Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 47
Svava mín væri dáin. Það er ekki langt síðan ég talaði við hana í símann, en þá var hún svo létt og kát, eins og hún var reyndar allt- af. Þegar mér barst þessi sorgar- frétt fór ég í huganum mörg ár aftur í tímann. Ég sá fyrir mér þegar ég kom fyrst að Heiði, þá var ég 13 ára gutti með háleita drauma en ég vissi þó fátt um hvað beið mín í líf- inu. Heimili þeirra hjóna á Heiði var stórt og fimm börn sáu um að allt- af var líf og fjör á bænum. Heiði var svokallað þríbýli og á einum bænum bjuggu foreldrar húsbónd- ans, Oddur og Helga, og þar eð öll börnin kölluðu þau afa og ömmu gerði ég slíkt hið sama og fannst mér gömlu hjónin bara taka þessu uppátæki mínu vel. Það var yndislegt að vera í sveit á Heiði. Þar réð kjarnakonan Svava málum af röggsemi en þó með blíðu og hjartagæsku að leið- arljósi. Og þótt hún hefði jafnan mikið að gera við að stjórna heim- ili af stakri prýði var hún alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga með þeim sem þurftu aðstoð. Og ef hún átti þess kost að líta upp frá pott- um, þrifum og stússi í kringum börnin var hún komin út á tún til að hjálpa við heyskapinn eða sinna búsmala. Ekkert verk var henni óviðkom- andi, hún vissi nefnilega, og kenndi það öðrum, að öll verk þarf að vinna og ekki skal fresta því til morguns sem unnt er að vinna í dag. Ég naut þeirra forréttinda að þurfa aldrei að vera við morgun- mjaltir, Svava vann þau verk og hún sá ástæðu til að halda hlífi- skildi yfir óhörðnuðum strák- hnokka af mölinni. En þó ekki þyrfti ég að vera við morgunmjalt- ir kenndi Svava mér margt verkið og sýndi mér hvernig verkin bar að vinna. Allt sem hún sýndi mér sýndi hún af manngæsku og hlý- hug. Og eftir að ég óx úr grasi var gott til þess að vita að vinátta okkar var ávallt trygg. Alltaf hef ég getað komið að Heiði í kaffi og alltaf hefur Svava tekið mér og mínum opnum örmum. Og þegar ég hef þar gestur verið hefur hvorki vantað kaffi né kökur á borð. Húsmóðirin hefur alltaf látið verkin tala og verkum hennar hafa alltaf fylgt glaðværð og hlýja. Í slíkum heimsóknum hafa ófáar sögurnar úr sveitinni verið rifjaðar upp, enda af mörgu að taka. Á bláum hestum hugans um himin minn ég svíf. Ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar og áfram streyma þeir. Þar er í lausu lofti eitt ljós sem aldrei deyr. Ég flýg í allar áttir og yfir skýjaborg. Þar inní þéttri þoku er þagnarinnar sorg. En djúpt í hugans hafi er heimsins minnsta ögn hún býr um alla eilífð í endalausri þögn. Á bláum hestum hugans um himin minn ég svíf. Ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. (Kristján Hreinsson.) Elsku Svava, það voru for- réttindi að fá að eiga þig að, og ég þykist vita að vel verði tekið á móti þér hinum megin. Og ég þykist líka vita að þegar þangað er komið fái verkin þín áfram að tala og aðrir fái þeirra að njóta. Og hver ætti svosem að þurfa að kvíða stund dauðans, ef hann veit að þú bíður á hinum árbakkanum, tilbúin að veita tryggð og hlýju? Elsku Steini, börn, og aðrir ætt- ingjar. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Sophus og Áslaug. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 47 ✝ Petrúnella Aðal-heiður Kristjáns- dóttir fæddist í Sjó- búð á Akranesi 22. júlí 1913. Hún andað- ist hinn 22. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Guðmunds- son sjómaður og Ragnheiður Finns- dóttir og var Petr- únella næstyngst 10 systkina sem öll eru fallin frá. Þau bjuggu æskuár Petrúnellu að Breið á Akranesi og voru gjarnan kennd við þann stað. Petrúnella giftist 4. nóvem- ber 1933 Jóni G.K. Guðmundssyni, bifreiðastjóra og síðar umsjónar- manni hjá Ríkisútvarpinu. Heimili þeirra var alla tíð á Bergstaðastræti 32b í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ásta, maki hennar er Guð- mundur Agnarsson og eiga þau tvær dætur. 2) Guðmund- ur, maki hans er Halldóra Björt Ósk- arsdóttir og eiga þau fimm börn. 3) Krist- ján, maki hans er Steinunn J. Pálsdótt- ir, og eiga þau fjög- ur börn. Petrúnella bjó síð- ustu árin í Lönguhlíð 3 í Reykja- vík. Útför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðjuorð til tengdamóður minn- ar sem var orðin háöldruð eða 87 ára gömul og samskipti okkar spönnuðu orðið 33 ár alls. Hún var búin að lifa tímana tvenna á sínu æviskeiði. Hún upplifði kreppuárin með öllu sínu að- haldi og sparnaði, nýtti allt til hins ýtrasta, bæði mat og fatnað. Þau hjónin Jón Guðmundsson, sem er látinn fyrir ellefu árum, voru mjög samheldin í einu og öllu. Ef Jón var að vinna að einhverju eins og setja saman bíl, sem oft gerðist, þá unnu þau ávallt saman að öllu hvort á sínu sviði. Oftar en ekki klæddi Peta bíl- inn allan að innan, saumaði áklæði á sætin, sneið jafnvel, saumaði og festi toppklæðninguna í bílinn. Ég upp- lifði að sjá sjálfsbjargarviðleitnina í sinni allra bestu mynd á þessum erf- iðu tímum. Við fyrstu kynni okkar Petu orkaði hún mjög sterkt á mig. Hún var mjög vel máli farin og kom mjög vel fyrir. Eiginlega eins og besta aðalskona. Hún fæddist á Akranesi á stað við sjóinn sem hét Breiðin. Þar ólst hún upp ásamt níu systkinum. Faðir hennar var sjó- maður og móðir hennar annaðist heimilið. Móðir hennar dó úr spönsku veikinni, sem svo var nefnd, þegar hún var fimm ára og faðir hennar fjórum árum síðar. Elsta systir hennar, Guðrún, tók hana að sér. Hún var þá gift kona. Dugnaðar- forkur var hún Peta. Af eigin ramm- leik kom hún sér síðan áfram og réðst í vist, meðal annars hjá Thors- fjölskyldunni á Grundarstíg, og lík- aði vistin þar vel. Heimili hennar var alltaf opið öllu því fólki sem hún kynntist. Á fyrstu búskaparárum mínum bjó ég í kjall- aranum hjá þeim hjónum eða um sex ár. Fór ég ekki varhluta af því að þarna fór góð kona og hjartahlý og mikill persónuleiki. Lét hún sig margt varða og vildi alla tíð greiða götu annarra ef hægt var að koma því við. Hún sat ekki við orðin tóm heldur gekk í hlutina, ekki síst þegar erfiðleikar steðjuðu að einhverju af hennar fólki. Á þessum árum var ég heima að hugsa um dætur mínar og bú og fór daglega upp til hennar í kaffi og spjall. Við sátum oft við saumaskap. Ég kannski saumaði út og hún jafn- vel að sauma svuntur eða prjóna fyr- ir basar sem var árlega haldinn í Kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins. Hún var mjög trúuð kona, fór í kirkju eins oft og hún gat komið því við og lét sér alla tíð annt um mál safnaðarins og kirkjunnar sinnar. Hún var einnig félagi í Verka- kvennafélaginu Framsókn og tók oft þátt í ýmsum málum, er félagið vörð- uðu. Hún hafði mjög ákveðnar skoð- anir á hlutum og lét þær hiklaust í ljós. Frá þeim varð ekki hvikað, sama hvað tautaði og raulaði. Hafði ég oft gaman af henni. Ég hugsa oft til þess núna hversu mikil áhrif þau hjónin höfðu á mig með allri sinni reglusemi, atorku og hlýju. Þau drógu okkur Stjána oft í sunnudagsbíltúr með sér og komu við hjá ættingjum. Oftar en ekki hjá systkinum hennar og mökum. Það voru alveg yndislegar stundir sem ég átti með því góða fólki og kynntist því mjög vel fyrir atbeina Petu. Það má með