Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 49 Kristjánssyni, stofnaði hann sextett sem braut í blað í íslenskri tónlist- arsögu – KK sextettinn. Hann var margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður í bridge. Á annan áratug leiddi hann sveit sína og oft heyrði maður í útvarpinu á árum áð- ur að sveit Halls Símonarsonar hefði orðið Íslandsmeistari. Hann var fyr- irliði á Evrópumótinu í Dyflinni þeg- ar íslenska sveitin var hársbreidd frá að hreppa titilinn. Það var sveit skip- uð snjöllum spilurum; bróður hans Símoni, Þorgeiri Sigurðssyni, Þóri Sigurðssyni og Stefáni Guðjohnsen. Og svo var það skákin. Hann var ágætur skákmaður. Það var ávallt fylgst vel með frænda, Friðriki Ólafssyni, syni Siggu Sím, systur föður míns. Íslenska þjóðin stóð á öndinni 1956 þegar Friðrik tefldi við Bent Larsen í Sjómannaskólanum. Það hallaði á Friðrik framan af. Hann fór út úr bænum, burt frá kastljósi fjölmiðla. Þar voru Bjarni Fel., hsím og fleiri góðir til þess að leggja á ráðin. Friðrik sneri tvíefldur í bæinn og vann tvær næstu skákir af Larsen og jafnaði einvígið. Íslend- ingar höfðu aldrei kynnst þvílíkri spennu. Hsím varð blaðamaður í Tímanum 1948. Haukur Snorrason, sem faðir minn sagði að hefði verið besti blaða- maður sem hann hefði kynnst, varð ritstjóri. Í kjölfarið stækkaði blaðið og upplag Tímans jókst. Hsím braut um blaðið og skrifaði almennar frétt- ir. Haukur lést sviplega langt um aldur fram en margt góðra manna skrifaði í Tímann á þessum árum. Þarna voru Jökull Jakobsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Ólafur Jónsson, Sveinn Sæmundsson, Indr- iði Þorsteinsson og Alfreð Þorsteins- son. Það var öflugur hópur og Tím- inn var gott blað. Leið hsím lá á Alþýðublaðið og Vísi þar sem hann skrifaði um íþróttir. Þá stóðu Jónas Kristjánsson og Jón Birgir Péturs- son þétt við hlið hans þegar á þurfti. Á Alþýðublaðinu var Gísli J. Ást- þórsson við stjórnvölinn og Sig- tryggur Sigtryggsson og Halldór Halldórsson meðal blaðamanna. Hallur Símonarson var snjall penni. Það var músík í stíl hans. Svo kom 1975, DB og ég fór í læri til föður míns. Engan mann þekki ég sem var meiri Víkingur en Hallur Símonar- son. Velferð Víkings var honum of- arlega í huga. Nokkrum klukku- stundum fyrir heilablæðinguna sátum við saman og ræddum daginn og veginn. Hann hafði gengist undir erfiða aðgerð í kviðarholi sem hafði tekist vel í alla staði. Hann geislaði af þrótti og gleði, ánægður hve vel hafði til tekist og hlakkaði til að fara heim. „Móðir þín er mikil kona,“ sagði hann. Ég var því einlæglega sammála. Því næst spurði hann um Víking. Ég sagði að Víkingur hefði unnið Val í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu þegar hann gekkst und- ir aðgerðina. Það þóttu honum sér- lega góð tíðindi. Ég bætti við að ekki hefði spillt að hann hefði átt tvo son- arsyni í sigurliði Víkings, Arnar og Hall Má. Hann ljómaði, settist upp í rúminu og augu hans skutu gneist- um full lífsorku. „Frábært! Víkingur er að koma upp með gott lið. Ég veit það!“ sagði hann með áherslu og bætti við: „Ég bið að heilsa Arnari og Halli Má.“ Við kvöddumst og ég skil- aði kveðju hans. Hafðu þökk fyrir, kæri pabbi. Hallur Hallsson. Elsku afi. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér og ert enn. Þú varst alvöru afi, svo innilega stoltur af barnabörnunum þínum og þú hlustaðir alltaf á mig og hafðir svar við öllu. Nú þegar þú ert farinn get ég samt ennþá talað við þig og vitað að þú ert að hlusta, en ég á aldrei eftir að heyra þig svara mér nema allt öðruvísi. Afi, það var svo gott að setjast í fangið á þér eða halda utan um þig og finna góðu lyktina af þér. Það var svo gaman í öllum útilegunum í fyrrasumar á Dynjanda, Akureyri og öllum hinum stöðunum sem við fórum á. Mér fannst svo gaman að spila á píanóið fyrir þig því þú virkilega naust þess að hlusta á mig. Elsku afi minn, nú veit ég að þér líður vel þú ert kominn til mömmu þinnar, pabba þíns og bræðra þinna og það hlýtur að vera gaman. Elsku afi, nú veit ég að það var fyrir bestu að Guð tók þig með sér upp til himna. Afi, þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig og ég skal vernda og styrkja ömmu. Afi, ég elska þig og ég mun alltaf gera það. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Anna Lísa. Afi hefur alltaf verið mikill íþróttaaðdáandi, allt frá sínum yngri árum þegar hann skaraði fram úr öðrum á hlaupabrautinni, varð margfaldur bridsmeistari og leiddi Víking til sigurs í handboltanum, til dagsins í dag þar sem hann horfði nánast á allar íþróttir í sjónvarpinu. Hann var gallharður Manchester United-aðdáðandi, missti aldrei af leik. Ég varði mestum tíma mínum með afa fyrir framan sjónvarpið – að horfa á Manchester United. Hvort sem það var á laugardögum í deild- inni eða á miðvikudögum í meistara- deildinni vorum við fyrir framan sjónvarpið að horfa saman. Þegar það var leikur mátti lífið og stress hversdagsleikans bíða, það eina sem skipti máli var hvort United var að vinna eða ekki. Þegar það sjaldgæfa kom fyrir að United tapaði þá var afi oftast með skýringarnar „það mátti búast við þessu, þetta er varaliðið“, „dómarinn þolir ekki United“, eða „það er bara gott að vera úr í bikarnum, nú ein- beita þeir sér að deildinni“. Stundum kom Símon frændi til okkar til þess að horfa á United. Hann kom oft með brandara um liðið til að pirra okkur afa, en við létum það ekki á okkur fá, við studdum liðið okkar fram í rauð- an dauðann. Eftir að hafa horft á liðið okkar vinna titil eftir titil og fagna saman er erfitt að trúa því að afi sé farinn, svona allt of fljótt, það er svo sárs- aukafullt, því afi átti svo mikið eftir og var alltaf svo hraustur. Ég hef misst besta vin minn og mun aldrei geta talað aftur um United við hann eða fótbolta. Söknuðurinn er mikill hjá öllum, afa verður alltaf saknað en hann mun ábyggilega vera með okkur og gæta okkar um alla ævi. Elsku amma mín, guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með þakklæti fyrir allt og allt. Þinn Ólafur. Kveðja frá Blaðamannafélagi Íslands Þeir eru ekki margir sem hafa náð því að starfa í meira en hálfa öld í blaðamennsku, því erfiða og kröfu- harða starfi að því er okkur finnst sem sinnum því. Flestir sem hefja störf við blaðamennsku, og þeir eru ótrúlega margir sem einhvern tíma hafa komið að starfinu, leggja það ekki fyrir sig nema um tíma og hverfa síðan til annarra verkefna. Það er skiljanlegt, starfið er erfitt og kröfurnar miklar. Fréttir dagsins þarf að skrifa jafnharðan. Það er sjaldnast hægt að bíða með það til morguns og það á ekki síst við um þá sem leggja fyrir sig skrif um íþróttir. Þeir sem gera blaðamennsku að ævi- starfi þurfa að vera ýmsum kostum búnir, meðal annars þeim að geta starfað undir miklu álagi. Hallur Símonarson var blaðamað- ur í yfir fimmtíu ár. Hann byrjaði sinn blaðamannsferil árið 1947 þegar hann og nokkrir félagar hans hófu útgáfu vikulegs djasstímarits sem kom út um tíma. Árið eftir hóf hann störf á Tímanum sem íþróttafrétta- maður og gegndi því starfi í tvo ára- tugi. Hann flutti sig síðan yfir á Vísi þar sem hann skrifaði íþróttafréttir, en vann einnig á Alþýðublaðinu við almenn fréttaskrif um tveggja ára skeið, áður en hann hóf störf á Dag- blaðinu þegar það var stofnað árið 1975. Þar og síðan á DV þegar það var stofnað var hans starfsvettvang- ur allt til starfsloka fyrir fáum miss- erum. Hallur var sæmdur heiðursmerki Blaðamannafélags Íslands árið 1990 fyrir áratugastörf að blaðamennsku. Hann var einnig einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna árið 1956 og var sæmdur heiðursmerki samtakanna. Þá var hann sæmdur heiðursmerki Alþjóðasamtaka íþróttafréttamanna árið 1974 á fimmtíu ára afmæli samtakanna. Hallur var félagi í Blaðamanna- félaginu alla tíð og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Það sýnir sig ljóslega í því að enginn hefur gegnt trúnaðar- störfum lengur fyrir félagið, en hann var endurskoðandi félagsins í yfir fjóra áratugi. Hallur var fjölhæfur maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann var góður tónlistarmaður og framúr- skarandi íþróttamaður á sinni tíð svo sem ferill hans sem bridsspilari ber með sér. Fjölhæfni og víðfeðm áhugasvið eru ekki síst eiginleikar góðs blaðamanns. Hallur var einnig sérstaklega lítillátur og ljúfur í allri framkomu. Að leiðarlokum eru hon- um þökkuð áratugastörf í þágu Blaðamannafélagsisns og órofa tryggð við félagið alla tíð. Fjölskyldu hans, eiginkonu og börnum og öðr- um aðstandendum eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson, formaður. