Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 51 ✝ Sigríður BirnaBjarnadóttir fæddist á Akureyri 10. maí 1938. Hún andaðist á heimili sínu 22. mars síðast- liðinn. Foreldar hennar voru Ásta Jónsdóttir frá Pat- reksfirði, f. 1917, d. 1969, og Bjarni Pét- ursson, f. 1915, d. 1995. Sigríður átti fimm hálfsystkin. Það eru þrjú börn Ástu og Hjartar Jónssonar, eigin- manns hennar, Ása Hanna, f. 8.8. 1940, Jón f. 5.9. 1946, og Stein- unn Ragnheiður, f. 10.7. 1948, og tveir synir Bjarna og Júlíönu Sigurjónsdóttur, f. 1916, d. 1997, fyrri eiginkonu hans, þeir Sigfús, f. 27.11. 1940, og Arn- aldur Mar, f. 28.12. 1942. Sig- ríður fluttist til Borðeyrar í Hrútafirði á unga aldri til föðurforeldra sinna, þeirra Pét- urs Sigfússonar og Birnu Bjarnadóttur, og ólst upp hjá þeim til fullorðins- ára. Hinn 20. ágúst 1972 giftist Sigríð- ur Gunnari Harðar- syni, f. 9.11. 1940. Þau skildu. Börn þeirra eru Pétur Þór Gunnarsson, f. 28.2. 1969, sem Gunnar gekk í föð- urstað; Birna Gunn- arsdóttir, f. 14.5. 1973; og Sigurbjörg Sigríður María Gunnarsdóttir, f. 31.8. 1975. Sigríður lærði hárgreiðslu í Bandaríkjunum 1955–58 þar sem hún bjó með fósturforeldrum sínum um nokkurra ára skeið. Hún vann við hárgreiðslu og rak sína eigin hárgreiðslustofu, Blæ- ösp í Kjörgarði, í nokkur ár, þar til hún gifti sig og hugsaði um börn og bú. Síðari ár hóf hún störf við umönnun. Útför Sigríðar Birnu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigríður Birna Bjarnadóttir var tíu ára þegar ég kynntist henni fyrst, gullfalleg stúlka, fjörug og alltaf að flýta sér að fara eitthvað. Nokkrum árum seinna varð ég stjúpmóðir hennar, svo þessi kynni okkar eru orðin löng. Hún kom mjög ung á heimili föður síns, afa og ömmu á Borðeyri. Á heimili þeirra ólst hún upp við mikið ástríki með föðursystkinum sínum. Hún hafði líka mjög gott samband við Ástu móður sína og hennar fjöl- skyldu. Sigga Birna eignaðist fimm hálf- systkini sem voru henni mjög kær. Íþróttir voru hennar áhugamál, eins og hún átti kyn til, og spilaði hún handbolta með Fram. Árið 1955 flutti hópur fólks til Colorado í Bandaríkjunum, þar á meðal Pétur afi hennar og amma Birna, en þau kallaði hún alltaf pabba og mömmu, við hjónin ásamt henni, Sigfúsi og Arnaldi, hálf- bræðrum hennar. Þetta var góður tími. Við bjuggum saman í sátt og samlyndi, börnin gengu í skóla í Steamboat Springs High School og þaðan útskrifaðist Sigga Birna 1957. Leið hennar lá svo til Colorado Springs þar sem hún lærði hár- greiðslu og vann við það þar um tíma. Já, þetta voru góð ár sem við átt- um fyrir vestan, Sigga Birna eign- aðist fljótt marga vini og var vin- sæl. Ég minnist ferða okkar saman til Steamboat Springs, en við bjuggum í nokkurri fjarlægð frá bænum. Ekki vorum við búnar að aka langt þegar Sigga Birna sagði: „Nú syngjum við.“ Hún var ekki mjög lagviss blessunin en hún vildi syngja og alltaf var byrjað á sömu lögunum, „Inn milli fjallanna þar á ég heima“ o.s.frv. og svo „Fyrr var oft í koti kátt“ o.s.frv. Þetta sung- um við líka hér heima ef við vorum saman í bíl. Þá var glatt og engar áhyggjur. Árið 1960 fluttum við heim og Sigga Birna stofnaði hár- greiðslustofu í Reykjavík, Blæösp. Stofan varð strax mjög vinsæl enda var Sigga Birna mjög góð hár- greiðslukona. Við Bjarni fluttum norður í Þing- eyjarsýslu, á Fosshól, og kom Sigga oft til okkar og dvaldi í lengri eða skemmri tíma. Sigga Birna giftist Gunnari Harðarsyni og eiga þau þrjú börn, Pétur Þór, Birnu og Sigurbjörgu Sigríði Maríu. Fyrir átti Gunnar Andreu Örnu. Sigga og Gunnar skildu og hélt Sigga Birna alltaf heimili með börnum sínum. Hún vann síðustu árin við umönnun sjúkra í