Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 1
74. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. MARS 2001 STJÓRN Ariels Sharons í Ísrael rétt- lætir sprengjuárásir á stöðvar líf- varðarsveita Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, með því að embættismenn hans séu flæktir í starfsemi hryðjuverkamanna. Þyrlur Ísraela gerðu árásir á stöðvar lífvarð- arins, er nefnist Liðssveit 17, í Ram- allah á Vesturbakkanum og sex stöð- um á Gaza í gær. Karlmaður og kona féllu og um 60 manns særðust. Í gærmorgun fórust tveir ísraelsk- ir unglingar er maður, sem talið er að hafi verið úr röðum sjálfsmorðssveita islömsku samtakanna Hamas, sprengdi sjálfan sig í loft upp með naglasprengju við bensínstöð í Ísrael skammt frá þorpinu Sdeh Hemet í miðhluta landsins. Unglingarnir voru að bíða eftir brynvörðum strætis- vagni sem flutti nemendur í skóla. Maður er hringdi í Reuters-frétta- stofuna sagði að skæruliðahópur á vegum Hamas hefði staðið fyrir til- ræðinu og varaði við því að fleiri árás- ir væru á döfinni. Sharon segir að Arafat beri ábyrgð á hryðjuverkunum vegna þess að leiðtoginn reyni ekki að afstýra of- beldisverkum. Talsmaður Sharons, Raanan Gissin, hét því í samtali við CNN að hinna föllnu yrði hefnt en hvatti um leið Ísraela til að sýna þol- inmæði og sjálfsstjórn. „Embættismenn Palestínustjórnar taka mikinn þátt í hryðjuverkum, of- beldisverkum og hvatningum til of- beldis,“ sagði í yfirlýsingu Ísraels- stjórnar í gær. Þar sagði ennfremur að þyrlusveitirnar hefðu gert mark- vissar árásir „á leiðtoga Liðssveitar 17 sem tengjast hermdarverkum“. Framvegis yrði lögð áhersla á að tak- ast á við leiðtoga hryðjuverkamanna en ekki óbreytta borgara. Fundi leiðtoga Arababandalagsins lauk í gær í Amman, höfuðborg Jórd- aníu. Samþykkt var að veita stjórn Arafats fjárstuðning og Ísraelar voru fordæmdir fyrir að standa ekki við gerða samninga. Írakar neituðu að samþykkja tillögur um að viðskipta- legum refsingum Sameinuðu þjóð- anna gegn þeim yrði aflétt gegn því að Íraksstjórn fullnægði skilyrðum SÞ sem meðal annars kveða á um að kúveiskum föngum verði veitt frelsi. Ísraelskar þyrlur ráðast á lífvarðarsveitir Arafats Hefna sprengjutil- ræða Hamas-liða Jerúsalem, Amman. Reuters, AFP. AP Palestínumenn brenna fána Bandaríkjanna í Hebron í gær en þá var gerð útför 11 ára gamals drengs er féll þegar til vopnaviðskipta kom milli ísraelskra hermanna og palestínskra skæruliða á þriðjudag. lostið, minnugt þess sem það hafði séð í sjónvarp- inu frá árásum Serba á Albana í Kosovo,“ sagði bæjarráðsmaðurinn Bejzad Iseni. „Við sýnum þó enn þolinmæði, getum ekki ann- að, en mennirnir uppi í fjöllum, þeir misstu hana,“ sagði ungur maður, Ismail Veseli. Einn þeirra sem tapað hafa þolinmæðinni er Hysni Saqiri, þingmaður Lipkovo-héraðs, sem sagði sig úr einum stjórnarflokkanna, Lýðræðis- flokki Albana, í gær. Gekk hann til liðs við skæru- liða, hvatti aðra Albana til að gera slíkt hið sama og sagði að sig yrði héðan í frá að finna á víglín- unni. Varaformaður flokksins, Menduh Taci, vís- aði því á bug að flokkurinn myndi segja sig úr stjórninni vegna átakanna og hvatti Saqiri til að skipta um skoðun. Taci lýsti þessu yfir í Lipkovo, en þangað kom hann til að „gefa íbúum héraðsins von“ og biðja þá lengstra orða að halda aftur af sér. „Fólk verður að treysta okkur til að binda enda á þetta, flokkurinn fer hægar í sakirnar en skæruliðar en okkar leið er hættulaus,“ sagði Taci. Hvatti hann sem fyrr til þess að hvorir tveggja legðu niður vopn, herinn og skæruliðar. MAKEDÓNSKI herinn hóf í gær áhlaup á alb- anska skæruliða í nágrenni höfuðborgarinnar Skopje og í austurátt til borgarinnar Kumanovo. Var stórum svæðum lokað af, m.a. landamærunum til Kosovo, og er óvíst hvenær þau verða opnuð aftur. Mikill sprengjugnýr heyrðist í gærmorgun og svo aftur síðdegis en enn er of snemmt að segja til um árangur áhlaupsins. Stevo Benderovski, talsmaður innanríkisráðuneytisins, kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið telja að um lokaáhlaup makedónska hersins hefði verið að ræða, þótt hann viðurkenndi jafnframt að útilokað væri að her og lögregla næðu fullu valdi á landamærahér- uðunum sem eru í skógi vöxnu fjalllendi. Á meðal þeirra staða þar sem áhlaup var gert er bærinn Lipkovo skammt suður af serbnesku landamærunum. Svæðið er eingöngu byggt Alb- önum og var fólk reitt og óttaslegið í gær. „Herinn lét ekki vita fyrirfram af því að hann væri