Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Spennand i ævin- týramynd fyrir börn á öllum aldri  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 14. Vit nr. 209 NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Gíslataka í frumskógum S-Ameríku www.sambioin.is Sýnd kl. 4. . Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl.4 og 6. Vit nr. 210. Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr. 197. Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr.194 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 203. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.. B. i. 16. Vit nr. 201. Russell Crowe og Meg Ryan í magnaðri spennumynd í leikstjórn Taylor Hackford sem gerði myndirnar Devil´s Advocate, An Officerand a Gentleman og Against All Odds Ein umtalaðasta mynd allra tíma heldur áfram að sópa til sín verðlaunum og er nú loks komin til Íslands Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Frá Jerry Bruckheimer framleiðanda Armageddon og Rock Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 166. HK DV Hausverk.is SV MBL Tvíhöfði  ÓJ Stöð2  Kvikmyndir.is HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 og 10.15. Gíslataka í frumskógum S-Ameríku Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. kirikou og galdrakerlingin með íslensku tali Sýnd kl. 5.45. 8 og10.15 Sýnd kl. 6. DV  AI Mbl  Sýn  Tvíhöfði  Tvíhöfði Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30. B. i. 14. Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna Joan Allen, besti kvenleikari í aðalhlutverki Jeff Bridges, besti karlleikari í aukahlutverki Gary Oldman, Christian Slater FRAMBJÓÐANDINN  Kvikmyndir.com  HL Mbl Lalli Johns heimildamynd í fullri lengd eftir Þorfinn Guðnason. Frumsýning Boðsýning kl. 8. sýnd kl.10.30. MYNDIN hefur verið fimm ár í smíðum og því væntanlega mikill hugur í leikaranum, Lalla, sem og leikstjóran- um, Þor- finni Guðnasyni. Það leiða atvik átti sér svo stað um síðustu helgi að Lalli var tekinn fastur, grunaður um inn- brot, og honum varpað umsvifalaust í steininn. Síðar kom í ljós að Lalli var saklaus af glæpnum en samkvæmt reglum þarf hann nú að afplána sex mánaða dóm austur á Litla-Hrauni sem hann átti ekki að gera fyrr en í maí næstkomandi. Í ljósi þessa var hljóðið furðugott í Lalla er ég sló á þráðinn til hans um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn. Kallaður Lalli Johns „Já, góða kvöldið,“ heyrist lágum, ögn kæruleysislegum rómi hinum megin á línunni. „Halló. Hver er það?“ Arnar heiti ég, starfa hér á Morg- unblaðinu. „Já, Lárus Björn heiti ég, kallaður Lalli Johns.“ Sæll. Hvað segirðu?. „Ég segi allt fínt bara. Það er auð- vitað leiðinlegt að vera kominn hérna upp á Litla-Hraun. Þetta er eiginlega svona smárugl sem maður lenti í.“ Já, ég svona heyrði af því að þetta hefði verið einhver misskilningur. „Ég er ekki búinn að lenda neitt hérna uppi á Litla-Hrauni síðustu fjögur ár. Síðan er manni bara skellt hérna inn. Það er ekkert verið að byggja menn upp, það er bara verið að eyðileggja þá,“ segir hann með þó nokkrum þjósti. Ég ætlaði að spyrja þig um þessa mynd þarna... „Hún verður frumsýnd 29. (Rödd Lalla er skýr.) Og hún er búin að vera í fjögur ár. Þetta er búinn að vera heljarinnar tími. Ég er nú búinn að sækja um að fá að fara á frumsýn- inguna. Og ég er búinn að bjóða hérna 20 fangavörðum (hlær – snýr sér svo að myndinni). Það eru margir búnir að sjá hana og segja að hún sé mjög góð. Ég lagði mig mjög vel fram í henni.