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Víkingurinn Hallur Símonarson er fallinn frá. Hallur ólst upp við Vesturgötuna í Reykjavík og iðkaði þá ásamt bræðr- um sínum og félögum knattspyrnu og aðrar íþróttir af miklu kappi. Hallur og félagar hans voru Víkingar og mynduðu á þessum árum nokkurs konar Víkinganýlendu við Vestur- götuna. Ástundun og hæfileikar Halls leiddu síðar til þess að hann varð fyrirliði fyrstu Íslandsmeistara Víkings í handbolta árið 1946, þá 19 ára gamall. Áhugi Halls beindist samhliða að félagslegu starfi, því hann var kjörinn til setu í aðalstjórn félagsins frá 1945–1947. Hallur var sæmdur silfurmerki félagsins árið 1963 og gullmerki Vík- ings árið 1978. Hallur var einstakt prúðmenni í framgöngu, hann bjó yfir miklum hæfileikum og lét víða til sín taka, svo eftir var tekið. Á yngri árum var hann snjall íþróttamaður í frjálsum íþróttum og handknattleik og vann til æðstu verðlauna. Hallur lék um nokkurt skeið fyrir dansi með lands- þekktum danshljómsveitum og síðar varð hann margfaldur Íslandsmeist- ari og landsliðsmaður í bridge. Þekktastur er Hallur fyrir ævistarf sitt í blaðamennsku sem hófst árið 1948 á Tímanum. Hann var afar far- sæll og snjall blaðamaður og mörg- um fyrirmynd. Gott málfar og grein- argóðar og líflegar lýsingar einkenndu skrif Halls um íþróttaat- burði og skipuðu honum í fremstu röð íþróttafréttamanna, enda heiðr- aður af samtökum þeirra, bæði inn- lendum og erlendum. Greinaskrif Halls juku hróður og álit þeirra blaða sem hann starfaði hjá, en jafn- framt áttu þau stóran þátt í að auka vinsældir íþrótta og um leið skilning og viðurkenningu á gildi þeirra í nú- tímasamfélagi. Knattspyrnufélagið Víkingur þakkar Halli Símonarsyni samfylgdina og einlægan stuðning í gegnum árin. Víkingar senda eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Þór Símon Ragnarsson, formaður. Á sokkabandsárum mínum í fót- boltanum var mikið úrval góðra knattspyrnumanna. En þá var einn- ig að finna úrval frábærra íþrótta- fréttaritara. Hálfgert landslið á þeim vettvangi. Í því liði var Hallur Sím- onarson fremstur meðal jafningja. Hann skrifaði fyrst í Tímann, síðan í Vísi, Dagblaðið og DV og mat hans og umfjöllun á íþróttakappleikjum og frammistöðu einstakra leikmanna var glögg og markviss, skrifuð á góðu og skýru máli, sanngjörn en tæpitungulaus. Menn tóku mark á því sem Hallur sagði. Jafnvel um þá sjálfa. Löngu síðar lágu leiðir okkar sam- an á ritstjórn DV og þar störfuðum við hlið við hlið í rúman áratug. Hall- ur sinnti íþróttaskrifum til að byrja með en seinna annaðist hann frétta- skotið og þjónustu við fréttaritara blaðsins út um land. Betri og heil- steyptari samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér og þar endurnýj- uðum við gamla vináttu, sem átti sér rætur í íþróttaáhuganum og eftir- minnilegu nábýli á yngri árum. Ekki var það heldur verra að eiga þess kost að verða makker hjá Halli í firmakeppnum og heimahúsum og Víkinni í þeirri ágætu íþrótt, bridds- inu. Mér hlotnaðist sá heiður stöku sinnum og þar kom ég ekki að tóm- um kofunum, enda Hallur gamall meistari á þeim vettvangi. Næstum því ókrýndur konungur. Stundum er sagt að karakterinn komi best í ljós við græna spilaborð- ið. Það sannaðist á Halli. Ljúfur og kurteis handlék hann spilin af nær- gætni listamannsins, sjentilmennsk- an í fyrirrúmi og framkomu en undir niðri sauð á keppnismanninum, sem gekk til hvers leiks og hverrar rú- bertu staðráðinn í að