Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EIN er sú afleiðing tölvutækni
síðustu áratuga sem maður sá ekki
fyrir í öndverðu, en hefur betur og
betur komið fram – nefnilega hvern-
ig hún tengir alþýðutónlist við fram-
úrstefnu. Einmitt um það leyti þeg-
ar framsæknasta tónlistin fyrir
hefðbundin hljóðfæri virtist vera að
múra sig endanlega inni frá al-
mennu músíksamfélagi, birti tölvu-
tæknin nýjan og óvæntan snertiflöt
við popp og rokk með upptökuhljóð-
verin sem fyrsta milligöngumiðil, og
reyndist mörgum ungum og leitandi
alþýðutónlistarmanni þar stökkið
stutt yfir í útfærðari tónsköpun.
Einkum og sér í lagi þegar honum
bauðst tækifæri til frekari sjálfsþró-
unar á máli sem hann skildi – þ.e. á
„græjumáli“. Hér á landi gerðist
það þegar Tónlistarskóli Kópavogs
stofnaði tölvuhljóðver sitt fyrir
fimm árum undir hvetjandi forsjá
Hilmars Þórðarsonar og Ríkharðs
Friðrikssonar. Og kannski er ekki
síður merkilegt að sjá hvað yngri
hlustendur hafa margir fylgt sínum
mönnum eftir, ef marka má aðsókn
þeirra að raf- og tölvutónleikum hér
á landi á seinni árum. Það verður
því ekki í fljótu bragði séð fyrir end-
ann á þeirri athygliverðu tónfélags-
legu þróun sem rétt virðist hafin.
Tónlist Hilmars Þórðarsonar
verður þó ekki bundin á einn klafa,
því hann hefur frá upphafi ferils síns
á 9. áratug samið jöfnum höndum
fyrir hefðbundin akústísk hljóðfæri
og raftóngjafa, eins og dagskráin á
portretttónleikum hans á þriðju-
dagskvöld bar glögglega með sér.
Áheyrendahópurinn var að sama
skapi breiður, allt frá tvítugs- til sjö-
tugsaldurs, og ófáir kunnir tónhöf-
undar þar á milli af yngri sem eldri
kynslóð.
Gefjun fyrir fiðlu og gítar var
samið í fyrra og hljómaði fyrst í
Listasafni Íslands á Myrkum mús-
íkdögum s.l. febrúar. Röð u.þ.b. 6
ídyllískra smámynda á milli míní-
malískra hjakk-innslaga, glimrandi
útfærð af þeim Laufeyju Sigurðar-
dóttur og Páli Eyjólfssyni, enda tap-
ar túlkun nýs verks sjaldnast á end-
urflutningi. Árur, er samið var fyrir
tölvuunnin hljóð 1997, hafði undir-
ritaður ekki heyrt fyrr. Hið liðlega
10 mín. langa verk bauð upp á mikið
efni og hraða framvindu, jafnvel svo
stappaði nærri eirðarleysi, og hefði
án efa haft gott af fáeinum gisnari
og hæggengari kontrastflötum.
Hljóðin voru engu að síður sérlega
fáguð og ljósárum frá því sem gott
þótti á árdögum raftónlistar, þegar
unnið var með skærum og límbandi.
Í lokin heyrðist ókunnur kvæðamað-
ur kveða úr kunnri braghendu, „Á
ég að halda áfram eða hætta?“;
bráðskemmtileg hugmynd er tengdi
framtíð og forneskju og sem gjarn-
an hefði mátt útfæra gerr.
Þula fyrir flautu frá 1998 var því-
næst leikin, og það afbragðsvel, af
Martial Nardeau. Þetta 9 mín. langa
verk, byggt á grunnfruminu la do so
tí ásamt rísandi „rakettu“-fígúru,
hefur greinilega reynzt tónskáldinu
nytmikil búkolla, því þegar hafa úr
henni mjólkazt tvö afsprengi, Syno-
nymous II fyrir kontrabassablokk-
flautu og með rafhljóðum sem Cam-
illa Söderberg blés á alþjóðlegu
raftónlistarhátíðinni ART 2000 í
haust, og Synonymous III, sem
Martial flutti seinna þetta kvöld við
rafhljóðabakgrunn. Var hugvitssam-
lega til fundið að leyfa hlustendum
að bera þannig saman frumgerð og
nýjustu versjón af þessum íhugulu
einræðum í tónum.