vænt- anlegur í þorpið, nokkuð sem hefur tíðkast í báð- um heimsstyrjöldunum. Skyndilega birtust um 200 hermenn hér í gærkvöldi og óðu um allt með byssur á lofti. Fólk, einkum börnin, var skelfingu Makedónski herinn gerir úrslitaáhlaup í landamærahéruðunum Loka öllum leiðum til Kosovo Morgunblaðið/Thomas Dworzak Menduh Taci (t.h.), varaformaður Lýðræð- isflokks Albana í Makedóníu, skorar á skæru- liða og stjórnarherinn að leggja niður vopn. Skopje. Morgunblaðið. YFIRMAÐUR bandarísku umhverf- isverndarstofnunarinnar (EPA), Christine Todd Whitman, segir að bandarísk stjórnvöld hyggist ekki fylgja Kyoto-bókuninni frá 1997 eins og hún sé nú. „Nei, við höfum engan áhuga á að löggilda þann sáttmála,“ hefur The New York Times eftir Whitman í gær. Ari Fleishcer, tals- maður George Bush Bandaríkjafor- seta, sagði á hinn bóginn rangt að gera því skóna að Bandaríkjamenn myndu ekki taka þátt í fundi Samein- uðu þjóðanna í sumar um bókunina. Bush forseti tilkynnti í bréfi til öld- ungadeildarþingmanns, er birt var 14. mars, að hann myndi ekki fara fram á að bandarískum iðnfyrirtækj- um yrði skylt að draga úr losun koltvísýrings vegna þess að slíkt myndi verða bandaríska hagkerfinu of dýrt. Í bréfinu sagðist Bush ennfremur vera andvígur Kyoto-bókuninni vegna þess að í henni væru þróun- arlönd undanþegin því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hún myndi hafa skaðleg áhrif á banda- rískt efnahagslíf. Eftir að Bush hafði sent bréfið hafði embættismaður í Hvíta húsinu samband við utanríkisráðuneytið og spurði hvað það gæti gert til að losa Bandaríkin úr Kyoto-samkomulag- inu. Hefur Washington Post þetta eftir heimildarmanni í Hvíta húsinu. Utanríkisráðuneytið svaraði því til, að Colin Powell utanríkisráðherra myndi gera Sameinuðu þjóðunum bréflega grein fyrir að það yrði gert. Kyoto-bókunin kveður á um að efnuð iðnríki skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2% fyrir 2010, miðað við losunina eins og hún var 1990. Bókunin „andvana fædd“ Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, tjáði sendi- herrum Evrópusambandsins í Wash- ington í síðustu viku að bókunin hefði verið „andvana fædd“. Bandaríkja- stjórn væri að endurskoða stefnu sína í andrúmslofts- og umhverfis- málum, en það lægi ljóst fyrir að Bandaríkin gætu ekki skuldbundið sig Kyoto-ákvæðunum og gætu aldr- ei staðfest sáttmálann. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í gær að ómögulegt væri að segja til um hvort stefnubreyting Bandaríkjamanna myndi hafa ein- hver áhrif á það hvernig þessi mál þróuðust. „Það talar hvert ríki fyrir sig. Við höfum haft okkar stefnu og fylgjum henni,“ sagði Siv. Hún kveðst enn- fremur telja mikilvægt að ríki heims nái samkomulagi sem fyrst svo að hægt verði að hrinda Kyoto-bókun- inni í framkvæmd. Staðfesta ekki Kyoto- bókunina Washington. AFP. Bandaríkjastjórn GENGI hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði allmikið í gær vegna frétta af verulega minni hagnaði ýmissa stórfyrirtækja. Gekk hækkunin síðustu daga að mestu til baka. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði í gær um 1,6% og Nasdaq um 6%. Nokkur lækkun varð einnig í Evrópu en aftur á móti hækkun í As- íu. Nortel, sem framleiðir ýmsan fjarskiptabúnað og tölvuframleið- andinn Palm vöruðu við verri af- komu en gert hafði verið ráð fyrir. Hlutabréf í Palm féllu um nær 50%. Verðfall á mörkuðum New York. AFP, Reuters. Á SUMUM sjúkrahúsum í Nor- egi eru ákveðnar tegundir af að- gerðum aðeins framkvæmdar nokkrum sinnum á ári og sjúk- lingarnir eru þar í meiri hættu en á sjúkrahúsum þar sem starfsmenn hafa meiri reynslu, að sögn Aftenposten. Lögð verður fram opinber skýrsla í Ósló í dag þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum á rannsókn á tengslum milli tíðni aðgerða og lífslíkna. Fjallað er um skurðaðgerðir og aðra með- höndlun vegna ýmissa sjúk- dóma, þ.á m. brjóstakrabba- meins, hjartasjúkdóma og alnæmis og bornar saman upp- lýsingar frá mörgum löndum. Per Teisberg, prófessor á Ríkisspítalanum, segist ekki halda að ástandið í þessum efn- um sé öðruvísi í Noregi en ann- ars staðar. Norðmenn mega samkvæmt lögum velja stofnun. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni jafnt læknir sem sjúkling- ur velja með gæði sjúkrahúss í huga,“ segir Teisberg sem álítur að athyglin hafi um of beinst að biðlistum í stað gæða. Sjúkrastofnanir Reynslan afdrifarík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.