Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 33
FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 33 „HINN 5. febrúar 2001 óskaði Frið- rik Þór Guðmundsson eftir afriti gagna þeirra, er Flugmálastjórn lagði til grundvallar skráningar flugvélar- innar TF-GTI í loftfaraskrá og útgáfu lofthæfisskírteinis meðal annars í ljósi þess að Þorgeir Pálsson og Pétur Maack höfðu lýst því yfir að ekkert hefði verið athugavert við skráningu flugvélarinnar hér á landi. Þetta ítrekaði Þorgeir Pálsson í Kastljósi 27. mars 2001. Hér fer á eftir hluti at- hugasemda vegna þessara gagna. Ljóst er að flest þessara atriða hefðu ein og sér átt að koma í veg fyrir út- gáfu lofthæfiskírteinis vegna TF- GTI. Sum þeirra hefði verið auðvelt fyrir LÍO ehf. að lagfæra, ef flugmála- stjórn hefði bent á þau, svo sem ranga árgerð. Röng staðfesting tryggingar, eins og átti við um TF-GTI, er hins vegar háalvarlegt mál, en slík röng tilgreining tryggingar hjá trygginga- félagi gæti valdið spurningum um greiðsluskyldu bóta vegna slíkrar tryggingar. 1. Tegundarskírteini (Type Certificate Data Sheet) Það var prentað út hjá flugmála- stjórn 9. febrúar 2001 (vegna fyrir- spurnar Friðriks Þórs Guðmundsson- ar), líklega af diski í vörslu Flugmálastjórnar. Ekki er ljóst hvort tegundarskírteini hafi verið athugað hjá Flugmálastjórn við skráningu flugvélarinnar, en það hefði þá líklega verið prentað út og verið til staðar ásamt öðrum gögnum vegna skrán- ingar vélarinnar og með dagsetningu útprentunar frá því sl. sumar (júní 2000). Í þessu skjali kemur fram að flug- vél með raðnúmerinu 60050 (TF-GTI) sé af árgerðinni 1973 en ekki 1974 eins og LÍO ehf. (Ísleifur Ottesen) og Guðjón V. Sigurgeirsson gáfu upp og Flugmálastjórn samþykkti. Ef flug- málastjórn hefði athugað tegundar- skírteini Cessna 210 flugvéla vegna skráningar flugvélarinnar TF-GTI hefði rétt árgerð fengist staðfest og Flugmálastjórn átt að gera viðhlít- andi athugasemd. 2. Skrifleg umsókn eiganda, ásamt fylgigögnum Bandarískt lofthæfiskírteini vegna flugvélarinnar var endurút- gefið af svæðisskrifstofu FAA í Albu- querque, Nýju Mexíkó, hinn 2. júní 1999, eftir að Ísleifur Ottesen keypti flugvélina. Það var undirritað af Terry W. Martin, Principal Mainten- ance Inspector. Upphaflegt lofthæfi- skírteini flugvélarinnar var gefið út 8. september 1973. Lofthæfiskírteini í Bandaríkjunum eru ekki gefin út ár- lega eins og hér á landi. Eigandi er þar ábyrgur fyrir því að flugvél upp- fylli skilyrði lofthæfis. Það eina sem er krafist þegar lofthæfiskírteini flug- vélar er endurútgefið í Bandaríkjun- um er að fyrir liggi fyrsta útgáfudag- setning lofthæfiskírteinisins. Ef þessar upplýsingar eru til staðar í skrám bandarískra flugmálayfirvalda þarf einungis að sýna fram á eignar- rétt flugvélarinnar eða að viðkomandi sé í umboði eiganda þegar beðið er um slíka endurútgáfu. Flugvél þarf ekki að vera í flughæfu ástandi þegar slík endurútgáfa á sér stað, eins og hér á landi þegar lofthæfiskírteini eru gefin út. Bandarískt skráningarskírteini flugvélarinnar, sem fylgdi, var gefið út hinn 17. júní 1999, en þá „seldi“ Ís- leifur Ottesen flugvélina til Sunland Air, Inc. Ísleifur Ottesen er eigandi Sunland Air, en hann keypti flugvél- ina á uppboði bandarískra yfirvalda, en hún hafði verið gerð upptæk vegna fíkniefnamisferlis. Tryggingarskírteini flugvélarinn- ar var gefið út 14. júní 2000 skv. stað- festingu sem send var í faxi frá