Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLoksins skorar Andy Cole fyrir enska landsliðið/2 Íslensk tækni nýtist við knattspyrnuþjálfun/C4 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi í gær rúmlega þrítugan karl- mann í eins mánaðar fangelsi fyrir líkamsárás en hann réðst að sam- býliskonu sinni og barnsmóður og sló hana ítrekað í andlitið í nóvember í fyrra. Í niðurstöðum dómsins segir að árásin hafi verið fólskuleg og skað- vænleg þótt afleiðingarnar hafi ekki verið alvarlegar. Árásin átti sér stað á heimili þeirra. Konan bar fyrir dómi að hann hefði ráðist á hana í svefnherbergi þeirra, barið hana í andlitið með krepptum hnefa og löðrungað. Hann hefði haldið henni fastri og hún átt erfitt með að ná andanum. Þetta hafi staðið í um hálfa klukkustund en maðurinn hefði því næst hent henni út úr íbúðinni. Aðspurð um hvort eitthvað svipað þessu hefði áður gerst sagði konan að það hefði kannski verið eitthvað lítilsháttar, en ekkert í líkingu við þetta. Hún kvaðst hafa slitið sambúð með mann- inum. Illa marin í andliti Samkvæmt áverkavottorði var konan illa marin í andliti með stóra marbletti og bólgin. Vinstri hluti andlits var verst leikinn og þar var mar og bólga á efri augnabrún, enni, yfir gagnauga, yfir kinnbeini og kjálka. Neðri vörin var bólgin og sprungin. Vinstra eyrað var stokk- bólgið og marið. Þá var konan marin framan á hálsi. Fleiri áverkamerki voru á andliti hennar. Konan var ekki brotin og sjón hennar ósködd- uð. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki vilja svara spurningum en sagðist játa ákæru- efnið. Fyrir dómi sagðist hann ekki muna neitt um atburðinn. Fram kom að maðurinn var drukkinn þegar árásin átti sér stað. Hann hefur síð- an farið í meðferð vegna áfengissýki. Maðurinn hefur sex sinnum verið refsað fyrir brot á umferðarlögum, í fjögur skipti vegna ölvunaraksturs. Árið 1996 var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvun- arakstur og akstur þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuleyfi. Hann hafði ekki áður gerst sekur um of- beldisbrot. Refsing hans var því metin hæfileg einn mánuður. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Tryggva Bjarnasonar hdl. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðs- dómari kvað upp dóminn en Ólafur Þór Hauksson sýslumaður sótti mál- ið. Dæmdur fyrir að slá sam- býliskonu ítrekað í andlitið SAMNINGAFUNDI hjá sjómönn- um og útvegsmönnum lauk í húsa- kynnum ríkissáttasemjara um hálf- áttaleytið í gærkvöldi án mikils árangurs, samkvæmt upplýsingum þaðan. Fundur hafði þá staðið í rúm- ar sex klukkustundir. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá sáttasemj- ara kl. 13 í dag en nái deiluaðilar ekki saman hefst verkfall sjómanna að nýju 1. apríl næstkomandi. Áfram fundað í deilu sjómanna fyrra. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að þessar hugmyndir kæmu sér á óvart og ekki síst aðdragandinn, en ráðherra hefði gagnrýnt skýrslu stofnunarinnar fyrir skömmu. „Við starfsmenn Þjóðhagsstofn- unar fáum í raun ekki að vita af þess- ari ákvörðun fyrr en hún er tilkynnt í sjónvarpinu,“ sagði Þórður. „Fyrir ári, þegar Davíð lýsti því yfir á árs- fundi Seðlabankans að hann teldi að það væri rétt að endurskoða verka- skiptingu á milli stofnana, var tekin ákvörðun, eftir samtal mitt við Dav- DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Stöð 2 í fyrrakvöld að tillögur sem miðuðu að því að leggja Þjóð- hagsstofnun niður væru í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Illugi Gunn- arsson, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi mál hefðu verið til athugunar í ráðuneytinu um nokkra hríð og að langur vegur væri frá því að tillög- urnar tengdust á nokkurn hátt gagn- rýni forsætisráðherra á skýrslu Þjóðhagsstofnunar, enda hefði hann fyrst viðrað þessar hugmyndir á árs- þingi Seðlabanka Íslands í mars í íð, um að þessi mál yrðu skoðuð á yf- irvegaðan hátt og í samráði við mig og starfsmenn stofnunarinnar.