heimahúsum og nokkuð lengi á hjúkrunarheimilinu Brekku- bæ. Sigga Birna mín var góð stúlka, þótti vænt um allt sitt skyldfólk, það fólk sem hún hjúkraði og vini sína alla. Lífið er nú enginn dans á rósum eins og flestir þekkja og það var heldur ekki auðvelt Siggu Birnu. Seinni árin var hún hjartasjúkling- ur og oft þreytt en átti erfitt með að slá af. Ég sakna Siggu Bidd, eins og ég kallaði hana oft. Hún kom oft til mín og við töluðum mikið saman í síma. Til hennar var alltaf hægt að leita. Það er mikið tómarúm sem hefur skapast en þannig er það, „enginn ræður sínum næturstað“. Elsku börnin mín, Pétur, Birna og Sibba, Guð veri með ykkur um alla framtíð. Sigurbjörg (Bíbí) Magnúsdóttir. Einn vordag í maí árið 1938 leit stúlkubarn dagsins ljós norður á Akureyri. Aðstæður einstæðrar móður hennar voru ekki góðar og því fór hún sem hvítvoðungur til elskulegra föðurforeldra sinna, þeirra Péturs og Birnu, á Borðeyri við Hrútafjörð. Þar, og síðar í Borgarnesi, ólst Sigga Birna upp í miklu ástríki í glöðum hópi föð- ursystkina sinna. Ég sá þessa stóru systur mína í fyrsta sinn, er við mamma stóðum á Sprengisandsbryggjunni í Reykja- vík og hún kom siglandi með Lax- fossi úr Borgarnesi. Hún var þá sjö og ég fimm ára. Mikið fannst mér til hennar koma og þessa sumar- daga árið 1945 naut ég þess að vera í návist hennar. Nokkrum árum seinna fluttu þau Pétur og Birna til Reykjavíkur, þar sem Sigga Birna sótti skóla, stund- aði dyggilega ýmsar íþróttir, m.a. handbolta með Fram og átti drjúg- an þátt í sigrum kvennaliðs Fram á þessum árum. Á þessu tímaskeiði í Reykjavík áttum við margar góðar stundir saman og brölluðum margt. Mér fannst það ævintýri líkast, þegar systir mín og hennar fólk tók sig upp og flutti til Colorado í Bandaríkjunum, en þar bjó fyrir önnur föðursystir Siggu, hún Sigga Maja. Pétur og Birna og synir þeirra bjuggu stórbúi, sem hét Pet- ersdale og var í nágrenni Colorado Springs. Á þessum árum lærði Sigga Birna hárgreiðslu, sem hún átti eftir að notfæra sér þegar hún flutti aftur heim til Íslands. Árið 1957 dvaldi ég hjá frænku minni í Kanada og sumarið eftir heimsótti ég systur mína og hennar fólk í Colorado. Þessari samveru með systur minni gleymi ég aldrei. Þegar heim var komið opnaði Sigga Birna hárgreiðslustofuna Blæösp í Kjörgarði við Laugaveg og rak hana um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Sigga Birna var mjög vel liðin í öllum þeim störfum, sem hún tók að sér. Hún var einkar verklagin og allt lék í höndum hennar. Hæst reis hæfni hennar í matartilbúningi ýmiss kon- ar, hún var, í einu orði sagt, frábær kokkur og maður naut þess í botn að koma í mat til hennar. Siggu Birnu varð þriggja barna auðið. Elstur er Pétur Þór, næst er Birna og yngst er Sigurbjörg Sig- ríður María. Fjölskyldan var náin og ástrík og samheldni mikil. Samfundir okkar hafa orðið færri hin seinni ár en við vissum vel hvor af annarri, töluðum oft saman og áttum saman góðar stundir, þá við hittumst, og fyrir það vil ég þakka, nú að leiðarlokum. Börnum hennar votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Siggu Bidd, systur minnar. Ása Hanna. Í örfáum orðum vil ég minnast systur minnar Sigríðar Birnu Bjarnadóttur sem látin er um aldur fram. Fráfall hennar varð óvænt því þrátt fyrir að hún hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða allra síð- ustu ár kom andlát hennar aðstand- endum hennar og þeim sem til þekktu á óvart. Siggu Bidd verður minnst að ég hygg af öllum þeim sem hana þekktu fyrir einstaka hlýju hennar, gjafmildi og umhyggjusemi sem skapaði henni vináttu og væntum- þykju margra sem áttu með henni samleið. Þrátt fyrir andstreymi