Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svava Guð-mundsdóttir fæddist á Kvígind- isfelli í Tálknafirði 1. júlí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 21. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Krist- ján Guðmundsson frá Stóra-Laugar- dal í Tálknafirði, f. 6. maí 1890, d. 6. febrúar 1969, og Þórhalla Oddsdóttir frá Brekku í Gufudalssveit, f. 12. júlí 1899, d. 3. ágúst 1997, en þau bjuggu á Kvígindisfelli og ólu þar upp öll sín börn. Svava var næstelst sautján systkina en þau eru: Óskar, f. 1917, Hörður, f. 1919, lést 1988, Haukur, f. 1920, Svanborg, f. 1921, Reynir, f. 1923, lést 1997, Unnur, f. 1924, Karl, f. 1925, Þuríður, f. 1929, Magnús, f. 1931, Guðmundur Jóhannes, f. 1933, Oddur Vilhelm, f. 1935, Guðbjartur, f. 1937, Víðir og Skúladóttir, f. 14. febrúar 1975. b. Örvar, f. 7. apríl 1978, maki Elísabet Halldórsdóttir, f. 7. febrúar 1980. c. Andri, f. 1. októ- ber 1985. d. Bjarni Már, f. 29. janúar 1991. Sambýlismaður Birnu er Rúnar Bjarnason, f. 7. október 1956, og á hann þrjú börn, þau Vöku, Höllu og Bjarna. 4) Þórhallur, f. 10. nóv- ember 1957, d. 6. júní 1968. 5) Reynir, f. 14. desember 1958, kvæntur Jónu Maríu Eiríksdótt- ur, f. 3. nóvember 1953, dóttir þeirra Gerður, f. 10. júní 1976. 6) Oddur, f. 6. apríl 1960, var kvæntur Lovísu Björk Sigurðar- dóttur, f. 6. júlí 1961, dætur þeirra: a. Hjördís Rún, f. 27. apr- íl 1980. b. Anna María, f. 9. mars 1983. c. Kolbrún Eva, f. 21. sept- ember 1995. Svava átti heimili á Kvígind- isfelli til tvítugs en þá fór hún til Reykjavíkur, var í vistum og vann einnig við sauma. Árið 1944 fór hún ráðskona að Geld- ingalæk á Rangárvöllum og flutti þaðan að Heiði vorið 1945. Svava og Þorsteinn byggðu nýbýlið Heiðarbrekku úr landi Heiðar og bjuggu þar til ársins 1991 er þau fluttu að Nestúni 23 á Hellu. Útför Svövu fer fram frá Keld- um á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fjóla f. 1938, Helgi f. 1941, og Rafn, f. 1943. Hinn 2. október 1945 giftist Svava Þorsteini Oddssyni á Heiði á Rangárvöll- um. Svava og Þor- steinn eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Ásta, f. 1. nóvember 1945, d. 6. nóvember 1945. 2) Helga Ásta, f. 10. febrúar 1947, gift Sigurgeiri Bárð- arsyni, f. 16. júlí 1943, þeirra börn: a. Þorsteinn Bárður, f. 6. septem- ber 1965, maki Dröfn Trausta- dóttir, f. 21. apríl 1968, og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu Lóu, Magnús og Sigurgeir. b. Þór- halla, f. 23. apríl 1968, maki Haraldur Guðlaugsson, f. 16. maí 1962, börn þeirra eru Helga Kristín, Ragnheiður og Þröstur. 3) Birna, f. 16. febrúar 1955, var gift Ólafi Líndal Bjarnasyni, f. 14. ágúst 1952, d. 18. apríl 1998, synir þeirra: a. Freyr, f. 27. október 1974, maki Kristjana Það var að hausti í miðri viku fyrir nærri fjörutíu árum að inn í sláturhúsbraggann á Hellu kom vel búin glæsileg kona. Hún var að koma með rútu úr Reykjavík, kom til að hitta dóttur sína og athuga hvort einhver gæti keyrt hana heim. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti tengdamóður mína. Um helgina þegar dóttirin kom heim í frí sagði Svava: „Helga mín, þú ert með þessum strák sem keyrði mig heim um daginn.“ Það var þannig að Svava vissi ýmislegt án þess að henni væri sagt það. Svava og Þorsteinn maður henn- ar bjuggu í áraraðir miklu mynd- arbúi á Heiði á Rangárvöllum. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna enda afar vel á móti öllum tekið, enginn kom að bæ öðruvísi en að vera boðið í kaffi eða mat eftir því á hvaða tíma gestinn bar að garði, alltaf átti húsfreyjan góðgjörðir til að bera fyrir komumann. Alla tíð hafði Svava yndi af bakstri og matargerð og var ætíð jafnspennt fyrir því að reyna eitt- hvað nýtt ekki síst í matargerð. Ég efast um að margar konur komnar á níræðisaldur geri mikið af því að prófa nýjar uppskriftir eins og hún gerði. