Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 13 ÞÓRARINN V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, segir að Lands- símanum hafi á síðasta ári orðið á þau mistök að tilkynna Póst- og fjar- skiptastofnun ekki með formlegum hætti um þau stigvaxandi afsláttar- kjör sem fyrirtækið byði stórum við- skiptavinum sínum. Úr þessu hafi verið bætt. Hann segir að það hafi alls ekki verið ætlun Landssímans að leyna þessum afslætti. Frá honum hafi t.d. verið sagt á blaðamanna- fundi í apríl á síðasta ári enda hafi þetta verið liður í jöfnunaraðgerðum til að vega upp áhrif hækkunar á fastagjaldi. Landssíminn sendi í gær bréf til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem ítrekað er að um mistök hafi verið að ræða. Minnt er á þau nýju afslátt- arkjör sem fyrirtækið kynnti stofn- uninni 21. mars sl. Í bréfinu segir að Síminn sé reiðubúinn til að upplýsa um grundvöll þessara afsláttarkjara. „Landssíminn ritaði Póst- og fjar- skiptastofnun bréf fyrir liðlega viku þar sem við gerðum stofnuninni grein fyrir því að vegna mistaka hefði ekki tilkynnt formlega um þennan stigvaxandi magnafslátt sem ákveð- inn var og tilkynntur. Við höfum gert þetta um nokkra hríð, en vegna mis- taka innan fyrirtækisins hefur ekki verið gerð grein fyrir því með form- lega réttum hætti.“ Þórarinn hafnaði því að þessi af- sláttur hefði farið leynt af hálfu Landssímans. „Á blaðamannafundi í apríl í fyrra, sem haldinn var í tengslum við afnotagjaldsbreytingu, kom fram að við ætluðum að bjóða stigvaxandi afslátt til fyrirtækja. Þetta hefur því legið fyrir og við héld- um að við hefðum tilkynnt þetta til Póst- og fjarskiptastofnunar. Það hefur því engin leynd hvílt yfir þessu máli.“ Gagnrýnir afskipti Samkeppnisstofnunar Þórarinn sagði að afskipti Sam- keppnisstofnunar af þessu máli væru sérkennileg í ljósi þess að Landssím- inn hefði þegar sent Póst- og fjar- skiptastofnun formlegt bréf um mál- ið. Samkeppnisstofnun hefði hins vegar kosið að nota bréf Landssím- ans til að benda Póst- og fjarskipta- stofnun á hvað stæði í bréfinu. „Þarna er um að ræða lestrarleið- beiningar á milli opinberra stofnana sem mér eru lítt skiljanlegar,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að Lands- síminn hefði átt í deilu við Sam- keppnisstofnun um hvort Símanum væri heimilt að veita stórum við- skiptavinum afslátt með vaxandi um- fangi viðskiptanna. Hann benti á að segja mætti að slíkur afsláttur væri viðskiptavenja í öllum heiminum. „Við stöndum í deilum um þetta mál og ég reikna með að þær deilur endi fyrir Hæstarétti vegna þess að ég trúi því ekki að Landssímanum sé óheimilt að bjóða upp á sams konar viðskipti sem keppinautar okkar gera hér á landi og öll önnur fjar- skiptafyrirtæki gera. Við erum þeirr- ar skoðunar að Samkeppnisstofnun hafi misbeitt valdi sínu í þessu máli.“ Þórarinn sagði að Samkeppnis- stofnun hefði haldið því fram að í þessu máli hefði Landssíminn látið hjá líða að reikna út hvort stigvax- andi afsláttur fæli í sér kostnaðarlegt hagræði eða hvatningu til aukinnar notkunar. Nú væri búið að vinna þessa vinnu og lægi hún til grundvall- ar öllum nýjum ákvörðunum Lands- símans á þessu sviði. „Það var einnig gagnrýnt á sínum tíma í úrskurði Póst- og fjarskipta- stofnunar að við værum ekki að bjóða samskonar afsláttarkjör í öðrum fjarskiptakerfum okkar en GSM- kerfinu. Það erum við að bjóða núna. Við teljum að við höfum komið á móts við öll þau sjónarmið sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett fram.