.
Þar undi hún vel hag sínum og var
þakklát þeim, sem önnuðust hana,
og skulu þeim þakkir færðar.
Barnabörnin hennar, Arndís og
Jón Ólafur, voru í daglegu sam-
bandi við ömmu sína og svo vildi til
að þau voru bæði ásamt fjölskyld-
um hjá henni daginn áður en hún
lést. Áttu þau þá með henni ynd-
islega stund, sem verður þeim sem
ljósgeisli í minningunni.
Ég vil þakka allar þær stundir
sem við Anna áttum saman. Það
var gaman að heimsækja hana og
eins að fá hana í heimsókn. Hún
var sérlega ættfróð, stálminnug og
hélt því til síðustu stundar. Má því
segja að þrátt fyrir ólýsanlegt and-
streymi í lífinu, var hún glöð á góð-
um degi og lét ekki bugast.
Það er komið að kveðjustund í
bili. Minningin um þessa góðu
konu mun lifa í hjörtum okkar. Við
munum sakna hennar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ég votta barnabörnum hennar
og öðrum ættingjum og vinum
mína dýpstu samúð og bið Guð að
styrkja ykkur öll.
Arndís Kr. Magnúsdóttir.
Amma var mér kærust allra.
Hún var ekki bara amma, heldur
líka góð vinkona sem skildi allt
þrátt fyrir mikinn aldursmun. Hún
hafði ráð við öllu og vildi öllum vel.
Í dag kveð ég elskulega ömmu
mína, Önnu Pálsdóttur. Amma var
alltaf til staðar fyrir mig og fylgd-
ist vel með hvað verið var að sýsla
hverju sinni. Það var mjög gott að
koma til hennar og spjalla við
hana.
Hún var fróð kona um menn og
málefni. Hún vildi t.d. ætíð vita
hverra manna fólk var. Ættfræð-
ingur var hún, þótt ekki væri hún
menntuð sem slík, og fróðleiks-
náma um margt.
Okkur er skammtaður tími í
þessu jarðlífi, og hennar tími var
kominn. Hún hafði lifað tímana
tvenna og var t.d. búin að miðla
miklu til mín. Börn voru eitt það
mikilvægasta í lífi hennar. Fengu
drengirnir mínir tveir, Jóhann Ingi
og Magnús Dagur, svo sannarlega
að njóta þeirrar einstöku blíðu og
góðmennsku sem í henni bjó. Þeir
voru augasteinarnir hennar.
Þrátt fyrir síendurtekin áföll
hélt hún reisn sinni og sýndi ávallt
æðruleysi hvað sem á móti blés.
Minningin um hana mun alltaf lifa
í hjarta mínu.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Arndís Magnúsdóttir.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú Guð ert góður.
(M. Joch.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þinn
Jóhann Ingi.
Mig langar að minnast Önnu
ömmu.
Ég kynntist Önnu ömmu fyrir
sex árum þegar ég hóf sambúð
með unnusta mínum Jóni Ólafi,
ömmubarni Önnu. Strax við fyrstu
kynni kunni ég vel að meta Önnu,
enda Anna mjög mikill persónu-
leiki. Hún bjó ein á hæðinni fyrir
ofan okkur og sinnti húsmóður-
störfum af miklum móð, var hún
þá 87 ára. Hún eldaði, bakaði og
þreif allt sjálf og mátti ekki heyra
nefnt að þiggja neina aðstoð. Anna
amma var vön að bjarga sér sjálf
og alltaf var hún boðin og búin að
hjálpa öðrum.
Þau eru ófá matarboðin sem ég
minnist hjá Önnu ömmu. Á sunnu-
dögum hafði hún oft vöfflur og
kaffi sem ég og Óli gerðum góð
skil. Anna amma naut þess að hafa
fyrir okkur og nutum við þess að
vera hjá henni.
Anna amma bjó yfir miklu jafn-
aðargeði og var ekki að ergja sig á
hlutunum. Unnusti minn lætur eft-
ir sér að spila tónlist mjög hátt
annað slagið. Einhvern tímann
spurði ég hana hvort það ylli ekki
miklu ónæði fyrir hana, þar sem
hljóðið barst mjög vel á milli hæða.
Nei, ekki aldeilis sagði hún kímin,
þetta ruggar mér bara í svefn.
Anna lifði fyrir barnabörnin og
ljómaði þegar börn voru nærri. Ég
man eftir dæmi frá því núna í
haust þegar hún kom í heimsókn í
nýju íbúðina okkar Óla. Þá átti lítil
frænka mín, Hjördís, fimm ára af-
mæli og okkur var boðið í það af-
mæli, en Anna amma var ekki með
neina gjöf til stúlkunnar. Fljótlega
eftir afmælið var hún búin að
kaupa handa henni gjöf. Ég fór því
með Hjördísi í heimsókn til hennar
og þar beið hennar voða fín brúða;
það mátti vart greina hvor ljómaði
meira Anna amma eða Hjördís.
Anna amma var mjög gjafmild
og mátti ekkert aumt sjá, enda gaf
hún oft gjafir til ýmissa líknar-
mála.
Elsku Anna amma, þú varst góð
og hlý manneskja, við eigum eftir
að sakna þín mikið. Nú ertu komin
á nýjan stað umvafin þínum nán-
ustu. Guð geymi þig.
Hulda Sjöfn.
ANNA
PÁLSDÓTTIR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Á heimasíðu okkar utfarir.is
má finna:
Undirbúningur á útför.
Myndir af kistum.
Myndir af kórum og söngvurum.
Listi yfir sálma.
Verð á öllu sem lýtur að útför.
Símar 567 9110 og 893 8638
runar@utfarir.is
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
$
#
D+1 0 + #
*
&
# 6
& +
!2
*323
&'
8 !$
* ! +
8 +
# 4 +
## !$
#
+
#'8$ !$
8
! *.& # !$
E * !/+
; # 8$&'.
!/+
-9
# #*.# ' !$
#
) ' !$
$ #
&
'
8
E *. !$
8 5 8
!$
$ 8 !$
&9 8$ #
/
/
&?@?1?2;1 +
G J H>
E )
# ' $
7
&
*
; # '8# !$
#). ! /
/
G22 B 1200
# '#
&(
( , 7&
!
&##
&
!!
*933
5
' $ &
# $ 2 !$
$ 5 !$
6
$ #
$
!$ /
;*+&0+ 1200
* >
# ,
-
' $
&+
*2
5
#6
&+
!2
*223
8
&
$ # #
$$
**+/ # ,
+
-
' $
&
* #
2 /