Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 59 2 fyrir 1 í vorsól 2 fyrir 1: Fer›askr i fs to fan SÓL hf . • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • Fax 5450 919 Sól b‡›ur nú örfá vi›bótarsæti í lengri vorfer›ir eldri borgara til K‡pur og Portúgals á hreint ótrúlegum kjörum. Glæsilegir gistista›ir og spennandi dagskrá allan tímann me› skemmtanastjórum Silfurklúbbsins. Portúgal 29. apríl (26 dagar). Ver› 58.050 kr. á mann í tvíb‡li. K‡pur 30. apríl (28 dagar). Ver› 57.850 kr. á mann í tvíb‡li. Innifali› í ver›i er flug, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir skattar. RÁÐSTEFNA um konur og íþróttir undir slagorðinu Móðir, kona, meyja – með til betra lífs, var haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 10. mars sl. í umsjá og að frumkvæði Kvenfélags Garðabæjar. Mörg fræðandi og gagnleg erindi voru flutt sem lýstu stöðu kvenna á þessum vettvangi. Heiðursgestur var Kristín Rós Hákonardóttir og fékk hún blóm- vönd frá formanni félagsins, Sigur- laugu Garðarsdóttur. Kvenfélags- konur buðu upp á léttan hádegisverð og nokkur fyrirtæki voru með kynn- ingar til að krydda málefnið. Ráð- stefnunefndinni, þeim Lovísu Ein- arsdóttur, Valgerði Jónsdóttur og Barböru Wdowiak var þakkað með blómvöndum í ráðstefnulok. Betur má ef duga skal Fram kom að lítið hafði breyst sl. 10 ár varðandi aðstöðumun drengja og stúlkna til íþróttaiðkunar og þátt- töku í keppnum. Má nefna sem dæmi að þegar þrengir að fjárhag íþrótta- félaganna er byrjað á að leggja niður stúlknaliðin í boltaleikjunum. Varðandi fjölmiðlaumfjöllun er hlutur stúlkna rýr en aðeins ein af hverjum 10 íþróttafréttum í dagblöð- um varðar konur (kom fram í könn- un). Það þótti fagnaðarefni að hlutur kvenna hefur þó vaxið töluvert varð- andi sjónvarpsútsendingar á kapp- leikjum í hand- og körfuknattleik. Erindi og fræðsla um heilbrigði og hreyfingu ásamt hollum ráðum um næringu og breyttar lífsvenjur voru einnig flutt. – Þar kom m.a. fram að betra væri að spyrja nákvæmlega um samsetningu forskrifaðra „mat- arkúra“ þar sem oft vill vera mis- brestur á að rétt sé staðið að sam- setningu fæðutegunda. Það staðfestist enn einu sinni að konur eru í meiri hluta sem sækja líkamsræktarstöðvarnar. Helstu niðurstöður Ráðstefnugestir voru á öllum aldri og voru fyrirspurnir margvíslegar til fyrirlesarana í pallborðsumræðun- um sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir stjórnaði. Að þeim loknum voru eft- irtaldar niðurstöður kynntar: Skoða þarf konur og íþróttir í víðu samhengi og þá ekki síst með tilliti til afreksíþrótta annars vegar og al- menningsíþrótta hins vegar. Ekki leikur vafi á mikilvægi hreyfingar fyrir konur á öllum aldri en þó skal hafa hugfast að lengi býr að fyrstu gerð. Það þýðir því fyrr því betra. Hreyfing og hollt mataræði hefur áhrif á heilsufar kvenna, vellíðan þeirra, sjálfsmynd og sjálfstraust. Það eru fyrst og fremst konur svo dæmi séu tekin sem glíma við át- röskunarsjúkdóma og getur reglu- leg hreyfing hjálpað þeim í glímunni við illvíga sjúkdóma á borð við lyst- arstol og lotugræðgi. Holl hreyfing getur komið í veg fyrir eða haft áhrif á aðra líkamskvilla, s.s. beinþéttni, þvaglekavandamál og í einhverjum tilfellum þunglyndi. En ýmislegt þarf að koma til svo konur og stelpur stundi hreyfingu markvisst og reglulega: 1. Konur þurfa hrós og hvatningu því það 2. eykur sjálfstraust og sjálfsöryggi þeirra. 3. Konur þurfa að læra að sýna frumkvæði innan vallar sem utan, það er í leik og í starfi, og gæta þess að hafa ekki holdafar á heil- anum. 4. Til þess að umfjöllun um konur og íþróttir og íþróttir kvenna sé meiri í fjölmiðlum, bæði ljósvakafjöl- miðlum sem prentmiðlum, þurfa konur að fá ráðamenn í lið með sér. Völd stjórnmálamanna eru jú óumdeild. 