Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 35
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 35 með frekari samning- um við háskóla víðs- vegar í Evrópu og Am- eríku. Deildir háskólans Við skólann eru starfræktar þrjár kennsludeildir: Frumgreinadeild, viðskiptadeild og lögfræðideild. Frumgreinadeild veitir eins árs sérhæfðan undirbúning fyrir nám í rekstrar- og viðskiptadeild. Nám í frumgreinadeild er ekki á háskóla- stigi, en er lánshæft. Í viðskiptadeild eru öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar kennd á þremur árum og lýkur náminu með BS-gráðu. Fyrstu tvö árin mynda eina heild og fylgjast nemendur á 1. og 2. ári að í náminu. Að þeim áfanga loknum eru nem- endur útskrifaðir með diplómagráðu í rekstrarfræðum. Þriðja árið er sjálfstætt framhald af fyrstu tveim- ur árunum og því lýkur með BS- gráðu. Nemendum á þriðja ári stendur til boða að ljúka hluta af náminu við erlenda háskóla. Einnig er hægt að taka þriðja árið í fjar- námi. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hef- ur stofnsett nýja deild við skólann, lögfræðideild, sem býður næsta NÆSTA haust verða tæplega 200 nemendur við staðnám á Bifröst. Heildaríbúafjöldi háskólaþorpsins er þá orðinn tæplega 400, starfsfólk, nemendur og fjölskyldur þeirra. Þéttbýlisstaðurinn byggist allur á þekkingar- og háskólastarfi. Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá Nemendagörðum Viðskiptahá- skólans til að anna fjölgun íbúa og þegar er hafinn undirbúningur að viðbyggingum við núverandi skóla- hús. Auk skólahúsa, nemendagarða og íbúðarhúsnæðis starfsfólks eru á Bifröst kaffi- og veitingahús, lík- amsræktarstöð, leikskóli og þvotta- hús. „Viðskiptaháskólinn á Bifröst gerir kröfur til nemenda sinna og þeir gera kröfur til skólans. Við vit- um að góður árangur krefst góðrar aðstöðu fyrir nemendur okkar og fjölskyldur þeirra,“ segir Runólfur Ágústsson rektor. „Þess vegna eru bókasafn, vinnuher- bergi og tölvukerfi op- in allan sólarhringinn. Líkamsræktarstöð heldur nemendum í formi og í dagslok má slaka á í gufu, ljósum og heitum pottum eða ræða málin yfir kaffi- bolla eða ölkrús á kaffihúsinu.“ Samband við útlönd Nemendur á Bifröst þurfa að búa sig undir virka þátttöku í alþjóðlegu umhverfi. Nemenda- og kennara- skipti við erlenda háskóla beina al- þjóðlegum áhrifum til skólans. Nemendur á þriðja ári geta stundað hluta námsins við erlenda sam- starfsháskóla og á hverju ári kemur hópur erlendra nemenda til að stunda nám á Bifröst. Helstu samstarfsskólar Við- skiptaháskólans eru University of Manitoba í Kanada, Bayerische Beamtenfachhochschule í Þýska- landi, Hogeschool í s’Hertogen- bosch í Hollandi og Southampton Institute í Bretlandi. Auk þess er Viðskiptaháskólinn aðili að SOCRATES-ERASMUS með fjöl- mörgum evrópskum háskólum og þátttakandi í NORDPLUS-sam- starfi Norðurlandanna. Alþjóðavæð- ingin á Bifröst mun halda áfram haust upp á nám til BS-gráðu í við- skiptalögfræði. Viðskiptalögfræðin Viðskiptalögfræðin er 3 ára nám sem samþættir fjármál, viðskipti og lögfræði með það að markmiði að mennta stjórnendur með sérþekk- ingu á lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar fyrir atvinnulíf og sam- félag. Lögfræðilegur hluti námsins fel- ur í sér þau réttarsvið er lúta al- mennt að rekstri fyrirtækja, rekstr- arformi og rekstrarumhverfi í víðu samhengi. Sérstök áhersla er lögð á fjármálamarkaðinn og alþjóðleg við- skipti í því samhengi. Viðskiptafræðilegi hlutinn tekur á grunnþáttum hagfræði, stjórnunar og reikningshalds auk sérstakrar áherslu á fjármál og alþjóðavið- skipti. Auk áfanga á sviði lögfræði og viðskipta er leitast við að samþætta þessi svið í blönduðum framhalds- kúrsum en einnig eru kennd grunn- fög á sviði stærðfræði, upplýsinga- tækni, rannsóknaraðferða og sam- skipta. Gert er ráð fyrir að síðasta árið sé að mestu kennt