Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, setti ráð-
stefnuna með þeim orðum að samhjálp og sam-
ábyrgð væri meira en leið til að leysa ákveðin
úrlausnarefni og velferðarkerfið væri alltaf
lífskjarajöfnun hvernig sem á það væri litið.
„Velferðarkerfið er fyrir alla, því greiða á til
þess eftir getu og allir eiga að njóta trygginga-
verndar eftir þeim reglum sem sátt næst um í
samfélaginu,“ sagði Grétar og lagði áherslu á
að velferðarkerfið ætti ekki að vera fátækra-
framfærsla hedlur samtrygging allrar þjóðar-
innar. „Þegar litið er til baka sést að jafnvel af-
drifaríkar breytingar á velferðarkerfinu hafa
verið gerðar til að bregðast við tímabundnum
aðstæðum eða til að takast á við tilfallandi
verkefni. Stundum hefur ekki einu sinni verið
gætt nægilega vel að innbyrðis samræmi ein-
stakra ákvarðana,“ sagði Grétar. Hann sagði
sumar þessara breytinga hafa verið gerðar að
kröfum verkalýðshreyfingarinnar í tengslum
við frágang kjarasamninga, aðrar vegna nið-
urstöðu dómsmála og enn aðrar til að bregðast
við stöðu ríkissjóðs eða sveitarfélaga. „Áður en
lengra er haldið á þessari óvissubraut er því
tímabært að staldra við og spyrja í hvaða átt
skuli haldið. Hvaða hlutverk ætlum við velferð-
arkerfinu og hvernig verður því best náð?“
Grétar sagði það mat Alþýðusambandsins að
skoða þyrfti velferðarkerfið og lífskjarajöfnun
samfélagsins í heild og skapa sátt um grund-
vallaratriði þess til framtíðar. Því hefði verið
boðað til ráðstefnunnar til að leggja grunn að
áframhaldandi umræðu og sameiginlegri
stefnumótun um framtíð velferðarkerfisins.
Hækkun lágmarkstekna
brýnasta verkefnið
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í ávarpi sínu að leiðarsteinn og
grundvallarhugsun þjóðarinnar í vel-
ferðarmálum ætti að vera sú að
hjálpa þeim sem einhverra hluta
vegna eiga ekki möguleika á því að
hjálpa sér sjálfir. Þá væri frelsi í við-
skiptum hornsteinn samhjálpar í
þjóðfélaginu. „Það tryggir að einstak-
lingarnir, fólkið í landinu, hafi næg og
góð tækifæri til að bjarga sér sjálft og
verði þar með sinnar eigin gæfu smið-
ir. Það tryggir líka um leið að nægileg
verðmæti skapast til að standa undir
þeim kostnaði sem fellur til þegar
samfélagið aðstoðar þá sem þess
þurfa. Það fer því saman, sterkt og
þróttmikið hagkerfi og geta okkar til
að sinna samhjálpinni með myndar-
legum hætti,“ sagði ráðherra en lagði
áherslu á að endurskoðun velferðar-
kerfisins væri viðvarandi verkefni.
Til að undirbúa ákvarðanir um endur-
skoðun almannatryggingakerfisins
og samspil þess við skattakerfið og
lífeyrissjóðakerfið hefur starfað
vinnuhópur á vegum forsætisráðu-
neytis, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis og fjármálaráðuneytis og
sagði Davíð að gert væri ráð fyrir að
vinnuhópurinn myndi lýsa helstu leið-
um til að ná árangri til að tryggja sér-
staklega hag þeirra öryrkja, fatlaðra
og aldraðra sem lægstar tekjur hefðu
þar sem hækkun lágmarkstekna í al-
mannatryggingakerfinu væri talið
brýnasta verkefnið að svo stöddu.
Niðurstaðna hópsins er að vænta eftir
um tvær vikur og sagði ráðherra að í
framhaldinu yrðu undirbúnar laga-
breytingar að höfðu samráði við
helstu hagsmunaaðila. Ráðherra
sagði að tekjutenging væri eina leiðin
til að bæta hag þeirra verst stöddu án
þess að um „útgjaldasprengingu“ yrði
að ræða, en það væri m.a. tekjuteng-
ingin sem gerði kerfið flókið, einkum
þegar við hana bættust jaðaráhrif
skattlagningar. Miklu máli skipti því
að gæta þess að jaðaráhrif færu ekki
úr hófi fram.
Lífeyrissjóðirnir meginstoð
lífeyriskerfisins
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabanka Íslands, velti upp þeirri spurningu
hvort lífeyrissjóðakerfið hefði burði til að vera
meginstoð lífeyrisframfærslu landsmanna.