5. Síðast en ekki síst þurfa stelpurn- ar sterkar, góðar og jákvæðar fyr- irmyndir til þess að ná settu marki! Konur þurfa að vera vakandi og halda umræðunni gangandi varðandi jafnrétti í íþróttum. Andvaraleysi á þessu sviði er ekki gott. Skoða þarf hvernig fjárhagur skiptist á milli kynjanna hjá íþróttafélögunum. Foreldrar þurfa að halda vöku sinni varðandi íþróttastarfið eins og annað sem varðar uppeldi barna í skóla og á heimilum. LOVÍSA EINARSDÓTTIR, Löngumýri 28, Garðabæ. BARBARA WDOWIAK, Ásbúð 47, Garðabæ. Móðir, kona, meyja Frá Kvenfélagi Garðabæjar: Hópleikfimi ráðstefnugesta. AFMÆLI MINNKA brotið á blaðinu niður í A4. Hafa í hverju einstöku blaði afmarkað efni, sem verða síðan svo mörg blöð sem þarf eftir efni. Hafa blöðin götuð í jöðrunum svo hægt sé að smella þeim í möppu. Með þessu móti er hægt að geyma valið efni til aflestrar seinna eftir vild lesenda. Þá væri upplagt að gefa út bæði námsefni og skemmtiefni auk annars efnis. Þar hefðu allir stjórnmálaflokkarnir hver sitt blað. Blaðið yrði nokkurs- konar skóli fyrir almenning auk annars. Auglýsingar geta verið á heil- umblöðum, en til þess að gefa aug- lýsendum kost á að auglýsa með áhugaverðu efni ætti að hafa afríf- anlegan hluta neðst á hverju blaði fyrir auglýsingar. Með þessu nýja blaðaformi ættu stjórnendur DV og Dags sem nú eru að sameinast að semja við stjórn Moggans um sameiningu og starfa allir saman í sátt og sam- lyndi í stað þess að vera að troða skóna hver af öðrum. Starfssvið blaðanna myndi aukast mikið og allir sem við þetta hafa unnið fá nóg að gera og blaðið yrði miklu þægilegra og gagnlegra þjóðinni, heldur en þessir blaðfeld- ir sem hún hefur verið að basla við og blaðið yrði þægilegri fræðslu- og fréttamiðill heldur en tölvan. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, Húsafelli. Hugleiðing um blaðaútgáfu Frá Kristleifi Þorsteinssyni: STEFÁN Steinar Tryggvason, fyrrver- andi lögregluvarð- stjóri, er sjötugur í dag. Stefán er fæddur fyrir norðan, nánar til- tekið í Sæborg í Gler- árþorpi, sonur hjónanna Guðlaugar Snorru Stefánsdóttur og Tryggva Ólafssonar vélstjóra. Hann naut ekki langra samvista við föður sinn, því Tryggvi fórst með mb. Þorkatli Mána frá Ólafsfirði, þegar Stefán var aðeins fimm ára. Þá var brugðið á það ráð að senda drenginn til ömmu og afa, móðurforeldranna Steinunnar og Stefáns, og móðurbræðranna; Hall- gríms, Guðmundar og Jóns. Hjá þeim sleit hann barnsskónum og var ætíð mjög kært með þeim frændum. Sextán ára fluttist Stefán svo til móður sinnar og stjúpa, Karls Að- alsteinssonar. Einnig á Stefán syst- ur, Ólöfu, sem nú er búsett á Ak- ureyri. Stefán byrjaði snemma að vinna, eins og þá tíðkaðist. Fyrst við ýmis sveitastörf og smáútgerð með móð- urfólkinu sínu. Fékk að beita smá- stubb af línu og hirða af honum aflann, og þessi reynsla hefur greinilega haft áhrif á starfsval hans framan af ævinni. Fyrsta al- vöru launaða vinnan sem hann fékk var sem sendill hjá Landssímanum á Akureyri. Síðan lá leiðin til síld- arverksmiðjunnar á Dagverðareyri, og var staldrað þar við í tvö ár. Þá var kominn tími til að færast meira í fang, og nú var það sjómennskan. Fyrst réð hann sig á Andeyna, bát frá Hrísey, sem hélt beint vestur í Ísa- fjarðardjúp á síldveið- ar og svo suður í Hval- fjarðarsíldina. Stefán var um tíma á Snæfell- inu frá Akureyri. Er hér var komið við sögu var kominn tími til að sjá sig um. Vertíð í Vestmanna- eyjum var vænn kost- ur, fyrst í aðgerð en síðar á sjóinn, meðal annars með Sighvati Bjarnasyni á Erlingi 3, og síðar sem stýrimað- ur á Björgvini með Þórði Stefáns- syni. Í millitíðinni var hann á tog- urum ýmist frá Akureyri eða Eyjum. Um þetta leyti, 1955, kynntist Stefán ungri og glæsilegri stúlku frá Bolungarvík sem fangaði hug hans og hjarta, og gerir enn. Rann- veig G. Kristjánsdóttir heitir hún og hófu þau sinn búskap fyrst í Vest- mannaeyjum. Skömmu síðar flutt- ust þau til Reykjavíkur og eignuð- ust þrjú börn, Rannveigu