Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 31 Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Leynifélagið Opið virka daga 10 -18. Laugardaga 11 - 15 Fjöldi bókatitla með allt að 90% afslætti! Tilboð vikunnar! K ostaboð da gsins! Veglegur bókamarkaður IÐUNNAR ... Mikið ú rval af barna- og ung lingabó kum! LEIKDEILD UMF. Eflingar frum- sýnir sína aðra uppfærslu á þessu leikári í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Um er að ræða leikgerð unna uppúr verk- um þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona og nefnist Augun þín blá. Fyrr í vetur sýndi leikdeildin Sjö stelpur eftir Erik Thorstenson. Að sögn Arnórs Benónýssonar, leikstjóra og höfundar leikgerð- arinnar, er ekki verið að setja saman úrval úr verkum þeirra bræðra. Þau sjónarmið réðu mest að laga dagskrána að þeim leik- hóp sem stendur að dagskránni en um leið að reyna að sjá til þess að bygging hennar stæði undir kvöldskemmtun af þessu tagi. 33 atriði úr fimm verkum „Ég fór þá leið að velja lög og texta úr fimm verkum og láta hvert verk halda samfellu að For- setakosningum 2012 undan- skildum. En það er óbirt verk sem mun þó hafa verið sýnt á Húsavík í frumgerð sinni og þá án tónlistar Jóns Múla,“ segir Arnór. Dagskráin er úr fimm verkum og skiptist í 33 atriði. Þau eru Rjúk- andi ráð, Deleríum búbónis, Allra meina bót, Járnhausinn og For- setakosningar 2012. Að dag- skránni Augun þín blá standa alls á sjötta tug karla og kvenna, þar af eru leikarar 33 og „Múlaband- ið“ er skipað sjö hljóðfæraleik- urum. Tónlistarstjóri er Sigurður Helgi Illugason. Leikstarfsemi í Reykjadal á sér langa og farsæla sögu og hefur staðið með miklum blóma und- anfarin ár. Skemmst er að minn- ast uppfærslu leikdeildarinnar á Síldin kemur og síldin fer eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur í leikstjórn Arnórs Benónýssonar. Sú sýning var valin „athyglisverð- asta áhugaleiksýning“ síðasta leikárs af valnefnd Þjóðleik- hússins. Önnur sýning verður annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Þá verður sýning nk. laugardags- kvöld og einnig verða sýningar 6., 7. og 8. apríl. Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar Leikgerð byggð á verkum Jónasar og Jóns Múla Hörður Þór Benónýsson og Freydís Anna Arngrímsdóttir flytja lagið Heiðursstúlka heitir Gunna ... SÍMINN og Leikfélag Íslands hafa undirritað samning um að Síminn gerist aðalstuðningsaðili Leikfélags- ins við uppfærslu leikritsins Snigla- veislan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Iðnó. Sýningin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Íslands. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, leikhússtjóra Leikfélags Ís- lands, skiptir samstarfið við Símann sköpum fyrir uppfærslu Sniglaveisl- unnar. ,,Síminn er nútímalegt fyrir- tæki sem hefur þegar sýnt það og sannað að það er menningarlega sinnað með samstarfi sínu við Lista- safn Íslands. Það er afar mikilvægt fyrir menningarlífið að fyrirtæki axli þá ábyrgð að reyna að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig. Leikfélagið metur það mikils og ég veit að leikhúsgestir gera það líka,“ segir Magnús. Samstarf Símans og Leikfélags Íslands hófst í fyrra þegar Síminn gerðist styrktaraðili Hádegisleik- hússins í Iðnó. Að sögn Maríu Stef- ánsdóttur, markaðsfulltrúa hjá Símanum, verður því samstarfi hald- ið áfram á komandi sumri þegar nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason verð- ur frumsýnt í Hádegisleikhúsinu. Síminn styrkir Sniglaveisluna Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Íslands. SALURINN