Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 16

Morgunblaðið - 29.03.2001, Page 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Akranesi - Fegurðardrottning Vest- urlands verður krýnd í Félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvík laugardaginn 31. mars og munu 10 stúlkur af Vest- urlandi keppa um titilinn. Tvö síð- ustu árin hafa stúlkur af Vesturlandi orðið fegurðardrottningar Íslands, þær Katrín Rós Baldursdóttir 1999 og Elín Málmfríður Magnúsdóttir 2000. Dagskrá krýningarkvöldsins hefst kl. 19 með fordrykk í boði ICE-Mex og síðan verður hátíðarhlaðborð. Boðið verður upp á ýmis skemmti- atriði og stúlkurnar í keppninni munu koma fram fjórum sinnum um kvöldið í mismunandi klæðnaði. Sjálf krýningin verður um miðnætti. Á eftir verður dansleikur fram eftir nóttu og mun hljómsveitin Undrið sjá um tónlistina. Í dómnefnd keppninnar eru þau Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands, Björn Blöndal, ljósmyndari Séð og heyrt, Katrín Rós Baldursdóttir, ungfrú Ís- land 1999, Jónas Geirsson og Einar Karl Birgisson. Kynnir kvöldsins er Sveinn Elinbergsson. Stúlkurnar sem taka þátt í keppn- inni að þessu sinni eru Hafdís Bergs- dóttir, 18 ára, frá Grundarfirði, Bel- inda Engilbertsdóttir, 18 ára, frá Akranesi, Rut Þórarinsdóttir, 21 árs, frá Hlíðarfæti í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Lára Böðvarsdóttir, 21 árs, frá Hellissandi, Ólöf Inga Óladóttir, 21 árs, frá Ólafsvík, Sandra Júlíus- dóttir, 21 árs, frá Stykkishólmi, Inga Magný Jónsdóttir, 21 árs, frá Grund- arfirði, Maren Rut Karlsdóttir, 18 ára, frá Akranesi, Hrefna Daníels- dóttir, 19 ára, frá Akranesi og Rakel Björk Gunnarsdóttir, 20 ára, frá Akranesi. Framkvæmdastjóri keppninnar er Silja Allansdóttir. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Efri röð frá vinstri: Hafdís Bergsdóttir, Belinda Engilbertsdóttir, Rut Þórarinsdóttir, Lára Böðvarsdóttir og Ólöf Inga Óladóttir. Neðri röð frá vinstri. Sandra Júlíusdóttir, Inga Magný Jónsdóttir, Maren Rut Karlsdóttir, Hrefna Daníelsdóttir og Rakel Björk Gunnarsdóttir. Fegurðarsam- keppni Vesturlands 2001 í Ólafsvík Hellnum - Verkefni sem snýr að eflingu sjálfbærrar ferðaþjón- ustu á norðlægum slóð- um og stutt er af Nor- ræna iðnaðarsjóðnum var formlega hrundið í framkvæmd í janúar árið 2000. Um er að ræða samstarfsverk- efni sem Ísland, Græn- land og Svalbarði eiga aðild að. Í hverju landi voru valin bæjarfélög til að taka þátt í verkefn- inu. Á Íslandi var það Snæfellsbær sem varð fyrir valinu, á Græn- landi Ilulissat og Am- massalik og á Svalbarða er það Long- yearbyen. Hér á landi fær verkefnið m.a. styrk frá samgönguráðuneytinu. Verkefnið er í umsjón Iðntækni- stofnunar og Hólmfríður Sveinsdótt- ir, sem annast það, var nýlega á ferð í Snæfellsbæ vegna verkefnisins og tók fréttamaður hana tali. Hún sagði að Snæfellsbær hefði meðal annars verið valinn til þessa samnorræna sam- starfs vegna góðs árangurs í um- hverfismálum og velgengni í starfi að Staðardagskrá 21. Auk þess væri mikill áhugi á að fjölga ferðamönnum í Snæfellsbæ og því væri kjörið að kanna viðhorf ferðamanna til svæð- isins. Samhæfing verndunar og uppbyggingar „Megintilgangur verkefnisins er að samhæfa verndun umhverfis og upp- byggingu ferðaþjónustu,“ segir Hólmfríður. „Í því sambandi er mik- ilvægt að skapa sem fyrst grundvöll fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu þannig að ferðamenn og umhverfi fái lifað í sátt og samlyndi, en skaði ekki hvort annað. Í þessu verkefni, sem og öðr- um sem snúa að sjálfbærri ferðaþjón- ustu, er það haft að leiðarljósi að ekki sjáist á umhverfinu að maðurinn hafi verið á staðnum.