af ýmsum toga í lífi hennar glataði hún aldrei þessum góðu, eðlislægu þáttum sínum. Hún var gædd mörgum góðum kostum, var list- feng, rausnarleg og myndarleg við flest það sem hún tók sér fyrir hendur. Ung stúlka tók hún þátt í íþrótt- um, spilaði handbolta með Fram og var þar góður liðsmaður. Á átjánda ári fluttist hún til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni og lauk hún þar menntaskólanámi, High School, og síðar námi í hár- greiðslu. Heim til Íslands kom hún haustið 1959 og setti fljótlega á stofn eigin hárgreiðslustofu, Blæösp í Kjör- garði, og rak hana í nokkur ár. Naut stofan mikilla vinsælda enda kom smekkvísi, hæfni og dugnaður Siggu Birnu þar vel í ljós. Sigga Birna giftist 1972 fyrrver- andi eiginmanni sínum, Gunnari Harðarsyni. Áttu þau saman tvær dætur, Birnu og Sigurbjörgu Sig- ríði Maríu, og Gunnar gekk syni Siggu Birnu, Pétri Þór, í föðurstað. Starfsvettvangur Siggu Birnu hin síðari ár var umönnun sjúkra og aldraðra og var hún elskuð af öllum þeim sem nutu starfa hennar og að- stoðar á þeim vettvangi. Dauðinn er oft ótímabær og kem- ur að óvörum. Sigga Birna átti margt ógert. Ég hygg að næstu ár hefðu orðið henni drýgri við að sinna ýmsum áhugamálum sínum og hugðarefnum og að rækta sína góðu hæfileika. Sigga Birna var einstaklega barngóð og löðuðust því börn að henni. Það hefði orðið henni til mik- illar gleði að fá að sjá sitt fyrsta barnabarn sem koma mun í heim- inn síðar á árinu. Til þess var hún mjög farin að hlakka. Það er einnig svo, en verður ekki úr bætt, að rækta hefði mátt betur tengslin við systur mína og styðja hana og börn hennar á erfiðum stundum. Börnin hafa misst mikið við fráfall móður sinnar, sem ætíð vildi veita þeim vernd og vera þeim umhyggjusöm. Við hjónin, börn okkar og makar þeirra vottum þeim einlæga samúð okkar. Arnaldur og Jónína. Elsku besta Sigga mín, nú ertu farin yfir móðuna miklu, og alltof fljótt. Það er svo margs að minnast og ég á þér svo óendanlega margt að þakka. Það varst þú sem kenndir mér að mála, þú varst svo listræn góð og skemmtileg og svo varst þú svo mikill dýravinur, það varst þú sem hvattir mig til að halda áfram að mála og fara svo út í eitthvað sem tengdist listum seinna meir. Ég átti svo góða daga með þér og krökkunum, bæði þegar þú og Gunnar bjugguð í Njarðvík, og svo þegar þú fluttist til Reykjavíkur. Sú vinátta sem myndaðist milli okkar og barnanna þinna Sigur- bjargar, Birnu og Péturs er svo sjaldgæf, það var eins og við hefð- um alltaf verið fjölskylda. Vináttu- böndin hafa aldrei slitnað, þó það væri langt á milli okkar. Þú verður í mínum huga ein af skærustu perlunum, og ég mun allt- af geyma minninguna um þig í huga mínum, og síðar munum við hittast, og þá verða fagnaðarfundir eins og alltaf. Elsku Sigurbjörg Birna og Pétur, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þinn vinur, Hafsteinn Björn Ísleifsson. Elsku Sigga mín, þetta er hinsta kveðja okkar til þín með óendan- legu þakklæti fyrir alla þá góðvild sem þú sýndir okkur gegnum árin og þá sérstaklega viljum við þakka þér hversu vel þú reyndist Haf- steini syni okkar. Þú varst sem önn- ur móðir hans, hann var einn af krökkunum þínum. Þetta er sönn vinátta. Elsku Sigurbjörg Birna og Pétur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Inga og Ísleifur. Kær vinkona hefur lokið hlut- verki sínu hér á jörð og flutt til stjarnanna í ljósið eilífa. Með söknuð í hjarta vil ég minn- ast vinkonu minnar nokkrum orð- um. Kynni okkar Siggu Birnu hófust kvöld eitt fyrir óralöngu í íþrótta- húsinu við Hálogaland, er við, þá 15 og 17 ára, öttum kappi hvor við aðra í handbolta, hún í Fram og ég í KR. Ekki man