Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR Jóns-
son, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og
þjónustu, skrifaði grein
í Morgunblaðið 22.
mars þar sem hann
lagðist gegn hugmynd-
um um stofnun emb-
ættis umboðsmanns
neytenda. Eins og þeir
sjá sem lesið hafa fyrri
grein mína um umboðs-
mann neytenda er
grein Sigurðar því mið-
ur að mestu leyti byggð
á misskilningi. Honum
er reyndar vorkunn því
þessa misskilnings
gætir raunar einnig í
greinargerð með þingsályktunartil-
lögu um stofnun embættis umboðs-
manns og snýr að þátttöku umboðs-
manns í hefðbundinni kvört-
unarþjónustu við einstaka
neytendur. Sé litið til norrænnar
hefðar og hugmynda Neytendasam-
takanna og fleiri er umboðsmanni
alls ekki ætlað slíkt hlutverk.
Ég get tekið undir það með Sig-
urði að leiðbeininga- og
kvörtunarþjónusta er
að mörgu leyti í ágæt-
um farvegi hér á landi
þótt talsvert vanti enn
uppá að stjórnvöld við-
urkenni fjárhagslega
ábyrgð sína á rekstri
þjónustunnar. Ég tek
jafnframt undir það
með Sigurði að Neyt-
endasamtökin og Sam-
tök verslunar og þjón-
ustu hafa átt gott
samstarf um að opna
neytendum leiðir til að
ná fram rétti sínum,
meðal annars með sam-
eiginlegum rekstri
kvörtunar- og úrskurðarnefnda.
Sníðum okkur stakk
eftir vexti
Mæli Sigurður manna heilastur
þegar hann hvetur til þess að við
„sníðum stakk eftir vexti“, samanber
yfirskrift greinar hans í Morgun-
blaðinu. Ég er reyndar sannfærður
um að þær leiðir sem farnar eru hér
á landi vegna meðferðar kvörtunar-
mála eru mjög hagkvæmar. Neyt-
endasamtökin reka öfluga leiðbein-
inga- og kvörtunarþjónustu sem þau
fjármagna að mestu með árgjöldum
félagsmanna sinna en þeir njóta
þjónustunnar jafnframt án endur-
gjalds. Neytendasamtökin hafa
einnig átt frumkvæði að stofnun úr-
skurðarnefnda á fjölmörgum sviðum
og stofnun enn fleiri er í undirbún-
ingi. Neytendur þurfa því sem betur
fer ekki að taka því með þegjandi
þörfinni þegar þeim er seld gölluð
vara eða þjónusta.
Sigurður leggur áherslu á það í
grein sinni að vegna fámennis hér-
lendis sé hagkvæmt og heppilegt að
hafa samkeppnismál og neytenda-
vernd í einni stofnun. Þessir mála-
flokkar eiga þó oftar en ekki lítið
sameiginlegt. Í fyrra tilvikinu er um
að ræða lögreglu markaðarins en
hins vegar aðila sem á að gæta neyt-
endaverndar. Sá síðarnefndi þarf
stundum að grípa til aðgerða til að
gæta hagsmuna neytenda og þær
geta gengið gegn markmiðum sam-
keppnislaga. Að sama skapi getur
Enn af umboðs-
manni neytenda
Jóhannes
Gunnarsson
ÁBYRGÐ stjórn-
málamanna á meðferð
okkar sameiginlegu
sjóða er mikil. Á þeim
hvílir sú skylda að nýta
það fé sem þeim er trú-
að fyrir skynsamlega
og einungis í almanna-
þágu. Fyrr í mánuðin-
um var lögð fram
skýrsla borgarendur-
skoðanda þar sem
fjallað var um helstu
ástæður þess að fjár-
hagsáætlanir fyrir
byggingaframkvæmdir
borgarinnar í Hafnar-
húsinu og í Kringlunni
fóru langt fram úr
áætlun. Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu hefur verið breytt þannig að
þar er nú stór hluti af starfsemi
Listasafns Reykjavíkur en í Kringl-
unni á að opna Borgarbókasafnið í
sumar.