í Edinborgarhúsinu á Ísafirði var þéttsetinn á sunnudaginn þegar í fyrsta sinn var haldin þar bókmenntavaka undir nafninu Vest- anvindar. Vakan var helguð minn- ingu Guðmundar G. Hagalín rithöf- undar en einnig komu þar fleiri vestfirsk skáld við sögu. Margir telja Guðmund Hagalín merkastan þeirra rithöfunda sem vestfirskir geta talist og hafa þung- væg rök fyrir því áliti. Þá er ekki ein- ungis átt við vestfirskan uppruna hans og búsetu á Vestfjörðum, held- ur ekki síður efniviðinn í ritverkum hans. Hins vegar gæti einnig annar þáttur í lífi Guðmundar verið tilefni þess að hans væri minnst sérstak- lega á Ísafirði. Það eru störf hans að bæjarmálum og atvinnumálum. Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist árið 1898 að Lokinhömrum við Arnarfjörð. Einhver þekktasta skáldsaga hans er Kristrún í Hamravík, sögukorn um þá gömlu, góðu konu, sem hann ritaði snemma á Ísafjarðarárum sínum og út kom árið 1933. Á Ísafjarðartíma sínum ritaði Guðmundur einnig Sturlu í Vogum, hið mikla og magnaða verk sem út kom árið 1938. Ætla mætti að maður sem vann svo mörg stór- virki í bókmenntum sem Guðmund- ur Hagalín hefði ekki gert neitt ann- að. Afköst hans á öðrum sviðum voru þó með þeim hætti, að ætla mætti að hann hefði ekki gert neitt annað. Ljósmyndir af ferli Guðmundar Guðmundur settist að á Ísafirði árið 1929. Nokkru áður hafði hann dvalist í Noregi um þriggja ára skeið, ferðast um landið og flutt er- indi um Ísland og íslenska menningu. Á Ísafirði stundaði Guðmundur kennslu en var einnig ritstjóri, bæj- arfulltrúi og forseti bæjarstjórnar og var mjög atkvæðamikill og framsýnn á þeim vettvangi. Hann var ötull frumkvöðull nýjunga í atvinnumálum og átti sæti í stjórnum margra fyr- irtækja. Guðmundur fluttist frá Ísa- firði árið 1946. Hann andaðist árið 1985. Á vökunni í Edinborgarhúsinu fjallaði Þröstur Helgason bók- menntafræðingur um háskólafyrir- lestra Guðmundar, Auður Hagalín á Ísafirði, sonardóttir Guðmundar, sagði frá lífi hans og störfum og Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir og Gunnar Jónsson lásu úr verkum hans. Eyvindur P. Eiríks- son rithöfundur fjallaði um siglinga- lýsingar Guðmundar. Safnað hefur verið fjölda ljósmynda frá ferli Guð- mundar, mynda sem aldrei hafa birst opinberlega, og voru ýmsar þeirra til sýnis. Einnig kynnti Ey- vindur P. Eiríksson eigin verk og skáldin Eiríkur Norðdahl og Inga Dan fluttu nokkur af ljóðum sínum. Merkastur vestfirskra rithöfunda Salurinn í Edinborgarhúsinu var þétt setinn á sunnudag. Ísafirði. Morgunblaðið. Bókmenntavaka um Guðmund G. Hagalín í fyrsta sinn á Ísafirði Morgunblaðið/BB THE Nordic Quartet leikur í Múl- anum í Húsi Málarans í Bankastræti í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Kvartettinn er skipaður Dönunum Morten Ramsböl á bassa, Christian Vuust sax og Morten Lund á tromm- ur ásamt Svíanum Jacob Karlzon á píanó. Kvartettinn er staddur hér á landi til að taka upp plötu og leika í FÍH- skólanum. Aðgangseyrir er kr. 1.200 en 600 fyrir nema og eldri borgara. Norrænn kvart- ett í Múlanum Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Sýningunni Úr einkasafni Sverris Sigurðssonar lýkur á laugardag. Á sýningunni eru 130 verk úr einka- safninu. Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11–17. GUK, Gardur – Ártún 3, Selfossi GUK, Selfossi, verður opið á sunnudaginn kl. 16–18 að staðartíma og eru allir velkomnir að taka þátt í síðasta starfsdegi verkefnis Alex- anders Steig, „Tokyo Sheetah last employment“. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.