“ Boðið upp á afslátt í millilandasímtölum Þórarinn sagði að Landssíminn hefði í apríl 1999 ákveðið að bjóða stigvaxandi afslátt í millilandasímtöl- um. Síminn hefði núna tilkynnt form- lega afslátt í NMT-kerfinu, GSM- kerfinu og í fastlínusímtölum innan- lands. Hann sagði að Landssíminn byði miklu fjölbreyttari gjaldskrár en áð- ur. Landssíminn hefði kynnt Póst- og fjarskiptastofnun nýja gjaldskrá í öll- um fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Gjaldskrárbreytingin hefði verið mjög lengi í undirbúningi og stefnt væri að því að hún tæki gildi 1. apríl nk. Þórarinn sagðist ekki eiga von á að Póst- og fjarskiptastofnun færi að hafa afskipti af þeirri gjaldskrártil- lögu sem nú lægi fyrir. „Við sjáum engar forsendur til þess að yfirvöld færu að standa í vegi fyrir því að við kæmum á móts við okkar viðskipta- menn með stigvaxandi afslætti með vaxandi notkun. Það þekkja það allir að ef menn kaupa mikið magn njóta þeir þess í kjörum. Ef það ætti að banna Símanum að gera það er verið að draga úr möguleikum okkar til að koma á móts við viðskiptavini okkar. Það getur ekki verið hlutverk sam- keppnisyfirvalda að standa að því.“ Þórarinn sagðist skynja vaxandi kröfu frá stærri viðskiptavinum Sím- ans um afslátt af þjónustunni í sam- ræmi við umfang viðskiptanna. Því mætti heldur ekki gleyma að afslátt- urinn væri til þess fallinn að auka notkun fjarskiptakerfanna og þar með nýtingu þeirra. Hann sagði að Landssíminn áformaði á næstunni að ganga lengra í því að bjóða viðskipta- vinum mismunandi viðskiptaskil- mála. Forstjóri Landssímans segir að mistök hafi verið gerð varðandi afsláttarkjör í innanlandssímtölum Hafa tilkynnt form- lega um afslátt í öllum fjarskiptakerfum SAMNINGUR um heildarhönnun vegna byggingar nýrra nem- endagarða á lóð Menntaskólans á Akureyri hefur verið undirritaður en rekstrarfélagið Lundur sem reisir bygginguna hefur samið við Arkitekta- og verkfræðiskrifstofu Hauks á Akureyri um verkefnið. Í hinum nýju nemendagörðum sem reistir verða austan við gömlu heimavistina verða 120 tveggja manna herbergi, hvert um 30 fer- metrar að stærð. Tengigangur verður á milli bygginganna en endurbætur verða gerðar á mötu- neyti og setustofu í gömlu vistinni og íbúar beggja vistanna munu nýta þá aðstöðu. Nemendagarðarnir verða um 4.800 fermetrar að stærð og er ætlunin að bjóða verkið út nú á næstunni þannig að vinna geti haf- ist í vor. Stefnt er að því að upp- steypu verði lokið fyrir veturinn en markmiðið er að taka húsið í notkun 17. júní árið 2002. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt að lána Lundi 536 millj- ónir króna vegna framkvæmdanna og þá leggja Akureyrarbær og ríkissjóður fram 10% bygging- arverðs hvor en heildarkostnaður við smíði nemendagarðanna er áætlaður um 620 milljónir króna. Samið hefur verið við Flugleiða- hótel hf. um leiguafnot af öllum húsunum til ársins 2012 en þar verða rekin sumargistihús líkt og verið hefur í gömlu heimavistinni. Skólameistarar framhaldsskól- anna á Akureyri, MA og Verk- menntaskólans á Akureyri, hafa einnig gert með sér samkomulag um nýtingu dvalarrýmisins á nem- endagörðunum en samkvæmt því munu nemendur MA hafa forgang að núverandi heimavist en nem- endur beggja skólanna hafa jafn- an rétt til húsnæðis í nýjum nem- endagörðum. Nýir nemendagarðar á lóð Menntaskólans á Akureyri fyrir 240 nema Morgunblaðið/Kristján Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, Haukur Haraldsson og Fanney Hauksdóttir frá Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks og Jón Ellert Lárusson, verkefnastjóri Rekstrarfélagsins Lundar, skrifuðu undir samninginn. Samið um heildar- hönnun verkefn- isins verið minni en í sama mánuði í fyrra og útlit væri fyrir að útgáfan í mars yrði töluvert minni en í fyrra, en útgáfan í marsmánuði síðustu tvö ár hefði verið mikil. 