Cod- an-tryggingafélaginu í Danmörku hinn 15. júní 2000 til Björns Björns- sonar, deildarstjóra skráningardeild- ar flugmálastjórnar. Þar kom fram að tryggingin var gefin út á Leiguflug hf., en það fyrirtæki var úrskurðað gjaldþrota hinn 1. apríl árið 1992 og afskráð hinn 28. júlí 1995. Trygging skal að sjálfsögðu vera gefin út á eig- anda/umráðaaðila loftfars, í þessu til- felli LÍO ehf., en það var eigandi flug- vélarinnar. LÍO ehf. var stofnað árið 1991, áður en Leiguflug hf. var úr- skurðað gjaldþrota. Codan-trygg- ingafélagið hefði því hugsanlega get- að vikið sér undan ábyrgð. Tryggingastaðfesting Codan til flug- málastjórnar var þar fyrir utan ekki í samræmi við ákvæði laga um vá- tryggingu loftfara. Flugmálastjórn hefði því alls ekki átt að taka staðfest- ingu Codan gilda vegna þessarar flugvélar. Tryggingarstaðfestingin staðfestir m.a. ekki að tryggt sé skv. ákvæðum íslenskra loftferðalaga og ekki er tek- ið fram að tryggingin gildi um ákvæði 107. gr. þeirra laga eins og vera ber. Sú spurning vaknar hvernig flug- málastjórn hafi staðið að samþykki sínu á Codan-tryggingafélaginu, hve- nær óskað hafi verið eftir slíkri stað- festingu og hvenær orðið hafi verið við þeirri beiðni, en slíkt skal gera skv. lögum um loftferðir. 3. Umsókn um útgáfu lofthæfiskírteinis Þar kom fram að loftfarið hafi verið ætlað til atvinnuflugs með 1 í áhöfn og 5 farþega. Ekkert kom fram í um- sókninni hvort flugvélin hefði verið ætluð til sjónflugs, nætursjónflugs eða blindflugs (eins og kom fram í skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa). Loftfarið var síðast vigtað í júlí 1999 skv. umsókninni og af Flugvéla- verkstæði Guðjóns V. Sigurgeirsson- ar. Samkvæmt upplýsingum Löggild- ingarstofu hafa vigtar sem Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigur- geirssonar notar hvorki verið kvarð- aðar né löggiltar hjá þeim eða þeim, sem slíkt annast í umboði stofunnar. Flugvélin var máluð (skrokkur henn- ar) nánast ári síðar, eða í byrjun mars árið 2000. Hún var „juðuð“ (þ.e. ekki leyst af henni eldri málning). Upphaf- lega hafði aðeins staðið til að lagfæra „ljóta rönd“ og var flugskýli í Flug- görðum (austan Háskóla Íslands) fengið að láni til verksins. Þessi „lag- færing“ endaði með almálningu skrokksins með þeirri þyngdaraukn- ingu sem því fylgir. Þessi þyngdar- aukning kom ekki fram í umsóknar- gögnum. Heildarflugtími flugvélarinnar var sagður 3.431 klst., en forsaga flugvél- arinnar var með þeim hætti að í besta falli hefði verið hægt að kalla þennan heildarflugtíma handahófskenndan. Síðasta ársskoðun var sögð fram- kvæmd 15. júní 1999, og var því fram- kvæmd í Bandaríkjunum, en flugvélin kom til landsins 3. júlí 1999. Skoðunin var framkvæmd af fyrirtæki við- skiptafélaga Ísleifs Ottesen, Þorleifs Júlíussonar, í El Paso, Texas, skömmu áður en flugvélinni var flogið til Íslands. Í umsókninni um lofthæfiskírteini var tilgreindur Continental TSIO-520-ECH-hreyfill (E-hreyfill, sem breytt hafði verið í H-hreyfil, en ekki af framleiðanda (C stendur fyrir „converted in the field“ skv. upplýs- ingum framleiðanda). Raðnúmer hreyfilsins var gefið upp sem 165605 og var hann smíðaður árið 1968 sem TSIO-520-E2 og seldur Cessna-flug- vélaframleiðandanum. Í umsókn var gangtími frá smíði tilgreindur 41 klst. Cessna-fyrirtækið getur ekki gefið upplýsingar um það á hvaða flugvél þessi hreyfill fór nýr (1968) og því ekki hægt að kanna þannig feril hans. Cessna getur einungis