sigra. Ég þekki fáa, sem sættu sig jafn illa við ósigur og Hallur, einkum ef vinningur var í stöðunni og þess sama varð ég oft áskynja þegar hans gamla og góða félag, Víkingur, átti í hlut, þar sem Hallur sat álengdar og fylgdist með sínu fólki. Hann fylltist stolti og gleði yfir góðum árangri og þoldi illa töp- in, skapríkur og ástríðufullur eins og hann var. Það sama gilti um órétt- læti og yfirgang. Það var mínum manni lítt að skapi. Honum tókst oft- ast að leyna þeim skapsmunum sín- um (kostum sínum) og gekk að störf- unum og hugðarefnunum af kostgæfni og kurteisi í orði og æði. En undir niðri brann heitt hjarta og ólgandi tilfinningar. Hallur var tilfinningavera og lista- maður. Hann var á sínum yngri ár- um hljómlistarmaður, frjálsíþrótta- maður, glæsimenni. Hljóp með Clausensbræðrum og lék með KK. Sjarmör í útliti, fagurkeri og snjall blaðamaður. Listfengi hans var eng- um takmörkum háð. Vinátta hans ekki heldur. Hennar naut ég í ríkum mæli, í hita leiksins, í önnum dags- ins, í þögulu augnaráði þessa góða drengs. Stefaníu, Símoni, Halli og allri fjölskyldunni sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Þau mega öll vera stolt af honum Halli Sím. Far vel, minn gamli, góði vinur. Ellert B. Schram. Það var ungum dreng með óslökkvandi áhuga á blaðamennsku ekki lítil hvatning að vita af Halli Símonarsyni afabróður í faginu og til hans var hægt að leita með hvaðeina sem vék að starfsgreininni. Og íþróttunum auðvitað. Halli frænda þótti vænt um áhuga snáðans á knattspyrnu og blaðamennsku og ráðlagði litla frænda snemma að leggja fyrir sig íþróttafréttaskrif. Allt frá því ég hóf að skrifa um íþróttir, fyrst í Íþróttablaðið og fleiri blöð og síðar sem íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, naut ég þess bak- lands sem Hallur Símonarson var og alltaf þegar leiðir okkar lágu saman barst talið að skrifum mínum og því sem hæst bar þá stundina. Hallur frændi var inni í öllum málum, ekki síst þegar kom að knattspyrnunni og hafði skoðanir á flestu. Mjög ákveðn- ar skoðanir. En prúðmennið sem hann var, náði hann alltaf að beina unga blaða- manninum inn á réttar brautir án þess að gagnrýna eða hnýta í skrifin. Nei, Hallur réð mönnum heilt án nokkurs hávaða eða fyrirgangs og það held ég að margir hafi kunnað hvað mest að meta í fari hans. Hallur skipaði sérstakan sess í huga mínum, hann var ekki aðeins afabróðir minn heldur einnig sú ímynd afa míns í móðurætt sem ég kynntist aldrei. Gunnar Símonarson, afi minn, lést nálega þrítugur úr heilablóðfalli frá ungri og glæsilegri konu og fjórum ungum börnum og Kristján bróðir hans aðeins tveimur árum síðar úr sykursýki. Það var því erfitt og mikið hlutskipti sem Halli og Símoni Símonarsonum var ætlað að fylla á Vesturgötunni, að vera höf- uð ættarinnar og vísa veginn. En um leið að sætta sig við þá djúpu sorg að missa tvo eldri bræður – tvær fyr- irmyndir – á óútskýranlegan hátt í blóma lífsins. Fjölskyldan naut ástríkis Sigur- ástar Hallsdóttur langömmu, eða ömmu Ástu á Vesturgötunni, allt þar til 1973, en frá því kom í hlut Halls og fleiri af hans kynslóð að halda stór- fjölskyldunni saman. Það tókst svona ágætlega, eins og gengur, en aldrei lét Hallur sig vanta við stór- viðburði í fjölskyldunni og ávallt fékk maður sama hlýja handtakið og góðu viðtökurnar. Á það hefur verið bent að Hallur hafi verið einn þeirra manna sem skara fram úr í nálega hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. Hall- ur var mikill leiðtogi og geysilega efnilegur íþróttamaður, síðan sinnti hann tónlistinni og lék m.a. með vin- sælustu hljómsveit landsins á sinni tíð, þá gerðist hann íþróttafrétta- maður og varð undir eins í farar- broddi í þeirra röðum og er hann gekk bridge-íþróttinni á hönd varð hann umsvifalaust einn sá besti á landinu á því sviði, m.a. margfaldur Íslandsmeistari. Og inni á milli alls þessa eignaðist hann alls átta börn sem nú syrgja ástríkan föður og góð- an félaga. SJÁ SÍÐU 50 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.