Borgarstjóri undirritaði
viljayfirlýsingu
Borgarstjóri undirritaði 7. apríl
1998 sameiginlega viljayfirlýsingu
Reykjavíkurborgar og Eignarhalds-
félags Kringlunnar hf. Áætlaður
heildarkostnaður borgarinnar sam-
kvæmt viljayfirlýsing-
unni hefði numið 62,5
milljónum króna.
Borgarendurskoðandi
bendir hins vegar á að
„kostnaðartölur í vilja-
yfirlýsingunni voru
ekki byggðar á hald-
bærum forsendum, því
þær skorti hreinlega á
þeim tíma“. Þetta er
mikilvæg ábending því
hún dregur fram helstu
ástæðu þess að fjár-
hagsáætlun var víðs
fjarri raunveruleikan-
um. Borgarstjóra lá
svo mikið á að skreyta
sig með viljayfirlýsingu
og samvinnu við einkaframtakið
mánuði fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar að það skipti bersýnilega ekki
höfuðmáli í hans huga hvað það kost-
aði borgina þegar upp var staðið.
Tilgangurinn helgar meðalið og til-
gangurinn var eigingjarn og póli-
tískur. Heildarkostnaður borgar-
sjóðs vegna byggingarframkvæmda
við Kringluna er nú talinn verða 205
milljónir króna.
Listahátíð opnuð
í Hafnarhúsinu
Fljótlega eftir borgarstjórnar-
kosningarnar 1994 var farið að vinna
í því að breyta Hafnarhúsinu í lista-
safn. Gerð var fjárhagsáætlun upp á
425 milljónir króna vegna þeirra
breytinga sem gera þurfti á húsinu.
Á grundvelli hennar voru ráðnir
arkitektar til að hanna breytingarn-
ar. Í framhaldi af því var gerð ný
fjárhagsáætlun sem nú var komin
upp í 530 milljónir.
Enn á ný rugluðu borgarstjórn-
arkosningarnar 1998 borgarstjórann
í rýminu. Höfuðáhersla var lögð á
það að koma Listahátíð í Reykjavík
inn í Hafnarhúsið enda þótt hálfkar-
að væri því hátíðina átti að opna
skömmu fyrir kosningarnar. Í ofaná-
lag yrði opnunin með meira tilstandi
en vanalega vegna þess að sjálf
Danadrottningin, Margrét Þórhild-
ur, og hennar ektamaki heiðruðu há-
tíðina með nærveru sinni. Um þá
ákvörðun að setja Listahátíð í
Reykjavík í Hafnarhúsinu þegar enn
var verið að vinna við húsið fjallar
borgarendurskoðandi í skýrslu sinni
og segir að það „… fól hins vegar í
sér þá þversögn að kvöðin um sýn-
ingarhald 1998 hlaut að hafa það í
för með sér, að unnið yrði meira og
minna samtímis að hönnun og fram-
kvæmdum. Slík tilhögun er óhag-
kvæm og torveldar mjög áætlunar-
gerð. Það kom enn betur í ljós eftir
að ákveðið var haustið 1998 að opna
Listasafnið í apríl 2000, sú ákvörðun
takmarkaði svigrúm til að dreifa
kostnaði í lengri tíma en gert hafði
verið ráð fyrir í fyrrgreindri áætlun
byggingadeildar borgarverkfræð-
ings“. Nú er talið að heildarkostn-
aður við breytingarnar fari í 725
milljónir króna. Verkefnið fer því
um 300 milljónir króna fram úr upp-
haflegum hugmyndum og 160 millj-
ónum króna fram úr samþykktri
áætlun. Höfuðástæðan er að verið
var að framkvæma og hanna sam-
tímis sem allir sem koma nálægt
byggingaframkvæmdum vita að er
ávísum á vandræði og riðlar fjár-
hagsáætlunum. Og ástæða þess að
menn lentu í slíkum vítahring fram-
kvæmda og hönnunar var að
Listahátíð var sett í húsið rétt fyrir
borgarstjórnarkosningar. Það getur
svo hver svarað fyrir sig hvort þarna
hafi verið gætt hagsmuna almenn-
ings eða hvort borgarstjóri hafi látið
glepjast af pólitískum stundarhags-
munum.
