Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 18
NEYTENDUR
18 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJARÐARKAUP
Gildir til 31. mars nú kr. áður kr. mælie.
Bayonneskinka 899 1.198 899 kg
FK-hrásalat, 360 g 98 113 272 kg
Reyktur lax / grafinn lax 1.398 1.898 1.398 kg
Kjúklinganaggar, ferskir 525 785 525 kg
Gráðostur, 100 g 119 134 1.190 kg
Stóri Dímon, ostur, 250 g 316 395 1.264 kg
Kastali, ostur, 125g 147 184 1.176 kg
Nesquik-kakómalt, 700 g 298 342 425 kg
HAGKAUP
Gildir til 4. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Bayonneskinka 848 1.098 848 kg
Reyktur lax, sneiddur 1.498 2.422 1.498 kg
VSOP-kótilettur 1.298 1.449 1.298 kg
Hangilæri 1.189 1.498 1.189 kg
Tesco-matarolía, grænmetis 99 187 99 ltr
Synnove-smurostur, 200 g, 3 br.teg. 189 219 945 kg
Kea-skyr, bananasplit, 200 g 69 78 345 kg
Kea-skyr, bananasplit, 500 g 169 188 338 kg
HRAÐBÚÐIR Essó
Gildir til 31. mars nú kr. áður kr. mælie.
1944, kjötbollur í sósu, 450 g 259 299 580 kg
Sóma-samlokur 189 215 1.460 kg
Trópí, ½ ltr 89 110 178 ltr
Sharps-brjóstsykur, blár og svartur 35 45 1.030 kg
Nóa Pipp, piparmyntusúkkulaði 55 70 1.308 kg
Kit Kat-súkkulaði 49 70 980 kg
Remi-súkkulaði, 125 g 119 140 960 kg
NÓATÚNSVERSLANIR
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Knorr-pastaréttir, ca 200 g 199 235 1.000 kg
Knorr Burritos, 227 g 189 229 840 kg
Knorr Tacos, 140 g 189 229 1.350 kg
Knorr Spaghetteria, ca 150 g 129 149 860 kg
Knorr Mix, kryddréttir f/kjöt, ca 80 g 179 199 2.240 kg
Knorr Pasta, hraðréttir, 140 g 139 159 1.000 kg
Knorr-bollasúpur, ca 40 g 99 109 2.480 kg
KÁ-verslanir
Gildir til 1. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Frosnir kjúklingar 198 667 198 kg
NETTÓ
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Nettó-páskaegg, 250 g 599 699 2.396 kg
Jarðarber, box, 250 g 139 310 556 kg
Grafinn lax, bitar og 1/1 flök 998 1.888 998 kg
Reyktur lax, bitar og 1/1 flök 998 1.888 998 kg
Toblerone-súkkulaði, 100 g 98 139 980 kg
Dan cake brownies-kökur, 300 g 189 229 630 kg
Nettó-Londonlamb 899 1.167 899 kg
Grísalundir, rauðvínsmarineraðar 1.499 1.989 1.499 kg
NÝKAUP
Gildir til 1. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Holdanauta-prime ribs 1.399 2.099 1.399 kg
Holdanauta-sirloin, beinlaust 1.499 2.399 1.499 kg
Holdanauta-T-beinsteik 1.699 2.499 1.699 kg
Holdanauta-entre cote 1.699 2.499 1.699 kg
Holdanauta-lundir 2.399 3.499 2.399 kg
Holdanauta-hryggvöðvi 1.799 2.699 1.799 kg
Libero-bleiur, allar teg. 799 999 799 pk.
Sunfresh-ávaxtasafi, 500 ml., 2 teg. 99 119 198 ltr.
SAMKAUP
Gildir til 1. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Piri piri-kjúklingavængir 639 799 639 kg
Lambalæri, frosin 689 882 689 kg
Súpukjöt, frosið 396 495 396 kg
Freyju-rískubbar, 170 g 195 240 1.147 kg
Tex Mex-kjúklingahlutar 639 799 639 kg
Lambahryggur, frosinn 765 978 765 kg
Freyju-hrísflóð, 200 g 225 267 1.125 kg
SELECT-verslanir
Gildir til 25. apríl nú kr. áður kr. mælie.