Már sagði lífeyrissjóðina nú langt frá fullum
þroska og þeir borguðu enn sem komið væri
minni lífeyri en almannatryggingar. Hann
sagði þetta þó eiga eftir að breytast á næstu ár-
um og nefndi að staða sjóðanna hefði stór-
bartnað á undanförnum árum. Eignir lífeyr-
issjóðanna eru nú nærri 83% vergrar
landsframleiðslu en stefna í rúmlega 150% um
miðja þessa öld en Ísland er nú í fjórða sæti á
meðal ESB- og EFTA-ríkja varðandi eignir líf-
eyrissjóða í hlutfalli við landsframleiðslu. Már
sagði að auki að mikill árangur hefði náðst í að
lækka rekstrarkostnað sjóðanna og hann væri
nú lítill í alþjóðlegu samhengi að teknu tilliti til
stærðar þeirra. Staða sjóðanna væri traust og
allt stefndi í að þeir stækkuðu verulega til við-
bótar og gætu staðið undir lífeyri sem samsvar-
aði 50 til 60% af launum fullstarfandi. Már
sagði því að af framansögðu mætti ráða að líf-
eyrissjóðirnir hefðu burði til að verða megin-
stoð lífeyriskerfis landsmanna. Almannakerfið
gegndi þó mikilvægu hlutverki lágmarksfram-
færslu og tekjutryggingar og því væri samspil
við lífeyrissjóðakerfi og skattakerfi mikilvægt.
„Fjölskyldusilfur
þjóðarinnar“
Mikilla umbótaaðgerða er þörf í velferðar-
kerfinu að mati Stefáns Ólafssonar prófessors
en um 4 til 5 milljarða aukning lífeyrisgreiðslna
á ári myndi að hans mati leysa bráðasta vand-
ann og koma íslenska kerfinu í fremstu röð á
Vesturlöndum.
Stefán sagði að þótt vel hefði tekist til með
margt í íslenska velferðarkerfinu væri lífs-
kjaravandi umtalsverður á Íslandi meðal ein-
stakra hópa, bæði hvað varðaði fátækt og
launamisrétti. Þessi vandi er að mati Stefáns
meiri hér á landi en hjá grannþjóðum okkar á
Norðurlöndum sem hafa náð meiri árangri við
að draga úr fátækt og jafna lífskjör. Stefán
sagði veikleika íslenska velferðarkerfisins
einkum vera hversu lágur lífeyrir almanna-
trygginga væri og einnig væru tekjutengingar
mjög víðtækar og áhrifamiklar. Afkoma lág-
tekjufólks væri lakari á Íslandi en hjá frænd-
þjóðunum og tekjur ójafnari. Fátækt væri
einnig meiri hér en á hinum Norðurlöndunum
þar sem 6,8% íslensku þjóðarinnar teldust und-
ir fátæktarmörkum en 4,9% Svía. Væri hópur
eldri borgara sérstaklega athugaður kæmi í
ljós að 4,3% íslenskra eldri borgara væru undir
fátæktarmörkum en aðeins 1,4% sænskra eldri
borgara. Styrkleikar íslenska kerfisins væru
hins vegar þeir að útgjaldavandi er lítill og
skattheimta frekar lítil. Stefán sagði háan líf-
eyristökualdur og mikla atvinnuþátttöku einn-
ig létta byrðum af velferðarkerfinu hér á landi
og afkoma þjóðarinnar væri í heild góð. Stefán
sagði að raunhækkun lágmarkslífeyris-
greiðslna frá almannatryggingum myndi bæta
hag lífeyrisþega og draga úr fátækt á Íslandi.
Stefán og forsætisráðherra voru sammála um
að fjármunir frá einkavæðingu ríkisfyrirtækja
gætu nýst samfélaginu vel, en Stefán gekk öllu
lengra og sagði þeim fjármunum, „fjölskyldu-
silfri þjóðarinnar“, best varið til að auka velferð
eldri borgara og almennra lífeyrisþega.
Skynsamleg stefnumótun
skiptir höfuðmáli
Í máli allra ræðumanna kom fram hvað at-
vinnuþátttaka eldra fólks er óvenjumikil á Ís-
landi en hún á sér ekki hliðstæður meðal ann-
arra iðnvæddra þjóða á Vesturlöndum.
Atvinnuþátttaka Íslendinga á aldrinum 65 til
74 er t.d. meiri en meðal annarra Evrópubúa á
aldrinum 55 til 64 ára. Rannveig Sigurðardótt-
ir, hagfræðingur ASÍ, sagði hlut atvinnutekna í
tekjum ellilífeyrisþega þó vera að minnka sem
og hlut almannatryggingalífeyris. Rannveig
sagði að lífeyrissjóðstekjur væru að verða
stærri hluti tekna lífeyrisþega en væru enn of
lágar til að vera meginstoð framfærslu þeirra.