veitt upplýs- ingar um hvaða hreyfil einhver tiltek- in flugvél hafi verið með við fram- leiðslu. Samkvæmt staðfestingu frá banda- ríska dómsmálaráðuneytinu (Depart- ment of Justice) var þessi sami hreyf- ill á flugvélinni þegar Ísleifur Ottesen keypti hana á uppboði árið 1999. Þá voru ekki til staðar nein gögn um hreyfilinn og ekkert er hann varðaði fylgdi vélinni við söluna. Loftskrúfan (propeller) var frá McCauley og samkvæmt tegundar- skírteini (Type Cert.) á hún að vera af gerðinni D3A32C88/82 NC-2, en var tilgreind sem D3A32C88MR #73042. Samkvæmt upplýsingum framleið- anda var hún framleidd árið 1973, en var þó ekki á flugvélinni TF-GTI nýrri, og þá með skrúfublöðum með raðnúmerunum F34097YS, F34216YS og F34565YS og gerðar- númer blaða S82NC-2. Ekki hefur komið í ljós hvort þessi blöð hafi enn verið til staðar á flugvélinni, öll eða að hluta. Stafirnir „MR“, sem koma fyrir á eftir „C88“ í gerðarnúmeri tilgreina að smávægilegar breytingar hafi ver- ið gerðar á loftskrúfunni eftir að hún fór frá framleiðanda. Gangtími frá smíði var gefinn upp 41 klst. eins og varðandi mótorinn. Upplýsingar liggja fyrir um að Þormóður Þor- móðsson, starfsmaður Rannsóknar- nefndar flugslysa, hafi hinn 23. febrú- ar 2001 hringt í McCauley, framleiðanda loftskrúfunnar, m.a. vegna þess að ekki hafi verið til staðar upphafleg log-bók og til staðfestingar á raðnúmeri. Hér var flugvélin aftur sögð vera af árgerðinni 1974. Undir yfirlýsinguna „Hér með staðfestist að ofangreint loftfar er að öllu leyti samsett og í því ástandi, er tegundarskírteini þess mælir fyrir um. Öllum lofthæfifyrirmælum sem eiga við loftfarið hefur verið fram- fylgt og uppfyllir það öll skilyrði við- eigandi reglugerða og er í lofthæfu ástandi“ skrifa bæði eigandi LÍO ehf., Ísleifur Ottesen, svo og tæknistjóri félagsins, Guðjón V. Sigurgeirsson, en hann er einnig eigandi Flugvéla- verkstæðis Guðjóns V. Sigurgeirs- sonar, sem er viðhaldsaðili LÍO ehf. skv. samningi. Umsókn þessi var samþykkt af Flugmálastjórn 15.6. 2000 og mælt með útgáfu lofthæfiskírteinis til og með 30.6.2001, eða í rúmt ár. 4. Gátlisti – „Annual Inspection Check List“ Gátlisti þessi var dagsettur 9. júní 2000, eða degi eftir að sótt var um lofthæfiskírteini. Hvergi kom fram við hvaða flugvél þessi listi eigi né hvort um hafi verið að ræða bakhlið umsóknar um útgáfu lofthæfiskírtein- is eins og kann að vera. Í gátlista þessum kvittaði Guðjón V. Sigurgeirsson fyrir framkvæmd ýmissa atriða, sem illmögulegt hefði verið fyrir hann að sannreyna. Fjallað verður um öll einstök atriði þess gát- lista sérstaklega, en hér einungis far- ið yfir það helsta: Liður 6 – „Weight & balance report current and equipment list is cor- rect...“ (Flugvélin var máluð eftir vigtun – í byrjun mars 2000 – og því þyngri vegna þess, ágæti vigta óljóst, spurning vaknar hvort flug- vélin hafi yfirhöfuð verið vigtuð, en það hefði þá gerst fljótt eftir komu hennar til landsins – vigtun flugvéla ekki það fyrsta, sem gert er vegna undirbúnings til skráningar.) Liður 8 – „Valid AD compliance list in airframe/engine log book and all ADs signed off.“ (Sjá umfjöllun um lista yfir lofthæfifyrirmæli síðar). 