“ Skýrist á næstu mánuðum Þjóðhagsstofnun, sem heyrir und- ir forsætisráðherra, hefur það hlut- verk samkvæmt lögum nr. 54/1974 að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsókn- um og vera ríkisstjórn og Alþingi til ráðuneytis í efnahagsmálum. Illugi sagði að ekki væri búið að taka end- anlega ákvörðun um tilhögun mála. Hann sagði að það myndi skýrast á næstu mánuðum og að ef til þess kæmi að Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður væri líklegast að Hagstofan, Seðlabankinn og jafnvel Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands tækju við verkefnum hennar. Þórður sagði að rætt hefði verið um það á sínum tíma að skipa sér- staka nefnd til þess að fjalla um skipulagsbreytingarnar og að hún hefði átt að starfa undir forystu Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. „Þar átti ég að vera einn nefnd- armanna, en þessi nefnd hefur aldrei komið saman svo ég viti til, þannig að þetta kemur mér fullkomlega á óvart. Við teljum hins vegar að það sé eðlilegt að endurskoða með reglu- legu millibili hvernig menn vilja haga þessari efnahagsráðgjöf og hagskýrslugerð með það að mark- miði að þetta nýtist sem best. En mér finnst að þessi umfjöllun núna sé alls ekki á þeim nótum heldur virðist einfaldlega sem um einhliða ákvörðun forsætisráðherra sé að ræða og ekkert samráð haft við okk- ur, þó að gefin hafi verið fyrirheit um það.“ Þórður sagðist óttast að ef Þjóð- hagsstofnun yrði lögð niður myndi sú mikla sérfræðikunnátta, sem þar væri fyrir hendi, glatast. Hann sagð- ist alls ekki telja einsýnt að Seðla- bankinn og Hagstofan gætu sinnt því hlutverki sem stofnunin hefði gert. „Verkefnin eru þess eðlis að það er mikilvægt að þeim sé sinnt innan réttrar umgjarðar og Seðlabankinn hefur ákveðnum verkefnum að sinna sem eru mjög vel skilgreind. Ég tel því að það væri alveg fráleitt að fela honum verkefni af því tagi sem við sinnum eins og t.d. mat á breyting- um á almannatryggingum, skatta- breytingar, sjávarútvegsverkefni og ýmis verkefni sem eru alveg ótengd starfsemi bankans.“ Tillögur um að leggja Þjóðhagsstofnun niður í vinnslu í forsætisráðuneytinu Tillögurnar koma forstjóra Þjóðhagsstofnunar á óvartSNJÓÞYNGRA er á Arnarhóli í dagen á öðrum stöðum í höfuðborginni.Ekki er þó um að kenna óvenjumik- illi gremju veðurguðanna út í Ing- ólf karlinn heldur var snjórinn fluttur úr Bláfjöllum í gær og síðan notaður til að þekja heljarmikinn stökkpall sem komið hefur verið fyrir á hólnum. Ástæðan er sú að þar mun fara fram snjóbrettastökk- mót Ingólfs í kvöld og hefst það klukkan 20. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið og verður keppt bæði í karla- og kvenna- flokki. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur ásamt samstarfs- aðilum sem stendur fyrir mótinu en sérstakur verndari mótsins er eng- inn annar en Ingólfur Arnarson. Langþráð- ur snjór á Arnarhóli Morgunblaðið/Júlíus Snjóbrettabraut undirbúin á Arnarhóli um kvöldmatarleytið í gær. GUÐNI Ágústsson landbúnað- arráðherra hefur farið fram á við yfirdýralækni að hann afturkalli leyfi sem hann veitti fyrir inn- flutningi á páfagaukum frá Bret- landi. Ástæðan er gin- og klaufa- veikin sem nú geisar þar í landi. Að sögn Guðna er full ástæða til að halda að sér höndum við leyfisveitingar af þessu tagi vegna veikinnar. „Ég tel að við verðum að hafa hér hreinar og skýrar línur og eiga sem minnst viðskipti með lifandi dýr við þau lönd þar sem þessi bráðsmitandi sjúkdómur er kominn upp,“ seg- ir Guðni. „Það verða allir aðilar að búa við það núna í einhverjar vikur og mánuði á meðan við vonum að þessi lönd nái tökum á þessum málum.“ Hann segist ekki geta dæmt um hversu líklegt sé að veikin berist með páfagaukum enda greini menn á um hvernig veikin berist. „Það er best að vera ekki að taka neina áhættu hér og það er mikilvægt við þessar aðstæð- ur að okkar heilbrigðu dýr og landbúnaður njóti vafans.“ „Best að taka enga áhættu“ Innflutningur á páfagaukum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.