Bætur úr almannatryggingakerfinu hefðu
dregist töluvert aftur úr kaupmætti á síðasta
áratug og breytingar á kerfinu væru nauðsyn-
legar þar sem einföldun þess væri brýn og
tryggja þyrfti að bætur þróuðust í takt við
laun.
Einn fremsti fræðimaður Norðurlanda á
sviði velferðar- og lífeyrismála, Joakim Palme,
dró í erindi sínu upp dökka mynd af því ástandi
sem myndaðist þegar velferðarkerfi væru að-
eins hugsuð sem aðstoð fyrir þá allra verst
settu í þjóðfélaginu. Afleiðing slíks
kerfis verður að mati Palme sú að vel-
ferðarkerfið verður svelt, vandkvæði
tengd neikvæðri stimplun styrkþega
kæmu upp auk fátæktargildra. „Því
meira sem bætur eru lágtekjumiðað-
ar, því lægri verður upphæðin sem er
til ráðstöfunar, þ.e. því meiri áhersla
sem lögð er á að beina bótum aðeins
til hinna fátækustu í samfélaginu, því
minni árangri nær velferðarríkið í því
að draga úr ójöfnuði,“ sagði Palme og
bætti við:
„Markmið velferðarríkisins er oft
skilgreint þannig að því sé ætlað að
draga úr fátækt. Norðurlöndin virð-
ast hafa gengið lengra því þau hafa
bætt við því markmiði að draga úr
ójöfnuði,“ sagði Palme og tók undir
orð forseta ASÍ um að öll velferðar-
kerfi snúist um að endurúthluta lífs-
gæðum. „Jafnvel þótt við gerðum
ekkert annað en að endurgreiða öllum
jafna upphæð í velferðarbætur hefð-
um við samt jafnað tekjurnar. Þetta
er eitt af grundvallaratriðum nor-
ræna kerfisins: Með því að borga til
hinna ríkari erum við að brúa bilið
milli hinna fátæku og þeirra sem eru
ekki eins fátækir og meirihlutinn
verður viljugri til að þola hærra skatt-
hlutfall.“
Palme sagði að þegar allt kæmi til
alls ætti að skoða nútímavæðingu vel-
ferðarkerfisins í samhengi við lýðræði
og öryggi og skynsamleg stefnumót-
um væri það sem skipti höfuðmáli.
„Við getum látið gildismatið ákveða
velferðarstefnuna fyrir okkur að
miklu leyti. Í stuttu máli eru ráð mín
til ykkar Íslendinga þessi: Komið
ykkur upp kerfi sem samræmist bæði
hugmyndum ykkar um jöfnuð og skil-
virkni. Verið því viðbúin að greiða
kostnaðinn – því það er ekkert til sem
heitir ókeypis málsverður eins og
Bandaríkjamenn segja gjarnan. En
verið um leið reiðubúin að taka þátt í
þeim pólitísku átökum sem hugsan-
lega þarf til að verja ávinninga velferð-
arkerfisins,“ sagði Palme.
Þrátt fyrir sterka stöðu lífeyrissjóðanna
mun almannatryggingakerfið áfram gegna
mikilvægu hlutverki við að tryggja lágmarks-
framfærslu með tekjutryggingu á Íslandi. „Í
því sambandi skiptir sköpum hvernig samspilið
verður á milli lífeyris, skatta og almannatrygg-
inga,“ sagði Sigurður Bessason, formaður
stéttarfélagsins Eflingar, í lokaerindi ráðstefn-
unnar.
„Við höfum val um það hvernig velferðar-
kerfi við viljum byggja upp. Við verðum ein-
faldlega að ná sáttum um markmiðin, kostn-
aðinn og leiðirnar. Niðurstaðan byggist ekki
síst á því hvernig gildismat við höfum,“ sagði
hann. Í lokaorðum ráðstefnunnar sagði Sigurð-
ur það nauðsynlegt að byggja upp velferðar-
kerfi á Íslandi til framtíðar sem hefði það að
markmiði að samrýmast hugmyndum um jöfn-
uð, réttlæti og skilvirkni.
Fjölsótt ráðstefna Alþýðusambands Íslands um framtíð velferðarkerfisins
Velferðar-
kerfið er
fyrir alla
Eðlismunur er á velferðarkerfi Íslendinga og Skandin-
ava þar sem íslenska þjóðfélagið er minna velferð-
arforsjárþjóðfélag en meira vinnu- og sjálfsbjarg-
arþjóðfélag. Þetta er meðal þess sem kom fram á
ráðstefnu Alþýðusambands Íslands í Salnum í gær um
framtíð velferðarkerfisins. Jóhanna K. Jóhannesdóttir
fylgdist með umræðum á ráðstefnunni.
jkj@mbl.is
Joakim Palme og Stefán Ólafsson voru meðal ræðumanna auk Magnúsar L. Sveinssonar ráðstefnustjóra.
Morgunblaðið/Ásdís