Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1996 var Kaupmanna-höfn, höfuðborg Íslands ímeira en 550 ár, menn-ingarborg Evrópu, svo sem mörgum mun kunnugt. Eins og vænta mátti var mikið um að vera í borginni við Eyrarsund, ekki síst á vettvangi sjónmennta. Hér vissu menn hvað í húfi var og vildu ekki vera eftirbátar fyrri menningar- borga um að auka við orðstír og ris skapandi athafna innan borgar- markanna. Hverja stórframkvæmd- ina rak aðra og má hér sérstaklega nefna sýningar á verkum gullald- armálaranna Christen Købke á Rík- islistasafninu og Wilhelm Bendz á Hirsprungske safninu. Báðar ógleymanlegar, birtingarmynd list- ar þeirra ferskari en í annan tíma, og báru hróður listamannanna langt útfyrir landsteinana. Sýningarskrár afburða vandaðar og til fyrirmyndar um skilvirkni og hlutlægni. Alþjóð- legum straumum í núlistum var einnig gert hátt undir höfði, minnist helst gámasýningarinnar miklu á hafnarbakkanum í nágrenni gömlu Tollbúðarinnar og risasýningar á list yngri kynslóða í Øxnehallen, stóru Kjöthöllinni fyrrverandi í ná- grenni Halmtorvet. Var nokkrum sinnum á vettvangi það árið og skrifaði eitthvað 10-12 greinar í blaðið, að meginhluta um myndlist- arviðburði. Minnist glögglega hins mikla við- búnaðar árin á undan, Kaupmanna- höfn tók gagngerum stakkaskiptum, einkum miðborgin, sem vissulega var mikil þörf fyrir og nú streymdi fjármagnið til margvíslegrar endur- nýjunar og nýbygginga, einstakra að vísu mjög umdeildra. Það sem gerir útnefninguna svo eftirsótta í Evrópu er einmitt fjárstreymið til borganna og þeirra möguleika sem skapast um endurnýjun þeirra; ný- bygginga, endurbóta á söfnum og sýningarhöllum, og eru hér dæmin mörg og glæsileg. Rifjast upp, að í stað þess að hag- nýta okkur aldalanga reynslu herra- þjóðarinnar á sviði sjónmennta, við stofnun lýðveldisins 1944, var klippt á alla þræði og giska óburðuga reynslu virðumst við ennþá hafa dregið af þeim afdrifaríku mistök- um. Í öllu falli tókum við Dani ekki til fyrirmyndar á menningarborg- arári frekar en fyrrum, undirbún- ingur lítill nema í formi fundahalda og samþykkta. Framkvæmdir létu á sér standa, tónlistarhús enn fjar- lægur draumur og engar metnaðar- fullar áætlanir um að bæta úr ára- langri vanrækslu um kynningu á íslenzkri myndlist, vítt og breitt. Hér erum við svo langt á eftir hin- um Norðurlöndunum að hrollur fer um skrifara við tilhugsunina og það sem gert er markast af mjög þröng- um og einslitum ramma. Einnig skal vakin ahygli á, að menningarborgarárin hafa verið gósentíð starfandi listamanna í Evr- ópu sem fengu margir fleiri og stærri verkefni en áður þekktist. Víðast hafa þeir fengið full mann- réttindi er svo er komið og enginn velkist í vafa um að þeim beri sitt líkt og öðrum starfstéttum, í mörg- um tilvikum eru þeir mjög vel laun- aðir. En hér á útskerinu virðist ein- hver ímyndaður heiður og viðurkennandi klapp á öxlina vera helstur gjaldmiðill þegar myndlist og myndlistarmenn eiga í hlut, og sýnist menningarborgarárið ekki hafa verið nein undantekning. Hug- myndavinnan ekki vegin og metin líkt og gerist annars staðar, heldur goldið fyrir samkvæmt lægsta mögulegum taxta, helst skyldan ölmusum, og engar tröllasögur (!) fara af því að listamenn hafi riðið feitum hesti frá menningarborg- arári, nema kannski starfmennirnir sjálfir, sýningastjórar, fundahalda- fíklar og aðrir er lögðu hönd að, en um það veit ég minna. Hins vegar veit ég og vita allir myndlistarmenn, að ætlast er til þess að þeir séu oft- ar en ekki ókeypis skemmtikraftar, gott ef þeir þurfa ekki að borga með sér. Á þetta jafnt við um sýningar á söfnum þar sem salirnir eru í mörg- um tilvikum leigðir út til listamanna í stað þess að þeim sé greitt fyrir að sýna. En allir aðrir sem koma ná- lægt framningunum eru á fullum taxta allt frá forstöðumanni til ræstitæknis og kæmi engum