Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖGMUNDUR Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók skýrslu Ríkis- endurskoðunar um samninga heil- brigðisráðuneytis- ins við Öldung hf. um rekstur og byggingu hjúkr- unarheimilis við Sóltún 2 í Reykja- vík til umræðu ut- an dagskrár á Al- þingi í gær. Skýrslan var unn- in að beiðni Ög- mundar, en þingmaðurinn segir að þar komi fram gagnrýni á hvernig staðið var að samningnum við Öld- ung hf., auk þess sem skýrslan sýni að Öldungur njóti ýmissa fríðinda umfram aðra aðila sem reka hjúkr- unarheimili. Ögmundur sagði að þó kæmi ekki fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að samningur þessi væri verðtryggð- ur í bak og fyrir og rangt væri að báðir aðilar tækju með honum áhættu, hún væri öll ríkisins megin eftir því sem hann best fengi séð. Benti hann ennfremur á að andstætt því sem heilbrigðisráðherra hefði haldið fram í fjölmiðlum myndi Öld- ungur fá hækkun á daggjöldum ef inn á heimilið kæmu sjúklingar sem þyrftu meiri umönnun en kveðið er á um í samningnum. Þá myndu dag- gjöldin hækka. Sagði Ögmundur að sú niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar að samningurinn við Öldung væri 14% dýrari en hjá sam- bærilegum aðilum kynni jafnvel að vera vanmetin og gæti verið um enn meiri mun að ræða. „Hvernig getur heilbrigðisráð- herra réttlætt þennan samning þegar það hefur nú fengist stað- fest af Ríkisendurskoðun að fyrir samfélagið og skattborgarann er miklu dýrara að fela fyrirtækjum á borð við Öldung hf. á grundvelli einkaframkvæmdar rekstur þessar- ar þjónustu en skipuleggja hana og starfrækja á vegum samfélagsins eða fela hana aðilum sem ekki hafa gróðasjónarmið að leiðarljósi, eins og verið hefur,“ sagði hann ennfrem- ur. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði skýrslu Ríkisendurskoðunar í öllum meginatriðum mjög jákvæða og bent væri á að gerðar væru afar skýrar og markvissar kröfur til þeirra sem reka myndu Sóltúnsheimilið. Þjón- ustan þar yrði á háu stigi og umönn- unarkröfur væru miklar. „Það er rétt sem fram kemur að samningurinn um Sóltúnsheimilið kostar um 14% meira þegar borið er saman við þau hjúkrunarheimili sem við rekum í dag. En í þessum efnum erum við kannski að bera saman nú- tímann og framtíðina,“ sagði ráð- herra og nefndi til sögunnar ýmsa þætti sem gerðu þessa þjónustu dýr- ari en hjá öðrum hjúkrunarheimil- um. Þannig myndu allir búa á ein- býli, veikustu einstaklingarnir, sem nú ættu heima á sjúkrahúsum, myndu dvelja þar og heimilismenn yrðu teknir inn beint af sjúkrahúsum og ákveðið af yfirvöldum hverjir það væru. Þá yrðu kröfur um meiri þjón- ustu fagfólks en á öðrum heimilum. „Ég lít ekki á Sóltúnsheimilið sem stefnubreytingu eða nýtt upphaf í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Ingi- björg og bætti því við að sér þætti mikilvægast að búa til gæðakröfur fyrir hjúkrunarheimili til framtíðar. Einkaaðilar sagðir hafa skattgreiðendur að féþúfu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingunni, minnti á að oftast hefðu rök fyrir einkarekstri verið hagkvæmni og því væri undarlegt að gengið hefði verið til samninga við einkaaðila þegar ljóst var að kostn- aður yrði meiri fyrir vikið. „Finnst ríkisstjórninni í góðu lagi að fara svona með skattfé almennings?“ spurði hún og sagði að með þessu fengju einkaaðilar að hafa skatt- greiðendur að féþúfu og auðvitað færi Öldungur hf. ekki út í þennan rekstur til 25 ára af tómri góð- mennsku. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði málflutning þingmanna stjórn- arandstöðunnar ótrúlegan. Sagði hann kjarna málsins að ekki væri sanngjarnt að bera saman Sóltún og almenn hjúkrunarheimili og ríkis- sjóður væri ekki að fara illa með fjár- magn með þessum samningi, hann væri þvert á móti að spara fé með því að láta ekki aldraða sjúklinga dvelja á sjúkrahúsum þar sem kostnaður við hvern dag væri miklu meiri. Undir lok umræðunnar sagði Ög- mundur Jónasson ýmsar spurningar vakna við skoðun samningsins, t.d. hvers vegna umrætt fyrirtæki, sem væri í eigu Íslenskra aðalverktaka og Securitas, fengi þá meðhöndlun sem raun bæri vitni, meðhöndlun sem færði eigendum sínum vísan gróða. Ekki kæmi vörnin frá fulltrú- um ríkisstjórnarinnar í einkavæð- ingarnefnd, en þar sætu menn sem sjálfir væru nátengdir einkavæðing- arbraskinu, eins og hann orðaði það. Benti Ögmundur t.d. á að einn nefndarmanna af fjórum væri ein- mitt stjórnarformaður Íslenskra að- alverktaka, fyrirtækisins sem myndi reka og væri nú að reisa Sóltún 2. Deilt um Sóltúnsheimilið utan dagskrár á Alþingi Áhættan sögð öll rík- isins megin Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Ögmundur gagnrýndi samninginn um rekstur Sóltúnsheimilisins. Dagskrá Alþingis fimmtudaginn 29. mars 2001. 102. fundur hefst kl. 10.30. 1. Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál. 2. Norræna ráðherranefndin 2000, skýrsla, 543. mál, þskj. 846. – Ein umr. 3. Norrænt samstarf 2000, skýrsla, 571. mál, þskj. 880. – Ein umr. 4. Vestnorræna ráðið 2000, skýrsla, 478. mál, þskj. 760. – Ein umr. 5. Ályktanir Vestnorræna ráðsins, Þáltill., 479. mál, þskj. 761. – Fyrri umr. 6. Alþjóðaþingmannasambandið 2000, skýrsla, 418. mál, þskj. 678. – Ein umr. 7. ÖSE-þingið 2000, skýrsla, 477. mál, þskj. 759. – Ein umr. 8. VES-þingið 2000, skýrsla, 495. mál, þskj. 781. – Ein umr. 9. Þingmannanefnd EFTA og EES 2000, skýrsla, 519. mál, þskj. 815. – Ein umr. 10. NATO-þingið 2000, skýrsla, 529. mál, þskj. 825. – Ein umr. 11. Evrópuráðsþingið 2000, skýrsla, 550. mál, þskj. 856. – Ein umr. SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur kallað eftir viðbrögðum ríkisstjórn- arinnar við þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilu sjómanna og útgerðar- manna. Bendir hún m.a. á að vænt- anlegt frumvarp samgönguráðherra sé sem eitur í beinum sjómanna og geti valdið erfiðleikum við lausn málsins. Umrætt frumvarp lýtur að áhöfn- um íslenskra skipa og kemur m.a. að fækkun stýrimanna og vélstjóra um borð í fiskiskipum hér á landi. Upp- lýsti Svanfríður að formaður Vél- stjórafélagsins hefði sagt sjávarút- vegsnefnd að meðan ekki yrðu gerðar breytingar á umræddu frum- varpi yrði ekkert af samningum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra vildi ekki upplýsa efni frum- varpsins, þar sem hann hefði ekki enn mælt fyrir því. Í því fælust þó mikilvæg atriði, t.d. varðandi rétt- indi áhafna. Vel gæti verið að í með- förum þingsins og þingnefndar yrðu gerðar breytingar á frumvarpinu, en hann vildi ekki ræða það nánar á þessu stigi. Svanfríður taldi þessi svör ráð- herrans allsendis ófullnægjand- i.Stjórnarandstaðan hefði varað við því að viðræður myndu tefjast vegna lagasetningar og það hefði komið á daginn. Nú væri brýnt að stjórnvöld gerðu sitt með skapandi hætti svo keyra mætti viðræður aðila á fullt. Deilt um væntanlegt frumvarp TALIÐ er að 200 til 250 konur gang- ist undir brjóstastækkunaraðgerð hér á landi á ári hverju. Um níu af hverjum tíu aðgerðum teljast fegr- unaraðgerðir, en um 10% eru aðgerð- ir vegna eftirstöðva brjóstakrabba- meins og annarra slíkra sjúkdóma. Þetta kom fram í svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, um brjóstastækkanir. Ráðherra upplýsti að stærstur hluti brjóstastækkunaraðgerða hér á landi færi fram á einkastofum lýta- lækna og ekki lægju fyrir endanlegar tölur um þann aðgerðafjölda hjá embætti Landlæknis. Við samantekt hans, sem miðaðist við undanfarin ár, væri hins vegar talið að aðgerðir væru 200–250 á ári, og eru þá taldar með aðgerðir þær sem gerðar eru á sjúkrahúsum. Tryggingastofnun ríkisins greiðir eingöngu kostnað vegna endurbygg- ingar brjósta eftir brottnámsaðgerð- ir, t.d. eftir krabbamein, en ekkert vegna fegrunaraðgerða, að því er ráðherra sagði. Enduraðgerðir mjög fátíðar Í fyrirspurn Katrínar var óskað upplýsinga um endingu þeirra brjós- tapúða sem komið er fyrir við aðgerð- irnar. Ráðherra svaraði því til að ending púðanna væri mjög