Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
KVÖRÐUN Seðlabankans um að
lækka stýrivexti bankans um 0,5%
hefur vakið jákvæð viðbrögð á fjár-
málamarkaði og í íslensku athafna-
lífi. Miklar sveiflur voru á gjaldeyr-
ismarkaði í gær og lækkaði krónan skarpt í
upphafi viðskipta en þegar leið á daginn komst ró
á markaðinn og styrktist hún aðeins frá lokun
markaða á þriðjudag.
Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka–FBA,
segir að breytingar á lögum um Seðlabankann og
markmið hans séu tímabærar og jákvæðar. „Mik-
ilvægt er að nú er óvissu eytt um þessi mál. Það
ætti að stuðla að meiri stöðugleika á markaði en
verið hefur. Við teljum einnig að það sé rétt skref
að lækka vexti nú. Vísbendingar koma að úr öllum
áttum um að hægt hefur á hagvexti og þensla
minnkað og því sé tímabært að hefja lækkun
vaxta. Íslandsbanki–FBA mun fylgja strax í kjöl-
farið nú um mánaðamótin með lækkun útláns-
vaxta um 0,5%.“
Valur segist telja að það muni einfalda mjög
starf Seðlabankans að hafa eitt markmið. „Verð-
bólgumarkmið er í samræmi við það sem gerist í
helstu samkeppnislöndum og Ísland er að færast
nær alþjóðlegu umhverfi með þessari breytingu
og það er í sjálfu sér jákvætt. Eftir sem áður geri
ég ráð fyrir að Seðlabankinn telji gengi íslensku
krónunnar vera mikilvægan þátt í verðbólg-
umarkmiðunum og muni því skipta sér af þróun á
gjaldeyrismarkaði. Jafnvel verða efnislegar
breytingar þar minni en margir skyldu ætla. En
þetta eru tvímælalaust rétt skref sé litið til fram-
tíðar. Að breyta markmiðum Seðlabankans með
þessum hætti,“ segir Valur.
Spurningamerki um tímapunkt
verðbólgumarkmiða
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarbankans – verðbréfa, segir að Búnaðar-
bankinn telji breytingar á lögum um Seðlabank-
ann framfaraspor þegar litið sé til framtíðar. Það
megi hins vegar setja spurningamerki við hvort
rétt hafi verið að taka upp verðbólgumarkmið á
þessum tímapunkti. Við lokun markaða í gær hafi
krónan verið við efri vikmörkin, en þau eru 125,36.
Þegar vikmörkin voru afnumin í morgun (mið-
vikudag) og farið er að miða við verðbólgu þá fór
gengisvísitala krónunnar upp í 127 stig en sú
lækkun gekk til baka þegar leið á daginn.
Að sögn Þorsteins er vaxtalækkun Seðlabank-
ans jákvæð og skilaboðin séu að bankinn telji að
þensla sé í rénun, sem sé jákvætt merki. Reyndar
hafi vaxtamunur gagnvart viðskiptalöndum auk-
ist að undanförnu og þá sérstaklega gagnvart
Bandaríkjunum en þar hafa vextir verið lækkaðir
þrívegis í ár. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
hvort Búnaðarbankinn muni lækka sína vexti en
ég á von á því að svo verði þrátt fyrir að ekki liggi
fyrir hvernig staðið verði að vaxtalækkuninni. Það
má hins vegar velta því fyrir sér hversu mikið eigi
að lækka útlánsvexti þegar mikil eftirspurn er eft-
ir lánsfé og stjórnvöld hafa hvatt lánastofnanir til
að draga úr útlánum.“
Þorsteinn telur að efnahagslegar forsendur
bendi ekki til þess að þörf sé á frekari veikingu en
nú þegar er orðin. „Þannig að við hjá Búnaðar-
bankanum gerum ráð fyrir að á næstunni eigi
gengisvísitalan að vera á bilinu 124–126 stig miðað
við efnahagslegar forsendur,“ segir Þorsteinn.
Seðlabankinn sýnir að hann
ætlar að leiða hagsveifluna
Sigurgeir Örn Jónsson, deildarstjóri afleiðuvið-
skipta hjá Kaupþingi, segist telja að almennt geti
aðilar verið ánægðir með þær breytingar sem
kynntar voru á ársfundinum og þá ekki síst til
lengri tíma litið. „Með því að lækka vexti um 50
punkta er Seðlabankinn að sýna markaðnum að
hann ætli að leiða hagsveifluna en ekki elta skottið
á henni. Á síðustu mánuðum hefur Seðlabankinn
sagt að hann vilji sjá hreinar og klárar vísbend-
ingar um breytingar í efnahagslífinu áður en vext-
ir verða lækkaðir. Með þessari vaxtalækkun nú tel
ég að trú á íslensku hagkerfi muni aukast enda
hefur Seðlabankinn nú sýnt að hann vilji slaka að-
eins á aðhaldinu og stýra fram
hjá mögulegum samdrætti.“
Sigurgeir segir að það, að
Seðlabankinn lækki vexti í kjöl-
far vaxtalækkana annars staðar,
sé mjög jákvætt.