Síðast fyrir hlé voru frumflutt 5
sönglög við tvö tungl. Ljóð Gyrðis
Elíassonar úr samnefndri bók –
Samkennd, Nær og fjær, Næturljóð
handa brönugrasi, Lífsþorsti/Næt-
urgleði og Músíkplánetan – voru
sannkallað Gefundenes Fressen til
tónsetningar; örstutt, hnitmiðuð,
kristalstær og sjálfkímin svo minntu
mann helzt á atómútgáfu af Piet
Hein. Við fyrstu heyrn (og ekki með
prentaðan texta tiltækan) virtist
manni módernískasta hlið tón-
skáldsins ráða fullmikið ferðinni í
þessum fimm sönglögum og þótti
miður, sérstaklega hvað varðar út-
færslu sönglínu. Að vísu var hún
naumt skömmtuð í anda ljóðanna,
en á hinn bóginn einum of mótuð af
þeim risastóru tónbilsstökkum og
mikla fókus á efsta tónsviðið sem
svo dæmigerð eru fyrir framsækinn
söngstíl og hættir til að draga úr
skilvísi textans til áheyrenda. Þar
við bættist nánast púlsrytmalaus
hrynjandi í píanópartinum, sem
leiddi oft hugann að sparlega dreifð-
um sterkum litaklessum á stóru lér-
efti. Gerði hvort tveggja að verkum
að ofurafströkt framsetningin, þrátt
fyrir afbragðsgóða túlkun Mörtu
Guðrúnar Halldórsdóttur og Arnar
Magnússonar, hlaut frá upphafi til
enda að setja sig í sérflokk fárra út-
valdra og virtist miður líkleg til vin-
sælda utan þess þrönga hóps.
Svolítið endasleppt niðurlag var
eini ljóðurinn á Hljóða – haf,
skemmtilega íbyggnu en samt svip-
miklu einleiksverki fyrir gítar sem
Kristinn H. Árnason lék af salla-
öryggi og skáldlegu tímaskyni þrátt
fyrir þónokkrar fingraþrautir eins
og kontrapunktíska samröddun tví-
skiptrar hrynjandi á móti þrískiptr-
ar í seinni hluta. Að því loknu birtist
Martial aftur með Þulu Hilmars um-
breytta í Synonymous III. Í þetta
sinn á rafhljóðabakgrunni, sem ljáði
heildinni nærri því göldróttan svip
með fjölda „hljóðlykkja“ (ca. 10–40
sek. í senn) líkt og úr heimi ann-
arlegra ljósaskipta, auk þess sem
flautan nú synti á hyldjúpum eft-
irhljómi úr magnara, er kallaði fram
þyngdarleysi geimsins.
Eftir þá magísku endurupplifun
var komið að rafverkinu Augnablik
hreyfingarinnar, frumsömdu fyrir
myndlistarsýningu Gunnars Krist-
inssonar í Hafnarborg haustið 1997.
Frumhljóðgjafar voru fengnir úr
miklu málmgjallasafni Gunnars og
endurunnir í tölvu, sem m.a. gat ým-
ist teygt eða þjappað þessi aust-
rænu hljóðfæri í tíma og þar með
gjörbreytt að blæ. Eftir svolítið
kyrrstæðan eða öllu heldur síflæð-
andi fyrri hluta jókst dramatíkin, og
var ekki annað að heyra en að verk-
ið hefði vaxið við endurupplifun. At-
hyglivert var og hvað innkoma púls-
rytmans, líkast til úr trommuheila,
jók heildinni vídd og merkingu, þó
að hrynslátturinn væri smám saman
látinn riðlast með þverskörunum.