ég lengur hvernig leiknum lyktaði, en upphaf vináttu okkar man ég vel. Ég hafði komið ásamt stelpunum í KR á undan Siggu Birnu og Framstelpunum. Þar sem ég stóð við einn snagann, afklæddi mig og hengdi fötin mín á hann kemur þar dökkhærð, lagleg og sérlega fallega eygð stelpa og stendur fyrir framan mig dágóða stund án þess að segja nokkuð þangað til hún spyr mig hvort ég viti ekki að þetta sé snaginn hennar og að hún eigi hann. Mér varð litið í kringum mig og sé þar fullt af ónot- uðum snögum og varð undrandi. Við horfðumst í augu og þegar ég gerði mig líklega til að flytja mig sagði hún skælbrosandi: „Ég heiti Sigga Birna og við skulum bara nota sama snagann,“ sem við og gerðum, öðrum í búningsklefanum til mikillar furðu. Þarna hófst sú góða vinátta sem staðið hefur af sér vinda og strauma í lífsins ólgusjó. Við hefð- um þó mátt leggja meiri rækt við vináttuna hin seinni ár. Ég segi þessa sögu hér, því mér finnst hún lýsa innri manni vinkonu minnar vel. Það var eins og orðið nei vant- aði algjörlega í hennar orðaforða eða að það hefði gleymst að kenna henni það. Bónbetri og ærlegri manneskju var varla hægt að finna, hún var alltaf að gefa og gefa af sjálfri sér en var svo feimin við að þiggja og taka á móti. Sigga Birna ólst upp hjá föð- urömmu sinni og afa, þeim Birnu og Pétri, og gerðist ég strax heima- gangur hjá því góða fólki. Það tók mig ekki langan tíma að sjá hvaðan hún erfði sína góðu eiginleika. Hún bar mikla virðingu og ást í brjósti sínu til þeirra og aldrei heyrði ég hana tala um þau nema af virðingu, það á reyndar við um allt fólkið sem hún kynntist á lífsleiðinni, hún bara talaði ekki illa um fólk. Ótal minningar koma fram í hug- ann um þá gömlu góðu daga sem við áttum saman, bréfaskriftir okk- ar í milli þegar hún flutti til Am- eríku með afa, ömmu og föðurfólki sínu. Þá saknaði ég hennar sárt, en hún bætti það upp með góðum og skemmtilegum bréfum og gjöfum sem hún sendi mér þaðan. Ég man þegar ég fékk áritaða leikaramynd af John Saxon og persónulegt bréf frá honum, hvað ég varð hissa. Seinna komst ég að því að Sigga Birna hafði verið að greiða hár frægu leikaranna í Hollywood og þar sem ég hafði spurt hana hvort hún sæi frægt fólk þá snaraði hún sér að John Saxon einhverju sinni þegar hún sá hann og bað hann að senda mér bréf. Þetta lýsir henni, hún var ekki að stæra sig af því að vera innan um fræga fólkið, heldur vildi hún gleðja vinkonu sína hér uppi á Fróni. Margt var svo brallað þegar hún kom heim aftur frá Ameríku. Ég man þegar við fórum með popp- kornið fyrir afa hennar í bíóin og fengum frítt í bíó. Það voru ekki margar bíómyndir sem fóru framhjá okkur þá. Ég man þegar vinkona mín rak hárgreiðslustofuna Blæösp í Kjörgarði, þá var séð um að maður væri alltaf fínn um hárið. Ég man líka brúðkaupsdaginn minn, þá var hún svaramaður minn. Já, við vorum vinir. Ég man líka af- mælisdaginn minn í fyrra þegar hún fagnaði með mér og öðrum góðum vinkonum. Þá færði hún mér mynd sem hún hafði látið teikna af okkur í handbolta á Framvellinum, mikið þykir mér vænt um þá mynd. Svona gæti ég haldið áfram, ég man … ég man … Elsku vinkona, ég þakka þér samfylgdina og bið Guð að leiða þig í ljósið eilífa og vaka yfir börnunum þínum og öllum ástvinum og gefa þeim styrk í sorginni. Ég kveð þig með væntumþykju og virðingu með þessu ljóði: Sískær af brautum bláum, brosandi augun þín, stjarnan frá himni háum, horfa á jörð til mín. Heimur við dagsljós dulinn, í dimmu blikar skær, heimsbúa sjónum hulinn, himnesku veldi nær. (Guðrún Magnúsdóttir.) Þín vinkona, Aldís (Alla). SIGRÍÐUR BIRNA BJARNADÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.