“ Og kemstu á frumsýninguna? „Ég fæ að vita það á morgun. Ég býst nú við því já.“ Mikill boðskapur Hvernig var að vera alltaf með svona myndatökulið á bakinu? „Ég sá aldrei myndavélina. Ég er ekkert einn af þeim sem er alltaf lít- andi í linsuna. Ég veit af henni en er ekkert alltaf að horfa í hana. Eins og ég myndi segja sjálfur frá þá er ég mjög góður leikari... Jáhá... (hlæ) (Hlær.) Fannst þér gaman að taka þátt í svona sköpun? „Já. Ég sá það strax að þetta myndi ekkert vera nein smástund. Þetta myndi vera mikið meira sko. Svo náttúrulega er maður alltaf að lenda í einhverri rimmu, annaðhvort við þjóðfélagið eða sjálfan sig.“ Finnst þér vera einhver boðskapur í myndinni? „Já. Það er mikill boðskapur í myndinni. Þetta lýsir svona mínu lífi – eða einstaklingslífi. Bæði hvað maður þurfti að ganga í gegnum og hvað maður nennir þessu. Og að maður skuli vera fimmtíu ára og maður er eins og þrjátíu eða tuttugu ára unglingur og lætur eins og kjáni. Ha... (segir hann með spyrjandi tón). Ég á þrjá stráka og eina stelpu. Tvo þeirra í Ólafsvík með sömu konunni. Einn er nítján ára og hinn er sjö ára. Það er svolítið tímabil þarna á milli. Samt erum við bestu vinir og erum í sambúð ennþá sko. Eins og maður segir, þegar maður lítur aftur, þá er þetta búið að vera mjög gott.“ Er myndin svona að draga fram bjartar og svartar hliðar á lífinu? „Já. Hún dregur fram bæði svart- ar og... hérna... bjart, þetta ljósa sko. Og hvernig ég túlka og tala og tjái mig um þetta við alla. Ég hef aldrei verið feiminn við að vera ekkert að skafa utan af hlutunum.“ Að reyna að standa sig En hvað er núna framundan? Þarftu að dúsa þarna...? „Ég er nú búinn að sækja um að fá að fara upp á Kvíabryggju, þú mátt nú alveg setja það inn í þessa grein. Í stað þess að vera sendur á Litla- Hraun, búinn að vera að reyna að standa sig... Já, það er leiðinlegt... Já, það er leiðinlegt. Því maður kemur eins og að köldum vegg sko. Maður fer ekkert út eða neitt af því að ég bað um að fá að fara á Kvía- bryggju því ég er nú að reyna að hætta þessu. Þetta er ekkert gaman. Þó maður hafi lent einu sinni í kast við lögin þá er maður ekkert stoltur af því að vera hérna. Hérna eru bara himinháir rimlar og hérna... ef maður myndi fara út hérna, búinn að vera í þennan tíma þá myndi maður vera eins og grimmur tarfur. Maður yrði bara frekja.“ Það skyldi maður ætla... „Það er ekkert hérna... enginn hérna sem... Ja... Fangaverðirnir sinna sínu starfi en það eru engir félagsfræðingar hérna, engir sál- fræðingar. Ef maður biður um viðtal þá fýkur bara í þessa yfirmenn. Það er engar tómstundir hérna. Maður liggur bara inni í rúmi og horfir á sjónvarpið og fer að hugsa út á við. Svo brýst þetta út hjá manni í ein- hverju fylleríi og þá skilja þeir ekk- ert í því hvernig þetta gat farið svona...“ Já... þetta er svona hálfgerður vítahringur. „Já, þetta er hálfgerður vítahring- ur. Þegar þú kemur út sko. Þá kemur þú bara beint út á þjóðveginn og þarft að taka rútuna... þú veist ekk- ert hvar þú endar, þú færð ekkert húsnæði eða neitt (ögn æstur), þótt þú sért búinn að sækja um það.