við- komandi sú fjarstæða í hug, að gefa vinnu sína. Þá er nokkuð algengt að þekktir listamenn séu beðnir um myndverk á veggi fyrirtækja, kaffi- húsa sem og hótela úti á landi án þess að ætlast sé til að krónu sé vik- ið í lófa þeirra. Í fyrra tilvikinu verða öll söfn á hinum Norðurlönd- um að greiða listamönnum ákveðið lágmarksgjald fyrir að fá að sýna verk þeirra, í því seinna er fyritækj- um og öðrum aðilum skylt að festa sér 1–2 verk eða borga dagleigu, allt eftir aðstæðum. Hugvit, sem víðast úti í heimier langsamlega verðmæt-asta og dýrasta vinnuaflið, virðist þannig ekki metið upp á marga fiska í veiðimannasamfélag- inu. Og fyrir þá sök hefði mátt ætla, að metnaður menningarborgarárs hefði öðru fremur átt að hverfast um þann meginás að breyta þessum lágkúrulega og niðurlægjandi hugs- unarhætti. Slík viðhorfsbreyting hefði orðið íslenzkri myndlist mik- ilvægust lyftistöng, sem og öðrum listgreinum. En sú varð ekki raunin og uppi eru raddir um að listamenn- irnir hafi lagt stærsta skerfinn til menningarborgarársina úr eigin vasa og að háttur ölmusuhugsunar hafi verið ríkjandi sem fyrrum, hver króna talin í lófa þeirra, en vel að merkja, síður útlendra gesta frekar en fyrri daginn. Og í stað þess að launa fyrir væntanleg viðvik og eft- irlátsemi með myndarlegri kynn- ingu á íslenzkri myndlist, yfirlits- sýningum og bókaútgáfu, var ekki lyft litlafingri. Naumast hefði óviðráðanlegur kostnaður fylgt því að reisa t.d. bráðabirgðahúsnæði á Miklatúni í stíl við Listamannaskálann gamla við Kirkjustræti, vera þar með kynningar á myndlist, listiðnaði, hönnun og húsagerðarlist allt árið. Hefði gjarnan mátt rísa þar sem býlið Klambrar stóð áður á Mikla- túni, þ.e. Klambratúni. Seinna hefði verið hægt að nýta hann á svipuðum grundvelli og Listamannaskálann gamla, engra bílastæða þörf en skál- inn hefði getað hresst til muna upp á lífvana svæðið, aukið aðsreymi gangandi fólks. Finnist einhverjum þetta óheyrilegar og fjarstæðu- kenndar kröfur má vísa til íþrótta- mannvirkjanna sem rísa í hverju hverfi borgarinnar og vígð eru með mikilli viðhöfn, pompi og prakt, í raun hverju krummaskuði á land- inu. Menningarmiðstöðvar, eins og rísa upp á öllum Norðurlöndum sem og Evrópu allri ekki til utan Gerðu- bergs þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir myndlist í húsinu, og frá- bært einkaframtak austan heiðar drepið fyrir skilnings- og andvara- leysi. Annað og alvarlegt mál eruhinar svonefndu síbyljusýn-ingar út um hvippinn og hvappinn sem jafnvel listasöfni hafa tekið upp. Þannig er til í dæminu að 3-4 sýningar opni samtímis í ein- hverju safnanna eina helgina sem er meira en gerist á stórsöfnum millj- ónaborga. Slík forðast eins og heit- an eld að opna fleiri en eina í einu, dreifir athygli og veikir slagkraft. Einnig til í dæminu, að fimm til tíu aðrar sýningar opni um leið ann- ars staðar á höfuðborgarsvæðinu, sem sumar vanrækja almennustu upplýsingaskyldur í hendur gesta sem listrýna. Hér hefði mátt ætla að annar mestur metnaður menning- arborgarársins hefði verið að grípa tækifærið og lyfta undir vel und- irbúnar og skilvirkar framkvæmdir. En litið til baka, þá mun aldrei hafa verið viðlíka flóð smásýninga í sögu borgarinnar, margar þeirra með há- tíðlega orðuðum viðurkenningar- stimpli menningarborgarársins, öf- ugþróuninni þannig lyft á stall (!) enda líkast sem olíu væri hellt á eld. Og að telja fjölda sýninga jafngilda grósku í listsköpun eru mjög um- deilanleg viðhorf, ef ekki algjör öf- ugmæli, því ris lista hefur aldrei far- ið eftir glysi, magni né kílóavigt, þar gilda allt önnur lögmál til að mynda metnaður, gæði og andagift. Þessi yfirgengilegi fjöldi er í engu sam- ræmi við stærð borgarinnar, frekar en bílafjöldinn, og hefur öllu frekar hamlandi áhrif á aðsókn en hitt. Tíu frábærar ættu þannig bera stórum meiri vott um grósku í myndlist