Lokaatriðið, N.N., var jafnframt
hið sjónrænasta, þó að hefði mátt
bæta um betur – t.d. með lifandi
tölvugrafík á tjaldi – af MIDI-
flautublæstri Camillu Söderberg,
enda allt annað en flaututónar sem
frá henni kom. Raunar var ekki of
auðvelt að átta sig á því hver gerði
hvað, MIDI-flautuleikarinn, „eld-
ings“-rafstýrasveiflarinn Ríkharður
Friðriksson eða stjórnpúltið sem
Hilmar sat með í kjöltu sér. Að því
er bezt varð séð var né heldur farið
eftir rituðum nótum heldur í mesta
lagi eftir fyrirmælum eða samkomu-
lagi, og megnið að virtist spunnið á
staðnum með svokallaðri lifandi
elektróník. Spuninn stóð ekki lengi,
en var á köflum býsna áhrifamikill,
og hefði sumt fyrir lokuðum augum
hlustandans eins getað verið samið
eftir langa yfirlegu í tölvuveri. Með
þessari vænlegu ávísun á framtíðina
lauk fjölbreyttum tónleikum Hilm-
ars Þórðarsonar, sem eftir öllu að
dæma má kalla tónskáld með skiln-
ingarvitin stillt á það sem koma
skal.
Tónskáld þess
sem koma skal
Morgunblaðið/Jim Smart
Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Hilmar Þórðarson.
TÓNLIST
S a l u r i n n
Tónleikaröð kennara Tónlistar-
skóla Kópavogs. Sjálfsmynd-
artónleikar Hilmars Þórðarsonar
tónskálds: Gefjun; Árur; Þula; 5
sönglög við tvö tungl (frumfl.);
Hljóða-haf; Sononymus III
(frumfl.); Augnablik hreyfing-
arinnar; N.N. (frumfl.). Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópran; Örn
Magnússon, píanó; Camilla
Söderberg, blokk- og MIDI-flautur;
Martial Nardeau, þverflauta;
Laufey Sigurðardóttir, fiðla; Páll
Eyjólfsson, gítar; Kristinn H.
Árnason, gítar; Ríkharður H.
Friðriksson, eldingar.
Þriðjudaginn 27. marz kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
ANNAÐ fólk var fyrsta drama-
tíska leikrit Hallgríms H. Helgason-
ar sem var sett upp á leiksviði, en
það var frumsýnt í Kaffileikhúsinu
fyrir tæpum þremur árum. Höfund-
urinn hafði fram að þeim tíma fyrst
og fremst vakið athygli fyrir þýð-
ingar á leikritum auk þess sem hann
samdi tengiatriði í dagskrá í tilefni
af níutíu ára afmæli Samkomuhúss-
ins á Akureyri ári áður. Í haust var
frumsýnt eftir hann nýtt leikrit,
Trúðleikur, í Iðnó á vegum Leik-
félags Íslands.
Það verður að ætla að Annað fólk
hafi verið lagað að útvarpsflutningi,
a.m.k. hefur tveimur persónum ver-
ið bætt við, sendibílstjóra, sem
Bjarni Haukur Þórsson leikur lát-
laust og eðlilega, og Dabba, fyrrver-
andi ástmanni aðalpersónunnar,
sem Jón Páll Eyjólfsson tekur eft-
irtektarverðum tökum.
Vigdís Jakobsdóttir hefur verið
að vinna sig upp sem leikstjóri frá
því að hún kom úr námi í þeim fræð-
um í Bretlandi. Auk þess að stýra
áhugamannaleiksýningum hefur
hún verið aðstoðarleikstjóri í Þjóð-
leikhúsinu og þar mun hún vænt-
anlega leikstýra sýn-
ingu á leikritinu Vilji
Emmu eftir breska
leikskáldið David Hare
næsta haust, sem verð-
ur fyrsta leikstjórnar-
verkefni hennar innan
stóru stofnanaleikhús-
anna. Fyrsta atvinnu-
leiksýningin sem hún
leikstýrði hér á landi
var frumflutningur
Annars fólks í Kaffi-
leikhúsinu og hér fær
hún tækifæri til að leik-
stýra sama leikriti fyrir
útvarp.
Hið óvenjulega er að
leikritið var tekið upp
fyrr í þessum mánuði í Kaffileikhús-
inu en ekki í útvarpssal, væntanlega
til að nýta sér það andrúmsloft og
þau umhverfishljóð sem setja oft á
tíðum svip á sýningar í því húsi. Þar
sem leikritið gerist í gömlu húsi er
það vel til fundið, enda er hljóð-
vinnslan vel af hendi leyst og atriðin
sem gerast víðs vegar um húsið
jafnt sem utan dyra hljóma trúverð-
uglega.