Kristínu, Guðlaug Tryggva og Sigríði Höllu. Rannveig Kristín, leikskólakennari og snyrtifræðingur, er elsta dóttirin og gift Ögmundi Gunnarssyni kenn- ara og eiga þau börnin Sóleyju, Auði og Ásgeir. Tryggvi, sá í miðið, er búsettur í Stokkhólmi og á synina Stefán Geir og Rannar Carl, og fóstursoninn Inga Bjarna. Sirrý Halla framreiðslumaður er yngsta dóttirin og er gift Guðna Hólm bak- ara og eiga þau soninn Stefán Hólm. Eftir komuna til Reykjavíkur fór Stefán að snúa sér að annars konar störfum. Fyrst í byggingarvinnu, svo í málningarverksmiðjunni Hörpu og síðan í Glersmiðjunni. Þá var loks komið að því að Stefán fann það starf sem varð hans ævistarf. Árið 1957 hóf hann störf hjá lög- reglunni, fyrst í Ólafsvík en svo í Reykjavík og var þar í 44 ár. Stefán er mjög vel liðinn og hefur rétt mörgum hjálparhönd í gegnum tíð- ina. Hann er þannig gerður að hann á gott með að umgangast fólk og lít- ur gjarnan á mannlega hlið málanna og það hlýtur að vera mikill kostur í svona starfi. Það skaðar heldur ekki að vera mikill og glæsilegur á velli. Stefán kenndi líka á bíl í ein 40 ár, svona með lögreglustörfunum, og keyrði leigubíl þegar tími gafst til, þannig að sjaldan er hann iðju- laus. Núna þegar lögreglustörfin eru komin á hilluna er Stefán orðinn sendill aftur og má segja að hann sé þá kominn í hring. Nú keyrir hann fyrir bakaríið Kökuhornið, sem dóttir hans og tengdasonur, Sirrý Halla og Guðni, eiga, glaður og reif- ur að vanda. Árið 1963 fluttist ég undirritaður frá Bolungarvík til Reykjavíkur. Þau hjónin Stefán og Rannveig, móðursystir mín, buðu mig velkom- inn á heimili sitt á Rauðalæknum og naut ég þar atlætis sem væri ég þeirra eigin sonur. Það virtist alltaf vera tími til að sinna mér. Þeir líða seint úr minni bíltúrarnir um borg- ina og nágrenni Reykjavíkur. Að ógleymdum ófáum veiðitúrum. En það er víst að fátt veit Stefán skemmtilegra en sitja með stöngina sína við fallegt veiðivatn í góðu veðri. Kæri Stefán, þú hefur alla tíð reynst mér sem klettur í hafi, traustur hvað sem á bjátar og áreið- anlegur. Um leið og ég óska þér innilega til hamingju með daginn, elsku fóstri minn, vona ég að elli kerling fari um þig mildum höndum um ókomin ár. Hjartans kveðjur og þakklæti. Birgir Bjarnason. STEFÁN STEINAR TRYGGVASON ALÞJÓÐLEGAR samræður í gegnum ljóð standa yfir hjá Sameinuðu þjóðunum og í 200 borgum um víða veröld síðustu viku marsmánaðar. Árið 1998 ákváðu SÞ að helga árið 2001 þemanu Samræður milli þjóða, til að stuðla að umburðar- lyndi, virðingu og samstarfi milli manna á jörðinni. Íslendingar taka þátt í þessu með ljóða- og tónlistarkokkteil á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Hörður Torfason söngvaskáld les upp ljóð sín, tónlist- arkonan Ósk Ósk- arsdóttir flytur frumsamda tónlist við ljóð íslenskra skálda. Skáldin El- ísabet Jökulsdóttir, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Rúna K. Tetzschner, Bóas og Birgitta Jónsdóttir flytja ljóð sín. En Rúna flytur einnig ljóð eftir Þorgeir Kjartansson. Fjöl- listamaðurinn Frið- ríkur flytur tónlist og ljóð sín. Hann spilar einnig á lýru með upplestri Rúnu og Birg- ittu. Heimamenn sjá um alla skipu- lagningu á hverjum stað fyrir sig og er hægt að nálgast upplýs- ingar á slóðinni http://www.dial- oguepoetry.org. Ísland er undir Reykjavík. Nú þegar hefur verið bryddað upp á nokkrum viðburðum sem tengjast þessu ári. M.a. upplestr- ar á alþjóðlegum svæðum eins og til dæmis Mallory og Irvine rann- sóknarleiðangrinum upp á Mt. Everest, Casey-stöðinni á Ant- arctica. Safnbók með verkum allra skáldanna sem taka þátt mun verða gefin út á Netinu í eBókarformi. Þar mun einnig vera stutt lýsing á öllum upp- ákomunum ásamt ljósmyndum. Þessi bók mun koma út á vefn- um http://www.Fictionopolis.com/ næstkomandi sumar. Samræður í gegnum ljóð Hörður Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.