Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 29.03.2001, Síða 1
74. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. MARS 2001 STJÓRN Ariels Sharons í Ísrael rétt- lætir sprengjuárásir á stöðvar líf- varðarsveita Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, með því að embættismenn hans séu flæktir í starfsemi hryðjuverkamanna. Þyrlur Ísraela gerðu árásir á stöðvar lífvarð- arins, er nefnist Liðssveit 17, í Ram- allah á Vesturbakkanum og sex stöð- um á Gaza í gær. Karlmaður og kona féllu og um 60 manns særðust. Í gærmorgun fórust tveir ísraelsk- ir unglingar er maður, sem talið er að hafi verið úr röðum sjálfsmorðssveita islömsku samtakanna Hamas, sprengdi sjálfan sig í loft upp með naglasprengju við bensínstöð í Ísrael skammt frá þorpinu Sdeh Hemet í miðhluta landsins. Unglingarnir voru að bíða eftir brynvörðum strætis- vagni sem flutti nemendur í skóla. Maður er hringdi í Reuters-frétta- stofuna sagði að skæruliðahópur á vegum Hamas hefði staðið fyrir til- ræðinu og varaði við því að fleiri árás- ir væru á döfinni. Sharon segir að Arafat beri ábyrgð á hryðjuverkunum vegna þess að leiðtoginn reyni ekki að afstýra of- beldisverkum. Talsmaður Sharons, Raanan Gissin, hét því í samtali við CNN að hinna föllnu yrði hefnt en hvatti um leið Ísraela til að sýna þol- inmæði og sjálfsstjórn. „Embættismenn Palestínustjórnar taka mikinn þátt í hryðjuverkum, of- beldisverkum og hvatningum til of- beldis,“ sagði í yfirlýsingu Ísraels- stjórnar í gær. Þar sagði ennfremur að þyrlusveitirnar hefðu gert mark- vissar árásir „á leiðtoga Liðssveitar 17 sem tengjast hermdarverkum“. Framvegis yrði lögð áhersla á að tak- ast á við leiðtoga hryðjuverkamanna en ekki óbreytta borgara. Fundi leiðtoga Arababandalagsins lauk í gær í Amman, höfuðborg Jórd- aníu. Samþykkt var að veita stjórn Arafats fjárstuðning og Ísraelar voru fordæmdir fyrir að standa ekki við gerða samninga. Írakar neituðu að samþykkja tillögur um að viðskipta- legum refsingum Sameinuðu þjóð- anna gegn þeim yrði aflétt gegn því að Íraksstjórn fullnægði skilyrðum SÞ sem meðal annars kveða á um að kúveiskum föngum verði veitt frelsi. Ísraelskar þyrlur ráðast á lífvarðarsveitir Arafats Hefna sprengjutil- ræða Hamas-liða Jerúsalem, Amman. Reuters, AFP. AP Palestínumenn brenna fána Bandaríkjanna í Hebron í gær en þá var gerð útför 11 ára gamals drengs er féll þegar til vopnaviðskipta kom milli ísraelskra hermanna og palestínskra skæruliða á þriðjudag. lostið, minnugt þess sem það hafði séð í sjónvarp- inu frá árásum Serba á Albana í Kosovo,“ sagði bæjarráðsmaðurinn Bejzad Iseni. „Við sýnum þó enn þolinmæði, getum ekki ann- að, en mennirnir uppi í fjöllum, þeir misstu hana,“ sagði ungur maður, Ismail Veseli. Einn þeirra sem tapað hafa þolinmæðinni er Hysni Saqiri, þingmaður Lipkovo-héraðs, sem sagði sig úr einum stjórnarflokkanna, Lýðræðis- flokki Albana, í gær. Gekk hann til liðs við skæru- liða, hvatti aðra Albana til að gera slíkt hið sama og sagði að sig yrði héðan í frá að finna á víglín- unni. Varaformaður flokksins, Menduh Taci, vís- aði því á bug að flokkurinn myndi segja sig úr stjórninni vegna átakanna og hvatti Saqiri til að skipta um skoðun. Taci lýsti þessu yfir í Lipkovo, en þangað kom hann til að „gefa íbúum héraðsins von“ og biðja þá lengstra orða að halda aftur af sér. „Fólk verður að treysta okkur til að binda enda á þetta, flokkurinn fer hægar í sakirnar en skæruliðar en okkar leið er hættulaus,“ sagði Taci. Hvatti hann sem fyrr til þess að hvorir tveggja legðu niður vopn, herinn og skæruliðar. MAKEDÓNSKI herinn hóf í gær áhlaup á alb- anska skæruliða í nágrenni höfuðborgarinnar Skopje og í austurátt til borgarinnar Kumanovo. Var stórum svæðum lokað af, m.a. landamærunum til Kosovo, og er óvíst hvenær þau verða opnuð aftur. Mikill sprengjugnýr heyrðist í gærmorgun og svo aftur síðdegis en enn er of snemmt að segja til um árangur áhlaupsins. Stevo Benderovski, talsmaður innanríkisráðuneytisins, kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið telja að um lokaáhlaup makedónska hersins hefði verið að ræða, þótt hann viðurkenndi jafnframt að útilokað væri að her og lögregla næðu fullu valdi á landamærahér- uðunum sem eru í skógi vöxnu fjalllendi. Á meðal þeirra staða þar sem áhlaup var gert er bærinn Lipkovo skammt suður af serbnesku landamærunum. Svæðið er eingöngu byggt Alb- önum og var fólk reitt og óttaslegið í gær. „Herinn lét ekki vita fyrirfram af því að