mismun- andi. Mjög sjaldan þyrfti hins vegar að skipta um púða og enduraðgerðir væru mjög fátíðar. Væru þær helst gerðar vegna herslismyndunar í kjöl- far myndunar örvefjar eða vegna rofs sem yrði á sílikonhylki. Sagði hún fylgivandamál geta komið upp innan örfárra ára frá fyrstu aðgerð eða nokkrum áratugum síðar, og væri engin regla á því hvenær fylgi- kvillar kæmu fram. Ingibjörg sagði ennfremur að síli- kon hefði lengi verið notað sem fyll- ingarefni við stækkun brjósta. Í upp- hafi hefði því verið sprautað óbeislað inn í brjóstið, en sú aðferð hefði þó aldrei verið notuð hér á landi. Flestar aðgerðir væru gerðar með brjósta- púðum af mismunandi stærð sem hefðu verið fylltir með sk. sílikon- hlaupi. Þá væru einnig notaðar salt- vatnsfyllingar, einkum þegar verið væri að endurbyggja brjóst eftir brottnám vegna krabbameins. Ráðherra bætti því við að kvart- anir vegna brjóstastækkunarað- gerða hefðu verið talsvert til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Land- lækni hefði borist að meðaltali ein slík kvörtun á ári síðustu tíu ár og hefðu kvartanirnar aðallega snúist um vonbrigði vegna þess að árangur aðgerðar hefði ekki verið sá sem vænst var, vegna örvefjarmyndunar og sýkinga. Nokkrar umræður urðu um svör ráðherra og tóku aðeins alþingiskon- ur þátt í henni, þær Þórunn Svein- bjarnardóttir, Þuríður Backman, Drífa Hjartardóttir og Kolbrún Hall- dórsdóttir, auk ráðherra og fyrir- spyrjanda. Kom fram í máli þeirra gagnrýni á heilbrigðisyfirvöld fyrir að gefa ekki nægar upplýsingar um slíkar aðgerðir og fyrir að veita ekki næga fræðslu um hættur sem slíkum aðgerðum væru samfara. Þó kom fram að á vegum Landlæknis væri unnið að gerð bæklings um þessi mál- efni. Ráðherra og fleiri þingkonur sögðu að ástæða væri til að velta upp ástæðum þess að svo margar konur vildu stækka brjóst sín í fegrunar- skyni, en fram kom að einkum konur á aldrinum 25–35 ára nýttu sér slíkar aðgerðir. Sagði Þórunn að hinn mikli fjöldi fegrunaraðgerða benti til þess að gríðarlegur samfélagslegur þrýst- ingur væri í þá átt að steypa ungar konur allar í sama mót. Gagnrýndi Katrín að sílikon væri enn notað í brjóstafyllingum hér á landi, þegar slíkt hefði verið bannað víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem ending fyllinganna þætti alls ekki nægileg. 200 til 250 konur gangast undir brjóstastækkunaraðgerðir árlega hér á landi Níu af hverjum tíu í fegrunarskyni ÁTJÁN þingmenn í öllum þingflokkum undir for- ystu Árna Ragnars Árnasonar, Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúkdóm- um í meltingarvegi og öðrum sjúkdómum þeim tengdum. Tillagan gerir annars vegar ráð fyrir að rík- isstjórninni verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarna- og leitarstarfi vegna krabbameins í meltingarvegi. Hins vegar gerir tillagan ráð fyrir því að jafnframt verði haf- inn undirbúningur að því að beita sömu aðferðum, eftir því sem fært er, í baráttu við aðrar algeng- ustu tegundir krabbameins hér á landi og hefja síðar skipulagt og reglubundið forvarna- og leit- arstarf vegna þeirra. Tillagan gerir sérstaklega ráð fyrir því að leitar- og forvarnastarf verði byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands og samstarfsaðila þess, auk víðtækrar samvinnu aðila innan og utan heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum krabbameinssjúkra, í heilbrigðisþjónustu, við rannsóknir, í forvarnastarfi, fræðslu og stuðnings- þjónustu. Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að á hverju ári greinist um eitt þúsund Íslendingar með krabbamein en árlega deyi um 450 manns af völdum sjúkdómsins. Athuganir bendi til þess að nýgengi krabbameins muni aukast um 37% til 2010 og dánartíðni vegna krabbameins aukast um 32%. Þá megi gera ráð fyrir að um 1.400 Íslend- ingar greinist árlega með krabbamein. Tillaga um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum Nýgengi krabbameins mun aukast um 37% til 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.