Að sögn Sigurgeirs er ekki
óeðlilegt að ákveðið óvissuástand
skapist á gjaldeyrismarkaði við afnám vikmarka
og upptöku verðbólgumarkmiða en nú er krónan
orðin fljótandi gjaldmiðill í fyrsta skipti. „Það er
miklu fremur óvissa og hræðsla en stöðutökur
sem hafa einkennt þær miklu sveiflur sem átt hafa
sér stað á gjaldeyrismarkaði undanfarna daga.
Menn hafa jafnvel verið búnir að skuldsetja sig
mikið erlendis og viljað flytja þær skuldbindingar
yfir í krónur til lengri eða skemmri tíma vegna
þeirrar óvissu sem ríkjandi var á markaðnum. Við
eigum frekar von á því að þessar hreyfingar gangi
að hluta til baka á næstu dögum og vikum.“
Sigurgeir segir að þær breytingar sem gera eigi
á lögum um Seðlabanka Íslands séu jákvæðar þar
sem markmið bankans hafi verið ómöguleg meðal
annars vegna þess hve mörg þau voru þrátt fyrir
að hann hafi komið upp ákveðinni hefð í því hvern-
ig hann uppfyllti sín markmið. Nú sé markmið
bankans mjög skýrt, þ.e. verðbólga og að henni sé
viðhaldið innan fyrirfram ákveðins ramma. Eins
geti Seðlabankinn gripið inn í markaðinn þrátt
fyrir að ekki séu nein vikmörk sem hann þurfi að
verja. „Því verðbólga getur aukist ef um verulegar
sveiflur er að ræða á krónunni jafnvel þótt hún
veikist ekki að ráði. Það má ekki gleyma því að það
þarf ekki mikil viðskipti á íslenskum gjaldeyris-
markaði til þess að sveiflur verði miklar.“ Sig-
urgeir segist því vera bjartsýnn á raungengi krón-
unnar til lengri tíma litið.
Eykur trúverðugleika
peningamálastefnunnar
Fjármálamarkaðurinn hlýtur að fagna nýjum
lögum um Seðlabanka Íslands, að sögn Halldórs
J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbanka Ís-
lands hf. Hann segir að hið aukna sjálfstæði sem
Seðlabankinn fái auki trúverðugleika peninga-
málastefnunar til lengri tíma litið. Það leggi einnig
grunn að trúverðugleika þeirra breytinga sem
boðaðar hafi verið á fyrirkomulagi peningamála-
stjórnunarinnar. Þeirri breytingu beri að fagna.
„Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um mögu-
leika þess að taka upp verðbólgumarkmið í stað
gengisfestu, þ.e. með formlegum vikmörkum
gengisstefnu, get ég ekki neitað því að sú ákvörð-
un kom mér töluvert á óvart, sérstaklega við þessi
tímamörk,“ segir Halldór. „Hins vegar var brýnt
að eyða þeirri óvissu sem var um framtíðarstefn-
una í þessum málum. Sú umræða var komin af
stað í kjölfar yfirlýsinga Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins fyrr í vetur og ljóst var að taka þurfti afstöðu
til þeirra hugmynda sem gjaldeyrissjóðurinn og
aðrir höfðu sett fram. Hins vegar er ljóst að vik-
mörkin gátu gefið ákveðið falskt öryggi og þrátt
fyrir að inngrip Seðlabankans hafi verið markviss
að mörgu leyti er það ekki tæki til að hafa áhrif á
markaðinn til langs tíma. Undirliggjandi efna-
hagslegir þættir og langtíma sjónarmiðin ráða
fjárstreyminu og þar með gengisþróuninni. Við
hjá Landsbankanum erum þess vegna þeirrar
skoðunar að verðbólgumarkmið ættu að auðvelda
stjórnvöldum og Seðlabankanum að halda verð-
bólgu innan skilgreindra marka, til lengri tíma lit-
ið.
Grundvallarforsendur fyrir peningamálastefnu
sem byggist á verðbólgumarkmiðum, er annars
vegar aukið sjálfstæði Seðlabankans, sem hefur
verið staðfest, og hins vegar virkur fjármagns-
markaður. Mikið reynir á virkni markaðarins og
það jafnvægi sem myndast á honum við þessar að-
stæður. Hlutverk markaðsaðila verður því viða-
meira en áður hefur verið og það mun væntanlega
taka markaðinn einhvern tíma að aðlagast þessari
breytingu. Þetta er atriði sem við gerum okkur
mjög vel grein fyrir hjá Landsbankanum. Íslenskt
efnahagslíf stendur sterkt og þessar aðgerðir
ættu að geta tryggt stöðugleika í gengismálum.“
Halldór segir að boðuð vaxtalækkun Seðla-
bankans komi ekki á óvart. Skýr teikn séu komin
fram um að þenslan í hagkerfinu fari minnkandi.