BKI-kaffi, 500 g 319 369 638 kg
Súkkulaðismákökur, 225 g 157 197 700 kg
Bouche-súkkulaðimolar, 3 teg. 45 55
Freyju-hrís,120 g 159 199 1.330 kg
Trópí, 300 ml. 95 110 320 ltr
UPPGRIP – verslanir OLÍS
Marstilboð nú kr áður kr. mælie.
Seven-Up, 0,5 ltr/diet 7-Up, 0,5 ltr 95 125 250 ltr
Fílakaramellur 8 12
Prins Póló, 100 g 150 nýtt 1.500 kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir til 10. apríl nú kr. áður kr. mælie.
1944, sjávarréttasúpa 190 238 190 pk.
Grand Orange-helgarsteik 958 1198 958 kg
Heimilisbrauð 149 228 149 kg
Möndlukaka 239 278 478 kg
Libbys-tómatsósa, 680 g 139 148 194 kg
Kókómjólk, 6 st. 269 324 322 ltr
Þykkmjólk, 170 g 59 72 342 kg
Dúnmjúkur wc-pappír, 6 rl. 198 258 32 st.
Hel
garTILBOÐIN
ÞANN 16 mars sl. var 30% verðtoll-
ur lagður á allar innfluttar salatteg-
undir og paprikur en engir tollar
hafa verið á þessum vörum frá 1.
nóvember á síðasta ári.
Engir magntollar eru lagðir á sal-
at og paprikur í bili en 23. apríl
breytast tollar á papriku. Þá verður
15% verðtollur á grænni papriku og
199 krónu magntollur. Að sögn
Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra
hjá landbúnaðarráðuneytinu, breyt-
ast tollarnir svo smám saman eftir
því sem framboð eykst. Tollar á
papriku fara hæst í 22,5% og 298
króna magntoll. Ekki er gert ráð
fyrir að tollar á öðrum litum af papr-
iku breytist fyrr en í byrjun júní.
Verðtolli breytt
með lagabreytingu
Ólafur segir að um miðjan mars
hafi tekið gildi 7,5% verðtollur á
tómata og 50 króna magntollur á
hvert kíló sem síðan mun hækka 2.
apríl upp í 15% verðtoll og 99 krónu
magntoll. 16. apríl hækka tollarnir í
22,5% verðtoll og 148 króna magn-
toll á kíló.
Tollur á agúrkum hækkaði í 30%
verðtoll og 197 króna magntoll þar
sem íslenskt framboð er nægilegt.
En hvers vegna eru verðtollar
settir á papriku nú þegar framboð af
íslenskri papriku er í algjöru lág-
marki?
„Samkvæmt samningi EES eru
tómatar, agúrkur, salat og paprikur
án tolla frá 1. nóvember til 15. mars.
Að þessu tímabili loknu leggst sjálf-
krafa 30% verðtollur á þessar teg-
undir grænmetis og síðan magntoll-
ur sem helgast af framboði
innanlands hverju sinni.“ Ólafur
segir að ráðuneytið geti ekki breytt
verðtolli því hann sé háður íslensk-
um lögum og verðtolli verði ekki
breytt nema með lagabreytingu.
Magntollum má á hinn bóginn
breyta með reglugerð.“
En hvers vegna eru þá komnir
verð- og magntollar á tómata þegar
íslensk framleiðsla annar engan
veginn eftirspurn?
„Íslenskir tómatar hafa fengist í
allan vetur í takmörkuðum mæli en
nú er framboð þeirra að aukast. Ef
við hefðum ekki gripið inn í þá væri
kominn 30% verðtollur á tómata og
198 krónu magntollur. Með reglu-
gerð er gripið inn í og tollar lækk-
aðir eins og heimilidir leyfa með
hliðsjón af litlu framboði.“
Má ekki afnema magntollana al-
veg þegar íslensk framleiðsla annar
ekki eftirspurn?
„Við höfum heimild til þess en
þegar ný vara er að koma á markað
þá höfum við sett tollana á í þrep-
um.“
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að inn-
kaupsverð á papriku sé um þessar
mundir 650 krónur á kíló en hann er
að selja kílóið á 695 krónur í Bónusi.
