Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR hefjast í dag við endurnýjun Sóleyjar- götu frá Njarðargötu að Skot- húsvegi. Gatan verður lokuð fyrir umferð allt fram í miðjan júlí. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að stefnt sé að því að búið verði að malbika götuna fyrir 17. júní og eftirstöðvar verksins verði kláraðar á um einum mánuði eftir það. Það sem kallar á endurnýjun götunnar eru ónýtar skolplagnir. Sig- urður segir að þess utan sé gatan ekki glæsileg. Hún sé gömul og kúpumynduð og auk þess sé afleit bunga á henni við Bragagötu sem verði fjar- lægð. Sigurður segir að fram- kvæmdirnar leiði til þess að aðkomuleiðir inn í miðbæinn verða erfiðari fyrir vikið. Til þess sé litið að Sæbrautin beri meiri umferð og sé reiknað með að meiri umferð fari um hana og að einhverju marki einnig um Suðurgötuna. Framkvæmdirnar fari fram að sumarlagi þegar umferð er að jafnaði minni en engu að síður sé ljóst að óþægindi verði vegna framkvæmdanna. Gatan verður um leið fegr- uð. Gangstígar norðanmegin götunnar, húsamegin, verða breikkaðir, hvor akrein verð- ur mjókkuð en miðeyjan verð- ur breikkuð. Hún verður að hluta til girt og stefnt er að því að koma fyrir gróðri á henni. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 90 milljónir króna en Sigurður segir að gengið hafi verið að tilboði Arnar- verks, sem bauð 75 milljónir króna. Sóleyjargata verður endurnýjuð í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðborg LEIKSKÓLARÁÐ hefur samþykkt samhljóða að fara þess á leit við borgarráð að Leikskólar Reykjavíkur greiði einkareknum leikskól- um mánaðarlegan húsnæðis- styrk sem nemi 388 krónum á hvern fermetra. Samhliða upptöku styrksins er ráðgert að taka upp viðræður við einkareknu leikskólana um hvernig eftirliti með gjald- skrá þeirra verði háttað. Tillagan var lögð fram af Kristínu Blöndal, formanni leikskólaráðs, en þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárhagsáætlun Leikskóla Reykjavíkur vegna ársins 2001, fer leikskólaráð fram á 14,9 milljóna króna aukafjárveitingu til að mæta þessum kostnaði. Í greinagerð með tillög- unni segir að einkareknir leikskólar auðgi leikskóla- starf í borginni og veiti for- eldrum frekari valkosti og að með því að greiða húsnæð- isstyrk þann er tillagan geri ráð fyrir sé verið að renna enn styrkari stoðum undir rekstur þeirra. Þar segir að frá árinu 1994 hafi borgaryf- irvöld hækkað rekstrarstyrk úr 6.000 krónum fyrir barn sambúðarfólks eða giftra for- eldra í 19.850 krónur og að niðurgreiðsla vegna barna einstæðra foreldra nemi 35.400 krónum. Einkareknir leikskólar eru í 3.200 fm húsnæði „Reykjavíkurborg greiðir í dag stofnstyrk til einkarek- inna leikskóla sem í febrúar nam 32.902 krónum á fer- metra og fylgir sú upphæð byggingarvísitölu,“ segir í greinagerðinni. „Miðast þessi upphæð við meðalkostnað borgarinnar við að fullgera lóð og kaup á lausum búnaði í leikskóla í eigu borgarinnar- .Eins og áður sagði fá einka- erknir leikskóla að auki rek- stararstyrki sem taka mið af kostnaði borgarinnar við rekstur eigin leikskóla. Allur húsnæðiskostnaður einka- reknu leikskólanna, að frá- dregnum kostnaði vegna lóð- ar og búnaðar, er hins vegar undanskilinn í þessum styrkj- um og er því innheimtur með leikskólagjöldum. Sú tillaga sem hér er flutt gerir ráð fyr- ir að tekinn verði upp hús- næðisstyrkur sem nemur 388 krónum á fermetra á mánuði og miðast sá kostnaður við 100.000 króna stofnkostnað á fermetra, 50 ára afskriftar- tíma eignar og 4% vexti. Einkareknir leikskólar í Reykjavík eru í dag í 3.200 fermetra húsnæði og má því búast við að aukin útgjöld Leikskóla Reykjavíkur á þessi ári verði um 14,9 millj- ónir króna.“Á fundi leikskóla- ráðs þar sem tillagan var rætt lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokks fram eftirfar- andi bókun: „Við fulltrúar Sjálfstæðisflokks í leikskóla- ráði samþykkjum að veita einkareknum leikskólum hús- næðisstyrk, en höfnum hug- myndum um eftirlit Reykjavíkurborgar með gjaldskrá þeirra.