Leikritið byggist upp á andstæð-
um, hinni hröðu og hávaðasömu ver-
öld Krissu, sem Marta Nordal leik-
ur hressilega, og Áslaugar og
Eyvinds sem Helga Bachmann og
Jón Hjartarson taka gamalkunnum
tökum. Höfundur leikur sér að ger-
ólíkum pólum: annars vegar tals-
máta hinnar ókurteisu ungu kyn-
slóðar sem einkennist af slettum og
slangri og hins vegar gamaldags
tungutaki gömlu konunnar á loftinu
og skringilegheitum í máli pipar-
sveinsins í kjallaranum. Allt gefur
þetta okkur skýra mynd af mjög
ólíkum persónum en það er eins og
leikararnir nái ekki
fullkomlega að sam-
sama sig þessum sér-
kennum persóna
sinna. Það hefði hæft
eldri persónunum bet-
ur ef leikararnir hefðu
leikið stærra og Mörtu
virðist slangrið og
sletturnar aldrei eigin-
legt. Jón Páll Eyjólfs-
son er aftur á móti
ótrúlega trúverðugur
þegar hann tvinnar
saman ambögurnar og
dregur upp mjög
sannfærandi mynd af
sinni persónu.
Helgu tekst best
upp þegar dregur til tíðinda og Ás-
laug missir tökin á raunveruleikan-
um. Jóni finnst greinilega gaman að
kljást við karlinn Eyvind en þar er
lítið kjöt á beinunum, persónan er
sérkennileg en gegnir engu skýru
hlutverki í söguþræðinum. Krissa
hefur greinilega lært eitthvað af
sambýlingum sínum í húsinu, þrosk-
ast og róast, en það er ekki nógu
skýrt orsakasamhengi milli þess að
hún kemst að leyndarmálum ná-
granna sinna og að hún tekur á sig
rögg og flyst brott inn í glæsta
framtíð.
Það er margt áhugavert í þessu
verki, sérstaklega umfjöllunin um
hvað gerir persónurnar að „öðru
fólki“ hvort sem um er að ræða hyl-
dýpi milli stétta, aldurshópa eða ein-
faldlega munur á viðhorfi til lífsins.
Leikstjórinn nær að spila á and-
stæðurnar og persónurnar en það
vantar herslumuninn til að leikritið
nyti sín til fulls hvað leikinn snertir.
Nágrannar
Hallgrímur
H. Helgason
LEIKLIST
Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð
Höfundur: Hallgrímur H. Helgason.
Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir.
Hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson.
Leikarar: Bjarni Haukur Þórsson,
Helga Bachmann, Jón Páll Eyjólfs-
son, Jón Hjartarson og Marta Nor-
dal. Frumflutt laugardag 24. mars;
endurtekið fimmtudag 29. mars.
ANNAÐ FÓLK
Sveinn Haraldsson
NEMENDUR Söngskólans Hjart-
ansmál verða með óperukvöld í
Ými, Skógarhlíð 20, annað kvöld,
föstudagskvöld kl. 20. Á efn-
iskránni eru aríur og dúettar úr
Don Giovanni, Brúðkaupi Fígarós
og Töfraflautunni eftir Mozart
auk atriða úr Faust eftir Gounod,
Fedoru eftir Giordano og Á valdi
örlaganna eftir Verdi.
Til landsins kom af þessu til-
efni Judith Gans söngkona frá
Bandaríkjunum. Hún hefur oft
áður haldið söngnámskeið við
skólann og sér nú um leikstjórn
og sviðsetningu. Judith Gans er
aðallega kunn hér á landi fyrir
túlkun sína á íslenskum einsöngs-
lögum og hefur meðal annars
gefið út geisladiskinn Drauma-
landið.
Söngskólinn Hjartansmál var
stofnaður árið 1995. Í skólanum
starfa nú 15 kennarar.
Skólastjóri er Guðbjörg Sig-
urjónsdóttir og verndari skólans
er Sigurður V. Demetz söngkenn-
ari.
Hjartansmál
með óperukvöld
Nokkrir nemendur Söngskólans Hjartansmál, ásamt söngkonunni
Judith Gans, sem hefur umsjón með óperusöng nemendanna.