„Ástæður verðhækkunarinnar eru
30% verðtollur en einnig á hlut að
máli að uppskeran frá Hollandi er
ný og því fyrir bragðið dýrari en
þegar líður á tímabilið.“
Engin viðbrögð
frá landbúnaðarráðuneytinu
„Þegar þessi 30% verðtollur var
lagður á ýmar innfluttar grænmet-
istegundir í síðustu viku hafði ég
samband við Guðna Ágústsson land-
búnaðarráðherra og tjáði honum að
neytendur og kaupmenn væru afar
óhressir með þessar aðgerðir
stjórnvalda. Ég innti hann eftir
skýringu en hef ekkert heyrt aftur
frá ráðuneytinu.“
Merkir þú að neytendur haldi að
sér höndum þegar verð á papriku er
komið í 700–800 krónur kílóið?
„Já, tvímælalaust. Þegar papriku-
verð er oðrið jafnhátt og ýsuverð þá
sniðgengur fólk vöruna. Það lætur
ekki bjóða sér þetta verð.“ Haraldur
Haraldsson hjá Fjarðarkaupum
segir að paprikukílóið hafi kostað
475 krónur í síðustu viku en kosti nú
769 krónur.
„Við finnum fyrir samdrætti í sölu
á papriku þegar verðið hækkar
svona mikið. Viðskiptavinir okkar
eru greinilega ekki sáttir við þessa
verðhækkun.“ Haraldur segir að þá
hafi verð á tómötum hækkað en ís-
lenskar agúrkur hafa verið fáanleg-
ar í allan vetur og verðið á þeim ver-
ið gott. Í sama streng tekur Árni
Ingvarsson í Nýkaupi. Hann segist
finna mun á sölu eftir að verð á
papriku hækkaði. „Fólk velur sér
einfaldlega aðra vöru í staðinn,“
segir hann.
Kaupmenn segja neytendur sniðganga papriku
Kílóverð á papriku kom-
ið upp í 700–800 krónur
Morgunblaðið/Golli
Kílóið af papriku sem
kostaði 400-500 krónur
fyrir liðlega viku er nú
víða komið í 700-800
krónur. 30% verðtollur
var lagður á paprikur 16.
mars sl. sem skýrir verð-
hækkunina að hluta.
„HEILDSÖLUVERÐ á páskaeggj-
um hækkar á milli ára sem nemur
4,2%,“ segir Hjalti Jónsson, mark-
aðsstjóri Nóa-Siríus hf. „Umtalsverð-
ar hækkanir hafa orðið á mikilvægum
kostnaðarliðum í framleiðslunni eins
og á launum, umbúðum og lykilhrá-
efnum. Við framleiðum ríflega 500
þúsund páskaegg í ár. Þar af er tæp-
lega helmingur á fæti en hinn hlutinn
smærri egg, þ.e. í álpappír með máls-
hætti.“ Hjalti segir að framleiðslan í
ár sé eitthvað meiri en í fyrra og segir
að fyrirtækið búist við 2 til 4% aukn-
ingu í sölu þetta árið. „Annars hefur
markaðurinn stækkað undanfarin ár
og heldur dregið úr vexti síðasta ár-
ið.“ Nói-Siríus er með fjórar gerðir
páskaeggja; Nóa-egg, Strumpa-egg,
Opal-egg og Legó-egg en hin síðast-
töldu eru nú framleidd þriðja árið í
röð. „Í ríflega sex hundruð Legó-
eggjum leynist vinningur. Þá eru
Opal-páskaeggin með heldur dekkra
súkkulaði en Nóa-páskaeggin og um
15 til 20% ódýrari. Þessi páskaegg
hafa notið vaxandi hylli. Fræðast má
um páskana, hefðir og páskaeggja-
tegundir á vefsíðu okkar www.noi.is.“
Góa-Linda ehf. sælgætisgerð
framleiðir fjórar páskaeggjategundir
og marsbúann. „Marsbúa-páskaegg-
in byrjuðum við með árið 1999,“ segir
Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu-
Lindu. „Sala á páskaeggjum hefur
gengið mjög vel og ávallt er aukning
milli ára. Örlítil hækkun á heildsölu-
verði hefur átt sér stað frá því í fyrra
og nemur sú hækkun í kringum 4%.
Ástæðu hækkunarinnar má meðal
Verð á sumum páskaeggjum hækkar
Milljón páskaegg
framleidd í ár
Morgunblaðið/RAX
Heildsöluverð á páskaeggjum hefur hækk-
að um 4% frá í fyrra hjá Nóa-Síríusi og Góu-
Lindu. Engin verðhækkun á sér stað hjá
Mónu. Nokkrar páskaeggjategundir hjá
Mónu hafa verið lækkaðar í verði.