„Lækkunin er einnig í takt við
vaxtabreytingar erlendis og er
því fullkomlega eðlileg því
þrátt fyrir þessa lækkun vaxta
er vaxtamunur enn mikill og
aðhaldsstig peningastefnunnar
einnig mikið.
Varðandi Landsbankann
munum við taka ákvörðun um vaxtalækkun á
óverðtryggðum vöxtum sem í aðalatriðum tekur
mið af lækkun Seðlabankans, sem mun koma til
framkvæmda á fyrsta vaxtalækkunardegi,“ segir
Halldór J. Kristjánsson.
Skynsamlegt að fara
varlega í vaxtalækkunum
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, óskar Seðlabankanum til hamingju með þetta
nýja umhverfi sem sé nútímalegt og í samræmi
við það sem menn telji skynsamlegast að haga fyr-
irkomulagi peningamála og -stýringar í heimin-
um. „Bankinn hefur innanborðs öflugt lið til þess
að takast á við svo viðamikið verkefni. Ég tel að
þessar breytingar á starfsumhverfi séu til mikilla
bóta fyrir hagstjórn hér á landi.“
Þórður segist telja skynsamlegt að feta sig inn á
braut vaxtalækkana en varlega þó þar sem enn
r
e
s
v
s
v
k
s
e
h
s
h
s
m
k
b
„
a
s
l
s
v
á
h
i
þ
v
e
u
v
f
V
a
l
h
Innl
læ
Lækkun á stýrivöxtum Seðla
Seðlabankann og niðurfelling
Júníus Guðmundsson og Guð
Vísbendingar koma
úr öllum áttum
um að hægt hefur
á hagvexti og
þensla minnkað
BREYTT PENINGASTEFNA
Ákvörðun ríkisstjórnar og Seðla-banka um að afnema vikmörkgengis krónunnar og taka þess
í stað upp verðbólgumarkmið peninga-
stefnunnar virðist skynsamleg og
bezti kosturinn við núverandi aðstæð-
ur í íslenzkum þjóðarbúskap. Sterk
rök hafa verið færð að því í umræðum
um peningamálastefnuna að undan-
förnu að fyrri stefna, þar sem mark-
miðið var að halda genginu innan
ákveðinna vikmarka, hafi orðið til þess
að meginstjórntæki bankans, vextirn-
ir, hafi ekki virkað sem skyldi í um-
hverfi frjálsra fjármagnsflutninga.
Aðilar á fjármagnsmarkaðnum hafi
litið á vikmörkin sem ákveðna geng-
istryggingu og þegar vaxtamunur
milli Íslands og viðskiptalandanna
hafi farið umfram ákveðin mörk hafi
skapazt hvati fyrir markaðsaðila að
hagnast á vaxtamuninum, taka lán er-
lendis og endurlána innanlands á
hærri vöxtum, sem eykur útlána-
þenslu og raskar stöðugleika á fjár-
málamarkaðnum. Þannig hafi hækkun
vaxta ekki náð að slá á þenslu sem
skyldi.
Aðrir kostir eru fræðilega séð fyrir
hendi í peningamálunum en verð-
bólgumarkmið og afnám vikmarka
gengisins; t.d. fastgengisstefna með
tengingu við öflugan gjaldmiðil og hef-
ur þá tenging við evruna helzt komið
til umræðu. Lítil, opin hagkerfi eiga
hins vegar erfitt með að halda uppi
einhliða fastgengisstefnu af eigin
rammleik og við blasir að annars kon-
ar tenging við evruna er ekki raunhæf-
ur kostur nú; annars vegar er aðild að
Evrópusambandinu forsenda trúverð-
ugrar tengingar af því tagi og hins
vegar hafa verið færð rök fyrir því að
notkun evru sé óheppileg á meðan
mikilvæg viðskiptalönd Íslands á borð
við Bretland, Danmörku og Svíþjóð
hafa ekki tekið upp nýja gjaldmiðilinn.
Með því að taka upp verðbólgu-
markmið og miða peningamálastjórn-
ina við að verðbólgan fari ekki umfram
2,5% er stuðlað að stöðugleika í efna-
hagslífinu sem, eins og Davíð Oddsson
forsætisráðherra benti á í ræðu sinni á
ársfundi Seðlabankans, er undirstaða
vaxtargetu hagkerfisins til langs tíma.