Fimbulfamb fríar menn
ekki ábyrgð
Að axla sína ábyrgð er mann-
dómsmerki. Borgarstjóri kýs hins
vegar að svara með hálfgerðu fimb-
ulfambi um verkferla, óljós ábyrgð-
armörk, ófullnægjandi kostnaðargát
o.s.frv. þegar byggingarkostnaður
vegna Kringlunnar og Hafnarhúss-
ins ber á góma. Óneitanlega minnir
það á textann hjá Bubba: Ekki
benda á mig, sagði varðstjórinn.
Borgarstjórinn er ábyrgur en
sennilega hefur hann misskilið hug-
takið eins og maðurinn sem hreykti
sér af því að vera mjög ábyrgur
vegna þess að í hvert skipti sem eitt-
hvað klúðraðist á vinnustað hans var
sagt að hann væri ábyrgur.
Í eigingjörnum
pólitískum tilgangi
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Borgarstjórn
Borgarstjóra lá svo mik-
ið á að skreyta sig með
viljayfirlýsingu og sam-
vinnu við einkafram-
takið mánuði fyrir borg-
arstjórnarkosningar,
segir Júlíus Vífill Ing-
varsson, að það skipti
bersýnilega ekki höf-
uðmáli í hans huga hvað
það kostaði borgina
þegar upp var staðið.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þ
að var vel til fundið af
Leiklistarsambandi
Íslands að fá ungan
leiklistarnema til að
semja og flytja ávarp
á Alþjóðaleikhúsdaginn. Ávarpið
var ákaft og líflegt, þrungið fyr-
irheitum og væntingum um hvað
taki við að loknu námi, fullt af
gleði yfir því að vera stíga fram á
völlinn og hefja glímu við hvað-
eina sem teflt er fram á móti.
Leiklistardeild Listaháskóla Ís-
lands er langur titill á lítilli deild
sem telur aðeins 8 nemendur í ár-
gangi og hefur aðeins í eitt ár ver-
ið formlega á háskólastigi. Allt frá
stofnun árið 1975 hefur Leiklist-
arskóli Íslands eingöngu út-
skrifað leikara og Leiklistardeild
Listaháskóla Íslands er ennþá
sama stofnun með sama hlutverk
þótt markmið hafi verið skil-
greind að nýju
og menntun
leikaranna
hafin á há-
skólastig. Inn-
tak þeirrar
menntunar
hefur ekki breyst þrátt fyrir nafn-
breytinguna. Tæplega er heldur
við því að búast að breytingin
verði algjör á svipstundu, þar
verður hinn nýi deildarstjóri að
feta þröngan stíg milli þeirrar
umgjörðar sem skapast hefur um
leikaramenntunina á 25 árum og
kynningu breytinga sem fylgja í
kjölfar þeirra umskipta sem orðin
eru á ytri skipan skólans. Vafa-
laust dregur það kraft úr breyt-
ingum að leiklistardeildin nýja
skuli vera á sama stað og Leiklist-
arskólinn hefur verið mörg und-
anfarin ár, flutningur í nýtt hús-
næði myndi veita kærkomið
tækifæri til að stokka upp innra
skipulag deildarinnar og hefja
uppfyllingu þeirra fyrirheita sem
gefin hafa verið svo fjálglega í
ræðu og riti undanfarin misseri.
Sem stendur virðist meginbreyt-
ingin fólgin í nafnbreytingu í
símaskrá og á bréfsefni. Skiln-
ingur yfirvalda á nauðsyn þess að
samræma þau tímamót sem
stofnun Listaháskólans er, við
flutning í nýtt húsnæði þar sem
allar deildir hans taka til starfa
undir nýjum merkjum, virðist
takmarkaður og tækifærið til að
nýta þann slagkraft sem fólst í
stofnun Listaháskólans rennur
hægt í gegnum greipar stjórn-
enda hans. Ekki er við þá að sak-
ast.
Það er algerlega óviðunandi að
Listaháskóli Íslands skuli nánast
vera nýtt heiti yfir óbreytt ástand
þó vissulega beri allir sig vel og
tali fjálglega um fagurt hlutverk
hins nýja háskóla. Eitt er að
stofna Listaháskóla með þeim
fyrirheitum sem í því felast og
annað er að skapa honum aðstöðu
og fjármagn svo hægt sé að reka
hann í samræmi við fyrirheitin.
Þar er enn sem komið er langt
klif á milli.