sanni segja að þar sem Peta fór var engin venjuleg kona á ferð. Hún lifði tímana tvenna. Ekki síður fylgdist hún vel með öll- um fréttum og ótrúlegt var hversu vel hún var að sér í nútímatækni, sem svo margir eldri borgarar láta afskiptalausa. Hún vissi til dæmis hvað þessi tækni hafði upp á að bjóða eins og SMS-skilaboð úr GSM- síma og fleira í þeim dúr. En þegar að því kom að verða kvödd burt úr þessum heimi okkar var hún alls ekki ósátt, heldur vildi hún gjarnan fá hvíldina. Tíðar sjúkrahúsferðir voru afar lýjandi. Ég þakka ástsælli tengdamóður allt gamalt og gott á liðnum árum. Guð blessi minningu Petu Kristjáns. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Þín tengdadóttir, Steinunn Jóhanna Pálsdóttir. Þær eru margar minningarnar sem leita á hugann, nú þegar þú hef- ur kvatt í hinsta sinn elsku amma. Stórfjölskyldan þín var líf þitt og yndi og þess fengum við að njóta í ríkum mæli. Við vitum að nú ertu komin þar sem þú vildir vera, við hlið afa Jóns sem þú saknaðir sárt. Nú verða fagnaðar fundir í þeirri von og trú að þið séuð sameinuð á ný. Lækkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið, ljósið kveiktu mér hjá. (H.A.) Sigríður og Ágúst. Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel og sért búin að hitta afa Jón á ný og líka systkini þín. Mér þykir svo vænt um þig og þótti alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Ég sakna þín og grét sárt þegar ég heyrði að þú, yndislega amma mín, hefðir dáið á spítalanum, það var eins og hjartað mitt hefði sokkið niður í maga. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Davíð Snær. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín. Nú ertu komin heim eins og þú sagðir alltaf sjálf og mikið óskaplega sakna ég þín mikið. Ég er svo tóm innra með mér, mér finnst vanta svo mikið að geta ekki hringt til þín og heyrt í þér. Við töl- uðum saman á hverjum degi, stund- um töluðum við lengi, stundum stutt en það var nauðsynlegt að heyra í ,þér á hverjum degi. Þú varst alltaf að hugsa um aðra og hvernig allir hefðu það og spurðir þá: „Eru ekki allir hressir?“ og ef svarið var já sagðir þú alltaf: „Þá er allt fengið.“ Já amma mín þú lifðir fyrir fólkið þitt og mikið óskaplega fannst þér vænt um það allt. Mér þótti líka mjög vænt um þig elsku amma mín og ég mun hugsa um þig alla daga, minning þín er í hjarta mínu og mér finnst svo gott að eiga allar þessar góðu minningar um þig. Manstu þegar við fórum saman í Ölfusborgir árið ’96, það var yndislegt að vera með þér þar, þú naust þín að vera með krökkunum að spila eða spjalla saman, já þetta var góður tími sem ég mun aldrei gleyma. Já amma mín það var gott að eiga þig fyrir ömmu, þú gafst mér svo mikið og kenndir mér margt sem ég bý að alla ævi. En elsku amma, nú veit ég að þú ert komin til afa og orðin frísk og þið gangið saman á ný. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú sofnaðir í hinsta sinn, það var svo mikill friður yfir þér og ég sá að þér leið ekki lengur illa. Já elsku amma mín, ég kveð þig nú með miklum söknuði. Takk fyrir að vera svona góð við mig og mína, guð verndi þig og geymi. Þín Ingunn Aðalheiður Guð- mundsdóttir og fjölskylda. Elsku Amma Peta! Við minnumst þín með þessum orðum. Okkar hinsta kveðja Heilsteypt og hlédræg, haldin vænsta hug. Örlát og opin, engum vísaðir á bug. Hugrökk og hugdjörf, háðir erfitt stríð. Baráttuþrekið og bjartsýnin, brustu eftir langa hríð. Minningarnar eru margar, minnumst við þín þar. Í söknuði og sorgum, sjá, þær eru okkar svar. Komið er að