“ Fulltrúar R-listans lögðu þá fram bókun þar sem segir: „Á undanförnum árum hafa styrkir til einkarekinna leik- skóla stóraukist og er hús- næðisstyrkur sá, sem tillagan gerir ráð fyrir, alger nýjung. Eins og fram kemur í grein- argerð hafa einkareknir leik- skólar ekki haft aðrar leiðir til að fjármagna húsnæðis- kostnað en í gegnum dag- gjöld og ætti tillagan, nái hún fram að ganga, því að geta komið fram í lægri daggjöld- um og þar með styrkt sam- keppnisstöðu einkarekinna leikskóla gagnvart Leikskól- um Reykjavíkur. Í umræddu ákvæði tillög- unnar er einungis gert ráð fyrir viðræðum við rekstrar- aðila og mun hér eftir sem hingað til kappkostað að hafa gott samstarf við þá.“ Einkareknir leikskól- ar fái húsnæðisstyrk Reykjavík VINNA við fornleifauppgröft við Aðalstræti 16 er nú nærri hálfnuð og hafa fornleifa- fræðingar grafið niður á 15- 20 metra langan skála frá landnámsöld sem liggur sam- síða Aðalstræti. Þegar má greina nyrðri enda skálans og hluta langelds í honum miðjum en útlínur skálans eru sjáanlegar af stein- hleðslum sem marka austur- og vesturveggi hans. Þá hefur verið grafið niður á hús sem tilheyrðu Innrétt- ingum Skúla Magnússonar landfógeta frá 18. öld en ekk- ert bendir enn til þess að byggt hafi verið á svæðinu í 5-6 aldir í millitíðinni. Lítið hefur fundist af forngripum þó að ekki sé ólíklegt að ein- hverjir slíkir komi upp úr kafinu þegar greftrinum lýk- ur í sumar. Auk útlína skálans hefur uppgröfturinn einkum leitt í ljós undirstöður bygginga Innréttinganna og brunaleif- ar nokkurra húsa þeirra frá árinu 1764. „Ástæðan fyrir því að lítið hefur fundist af munum er væntanlega sú að ef grafið er á bæjarstæðum finnast einkum tveir flokkar hluta,“ útskýrir Mjöll Snæs- dóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands sem framkvæmir verkið fyrir Ár- bæjarsafn. „Þetta eru hlutir sem fólk annars vegar henti og hins vegar týndi. Þessa hluti finnur maður gjarnan í reglulegum sorphaugum annars vegar og í mold- argólfum hins vegar. Við er- um ekki búin að fara niður í gólfið í landnámsskálanum og höfum reyndar ekki hitt á lög sem voru mjög hrein sor- plög. Þess vegna hafa fáir gripir fundist. Þó hafa fundist leirkerabrot, glerbrot og brot úr svokölluðum krítarpípum, allt frá tímum Innrétting- anna. Gripir frá landnáms- tíma hafa hins vegar ekki fundist.“ Forngripir frá land- námsöld gætu fundist Aðspurð hvort hugsanlegt sé að finna gripi frá land- námstíma þegar grafið verð- ur lengra niður í gólf land- námsskálans segir Mjöll þó enga ástæðu til að útiloka neitt í þeim efnum. „Það er al- veg hugsanlegt að við finnum einhverja gripi í gólfinu en ég geri ekki sérstaklega ráð fyr- ir að það verði mikið,“ segir hún. Skálinn er 5,5-6 m á breidd þar sem hann er breið- astur og mjókkar til endanna. „Þetta er algengt sköpulag á víkingaaldarskálum en það er ekki vitað hví þeir voru byggðir með þessum hætti. Vera kann að verkfræðilegar ástæður liggi þar að baki.“ Lengd skálans er á bilinu 15-20 metrar og þegar eru um 8 metrar sjáanlegir, þar af hluti langelds í honum. Uppgröfturinn hófst um miðjan janúar og eiga forn- leifafræðingarnir að ljúka störfum fyrir 15. júní. Á milli 6-8 fornleifafræðingar vinna að verkinu og hefur verið byggt yfir vinnusvæðið til að koma í veg fyrir tafir af völd- um frosts og vetrarmyrkurs en þess ber að geta að ekki er hægt að fletta jarðlögum ofan af fornminjum í frosti. Ástæða þess að forn- leifauppgröfturinn fer fram við Aðalstrætið er sú að fyr- irhugaðar eru nýbyggingar á svæðinu. Í ljósi þess að ekki er leyfilegt að spilla forn- minjum án undangenginna fornleifarannsókna hófst uppgröfturinn í janúar. For- senda þessarar framvindu var að sjálfsögðu vitneskja um að einhverjar fornminjar væri að finna á svæðinu en sú vitneskja hefur legið fyrir um nokkurra áratuga skeið. Morgunblaðið/Ásdís Petra Mösslein fornleifafræðingur, til vinstri, við störf sín í Aðalstræti. Til hægri skoðar fornleifafræðingurinn Jannie Ebsen jarðlögin en fundist hafa leirkerabrot og glerbrot frá 18. öld. Miðborg Grafið niður á land- námsskála í Aðalstræti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.