Þannig verður hin nýja há-
skólatenging leiklistarmennt-
unarinnar allt að því hjákátleg
þegar ekkert bólar á akademískri
menntun innan hennar og leik-
ararnir sem þaðan útskrifast hafa
enga kunnáttu í fræðilegri um-
fjöllun um leiklist, þekkja ekki
grundvallarhugtök leiklistar sem
fræðigreinar og sífellt slær saman
persónulegri tilfinningalegri upp-
lifun og því sem kallast mætti
hlutlægt mat á alþekktum fyr-
irbærum innan greinarinnar.
Ávarp hins unga leiklistarnema
var gott dæmi um þetta og varla
við hann að sakast þó hug-
takaskilningi hafi verið ábótavant.
Hvort leikarar þurfi á slíkri
fræðilegri kunnáttu að halda er
reyndar sjónarmið sem taka verð-
ur tillit til og færa má rök fyrir
því að hlutlægur skilningur á
samspili persóna innan leikrits
trufli beinlínis leikarann í tilfinn-
ingalegri upplifun sinni við túlkun
persónu.
Þrátt fyrir allar kenningar um
leiklist sem komið hafa fram á síð-
ustu öld – og þær eru býsna
margar – þá er sú lífseigust sem
kennd er við rússneska leikarann
og leikstjórann Konstantín Stan-
islavskí. Henni hefur verið þvælt
fram og aftur og skilgreind upp á
nýtt ótal sinnum en ávallt stendur
eftir sá grundvallarskilningur að
persónuleg tilfinningaleg reynsla
leikarans sé honum sá brunnur
sem ausið er úr þegar túlka skal
persónu. Þetta var auðvitað engin
uppgötvun Stanislavskís og gera
má því skóna að leikarar í gegn-
um aldirnar hafi rambað á þessa
aðferð með einum eða öðrum
hætti og misjöfnum áherslum.
Innlegg Stanislavskís fólst í því
að skilgreina hvernig leikarinn
gæti hagnýtt sér tilfinninga-
reynslu sína markvisst og kerf-
isbundið og kallað fram á auga-
bragði sterk tilfinningaleg
viðbrögð burtséð frá eigin líðan
hverju sinni. Sannarlega gagnlegt
fyrir leikara.
Það er ákveðin þversögn í því
að hamra á akademísku yf-
irbragði leiklistarmenntunar-
innar þegar aðeins er um ræða
menntun og þjálfun leikara sem
hafa ekki einasta takmarkað gagn
af fræðilegri þekkingu heldur er
hún nánast í andstöðu við eðli
þess starfs sem þeir eru að und-
irbúa sig fyrir. Hér er auðvitað
gert ráð fyrir að ekki sé um það
að ræða að lengja leikaranámið úr
þeim fjórum árum sem það er nú
og vafalaust stæði það í ein-
hverjum að breyta námskránni á
þann veg að lögð væri meiri
áherslu á fræðilega þátt námsins
á kostnað hins verklega einungis
til að uppfylla akademískar vænt-
ingar stofnunarinnar. Með því
ráðslagi færi Leiklistardeild
Listaháskóla Íslands að útskrifa
lítt þjálfaða leikara með punga-
próf í leikhúsfræðum. Er eitthvað
vit í því?
Leikaramenntunin stendur í
raun ágætlega á þeim grunni sem
mótaður hefur verið undanfarinn
aldarfjórðung. Misskilningurinn
felst í því að ímynda sér að núver-
andi leikaraefni standi akadem-
ískt sterkar að vígi einfaldlega
vegna þess að stofnunin hefur
breytt um heiti. Leiklistardeild
Listaháskóla Íslands stendur
tæpast fyllilega undir nafni fyrr
en svið hennar verður stækkað og
þar verður boðið upp á háskóla-
menntun í leikhúsfræðum og
dramatúrgíu auk verklegs náms í
leikstjórn, leikmynda, búninga og
ljósahönnun. Vafalaust stendur
hugur stjórnenda Listaháskólans
til alls þessa og er að vona að yf-
irvöld geri stofnuninni kleift að
standa við þau fyrirheit sem
henni hafa verið gefin.
Leiklist á
háskólastigi
Það er misskilningur að ímynda sér að
leikaraefni standi akademískt sterkar
að vígi einfaldlega vegna þess að
stofnunin hefur breytt um heiti.
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is