Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞRÁTT fyrir velgengni, nóga fæðu, hæfilega hvíld og þægindi ætlar óhamingjan og þunglyndið margan beinlínis að drepa. Það er undar- legt. Nútímamanninum er innprentað frá æsku hvernig öðlast má ham- ingju í lífinu. Honum eru kenndar margar leiðir til þess, sem allar eiga að uppfylla þrár hans til að öðlast lífsfyllingu og fullnægju sem beinast að honum sjálfum. Hann er miðdepill alheimsins, samkvæmt tölvuforriti heilabús síns og hann trúir því, samkvæmt því forriti, að hann verði hamingjusamastur allra manna í jarðríki, efitr því sem hann eignast meira, borðar meira og skemmtir sér meira. Og þegar þær stundir koma, þegar honum þrátt fyrir allt sem hann á, finnst sem eitthvað vanti og hann sé ekki fylli- lega fullnægður, leitast hann af enn meira krafti við að gera sjálfan sig ánægðari með ennþá meiri munaði og veraldlegum glæsileika. En dug- ir ekki til. Svo eitthvað er bogið við forrit hamingjunnar. Læknavísindi hafa oft bent á mátt hinnar bitru mixtúru til lækn- inga. Það kemur oft upp sú staða, þegar hið sæta og mjúkhenta dugir ekki lengur. Það verður einfaldlega að snúa við blaðinu, gera 180 gráða stefnubreytingu. Því það er öllum óhollt að hugsa of mikið um sjálfan sig. Hvernig okkur líður á morgn- ana þegar við vöknum, hvort við séum með hærri „kommuhita“ í dag en í gær, hvort við séum hundrað grömmum léttari en við vorum í gær og hvort streituhöf- uðverkurinn sem er að pirra okkur sé tilkominn vegna höfuðæxlis. Þegar við náum því að gleyma okk- ur sjálfum, líðaninni, þreytunni, hjartslættinum og önduninni verð- ur okkur ósjálfrátt kleift að slaka á og hvíla hugann, sem er svo upp- tekinn af endalausum áhyggjum af okkur sjálfum. Og hver skyldi svo vera gagnlegasta leiðin til að gleyma sjálfum sér? Það er hvorki sú leið, sem felst í því að drekka sig svo ölvaðan að maður viti hvorki lengur í þennan heim né annan, né hin að gleyma sér í skemmtunum og leik. Heldur er það leiðin sem liggur burt úr sjálfs- elskunni og inn í þjónustuna við náungann. Þegar maður fer að lifa fyrir aðra og rétta þeim hjálpar- hönd sem líður líkamlegar þrautir eða andlegt svartnætti, eða þó ekki sé annað en láta sig skipta daglega velferð vina, nágranna eða úti- gangsmannsins, þá fer manni sjálf- um að líða betur. Móðir Teresa þekkti vel þann lífskraft og lífsgleði sem gafst við líknarstörf. En þar er að finna lög- mál Guðs um lífshamingju. Í Nýja- Testamentinu segir frá því að ef við aðstoðum með fúsu og kær- leiksríku hjarta þann sem í nauðum er staddur þá muni verndarengill þess manns launa okkur og bera Guði gott orð af oss. Einnig segir svo frá í Mormónsbók að þegar við erum í þjónustu bræðra okkar og systra, eða aðstoðum nauðstadda séum við beinlínis í þjónustu Guðs og ávinnum okkur velþóknun hans. Með því að gefa hjálp okkar og bera fyrir brjósti velferð náungans munum við engu glata. Þvert á móti eignumst við nýja vini, bæði jarðneska sem himneska, gleymum okkur sjálfum og öðlumst betri heilsu, jafnt líkamlega sem and- lega, að ógleymdri hamingjunni, sem fylgir í kjölfarið. Þetta er sá vegur út úr svartnætti, þunglyndi og óhamingju, sem hrjáir margan nútímamanninn, leiðin til hamingj- unnar og betra lífs. EINAR INGVI MAGNÚSSON, lektor, Bratislava. Leiðin til hamingjunnar Frá Einari Ingva Magnússyni: TIL ritstjórnar Morgunblaðsins. Ég vil gjarnan spyrja hvort þér getið aðstoðað mig við að finna fjöl- skyldu mína á Íslandi. Föðursystir mín, Ólöf Ingibjörg Einarsdóttir, fór 1901 eða 1902 til Danmerkur þar sem hún giftist Carl Andersen árið 1902. Hún var dóttir Einars Guð- mundssonar og Steinþóru Einars- dóttur. Skömmu eftir seinni heims- styrjöld höfðum við mikið samband við nokkra úr fjölskyldunni á Íslandi. Einn þeirra var skipstjóri á Gull- fossi, hann hét Guðráður Sigurðsson og bjó árið 1948 í Basmaldid 3 (Barmahlíð 3?) í Reykjavík. Öðru hverju sér maður í dönskum dagblöðum að afkomendur Dana reyna að fá upplýsingar um ættingja sína. Það myndi gleðja mig mjög ef þér gætuð hjálpað mér við að fá slík- ar upplýsingar. Ég vona að þér skilj- ið dönsku, því miður kann ég ekki stakt orð í íslensku en veit að ætt- ingjar mínir sem komu í heimsókn á fimmta og sjötta áratugnum til Dan- merkur töluðu dönsku. Með fyrirfram þökk og kærri kveðju, KAREN RASMUSSEN, Klintehaven 49, 2630 Taastrup, netfang: karped.@mail.tele.dk. Dönsk kona leitar ættingja Frá Karen Rasmussen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.