en 100 miðlungssýningar, og skila sér snöggtum betur. Glæsilegar opnanir með sítarspili, söng, ræðuhöldum, nærveru fyrirmanna þjóðarinnar og léttum veitingum, ber ei heldur vott um neina tegund af grósku í listum. Þriðji mesti metnaðurinn hefði mátt markast af baráttu fyrir því að ís- lenzkir listamenn stæðu jafnfætis starfsbræðrum sínum í Evrópu um aðgengi að prentuðum fróðleik um listir, en hér eru erlend blöð og tímarit 50-200% dýrari en annars staðar og skattur tekin af lista- verkabókum og menningarefni sem menn panta erlendis frá. Hafi sá grunur læðst að einhverj- um, að meginveigurinn hafi verið að menningarborgarárið skilaði hagn- aði að undirlagi títuprjóna- og rass- púðafræðinga, fékkst það staðfest á blaðamannafundi fyrir þó nokkru og voru fyrirsvarsmenn listahátíðar þar heldur hróðugir. Gáfu til kynna að gróðanum yrði varið til að styrkja listir í framtíðinni! Sé ekki betur en að þessi hagnaður hafi ver- ið sóttur í vasa listamanna, eðlilega nær að nota hann til að launa þeim fórnfýsi og vangoldna vinnu… Skrifari hefur í pistlum sínum iðulega vikið að bágborinni stöðu myndlistarmanna og að þeir séu oft- lega valdir til að vera í forsvari um mál þeirra sem litla þekkingu og yf- irsýn hafa. Er virkilega ekki kominn tími til að fara í saumana á þessum málum öllum, bæta upp hálfrar ald- ar vanrækslu á vettvangi sjón- mennta, koma miðstöð traustrar myndlistafræðslu inn í sérhannað hús, sem þjóðin gæti verið stolt af? Gera að sjálfstæðu þaki allrar æðri sjónmenntafræðslu eins og lengi vel var stefna Myndlista- og handíða- skólans og hann í eina tíð var í góðri leið með að verða. Þá er ómæld þörf fyrir sérhannaðan listiðnaðar- og hönnunarskóla, en þessir þrír þætt- ir hafa frá endurreisnartímabilinu talist jafngildi mikilvægustu grunn- eininga þjóða í Evrópu, raun- og málvísindum. Á upphafsárum MHÍ, og lengi vel, varð að lauma myndlist inn um bakdyrnar sem hluta kenn- aradeildar, hún lögð að jöfnu við léttvægt föndur sem gagnaðist ekki þjóðarbúinu! Þá er rétt að minna enn einusinni á, að ekki er til neininnkaupastofnun myndlistar sem sér um að dreifa gildum lista- verkum um landsbyggðina og þar með mennta þjóðina á íslenzka myndlist, allar hliðar íslenzkrar myndlistar. Engin marktæk lista- saga, einungis ófullkomin en mjög virðingarverð drög eins manns en sviðið rannsóknarefni margra ef skilvirkni og hlutlægni skal gætt. Upplýsingamiðlun og útgáfa lista- verkabóka langt á eftir sem og kynning íslenzkrar myndlistar er- lendis sem er nánast engin og ef nokkur helst einkaframtak. Vísa hér til Eddu Jónsdóttur en til eru fleiri gildar hliðar íslenzkrar myndlistar sem erindi eiga á alþjóðavettvang en hún kynnir. Starfslaun lista- manna fálm og hér mættum við enn draga dám af bræðraþjóðum okkar sem leitast við að gera viðurkennd- um og framsæknum listamönnum kleift að sinna list sinni með ævi- löngum starfslaunum, dæmi til að einstakir komist þannig í fjárlög yngri en fertugir. Þá þekkjast 10-15 ára styrkir til efnilegra listamanna og sumum þeirra fylgir afnot að listamannaíbúð en hvergi veit ég um 6 mánaða starfslaun og til þriggja HAGS- MUNIR Sjónmenntavettvangur Meðan á verkefninu Reykjavík – menning- arborg Evrópu 2000 stóð gerðist afar fátt bitastætt í myndlist á höfuðborgarsvæðinu, ekki umfram önnur ár nema að síbylja vanbúinna smásýninga var meiri en nokkru sinni fyrr. Bragi Ásgeirsson lítur um öxl, fjallar um markaðs- og hagsmunamál myndlistarmanna og hermir af alþjóð- legum listamarkaði. Guðmundur Ármann Sigurjónsson; Sandar, olía á striga, 2000. Var á framhlið boðskorts á sýningu hans á Gall- ery Aveny í Gautaborg, 24. febrúar–11. marz, þar sem hann seldi rúman helming verka sinna, eða 11 af 20. Meðal annars keypti „Statens kulturnemd“ tvö stór málverk, sem verður að teljast drjúgur sómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.