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, ekki síst börnun- um. Oft voru prjónarnir hennar uppteknir við að sinna þörfum smáfólksins, við þau fullorðnu nut- um góðs af þeim líka. Einnig hélt hún góðu sambandi við systkini sín, sérstaklega eftir að sjálfvirki síminn kom, þá hringdi hún oft í eitthvert systkinanna og spjallaði. Tengdapabbi sagði einhvern tíma af sinni alkunnu glettni að þegar þær töluðu saman systurnar Svava og Bogga þá væru klukkutímarnir ekki margar mínútur. Mikinn hluta ævi sinnar átti tengdamóðir mín við vanheilsu að stríða, ýmist andlega eða líkam- lega. Einhvern veginn var það svo að þegar mest á reyndi var hún sterkust og oft svo að undrum sætti, aldrei kvartaði hún eða bar sig illa en barðist af æðruleysi og festu við þann vágest sem krabba- meinið er. Sorgir lífsins sneiddu ekki hjá Svövu fremur en svo mörgum öðr- um. Þau hjónin urðu að sjá á bak tveim barna sinna og tengdasyni yfir móðuna miklu. Sá þáttur í fari tengdamóður minnar sem ég mat hvað mest og dáði var hreinskilnin og hispurs- leysið, hún hafði skoðanir á mönn- um og málefnum og það sínar eig- in skoðanir en ekki bara þær sem féllu viðmælandanum í geð. Nú þegar hún er horfin á vit feðranna hafa börnin hennar þeim megin vafalaust orðið komu hennar fegin, eins og við vorum svo oft þegar hún kom til okkar hérna megin. Elsku Svava mín, hafðu alúðar þökk fyrir öll okkar kynni, það var mikil blessun og mannbætandi að mega njóta samvista við þig. Algóður Guð verndi þig og blessi á nýju tilverustigi. Guð styrki þig og styðji, kæri tengdapabbi, og okkur öll syrgj- endur. Sigurgeir Bárðarson. Elskuleg amma okkar er látin, amma á Heiði, eða amma á Hellu eins og hún var kölluð eftir að hún flutti þangað. Við bræður höfum alltaf átt góðan bandamann í ömmu. Sama hvort um var að ræða útskriftir úr skólum eða verðlaun í íþróttum, amma fylgdist með. Hún þræddi íþróttaúrslitin í blöðum til að leita eftir nöfnum okkar og lá ekki á óánægju sinni ef henni þótti fjölmiðlar ekki standa sig. Sjálf átti amma ekki safn af verðlaunapeningum, ekki frekar en prófskírteinum, þótt hún ætti hvort tveggja sannarlega skilið fyrir afrek sín á lífsleiðinni. Henn- ar afrek voru á sviðum sem sjald- an eru verðlaunuð. Þótt amma ætti afskaplega gott með að læra og áhuginn væri mikill kom fram- haldsnám aldrei til greina. Fyrst þurfti að hafa í sig og á og sinna fjölskyldunni. Amma tók þátt í heimilishaldi á stóru heimili foreldra sinna á Felli þar sem hún ólst upp næstelst í stórum systkinahópi. Amma hóf síðan búskap á Heiði með afa og ól þar upp börnin sín, hélt mynd- arlegt heimili og tók þátt í bústörf- um í alls 46 ár. Síðustu árin bjuggu amma og afi í Nestúni á Hellu, en þangað hefur alltaf verið sérlega gott að koma hvort sem það hefur verið í kaffi með Fells- kökum eða hið árlega jólaboð. Amma Svava fylgdist vel með afkomendum sínum, sérstaklega seinni árin. Ómetanlegar eru okkur minn- ingar frá því að vera einir heima við bústörfin í Hildisey. Pabbi og mamma voru vart búin að renna úr hlaði þegar amma var búin að hringja, bara til að aðgæta hvernig okkur gengi. Við bræður vorum því ekki á flæðiskeri staddir þótt við værum einir heima í Hildisey. Amma lagði inn það sem við er- um að taka út. Hún, líkt og margir af hennar kynslóð, kynslóð sem lagði grunninn að Íslandi nú- tímans, vann mikið og óeigingjarnt starf oftar en ekki til að hjálpa öðrum en sjálfum sér. Amma, lífi þínu er lokið, þú tókst erfið próf, stóðst þau öll og settir met sem seint verða slegin. Takk fyrir okkur. Þínir, bræðurnir frá Hildisey, Freyr, Örvar, Andri og Bjarni Már Ólafssynir. Hún Svava á Heiði, kær vinkona okkar hjóna, er látin en bjartar minningar um elskulega og glæsi- lega konu munu lifa áfram í hugum okkar. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls húsfreyjunnar á Heiði. Nú á þessari skilnaðarstundu er okk- ur hjónum efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og samskipti sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Fjöl- margar minningar eigum við hjón- in frá samvistunum við þau Svövu og Þorstein og minnumst þeirra stunda með virðingu og gleði. Flestar þær stundir tengdust ræktun unaðsreitarins í Laka er þau hjónin gáfu okkur. Svava var gædd miklum mann- kostum, góðum gáfum, víðlesin, velviljuð og vinaföst. Hún var ákaflega hógvær kona, trygg vin- um sínum og afar heilsteypt mann- eskja. Svava bjó vel að mikilli reynslu og hafði ríkan skilning á viðbrögðum fólks. Heimili þeirra hjóna, bæði á Heiði og síðar í Nestúni á Hellu, hefur ætíð verið afar smekklegt og snyrtilegt í senn og ber dugnaði húsfreyjunn- ar fagurt vitni. Líf og starf Svövu tengdist störfum Þorsteins sem bónda, jafnframt því að ala upp og koma til manns myndarlegum hópi barna þeirra og fjölda unglinga sem þar áttu sumardvöl. Hún var honum stoð og stytta í fjölþættum og erilsömum verkefnum við bú- skapinn. Hún unni landinu og sveitinni sinni. Það voru forrétt- indi að kynnast þeim hjónunum og eiga þau að vinum. Þegar Elli kerling sótti að og kraftarnir þrutu í erfiðum veik- indum sýndi hún mikinn kjark og æðruleysi. Eiginmaður, fjölskyldur, ætt- ingjar og vinir kveðja nú mikil- hæfa konu með söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hana svo lengi. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæra Svava. Við hjónin vottum Þorsteini, börnunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Oddný og Sveinn, Gunnarsholti. Það voru sorgarfréttir sem biðu mín þegar mér var sagt að hún SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ragnar S. Jóns-son var fæddur á Borgarfirði eystra 15. maí 1923. Hann lést í Reykja- vík 13. nóvember 1999. Faðir hans hét Jón Stefánsson, f. 7. júlí 1891 undir Eyjafjöllum, ólst upp á Fáskrúðs- firði, síðar kaup- maður á Seyðis- firði, d. 24. ágúst 1952 í Reykjavík. Móðir hans hét Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir, f. 8. febrúar 1898 konu árið 1949 og átti með henni tvö börn. Sonur þeirra er Jón sjúkraþjálfari, f. 27. júlí 1949. Hann á þrjár dætur. Með fyrri konu á hann Evu Björk, f. 28. mars 1972. Seinni kona Jóns er ensk og heitir Fiona Marsden Ragnars- son, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Anna Ragnarsson, f. 24. júlí 1985, og Jennifer Ragn- arsson, f. 27. september 1987. Þau búa í York á Englandi. Dótt- ir Ragnars og Ragnhildar er Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 5. febrúar 1952. Dóttir Guðrúnar er Tinna Magnúsdóttir, f. 4. október 1980. Ragnhildur Rafns- dóttir lést árið 1983. Ragnar var nokkur ár í sambúð með Jónu Hjaltadóttur. Útför Ragnars fór fram frá Grensáskirkju föstudaginn 19. nóvember 1999. á Seyðisfirði, hús- móðir, d. 1. júlí 1978. Ragnar var elstur fjögurra systkina. Þau voru auk hans Þórdís Todda Jóns- dóttir, f. 7. júní 1925, húsmóðir, maki Snorri Helgason. Óskar, f. 22. nóvem- ber 1927, ógiftur, járnsmiður, d. 21. desember 1989, og Egill, f. 1. september 1930, maki Auður Ingvarsdóttir. Ragnar kvæntist Ragnhildi Rafnsdóttur sauma- Ragnar flutti til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum árið 1931, þar sem faðir hans, Jón Stefáns- son, varð kaupmaður. Þar hóf Ragnar að æfa fótbolta og fim- leika, en á Seyðisfirði var mjög góður fimleikakennari, sem hét Björn Jónsson og er gömlum Seyðfirðingum að góðu kunnur. Ragnar gekk í barnaskóla á Seyð- isfirði, en fór síðan í Eiðaskóla. Árið 1946 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Ragnar