“ Eftir þetta leiddist talið út í annað og við kvöddumst von bráðar með virktum. Myndin Lalli Johns verður sýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 22.30. Það er vonandi að aðalleikarinn verði þar á meðal gesta. Er annað ekki óeðlilegt? Lalli Johns – frá A til Ö Lárus Björn Pálsson, betur þekktur sem Lalli Johns, hefur siglt á milli skers og báru í gegn- um lífið og jafnan rekist harkalega í á milli. Í kvöld verður sýnd heimildarmynd um þennan merka mann í Háskólabíói og af því tilefni ræddi Arnar Eggert Thoroddsen við Lalla. Filmundur sýnir heimildarmyndina Lalli Johns Lalli Johns, stjarna myndarinnar. Hann og Þorfinnur leikstjóri lentu í ýmsum ævintýrum þau fimm ár sem tökur stóðu yfir. ÞORFINNUR Guðnason er leik- stjóri myndarinnar um Lalla Johns. „Það var þannig að ég ætlaði að gera þáttaröð um Íslendinga,“ svarar Þorfinnur, spurður um ástæður þess að hann réðst í þetta verkefni. „Ég var búinn að finna þrjá sem ég hafði áhuga á. Ein- hvern tíma var ég svo að lesa bók eftir Rúnar Gunnarsson, ljósmyndara og dagskrár- stjóra Sjónvarpsins. Sá þá þessa fínu mynd af Lalla og mundi þá eftir honum sem svona skemmtilegum karakt- er. Svo fyrir einskæra tilviljun hitti ég hann á horninu á Að- alstræti og Pósthússtræti nokkrum klukkutímum síðar. Ég spurði hann að þessu og hann sagðist vilja gera þessa mynd gegn því að hún yrði sýnd í Háskólabíói og hann fengi einn bjór. Við fórum upp á Keisara og handsöluðum samkomulagið yfir bjórglasi.“ Átti þetta að vera svona langt ferli? (Myndin var fimm ár í vinnslu.) „Þetta er byggt á gamalli að- ferðafræði, Cinema Verité, sem byggist á því að þú kynnist mann- eskjunni sem þú ætlar að fjalla um og reynir að elta uppi þráð. Það var ekkert vandamál með Lalla (hlær vinalega) því hann lif- ir mjög viðburðaríku lífi. En þráð- urinn var þessi að hann ætlaði að hætta að drekka og dópa og stela. Myndin hefst á því að hann kemur út úr fangelsi, staðráðinn í því að hefja nýtt líf. Þar var strax komið upphafið að einhverri sögu.“ Hvernig koma svona menn sér alltaf í einhver vandræði? „Það er ekkert grín að labba út úr fangelsi með aleiguna í tveim- ur plastpokum og þúsundkall í vasanum. Einu félagarnir eru samfangar. Þetta er bara hring- ekja. Þegar þetta fólk ætlar svo að fara að leita sér að húsnæði þá þarf að fara í kunningjahópinn. Þeir verða svo að skaffa eitthvað og þá hefst hringrásin á ný. (Þor- finnur andvarpar.) Þetta er alveg rosalegt mótlæti og mér finnst vera ákveðið tómlæti í kerfinu gagnvart þessu fólki.“ Hvernig var að vinna með Lalla? „Það gekk mjög vel. Þetta var svona grátbrosleg reynsla. Lalli Johns er góð sál. Svona okkar á milli þá þjáist hann af stelsýki á mjög alvarlegu stigi. Hann ræður ekkert við sig.“ Var ekki erfitt að halda sig utan við þetta en um leið að taka þátt í þessu? „Maður reynir að vera hlut- laus en maður getur nátt- úrlega aldrei verið það alger- lega. Hann (Lalli) er að reyna að brjótast inn í bíl í myndinni, (hlær með sjálfum sér) snar- stoppar á götu og athugar hvort hann sé opinn. Hann labbar inn til borgarstjóra og þar eru auðar skrifstofur. Hann stóðst auðvitað ekki mátið og fór að kanna málið. Þá sagði ég: „Nei, Lalli. Þú ætlaðir að fara að tala við borgarstjór- ann. (Hlær.) Þannig að manni leið stundum svona… það hefði auð- vitað verið fáránlegt að fara í inn- brot með honum. Maður getur ekki farið alla leið. Maður verður að setja fjarlægð á þetta. Þessi mynd er ekki upphafning á Lalla Johns. Þetta er bara Lalli. Frá A til Ö eins og hann segir sjálfur.“ „Lalli Johns er góð sál“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Leikstjórinn, Þorfinnur Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.