Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 15 SAMIÐ hefur verið um að Mekka Tölvulausnir á Akureyri annist notenda- og kerfisþjónustu við tölvukerfi orkusviðs Landsvirkj- unar á Norðurlandi, en um er að ræða þjónustumiðstöð á Ak- ureyri, Blöndustöð, Laxárstöð og Kröflustöð. Reynir B. Eiríksson, framkvæmdastjóri Mekka Tölvu- lausna, og Bergur Jónsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingasviðs Landsvirkjunar, undirrituðu samninginn. Bergur sagði að samningur þessi væri fyrir margra hluta sakir merkilegur, en hann er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir nú eftir að umfangsmiklar skipu- lagsbreytingar hafa verið gerðar á Landsvirkjun. Fyrirtækinu verður skipt upp í tvö grunnsvið, orkusvið og flutningssvið, og einnig verða fjögur þjónustusvið innan fyrirtækisins og er eitt þeirra upplýsingasvið. Bergur sagði að í stað þess að reka eigin tölvudeild hefði verið ákveðið að félagið einbeitti sér að því sem það væri best í, þ.e. að veita þjónustu sem snýr beint að orkuvinnslunni og semja við aðra um að sinna tölvuþjónust- unni. Með því að semja við Mekka Tölvulausnir um þessa þjónustu færðist hún einnig nær viðskiptavinum á Norðurlandi. „Við vonum að með þessu fyr- irkomulagi verði þjónustan betri og samningurinn verði báðum félögum til hagsbóta,“ sagði Bergur. Reynir sagði að starfsmenn Mekka Tölvulausna myndu leggja sig fram um að veita sem besta þjónustu og kvaðst hann ánægður með hinn nýja samning, sem væri arðvænlegur fyrir bæði félög. Þá sagði Reynir einnig ánægjulegt að með samningnum væri brotið blað, en hann væri sá fyrsti sem Landsvirkjun gerði um þjónustu af þessu tagi. „Þetta er vonandi bara byrjunin, við vonum að í framtíðinni munum við geta veitt fleiri fyrirtækjum á landsvísu þjónustu,“ sagði hann. Væntingar eru raunar um að samstarfið verði vísir að frekara samstarfi milli Landsvirkjunar og Mekka Tölvulausna um þróun og uppbyggingu upplýsingakerfa fyrirtækisins. Landsvirkjun snýr sér í átt til Mekka Morgunblaðið/Kristján Undirritun samnings Mekka Tölvulausna og Landsvirkjunar, f.v. Val- ur Knútsson, yfirmaður þjónustumiðstöðvar orkusviðs Landsvirkjun- ar, Bergur Jónsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Landsvirkj- unar, og Reynir B. Eiríksson, framkvæmdastjóri Mekka Tölvulausna. MIKIÐ verður um dýrðir í Hlíðar- fjalli á föstudagskvöld, 30. mars, en þar verður haldið brettamót Sprite þar sem m.a. fjórir atvinnumenn á snjóbrettum leika listir sínar. Byggðir verða sérstakir stökkpallar þar sem áhugafólki mun einnig gef- ast tækifæri til að spreyta sig. Atvinnumennirnir sem um ræðir eru hér á vegum Snowborder Mag- azine ásamt ljósmyndara og blaða- manni. Með þeim í för er kvikmyndatöku- maður sem framleiðir kvikmynd um snjóbrettaíþróttina. Brettakapparn- ir eru frá Austurríki, Kanada og Bandaríkjunum og ferðast hópurinn um heiminn til að vinna efni fyrir tímarit og kvikmyndir og hefur hóp- urinn nú viðkomu á Íslandi. Gott skíðafæri er nú í Hlíðarfjalli og nægur snjór þannig að tilvalið er fyrir skíðaáhugafólk að bregða sér á skíði og fylgjast um leið með nokkr- um af fremstu brettamönnum heims leika listir sínar. Atvinnu- menn í Hlíðarfjalli Snjóbrettamót SVARFDÆLSKI marsinn er yf- irskrift menningarhátíðar sem efnt verður til í Dalvíkurbyggð um helgina, dagana 30. mars til 1. apr- íl. Að hátíðinni standa nokkrir áhugamenn um svarfdælska menningu. Hátíðin hefst með „Heims- meistarakeppni í brús“ á Rimum í Svarfaðardal kl. 20.30 föstudaginn 30. mars. Brús er spil sem trúlega er ekki mjög vel þekkt nú til dags. Á árum áður var það spilað víða um land, einkum var spila- mennskan þó bundin við Svarfað- ardal og Grýtubakkahrepp. Með sanni má segja að hvergi hafi brús þó verið spilað af meiri ákafa og tilfinningahita en einmitt í Svarf- aðardal og er þannig sterkur hluti af svarfdælskri menningu. Klukkan 11 laugardaginn 31. mars verður efnt til málþings um svarfdælska menningu í Dalvíkur- skóla. Frummælendur eru: Þórar- inn Eldjárn og nefnir hann erindi sitt „ …dælska, firska, vetnska og lenska“. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur flytur erindi sem hann kallar „Gullöldin í Svarfað- ardal“, Gunnar Stefánsson út- varpsmaður ræðir um Svarfdæla sögu og fleiri sögur og Guðrún Kristinsdóttir, minjasafnsvörður á Akureyri, ræðir um Kristján Eldjárn og fornminjarannsóknir í Svarfaðardal. Laugardagskvöldið 31. mars verður stiginn svarfdælskur mars í félagsheimilinu Rimum í Svarf- aðardal. Sunnudaginn 1. apríl verður efnt til gönguferðar um Dalvíkina undir leiðsögn Sveinbjörns Stein- grímssonar og verður einkum litið á gömul hús. Lagt verður af stað frá ráðhúsi Dalvíkur og er reiknað með einnar klukkustundar göngu- ferð. Klukkan 14 sama dag verður söngur í Dalvíkurkirkju þar sem fram koma kórar í Dalvíkurbyggð og kór brottfluttra Svarfdælinga. Menningarhátíðin Svarfdælski marsinn Heimsmeistara- keppni í brús BÆJARSTJÓRN Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi við Hafnar- braut á Dalvík, þar sem fyrirhugað er að vinnslustöð Íslandsfugls, slátrun og vinnsla verði til húsa. Áður hafði umhverfisráð sveitar- félagsins samþykkt deiliskipulags- tillöguna fyrir sitt leyti. Sláturhús Íslandsfugls verður til húsa í húsnæði Samherja við Hafn- arbraut en byggt verður við húsið og í það sett fullkomin sláturlína og vinnslutæki. Stefnt er að því að kjötvinnslustöðin verði tilbúin í júlí- mánuði en á þeim tíma eru fyrstu afurðir Íslandsfugls væntanlegar á markað. Ekki hafa allir íbúar Dalvíkur verið á eitt sáttir við þessa fyr- irhuguðu starfsemi Íslandsfugls og m.a. bárust fjórar athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi svæðis- ins, frá aðilum í næsta nágrenni við húsnæði sláturhússins. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að sam- eiginlegt með mótmælunum er ugg- ur viðkomandi varðandi það að um- rædd breyting á deiliskipulagi svæðisins komi til með að rýra verðgildi viðkomandi eigna vegna takmörkunar á útsýni til hafnarinn- ar og fjarðarins og nálægð hins fyr- irhugaða sláturhúss kunni að hafa sömu áhrif. Bæjarstjórn hefur skilning á þessum ótta húseigenda um að bygging sláturhússins kunni að hafa slík áhrif á verðmæti nálægra húseigna en telur ekkert framkom- ið sem bendi til að slíkt eigi sér stað, umfram það sem almennt kann að leiða af þéttingu byggðar á slíkum svæðum. Ekki reynt til þrautar að finna annan stað Svanhildur Árnadóttir bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks greiddi at- kvæði gegn breytingu á deiliskipu- laginu og lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarstjórnar: „Deiliskipulag sem hér liggur fyrir til afgreiðslu gerir ráð fyrir bygg- ingu sláturhúss í hjarta bæjarins. Ég tek undir mótmæli þeirra íbúa sveitarfélagsins sem telja að verð- gildi eigna þeirra rýrni við þessa staðsetningu og tel jafnframt að ekki hafi verið reynt til þrautar að finna sláturhúsi annan stað, því greiði ég atkvæði gegn þessu deili- skipulagi.“ Sláturhúsið verður byggt við Hafnarbraut Bæjarstjórn Dalvíkur hefur samþykkt breytingar á deili- skipulagi við Hafnarbraut vegna vinnslustöðvar Ísfugls KK og Magnús Eiríksson verða með nokkra tón- leika á næstu dögum á Norð- urlandi. Fimmtu- dag 29. mars Við Pollinn, Ak- ureyri, kl. 21, föstudag 30. mars Hafnarbarinn, Þórshöfn, kl. 22 og laugardag 31. mars Gamli Baukur, Húsavík, kl. 22 Þeir félag- ar hafa gefið út í sameiningu þrjá hljómdiska með eigin efni og á tónleikunum munu þeir leika eigið efni, erlenda tregasöngva, nokkur sjómannalög og eitt GCD-lag. Magnús og KK spila á Norðurlandi Magnús og KK LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju á laugar- dag, 31. mars, kl. 11. Kyrrðar- stund verður í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjuskóli verð- ur í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kirkjustarf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.