5. AD Compliance Report Eftir að Ísleifur Ottesen keypti flugvélina sundurtekna, mælaborðs- og log-bókarlausa í Bandaríkjunum hefur einhver sett hana saman. Ein- hvernveginn verða síðan til log-bæk- ur fyrir flugvélina, hreyfil hennar og loftskrúfu. Flugvélin er síðan tekin til ársskoðunar hjá Julie’s Aviation Services, fyrirtæki viðskiptafélaga Ís- leifs Ottesen, Þorleifs Júlíussonar, en þeir keyptu m.a. saman Beechcraft- flugvél Flugmálastjórnar árið 1997. Þegar ársskoðun var framkvæmd í Bandaríkjunum hefði átt að vera gerður fullkominn listi yfir lofthæfi- fyrirmæli með tilheyrandi skoðunum þeirra atriða, sem við áttu, þar sem ekkert var vitað um forsögu flugvél- arinnar. Hafa ber þetta í huga vegna umfjöllunar um lista yfir lofthæfifyr- irmæli hér að neðan. Umsókn um nýskráningu loftfars (TF-GTI) var dagsett 8. júní 2000, undirrituð af Ísleifi Ottesen, eiganda LÍO ehf., skráðum eiganda flugvélar- innar og rekstraraðila hennar. Um- sóknin var samþykkt 14.6. 2000 af Flugmálastjórn og innfærð 21.6.00 af skrásetjara loftfara. Umsókn um lofthæfiskírteini var dagsett 8.6.00, undirrituð f.h. LÍO ehf. af Ísleifi Otte- sen og Guðjóni V. Sigurgeirssyni, tæknistjóra LÍO ehf. og eiganda JAR-145-viðhaldsstöðvar þeirrar er sér um viðhald flugvéla LÍO ehf. Mælt var með útgáfu lofthæfiskír- teinis TF-GTI hinn 15.6. 2000 af hálfu flugmálastjórnar og var það gefið út sama dag með gildistíma til 30.6. 2001. Með ofangreint í huga er bent á að dagsetning lista yfir lofthæfifyrir- mæli (AD Compliance Report) var 11. júlí árið 2000 (07.11.2000 – ritað með bandarískum hætti) þ.e. eftir út- gáfu Flugmálastjórnar á lofthæfiskír- teini fyrir flugvélina TF-GTI. Skoðaðir hafa verið listar um loft- hæfifyrirmæli frá Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigurgeirssonar vegna annarra flugvéla sem verkstæðið hef- ur ársskoðað og hafa dagsetningar þeirra lista verið í samræmi við dag- setningu ársskoðunar. Af ofangreindu er ljóst að listi loft- hæfifyrirmæla hafi ekki legið fyrir þegar lofthæfiskírteini flugvélarinn- ar var gefið út. Það eitt hefði átt að koma í veg fyrir útgáfu lofthæfiskír- teinis fyrir TF-GTI. Ekki kemur fram hvernig gengið hafi verið úr skugga um að lofthæfi- fyrirmælum vegna flugvélarinnar, hreyfils hennar eða skrúfu hafi verið framfylgt. Sérstaklega verður fjallað um einstök lofthæfifyrirmæli. 6. Viðhaldsáætlun „Maintenance Schedule“ Viðhaldsáætlun var dagsett 7. júní 2000 og var samþykkt af flugmála- stjórn tveimur dögum síðar eða 9. júní. Skv. staðfestingu skoðunar á JAR-145 viðhaldi „GVS AIRCRAFT MAINTENANCE LOG BOOK CERTIFICATE“ var ársskoðun flugvélarinnar TF-GTI dagsett 09-08- 00 (leiðrétt með einhverskonar skrif- færi í 09-06-00 fyrir ljósritun). Um er að ræða ársskoðun, sem framkvæmd var á háannatíma Flugvélaverkstæðis GVS, og má ætla að þessi ársskoðun hafi tekið hið minnsta eina viku eða a.m.k. 180 vinnustundir sé tekið tillit til flugvélategundar. Ársskoðun TF- GTI var því framkvæmd áður en við- haldsáætlun fyrir TF-GTI var gefin út og samþykkt af Flugmálastjórn. LÍO ehf. var ekki með vél af þessari gerð í rekstri áður en TF-GTI var skráð til reksturs og því var ársskoð- unin ekki framkvæmd í samræmi við samþykkta viðhaldsáætlun eins og ber að gera. Eins og að framan greinir var við- haldsáætlunin dagsett hinn 7. júní 2000 og samþykkt af Flugmálastjórn hinn 9. júní 2000. Hvernig stendur á því að Flugmálastjórn samþykkti við- haldsáætlunina tveimur dögum eftir að hún var dagsett, eða daginn eftir að sótt var um lofthæfiskírteini fyrir flugvélina TF-GTI, en hins vegar var ekki mælt með útgáfu lofthæfiskí- rteinis fyrir flugvélina fyrr en 15. júní 2000? Hvað olli því að ekki var gengið frá lofthæfiskírteini