hann væri vænt- anlegur í þorpið, nokkuð sem hefur tíðkast í báð- um heimsstyrjöldunum. Skyndilega birtust um 200 hermenn hér í gærkvöldi og óðu um allt með byssur á lofti. Fólk, einkum börnin, var skelfingu Makedónski herinn gerir úrslitaáhlaup í landamærahéruðunum Loka öllum leiðum til Kosovo Morgunblaðið/Thomas Dworzak Menduh Taci (t.h.), varaformaður Lýðræð- isflokks Albana í Makedóníu, skorar á skæru- liða og stjórnarherinn að leggja niður vopn. Skopje. Morgunblaðið. YFIRMAÐUR bandarísku umhverf- isverndarstofnunarinnar (EPA), Christine Todd Whitman, segir að bandarísk stjórnvöld hyggist ekki fylgja Kyoto-bókuninni frá 1997 eins og hún sé nú. „Nei, við höfum engan áhuga á að löggilda þann sáttmála,“ hefur The New York Times eftir Whitman í gær. Ari Fleishcer, tals- maður George Bush Bandaríkjafor- seta, sagði á hinn bóginn rangt að gera því skóna að Bandaríkjamenn myndu ekki taka þátt í fundi Samein- uðu þjóðanna í sumar um bókunina. Bush forseti tilkynnti í bréfi til öld- ungadeildarþingmanns, er birt var 14. mars, að hann myndi ekki fara fram á að bandarískum iðnfyrirtækj- um yrði skylt að draga úr losun koltvísýrings vegna þess að slíkt myndi verða bandaríska hagkerfinu of dýrt. Í bréfinu sagðist Bush ennfremur vera andvígur Kyoto-bókuninni vegna þess að í henni væru þróun- arlönd undanþegin því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hún myndi hafa skaðleg áhrif á banda- rískt efnahagslíf. Eftir að Bush hafði sent bréfið hafði embættismaður í Hvíta húsinu samband við utanríkisráðuneytið og spurði hvað það gæti gert til að losa Bandaríkin úr Kyoto-samkomulag- inu. Hefur Washington Post þetta eftir heimildarmanni í Hvíta húsinu. Utanríkisráðuneytið svaraði því til, að Colin Powell utanríkisráðherra myndi gera Sameinuðu þjóðunum bréflega grein fyrir að það yrði gert. Kyoto-bókunin kveður á um að efnuð iðnríki skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2% fyrir 2010, miðað við losunina eins og hún var 1990. Bókunin „andvana fædd“ Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjanna, tjáði sendi- herrum Evrópusambandsins í Wash- ington í síðustu viku að bókunin hefði verið „andvana fædd“. Bandaríkja- stjórn væri að endurskoða stefnu sína í andrúmslofts- og umhverfis- málum, en það lægi ljóst fyrir að Bandaríkin gætu ekki skuldbundið sig Kyoto-ákvæðunum og gætu aldr- ei staðfest sáttmálann. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í gær að ómögulegt væri að segja til um hvort stefnubreyting Bandaríkjamanna myndi hafa ein- hver áhrif á það hvernig þessi mál þróuðust. „Það talar hvert ríki fyrir sig. Við höfum haft okkar stefnu og fylgjum henni,“ sagði Siv. Hún kveðst enn- fremur telja mikilvægt að ríki heims nái samkomulagi sem fyrst svo að hægt verði að hrinda Kyoto-bókun- inni í framkvæmd. Staðfesta ekki Kyoto- bókunina Washington. AFP. Bandaríkjastjórn GENGI hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði allmikið í gær vegna frétta af verulega minni hagnaði ýmissa stórfyrirtækja. Gekk hækkunin síðustu daga að mestu til baka. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði í gær um 1,6% og Nasdaq um 6%. Nokkur lækkun varð einnig í Evrópu en aftur á móti hækkun í As- íu. Nortel, sem framleiðir ýmsan fjarskiptabúnað og tölvuframleið- andinn Palm vöruðu við verri af- komu en gert hafði verið ráð fyrir. Hlutabréf í Palm féllu um nær 50%. Verðfall á mörkuðum New York. AFP, Reuters. Á SUMUM sjúkrahúsum í Nor- egi eru ákveðnar tegundir af að- gerðum aðeins framkvæmdar nokkrum sinnum á ári og sjúk- lingarnir eru þar í meiri hættu en á sjúkrahúsum þar sem starfsmenn hafa meiri reynslu, að sögn Aftenposten. Lögð verður fram opinber skýrsla í Ósló í dag þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum á rannsókn á tengslum milli tíðni aðgerða og lífslíkna. Fjallað er um skurðaðgerðir og aðra með- höndlun vegna ýmissa sjúk- dóma, þ.á m. brjóstakrabba- meins, hjartasjúkdóma og alnæmis og bornar saman upp- lýsingar frá mörgum löndum. Per Teisberg, prófessor á Ríkisspítalanum, segist ekki halda að ástandið í þessum efn- um sé öðruvísi í Noregi en ann- ars staðar. Norðmenn mega samkvæmt lögum velja stofnun. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni jafnt læknir sem sjúkling- ur velja með gæði sjúkrahúss í huga,“ segir Teisberg sem álítur að athyglin hafi um of beinst að biðlistum í stað gæða. Sjúkrastofnanir Reynslan afdrifarík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.