28 milljarða lánveitingar í fyrra Innkomnar umsóknir um hús- bréfalán voru 800 í febrúar í ár en 857 í sama mánuði í fyrra. Í janú- armánuði voru þær 643 í ár en 549 sama mánuð í fyrra. Hins vegar varð mikil fjölgun umsókna í marsmánuði í fyrra þegar umsóknir voru 1.070 talsins ÚTLIT er fyrir að útgáfa húsbréfa í mars verði töluvert minni en í sama mánuði í fyrra og er það í samræmi við þróunina í febrúar- mánuði. Hins vegar var útgáfa húsbréfa í janúar í ár meiri en í sama mánuði í fyrra. „Það er svona frekar samdrátt- ur, virðist vera, og sérstaklega í samanburði við síðasta ár,“ sagði Sigurður Geirsson hjá Íbúðalána- sjóði. Hann sagði að útgáfan í janúar í ár hefði verið meiri en í fyrra. Hins vegar hefði útgáfan í febrúar og enn meiri í marsmánuði árið 1999 þegar umsóknir voru 1.365 talsins. Allt árið í fyrra bárust Íbúða- lánasjóði 9.347 umsóknir um hús- bréfalán en 9.793 árið 1999. Umsóknir hafa aldrei verið jafn- margar og þá frá upptöku hús- bréfakerfisins síðla árs 1989. Umsóknirnar í fyrra leiddu til 9.283 samþykktra lánveitinga sam- tals að upphæð rúmlega 28 millj- arðar kr. Langstærstur hluti lánveiting- anna er vegna kaupa á notuðu hús- næði eða tæp 70% og rúm 27% vegna nýbygginga. Þá er tæplega hálft annað pró- sent lánveitingar vegna endurbóta á húsnæði og rúm 2% er vegna lánveitinga til byggingaraðila. Minni húsbréfaútgáfa en á sama tíma í fyrra      !""#$%### '( ) * + , - . / 0 ' ( 1)( 1)0 1). 1), 1)* 1((    Stærstur hluti lána er til kaupa á notuðu húsnæði SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa nú yfir við kúbversku hljómsveitina Buena Vista Social Club um að halda aðra tónleika hér á landi en eins og kunnugt er seldust miðar á tónleika hennar í Laugardalshöll hinn 30. apríl næstkomandi upp á innan við tveimur klukkustundum síðastliðinn mánudag. Að sögn Kára Sturlusonar tón- leikahaldara er hann nokkuð bjart- sýnn á að hægt verði að koma á öðr- um tónleikum áður en hljómsveitin yfirgefur land og þjóð. „Strax á mánudag þegar ljóst var að áhuginn væri svona mikill drifum við okkur í að reyna að koma á öðrum tónleik- um.“ Kári segir stefnt að því að þeir verði haldnir síðdegis 1. maí á frídegi verkalýðsins. Hann segir þó að taka verði tillit til þess að hljómsveitarmeðlimir séu aldrað fólk og sjái þeir sér ekki fært að halda seinni tónleikana sé það sökum þess að þeir þurfi að hvíla sig fyrir tónleika sem þeir halda í Skot- landi 2. maí, en ekki vegna þess að þeir vilji ekki spila fyrir Íslendinga. „Þvert á móti voru þeir himinlifandi yfir því hversu vel gekk að selja á tónleikana og voru dolfallnir yfir móttökunum á þessari eyju hér úti í ballarhafi. Þannig að þeir ætluðu að reyna að gera hvað þeir gætu.“ Í MINNINGU Bhawönu Gur- ung, sex ára stúlkunnar, sem lést í sundlauginni í Grindavík 23. mars sl., hefur Grindavíkurbær stofnað reikning nr. 882 í Sparisjóði Grindavíkur. Að ósk foreldra Bhawönu verður peningum þeim sem safnast varið til aðstoðar við fátæk börn í Nepal, fæð- ingarlandi hinnar látnu. Minningar- sjóður Bhaw- önu Gurung Aukatónleikar BuenaVista Social Club mögulegir Dolfallnir yfir mót- tökunum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.