vann ýmis störf á yngri árum. Á fyrri hluta sjötta áratugarins var hann við járnsmíðar hjá Stálsmiðjunni og seinni hluta sjötta áratugarins vann hann á bílaverkstæði Sam- bandsins í Reykjavík. Ragnar var mjög laghentur og leysti öll sín störf vel af hendi. Ragnar var góður faðir og eig- inmaður og áttu þau Ragnhildur hlýlegt og fallegt heimili og hugs- uðu vel um sín börn. Ragnhildur var einstaklega góð húsmóðir, en hún dó langt fyrir aldur fram árið 1983, aðeins 61 árs að aldri. Árið 1959 stofnaði Ragnar bifreiða- verkstæðið Drif við Hringbraut ásamt nokkrum öðrum bifvéla- virkjum, sem unnið höfðu hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Árið 1966 fluttu þeir verk- stæðið inn í Súðarvog og starf- ræktu það til 1972. Ragnar byrjaði að vinna hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins 1. nóvember 1972 og var skipaður bifreiðaeft- irlitsmaður 1. apríl 1973. Hann var skipaður aðalfulltrúi 1. nóvember 1977 og var staðgengill forstjóra. Hann gegndi starfi aðalfulltrúa þar til Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður í árslok 1989. Eftir það vann hann sem fulltrúi hjá Bif- reiðaskoðun og sá um fjármál. Ragnar hætti störfum og fór á eft- irlaun sjötugur að aldri. Guðni Karlsson, fyrrverandi forstjóri Bif- reiðaeftirlitsins og samstarfsmað- ur Ragnars um árabil, segir að Ragnar hafi verið „góður maður, vinalegur og traustur. Hann var fyrirhyggjusamur, mikill verkmað- ur og snillingur í höndunum og rækti starf sitt vel. Öllum starfs- félögum var hlýtt til hans og hann kom sér ákaflega vel“. Ég kynntist Ragnari um fertugt, ári eftir að hann byrjaði að æfa júdó í júdódeild Ármanns, og árið 1964 varð hann fyrsti svartbelt- ishafi okkar Íslendinga í júdó. Svarta beltið vann hann í gráðu- keppni í júdóklúbbnum Budokwai í London, einum af elstu og þekkt- ustu júdóklúbbum Evrópu á þeim tíma. Hann var eini svartbeltishafi okkar Íslendinga í nokkur ár. Þá var Sigurður H. Jóhannsson þjálf- ari júdódeildar Ármanns og síðar Alex Fraser, og enn seinna Yama- moto, mjög hátt gráðaður Japani, auk margra annarra sem of langt mál væri upp að telja. Þó að Ragn- ar væri orðinn fertugur var hann meðal fremstu júdóiðkenda á þess- um tíma og ekki lét hann sitt eftir liggja í félagsstarfinu heldur. Þeg- ar við vorum að innrétta húsnæði júdódeildar Ármanns fyrir tæp- lega 35 árum kom Ragnar á hverj- um degi eftir vinnu og vann langt fram eftir kveldi. Honum vannst ætíð vel þótt vinnudagurinn væri orðinn langur. Ragnar byrjaði kerfisbundið að æfa kata, en það eru mjög ná- kvæmlega tekin brögð eftir ákveðnu kerfi. Hann var þjálfari og mjög virtur dómari í júdó- keppnum og hækkaði í gráðum svarta beltisins þannig að þó að hann væri löngu hættur var hann síðustu árin einn af hæst gráðuðu júdómönnum landsins. Eftir að Ragnar hætti að stunda júdó, eins og margir gera þegar þeir eldast, hélt hann áfram að stunda aðrar íþróttir, þar á meðal sund. Hann var í þeim flokki, sem kom reglulega í sund allt árið, hvernig sem viðraði. Sund- sprettirnir voru langir miðað við aldur og hann hélt sér í mjög góðu líkamlegu formi. Þessar fátæklegu línur gera lífs- ferli Ragnars takmörkuð skil og vonast ég til að aðrir geri það betur. Í aldanna rás koma menn, sem eru svo vel af guði gerðir að það er varla hægt að hrósa þeim of mikið. Einn af þeim varst þú, sannkallaður kappi eins og þeim er lýst í fornbókmenntum okkar. Í glímu varstu mikill keppnismaður, en ætíð kurteis og heiðarlegur og á öðrum tímum mjög dagfars- prúður og vinalegur. Þessir og aðrir af þínum mörgu kostum gerðu þig að einum mesta afreks- manni okkar í júdó og mótuðu allt þitt lífsstarf. Þinn gamli félagi, Reynir Helgason. RAGNAR S. JÓNSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.