kveðjustund, okkar kynni enda taka. Ein þú ferð ei á Drottins fund, með elskunni þinni muntu sofa og vaka. Þakklát og þolinmóð, ekki var þrautin þyngri þig að gleðja. Trúrækin, traust og góð, til þín er þetta okkar hinsta kveðja. Óskar og Laufey. Hún amma Peta er dáin. Þessi orð hljóma eitthvað svo óraunverulega; amma sem alltaf reif sig upp úr veik- indum. En það kemur að því að allir kveðja og nú hefur hún amma Peta fengið hvíldina, hún átti hana svo sannarlega skilið eftir þessi erfiðu veikindi. Fram til hins síðasta dags var hún svo baráttumikil og lífsglöð, og ávallt að hugsa um fjölskylduna, fjölskyldan var henni allt. Ég minn- ist orða hennar er hún spurði: „Sara mín eru allir frískir?“ Ef svarið var játandi sagði hún: „Þá er allt fengið.“ Já, svona var hún amma, alltaf svo góð og umhyggjusöm. En nú kveð ég ömmu mína og ég veit að nú er hún hjá afa Jóni og nú hafa þau sameinast á himnum. Takk fyrir allt. Sara Ósk Guðmundsdóttir, Elías Oddur Jóhannsson og börn. Elsku amma Peta. Ertu núna eng- ill hjá guði? Mér fannst þú alltaf svo skemmtileg og finnst leiðinlegt að þú sért dáin. Ég mun alltaf sakna þín. Þín Guðbjörg Dagný Kristjánsdóttir. Ævin hún er undarleg. Elska, syrgja, þreyja. Leita gulls um langan veg. Lifa til að deyja. Elsku amma mín, ósköp sakna ég þín mikið og mun ávallt gera, minn- ing þín geymist í hjarta mínu um aldur og ævi. Hvíldu í friði og megi Jesú Kristur vaka yfir þér. Þinn langömmusonur, Stefán Daníel Kristjánsson. Elsku amma Peta! Nú þegar þú kveður þennan heim fer maður að rifja upp allar minningarnar og alla góðu tímana sem við áttum saman, þú varst alltaf svo góð og yndisleg við mig og vildir allt fyrir mig gera. Ég man þegar ég var lítil og mamma fór með okkur systkinin í barna- messu á sunnudögum þá bauðstu okkur í hádegismat og ég man hvað það var gott að koma til þín í mat því þú eldaðir svo góðar súpur. Það eru til svo margar góðar minningar um það hvað við gerðum saman og hvað þú gerðir fyrir mig sem ég mun allt- af geyma í hjarta mínu. Ég mun alltaf elska þig og er þér að eilífu þakklát. Mig langar að kveðja þig með bæn sem við báðum saman þegar ég gisti hjá þér. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Þín Helga Dagbjört Krist- jánsdóttir. Ég elska þig rosalega mikið. Ég mun alltaf sakna þín. Það var alltaf svo gaman hjá þér og rosalega gam- an að tala við þig. Mér finnst leið- inlegt að þú hafir dáið frá okkur öll- un. Nú kveð ég þig. Mér leið illa þegar þú sofnaðir þínum hinsta svefni. Ég mun sakna þín. Þín langömmudóttir, Halldóra Dögg Krist- jánsdóttir. Elsku amma mín, ég hugsa um þig og sé þig fyrir mér sem hetju, þú varst alltaf svo hjálpsöm og góð við alla. En nú kveður þú og skilur við þennan undraheim. Við vitum að við deyjum öll, en það hljómar svo skrítilega að þú skulir vera farin fyr- ir fullt og allt, í fyrstu trúði ég því ekki en ég verð að trúa því. Núna ertu komin þangað sem þú vilt vera og ert búin að finna afa og það er það sem skiptir máli því þú þráðir það, en ég mun sakna þín og ég mun koma til þín einhvern tímann í annan heim og þá getum við talað saman um það sem gerst hefur á meðan við vorum aðskildar. En nú kveð ég, og þangað til, láttu þér líða vel. Þín Anita Björt Einarsdóttir. Elsku amma Peta. Mér fannst svo gaman að koma til þín og fá kökur og kók. Það var alltaf svo hlýtt inni hjá þér. Og kubbarnir létu ekki á sér standa. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn Guðmundur Daði Kristjánssn. PETRÚNELLA AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.