á ensku og mögu- leiki verður einnig að taka það að hluta til erlendis. Morgunblaðið/RAX Fartölvur eru vinnutæki nemenda í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hér er menntamálaráðherra í heimsókn í skólanum. Vaxandi háskóla- og viðskiptaþorp á Bifröst sem skiptist á milli listsköpunar á vinnustofum og fræðigreina. Í byrjun er lögð áhersla á hug- myndavinnu, skissugerð og upplýs- ingatækni auk þess sem nemendur sækja námskeið í smíði, mótun, ljós- myndun, tölvu- vinnslu, prentun og fleiru. Á síðari hluta verður listsköpunarþáttur ríkjandi með áherslu á sjálfstæða vinnu nem- enda undir faglegri stjórn prófess- ora. Listfræðikennsla fer fram í fyr- irlestrum og málstofum. Auk skyldunámskeiða í listasögu og list- heimspeki gefst nemendum kostur á fjölda valnámskeiða um sértækt efni. Umsóknarfrestur í myndlist er til 10. apríl nk. Leiklistardeild Í leiklistardeild er lögð áhersla á sjálfstæði nemandans í vinnu með það að markmiði að skerpa sýn hans á eigin framvindu og vinnubrögð sem listamanns. Tekið er mið af kenningum Stanislavskis og Grot- owskis í leiktúlkunarkennslu sem er meginuppistaða námsins. Fyrstu tvö árin er lögð áhersla á að nemandinn fái góða undirstöðu í öllum tæknifögum. Leiklistarsaga og listsaga er kennd á þessu tímabili sem og undirstöðunámskeið í heim- speki. VIÐ nám í Listaháskóla Íslands er lögð höfuðáhersla á sköpun og miðl- un. Skólinn sinnir æðri menntun á sviði listgreina og býður upp á nám til fyrstu háskólagráðu í fjórum deildum; leiklistardeild, myndlistar- deild, hönnunar- deild og tónlist- ardeild. Við skólann er sér- fræðibókasafn og upplýsingaþjón- usta sem tengjast þeim fræðum sem stunduð eru innan skólans. Skólinn rekur nemendaleikhús, gallerí og ýmis verkstæði sem opin eru öllum nemendum. Að kennslu við skólann koma bæði innlendir og erlendir listamenn og listfræðingar auk fagfólks með tækni- og verk- þekkingu á ýmsum sviðum. Skólinn á í samstarfi við fjölmarga erlenda listaháskóla, fjöldi erlendra gestakennara sækir skólann heim og veitir nemendum innsýn í alþjóðlega strauma í listum, auk þess gefast tækifæri til nemendaskipta við sam- skiptaskóla Listaháskóla Íslands um alla Evrópu. Innan skólans er rekin sérstök stofnun, Opni listaháskólinn, þar sem í boði eru fagnámskeið fyrir listamenn og áhugafólk um listir. Myndlistardeild Við myndlistardeild er gefinn kostur á þriggja ára myndlistarnámi Á þriðja ári er áhersla lögð á að útfæra það sem nemandinn hefur lært fyrstu tvö árin. Leiktúlkunar- vinna með leikstjórum er í brenni- depli. Á fjórða ári felst námið í þátttöku í nemendaleikhúsi. Þar eru sett upp þrjú verkefni undir stjórn atvinnu- leikstjóra. Haustið 2001 hefja 8 nem- endur nám í leiklistardeild. Umsókn- arfrestur rann út 26. febrúar sl. Hönnunardeild Í hönnunardeild er lögð áhersla á að kenna hönnun sem sérstaka aðferðafræði til að bregðast við þörfum og viðfangsefnum á frjóan og gagnrýninn hátt. Jafnframt á nemandinn að öðlast haldgóða þekkingu á tækni, reglum og miðl- um. Þar reynir á skipulagshæfileika, listrænt innsæi og að nemandinn hafi yfirsýn yfir ólík fagsvið og að- ferðir. Nám við deildina fer fram á mis- munandi brautum sem nemendur þurfa að velja á milli strax í umsókn um námið: grafísk hönnun, sem síðar skiptist í hönnun fyrir skjámiðla og hönnun fyrir prentmiðla, og vöru- hönnun sem skiptist í þrívíða hönnun annars vegar og textíl-og fatahönn- un hins vegar. Kennsla í bygging- arlist/arkitektúr er í undirbúningi. Umsóknarfrestur í hönnun er til 10. apríl nk. Tónlistardeild Tónlistardeild verður stofnuð við Listaháskóla Íslands næsta haust. Í upphafi verður boðið upp á nám til fyrstu háskólagráðu í hljóðfæraleik, söng og í tónfræði/tónsmíðum. Sér- stök áhersla verður lögð á að skerpa sköpunargáfu nemandans og virkja hann til sjálfstæðrar vinnu í list sinni. Jafnframt er stefnt að þróun kennslu á sviði nýrra miðla og þeim möguleikum sem skapast með teng- ingum þeirra við aðrar listgreinar. Um er að ræða þriggja ára nám til 90 eininga sem lýkur með lokaverkefni og ritgerð. Miðað er við að 25–30 nemendur fái inngöngu á fyrsta ár í deildinni í haust. Umsóknarfrestur verður auglýstur síðar. Tónlistarskólinn í Reykjavík mun verða í sama rými og Listaháskólinn í Odda og kynna tónmenntakennara- deildina sína. Vefslóð Listaháskóla Íslands er www.lhi.is. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, ásamt leik- stjóranum Ingólfi Níels Árnasyni, sýnir verkið Stræti þessa dagana. Höfuðáhersla á sköpun og miðlun TÆKNISKÓLI Íslands er faghá- skóli á sviði tækni, reksturs og heil- brigðisgreina auk þess sem boðið er sérhæft aðfararnám. Skólinn hefur frá upphafi lagt áherslu á starfs- menntun á háskólastigi. TÍ er í bein- um tengslum við atvinnulífið og hafa nemendur unnið verkefni í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir og fulltrú- ar atvinnulífsins komið sífellt meira að uppbyggingu einstakra áfanga í tilteknum deildum. Tækniskóli Íslands er háskóli at- vinnulífsins. Námsframboðið hefur aukist með tímanum og auk tækni- fræði er boðið upp á nám í iðnfræði, meinatækni, röntgentækni, iðn- rekstrarfræði, alþjóðamarkaðsfræði og vörustjórnun auk aðfarar- náms í frumgreinadeild. Tæknifræði er hagnýtt 7 anna nám og lýkur með B.Sc.- gráðu. Þar er áhersla lögð á þarfir atvinnulífsins og þjóð- félagsins fyrir tæknimenntað starfsfólk. Upplýsingatæknifræði Nýjasta námsbrautin er upplýs- ingatæknifræði en auk hennar er um að ræða bygginga-, iðnaðar-, raf- magns-, orku- og véltæknifræði. María Dís Ásgeirsdóttir er nemandi á fyrsta ári í upplýsingatæknifræði en hún hafði áður lokið frumgreinadeild við skólann. Upplýsingatæknifræðin hófst haustið 1999 við skólann og er þverfaglegt nám. Til að lýsa breidd- inni í náminu segir María að nem- endur læri að hanna rafeindatæki, forrita það og að markaðssetja það. „Námið er þrjú og hálft ár,“ segir María og við verðum fullgildir tækni- fræðingar eftir það, fyrsta árið erum við t.d. alfarið í rafmagnstækni- fræði.“ Námið er að hennar mati afar hagnýtt og mikil þörf fyrir upplýs- ingatæknifræðinga í atvinnulífinu. Konur hafa undanfarin misseri verið hvattar til að leggja stund á tækninám, m.a. af Orkuveitu Reykja- víkur. Konur hafa nokkuð sótt í upp- lýsingatæknifræðin og eru um 20 í náminu. María segist sjálf hafa farið í framhaldsskólana til að kynna námið og hvetja stelpur til að fara í Tækni- skólann. Áhersla á starfsmenntun á háskólastigi Morgunblaðið/Þorkell María Dís Ásgeirsdóttir er í upp- lýsingatæknifræði. Hún segir námið mjög gef- andi. Hún nefnir sem dæmi eins konar fjölfræðiáfanga. Þar er verið að búa til veðurat- hugunarstöð, örgjafa hennar, koma henni í PC-tölvu og loks á Netið. María hefur áhuga á skapandi vinnu eftir námið. „Mig langar til að vinna hjá fjarskiptafyrirtæki við að hanna nýjungar,“ segir hún. Margir möguleikar Af öðrum námsleiðum í TÍ má nefna iðnfræði sem er þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófi úr undirbúningsdeild Tækniskólans. Prófgráðan er iðnfræðingur, ýmist í bygginga-, raf- eða véliðnfræði. Meinatækni og röntgentækni (verður geislafræði) er 8 anna nám og lýkur með B.Sc.-gráðu. Töluverður hluti námsins er verklegur og fer fram á rannsóknarstofum, sjúkrahús- um og öðrum stofnunum. Iðnrekstrarfræði er 4 anna hag- nýtt rekstrarnám og síðan er hægt að bæta við tveggja anna námi í alþjóða- markaðsfræði eða vörustjórnun og ljúka þá náminu með B.Sc.-próf- gráðu. Aðfararnám í frumgreinadeild get- ur tekið ýmist 2 eða 4 annir háð því framhaldsnámi sem viðkomandi stefnir á. Frumgreinadeild lýkur með raungreinadeildarprófi sem jafngild- ir stúdentsprófi af raungreinabraut- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.