Með þessari stefnubreytingu tekur
peningamálastefnan mið af efnahags-
horfum til lengri tíma og langtíma-
markmið eru höfð að leiðarljósi. Við
núverandi aðstæður, þar sem verð-
bólgutenging er í kjarasamningum
flestra stærri launþegasamtaka, er
sömuleiðis ákaflega mikilvægt að
verðlaginu verði haldið í skefjum.
Reynslan sýnir að stöðugleiki í verð-
lagi og launum er forsenda þess að fyr-
irtæki geti hagrætt og aukið fram-
leiðni.
Í ríkjum þar sem tekin hefur verið
ákvörðun um verðbólgumarkmið pen-
ingastefnunnar hefur sú leið jafnframt
verið farin að auka sjálfstæði seðla-
banka og gera einn aðalbankastjóra
ábyrgan fyrir stefnu hans. Með
ákvörðun um að forsætisráðherra
skipi formann bankastjórnar Seðla-
bankans sérstaklega og sá verði eini
talsmaður bankastjórnarinnar er
a.m.k. stigið skref í þá átt. Deila má
um hvort jafnlangt sé gengið og í ýms-
um öðrum ríkjum þar sem markmið
peningastefnunnar eru sambærileg,
en athyglisvert verður að sjá hvernig
þetta fyrirkomulag reynist.
Samhliða ákvörðun um breytta pen-
ingamálastefnu hefur Seðlabankinn
ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5%.
Sú ákvörðun sýnir að bankinn metur
það svo að tekið sé að draga úr þensl-
unni í efnahagslífinu. Það er að sjálf-
sögðu mjög mikilvægt fyrir hag fyr-
irtækja og heimila að vaxtastig sé hér
skaplegt og vaxtamunur milli Íslands
og annarra landa ekki meiri en brýn
þörf er á.
Þótt vonir séu nú bundnar við að
stjórntæki Seðlabankans verði áhrifa-
ríkari með breyttri stefnu má ekki
horfa framhjá mikilvægi styrkrar
fjármálastjórnar ríkis og sveitar-
félaga til að draga úr þenslu og gera
frekari vaxtalækkun mögulega.
Hvergi má slaka á aðhaldi að útgjöld-
um, eigi að takast að ná tökum á þensl-
unni og tryggja stöðugleika til fram-
búðar.
FJÖLSMIÐJA FYRIR UNGMENNI
Í haust verður sett á stofn verkþjálf-unar- og fræðslusetur fyrir ung-
menni hér á landi undir heitinu Fjöl-
smiðjan. Setrið er einkum ætlað
atvinnulausum ungmennum sem
flosnað hafa upp úr námi og er mark-
mið þess að nota starf sem leiðsögn til
náms. Með setrinu skapast því nýir
möguleikar fyrir ungmenni til að efla
þá hæfileika sem þeim eru eiginlegir
en hafa ef til vill ekki notið sín sem
skyldi í hefðbundnu námi.
Fyrirmynd Fjölsmiðjunnar er sótt
til Danmerkur þar sem góður árangur
hefur náðst í að flétta saman námi og
starfi í starfsemi sérstakra mennt-
astofnana. Í viðtali við Robert Dal-
skov, sem birtist í Morgunblaðinu
laugardaginn 24. mars síðastliðinn,
kom fram að þessir skólar hafi sér-
stöðu að því leyti að þeir „bjóði mennt-
un við hæfi hvers nemanda“, í stað
þess að leggja megináherslu á það
námsefni sem þeir standa sig ekki vel
í. Námið er þannig sniðið að þörfum
einstaklingsins og athyglisverður val-
kostur við hlið hefðbundnara náms
sem er mun ósveigjanlegra.
Sú grundvallarbreyting í kennslu-
tækni sem þarna er höfð að leiðarljósi
byggist á kenningum Bandaríkja-
mannsins Howards Gardners um svo-
nefnda fjölgreind, en hann er prófess-
or í sálar- og menntunarfræðum við
Harvard-háskóla. Fjallað var um
kenningar hans hér í blaðinu í viðtali
við Erlu Kristjánsdóttur, lektor í
Kennaraháskólanum, í janúar síðast-
liðnum. Þar kom fram að Gardner tel-
ur að málgreind og rökgreind hafi ver-
ið hampað á kostnað annarra
hæfileika á Vesturlöndum. Sjálfur
hefur Gardner skipt mannlegri greind
niður í sjö tegundir sem felur í sér
mun víðari sýn á mannlega möguleika.
Ef litið er til brottfalls í skólum má
draga þá ályktun að ekki henti öllum
að stunda það nám sem í boði hefur
verið hér á landi að loknu grunnskóla-
námi. Nýr kostur sem miðar að því að
vinna í samræmi við getu og hæfileika
hvers og eins er mikils virði, því í fá-
mennu samfélagi á borð við okkar
hlýtur það að teljast forgangsatriði að
virkja sem flesta einstaklinga til þess
að leggja sitt af mörkum í þjóðlífinu.