Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 76

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKRITIÐ Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring var frum- sýnt sl. laugardagskvöld í Borg- arleikhúsinu. Sagan er allsérstök og hroll- vekjandi en þar er fjallað um læknisfræði, lýtalækningar, girnd- armorð og greftrunarsýki. Ótrú- legt en satt þá er leikritið hinn besti farsi um bæði elskulegar og hlýlegar persónur sem reyndar hafa brenglaða siðferðiskennd. Þar segir frá piparmeyjunum og systrunum Mörtu og Abbý sem Guðrún Ásmundsdóttir og Hanna María Karlsdóttir leika. Þær búa hjá Tedda bróður sínum, sem Theodór Júlíusson túlkar, en hon- um er lýst sem geðsjúkri gæðasál. Þær leigja út herbergi til ungra manna og hjálpa þeim gjarna yfir móðuna miklu ef þeim finnst þeir eiga eitthvað of bágt í lífinu. Þannig hafa ófá líkin verið grafin í kjallara heimilisins. Leikstjóri sýningarinnar er Ás- dís Þórhallsdóttir og er Blúndur og blásýra fyrsta leikritið sem hún stýrir á fjölum Borgarleik- hússins. Hún segir leikritið vera um ástina, en aðalpersónurnar hafa allar farið á mis við hana. Blúndur og blásýra er eina verk höfundarins sem varð vinsælt, og þá sem misskilinn gamanleikur. Það var sýnt í Iðnó árið 1947 og nú 54 árum seinna er leikurinn endurtekinn og alltaf virðast áhorfendur skemmta sér jafnvel. Ekki minnkaði kæti gestanna þeg- ar þeim var boðið til frumsýning- arteitis í anddyri Borgarleikhúss- ins þar sem aðstandendur og áhorfendur gæddu sér á ljúfum veitingum. Blúndur og blásýra í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kormákur Örn kom að horfa á ömmu sína, Guðrúnu Ásmundsdóttur, leika Mörtu og það gerði Erna Ragnarsdóttir líka. Elskulegt fólk með brenglaða siðferðiskennd Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir fengu sér í gogginn eftir sýn- ingu ásamt Ólafi Steingrímssyni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikstjórinn Ásdís Þórhallsdóttir, leikkonan Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og leikhússtjórinn Guðjón Pedersen voru ánægð að frumsýningu lokinni. JOHN Phillips, forsprakki og aðallagahöfundur Kaliforníu- sveitarinnar The Mamas and the Papas, lést síðasta sunnu- dag úr hjartaáfalli, 65 ára að aldri. Phillips hafði þegar fengið nýja lifur fyrir nokkr- um árum eftir áfengis- og eit- urlyfjaofnotkun. Jafnvel þótt hljómsveitin hafi aðeins starfað í þrjú ár, eða frá 1965–68, hafði kvart- ettinn tekið upp mörg af eft- irminnilegustu popplögum aldarinnar einsog „California Dreamin’“, „Monday, Monday“ og „Creeque Alley“. Í hljómsveit- inni voru einn- ig fyrrverandi eiginkona Phillips, Mich- elle, Denny Doherty, og „Mama“ Cass Elliot, sem lést árið 1974. Eft- irlifandi meðlimir hennar komu aftur saman árið 1998 til að flytja lagið „California Dreamin’“ af því tilefni að þau voru tekin inn í Rock and Roll Hall of Fame. Phillips samdi líka lög fyrir aðra tónlistarmenn einsog „San Francisco (Be Sure to Wear Flowers in Your Hair)“ fyrir Scott McKenzie árið 1967, „Kokomo“ fyrir Beach Boys sem náði fyrsta sæti á vinsældalistum árið 1988 og „Me and My Uncle“ fyrir Grateful Dead. Rokk- hetja látin John Phillips NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14. Vit nr. 209 Gíslataka í frumskógum S-Ameríku Russell Crowe og Meg Ryan í magnaðri spennumynd í leikstjórn Taylor Hackford sem gerði myndirnar Devil´s Advocate, An Officerand a Gentleman og Against All Odds www.sambioin.is Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 210. Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr. 197. EDDIE GRIFFIN ORLANDO JONES Sýnd kl. 5.55. Ísl. tal. Vit nr.194 Gamanmynd í stíl Who framed Roger Rabbit með Robert De Niro, Renne Russo, Randy Quaid, John Goodman og Whoopi Goldberg í aðalhlutverki Þeir eru komnir til að bjarga heiminum!il j i i  Kvikmyndir.is Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 203. Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 203.  Kvikmyndir.is  H.K. DV Sýnd kl. 4, 8 og 10.45. B. i. 16. Vit nr. 201. Ein umtalaðasta mynd allra tíma heldur áfram að sópa til sín verðlaunum og er nú loks komin til Íslands HK DVHausverk.is Sýnd kl. 5.45 m y n d e f t i r R O B E R T A L T M A N h ö f u n d S h o r t c u t s o g T h e P l a y e r HELEN HUNT FARRAH FAWCETT LAURA DERN SHELLEY LONG LIV TYLER RICHARD GERE HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. GSE DV  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn Gíslataka í frumskógum S-Ameríku Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára. kirikou og galdrakerlingin með íslensku tali Óskar Völundarsson sem Kirikou, Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem galdrakerlingin. Einnig eru raddir þeirra Stefáns Karls Stefánssonar, Guðmundar Ólafssonar, Sigrúnar Wagge, Arnars Jónssonar og fleiri. Sýnd kl. 8 og 10.15.Sýnd kl. 6.  Rás 2 1/2 MBL 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.