“ „Reyndar felst tilgangur verkefn- isins einnig í því að koma sjálfbærri ferðaþjónustu á framfæri,“ bætir Hólmfríður við, „bæði innanlands og erlendis. Mikil áhersla er lögð á að- komu heimamanna og hagsmunaaðila á áðurnefndum svæðum að verkefn- inu en það stendur að sjálfsögðu og fellur með þátttöku þeirra. Í Snæ- fellsbæ lá beinast við að fá Guðlaug Bergmann, sem er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 þar í bæ, til að taka að sér yfirumsjón verkefnisins. Hann fékk til liðs við sig þau Skúla Al- exandersson, sem er formaður um- hverfis- og náttúru- verndarnefndar Snæ- fellsbæjar, og Guðrúnu Bergmann en bæði skipa þau einnig stýri- hóp Staðardagskrár- verkefnisins og hafa unnið ötullega að undir- búningi verkefnisins sem hefur tekið alllang- an tíma.“ Ört vaxandi atvinnugrein „Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnu- grein, ekki bara erlend- is heldur einnig hér á landi. Á árunum 1972– 1992 varð 300% aukning í ferðaþjón- ustu í heiminum. Hlutfall umhverfis- vænna ferðamanna fer einnig mjög vaxandi,“ segir Hólmfríður og bendir á þá staðreynd að í Bandaríkjunum sé t.d. talið að þeim sem kjósa sjálfbæra ferðaþjónustu fjölgi um 30% á hverju ári á næstunni. „Samkvæmt niður- stöðum könnunar ferðatímaritsins Recommend Magazine er Ísland ákjósanlegasti áfangastaður þeirra sem sækjast eftir ævintýralegu ferða- lagi og vistvænni ferðaþjónustu. Könnunin var gerð meðal starfsfólks ferðaskrifstofa í Norður-Ameríku. Meðal þess sem þátttakendur í könn- uninni nefna sem kosti Íslands sem ferðamannastaðar eru ævintýraferðir á jöklum og spennandi ám, spennandi fjallgöngu-, hjólreiða- og hestaleiðir að ógleymdum heitum útilaugum og næturlífi, en með tilvísun sinni til könnunarinnar er Hólmfríður að vitna í grein í Morgunblaðinu 14. nóv. s.l. Námskeið um næstu helgi „Eftir langan undirbúning og sam- hæfingu hefst nú hin eiginlega vinna að verkefninu. Þannig munum við bjóða ferðaþjónustuaðilum í Snæ- fellsbæ upp á námskeið sem haldið verður að Hótel Höfða í Ólafsvík laug- ardaginn 31. mars n.k. og stendur frá kl. 10 til kl. 17. Í upphafi heldur Stef- án Gíslason umhverfisstjórnunar- fræðingur og verkefnisstjóri STD 21 á landsvísu erindi um hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar og útskýr- ir nauðsyn þess að tileinka sér hana í starfi. Síðan tekur við fyrri hluti nám- skeiðsins en undir heitinu „Gæði í þína þjónustu“ mun Þuríður Magn- úsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og ráðgjafarsviðs Iðntæknistofnunar, fjalla um hvað einkennir þjónustu- gæði og hvaða þættir þjónustunnar skera úr um gæðin. Eftir hádegishlé stýra þau Guðrún og Guðlaugur Bergmann síðan nám- skeiði sem nefnist „Mótun á umhverf- isstefnu í ferðaþjónustu“ en það er byggt á umhverfisstefnu Gistiheimil- isins Brekkubæjar á Hellnum en það hlaut umhverfisverðlaun Ferðamála- ráðs Íslands árið 2000. Sú umhverf- isstefna er í fullu samræmi við staðla Green Globe 21 sem er stærsta og þekktasta vottunarfyrirtæki heims í ferðaþjónustu,“ segir Hólmfríður og er ánægð með undirtektir heima- manna en þegar hefur stór hluti ferðaþjónustuaðila í Snæfellsbæ boð- að þátttöku. Hún segir að í tengslum við þetta námskeið verði hugtakið ferðaþjónustuaðili skilgreint í víðu samhengi og bankamönnum, eigend- um stórmarkaða og ýmissa þjónustu- fyrirtækja einnig boðin þátttaka því á einn eða annan hátt eru þeir í ferða- þjónustu. „Samhliða námskeiðinu,“ segir Hólmfríður, „munum við kynna skoð- anakönnun sem ferðaþjónustuaðilar og aðrir tengdir ferðaþjónustu eru beðnir um að leggja fyrir ferðamenn í sumar og verður hún kynnt í nám- skeiðslok. Mikilvægt er að fá að heyra skoðun gestsins á svæðinu, hverju hann telur ábótavant og jafnvel fá fram hugmyndir hans um hvernig megi betur gera, því aðkomumenn sjá oft hlutina í öðru ljósi en þeir sem heima eru. Öll þessi vinna er mikil frumkvöðla- vinna en við væntum þess að hún færi okkur jafnt og hinum svæðunum sem í þessu verkefni eru hugmyndir og tæki til framþróunar á ýmsum málum sem tengjast vistvænni ferðaþjón- ustu,“ segir Hólmfríður og bætir því við svona rétt í lokin að þetta verkefni hafi orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera samþykkt á árlegum ráðherra- fundi Evreka, rannsóknarsamstarfs Evrópuríkja, í júní á síðasta ári. Snæfellsbær í sam- norrænu verkefni Svalþúfa og Lóndrangar í Snæfellsbæ. Hólmfríður Sveinsdóttir Borgarnesi - Allflestir kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi tóku þátt í námskeiði um samvirkt nám (Cooperative learning) sem stóð yfir frá haustdögum og fram í mars. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Hafdís Guðjónsdóttir sem hefur- kennt á grunnskólastigi síðan 1974. Hún lauk kennaraprófi 1973, sér- kennaraprófi 1990, MA í sérkennslu- fræðum 1993 og doktorsprófi í sér- kennslufræðum 2000. Nú kennir hún við Kennaraháskóla Íslands þar sem hún er lektor og vinnur með nem- endum bæði í grunnnámi og í fram- haldsnámi. Námskeiðið var þannig uppbyggt að í ágúst 2000 voru tveir heilir dag- ar, þar sem kennsluaðferðin var kynnt. Þriðji heili dagurinn var 1. desember og sá 4. í lok febrúar. Kennararnir hittust einnig þrisvar í styttri tíma og á milli funda unnu kennararnir að því að kynna sér ýmsar aðferðir og leiðir og prófa þær í kennslunni sinni. Hafdís segir að á fundunum hafi kennararnir kynnt eigin kennslu og hvernig þeir hafa nýtt þessa kennsluaðferð í eigin vinnu. ,,Samkvæmt því held ég að kenn- arar hafi bætt við ákveðinni kennslu- aðferð í flóru þeirra aðferða sem þeir eru vanir að nota, sumir höfðu notað þessa aðferð áður en lærðu senni- lega nýjar leiðir eða fengu nýjar hugmyndir að skipulagi og útfærslu á kennslunni hjá sér.“ Samvirkt nám er kennsluaðferð þar sem nemendur vinna saman í hópum. Kennsluaðferðin byggist á því að nemendur geti því aðeins náð markmiðum sínum að allir í hópnum geri það einnig. Lögð er mikil áhersla á að kenna og þjálfa nem- endur í að vinna saman ekki síður en að kenna þeim ákveðið námsefni. Á námskeiðinu Í Borgarnesi voru kennurum kynntar leiðir og aðferðir við að vinna með félagslega þáttinn, hvern- ig þeir geta skipulagt námið á mis- munandi vegu og þeim ennfremur kynntar ýmsar hugmyndir sem þeir geta nýtt sér við að virkja nemend- ur. Meðan nemendur vinna að verk- efnum sínum þá fylgist kennarinn með því sem fram fer í stofunni, at- hugar og gefur ráð. Ábyrgðin á verkefninu og náminu er í höndum nemenda. Kennarinn grípur aðeins inn í ef hann sér að allt er að fara úr böndunum og þá helst þannig að hann reynir að leiðbeina nemendum í því að leysa málið sjálfir. Heppileg kennsluaðferð í getublönduðum bekkjum Af reynslu Hafdísar af samvirku námi er það að segja að sem barn kynntist hún mikilli hópvinnu sem hún hefur nýtt sér alveg frá því hún fór að kenna. ,,Hópkennslan þróað- ist síðan hjá mér smátt og smátt og því meira sem ég lærði um samvirkt nám varð ég ákafari í að nota hana. Þetta er mjög heppileg kennsluað- ferð í getublönduðum bekkjum þar sem kennarinn dreifir ábyrgðinni meðal nemenda og reynir um leið að mæta þörfum hvers og eins. Með þessu móti getur kennarinn virkjað alla nemendur mjög vel þannig að aðferðin hefur einnig áhrif á agann í bekknum.“ Hafdís segir það misjafnt eftir kennurum hversu vel aðferðin henti vinnubrögðum þeirra. Hafdís var mjög ánægð með nám- skeiðið í Borgarnesi. ,,Það hefur ver- ið mjög ánægjulegt að koma upp í Borgarnes. Kennararnir hafa verið opnir og tilbúnir til að reyna nýja hluti og þá er alltaf gaman að kenna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Gíslasyni skólastjóra er samvirkt nám ein af þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem boðaðar eru í skólanámskrá og í framtíðinni mun endurmenntunarstefna skólans m.a. byggjast á þeirri reynslu sem fengin er af þessu námskeiði. Vel heppnað námskeið um samvirkt nám Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Allflestir kennarar í Grunnskóla Borgarness tóku þátt í námskeiðinu. Norður-Héraði - Það er upplagt að nota tækifærið í vetrarblíð- unni og bregða sér á skíði. Skíða- færi með afbrigðum gott, snjó- hula yfir öllu og glaða sólskin. Valgeir Skúlason á Egilsstöðum var að gramsa í geymslunni og fann þar fermingarskíðin sín og stóðst ekki mátið í sólinni og snjónum fyrir austan og brá sér í göngutúr á skíðunum á Egils- staðanesinu. Á skíðum í vetrarblíðunni Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.