flugvélarinnar hinn 9. júní? Spurning vaknar um hvað hafi valdið því. Pétur K. Maack hefur lýst því yfir að einhver gögn hafi vantað, án þess að skýra það nán- ar. Ýmsar spurningar vakna! Var til dæmis Guðjóni V. Sigurgeirssyni kunnugt um forsögu vélarinnar í Bandaríkjunum eða hélt Ísleifur henni leyndri fyrir honum? Hvernig var samsetningu flugvélarinnar hátt- að og hver yfirfór meðal annars strekkingu stjórnvíra eftir samsetn- ingu í Bandaríkjunum? Hvernig var eldsneytiskerfi flæði- prófað („fuel system flow check“) eftir samsetningu í Bandaríkjunum? Skoða verður m.a. reikninga Flug- vélaverkstæðis GVS á LÍO ehf. vegna þessa. 7. Staðfesting á skoðun frá JAR-145 viðhaldi „GVS AIR- CRAFT MAINTENANCE LOG BOOK CERTIFICATE“ Upplýsingar um hvað var gert koma fram á vinnuskýrslu 20021 hjá Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigur- geirssonar. Geymsluskylda slíkra gagna er tvö ár. Enskur texti miðans er á lélegu máli. – „AIRCRAFT WAS INSPECTED ANNUAL INSP IN ACCORDIANCE WITH THE MAINTENANCE MANUAL. NO AD AT THIS INSP.“ (Feitletrun og stækkun stafa breytt til áhersluauka.) Flugvélin TF-GTI var skráð at- vinnuflugvél og henni átti því að halda við samkvæmt viðhaldsáætlun (Main- tenance Schedule) en ekki viðhalds- handbók framleiðanda (Maintenance Manual) eins og staðfesting „skoðun- ar frá JAR-145-viðhaldi“ segir. At- vinnuflugvél hefði aldrei átt að fá lofthæfiskírteini á grundvelli slíks viðhalds. Atvinnuflugvélum ber að halda við skv. viðhaldsáætlun, enda var hún lögð inn og samþykkt af flugmála- stjórn, sbr. hér að framan. Þá segir einnig „NO AD AT THIS INSP“ (engin lofthæfifyrirmæli í þessari skoðun), en í lista yfir loft- hæfifyrirmæli frá GVS kemur fram að Guðjón hafi framkvæmt nokkur lofthæfifyrirmæli (AD). Hér er klár- lega ekki samræmi milli gagna frá Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigur- geirssonar, sem þó hlutu samþykki Flugmálastjórnar við ákvörðun um útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir TF- GTI. (Bæði Þorgeir Pálsson og Pétur Maack hafa lýst því yfir opinberlega að ekkert hafi verið athugavert við skráningu flugvélarinnar...) Hver breytti dagsetningu úr 09-08- 00 í 09-06-00? Var það gert eftirá? Líklegast er að dagsetningarmistök verði vegna dagsetningar, sem liðin er, en ekki fram í tímann. Spurning vaknar hvort pappírar þessir voru út- búnir eftir brotlendinguna, eða hinn 09-08-00, og svo breytt. Sótt var um lofthæfiskírteini 8. júní. Þá hafa átt að fylgja öll gögn, þ.á m. log-bækur með ofangreindum miða límdum í log-bók. Ef mark væri tekið á breyttri dagsetningu, þá var það degi eftir innlagningu umsóknar um lofthæfiskírteini. Lokaorð Af öllu ofangreindu er ljóst að flug- málastjórn brást með alvarlegum hætti eftirlitshlutverki sínu. Afleiðing- in var sú, að flugvél fékk frá hendi Flugmálastjórnar lofthæfiskírteini sem hún aldrei átti að fá. Óhæfur flug- rekandi fékk þar með að fljúga með fólk í druslu gegn gjaldi. Með hörmu- legum afleiðingum – sem flugmála- stjórn virðist enn ekki hafa áttað sig á.“ Friðrik Þór Guðmundsson og Hilmar Friðrik Foss staðhæfa í eftirfarandi greinargerð, sem þeir sendu Morgunblaðinu í gær, að flugvél hafi fengið lofthæfiskírteini sem hún hafi aldrei átt að fá. Það hafi ver- ið vegna þess að Flugmálastjórn hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fyrirsögnin er þeirra. Alvarleg mistök Flugmálastjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.